Dagur - 16.09.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 16.09.1980, Blaðsíða 6
Akureyrarkirkja. Messað verður n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Sálmar: 18-428-194-48-527. B.S. Takið eftir. Spilakvöldin hjá Sjálfsbjörg byrja fimmtu- daginn 18. sept. í Alþýðu- húsinu kl. 8.30 e.h. Allir vel- komnir. Nefndin. Til Minjasafnskirkjunnar á Ak- ureyri frá Guðrúnu Huld sem skírð var í kirkjunni, kr. 5.000,- og frá brúðhjónum kr. 5.000.- Bestu þakkir. Safnvörður. Hjálpræðisherinn. Á fimmtu- dögum kl. 17, fundur fyrir börn. Sunnudaginn n.k. kl. 13.30 sunnudagaskóli, og kl. 17 almenn samkoma, þar sem yngri liðsmenn verða í fararbroddi. Á mánudögum kl. 16, heimilissamband, fundur fyrir konur. Verið velkomin. mm ob unff™ Ferðafélag Akureyrar 20.-21. september. Öxar- fjörður, Melrakkaslétta — haustlitaferð. 26.-28. september. Herðu- breiðarlindir. Haustferð með tilheyrandi. Dvalið í Lindunum. Skrifstofan er opin mánudaga og fimmtu- daga kl. 18.00-19.30 Sími 22720. Vorum að taka upp skyrtur, peysur, jac- pot gallabuxur og margtfleiraá dömur og herra. SKIPAGÖTU 5 ' AKUREYRI SIMI 22150 íþróttafélag fatlaðra Akureyri. Verðum með hlutaveltu í Alþýðuhúsinu á Akureyri, sunnudaginn 21. sept. kl. 2 e.h. Margt góðra muna svo sem kjöt, kartöflur og alls konar vörur frá flestum verslunum og fyrirtækjum í bænum. Akureyringar styðjið íþróttir fatlaðra. Lögmannshlíðarkirkja. Messað verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 18-428-194-48- 527. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30. B.S. 85 ára er á morgun 17. septem- ber Elín Jónsdóttir nú vist- kona á Dalbæ heimili aldr- aðra á Dalvík. Hún verður á afmælisdaginn stödd á heimili sonar síns Ránargötu 9, Akureyri. Minjasafnið á Akureyri er opið á sunnudögum kl. 2-4 e.h. Aðra daga fyrir skóla og ferðafólk eftir samkomulagi við safnvörð. Sími á safninu er 24162 og hjá safnverði 24272. Opnum aftur 1. september. Opið allan daginn frá kl. 7,30 til 19.00. Nýir megrunar- og matar- kúrar. Lausir tímar í leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Nýi sólarlampinn kemur í september. Pantið tíma strax, í síma 24888. Innilegar þakkir til ykkar allra sem glöddu mig á 75 ára afmœli mínu með gjöfum, blómum og heillaóskum. Sérstakar þakkir til barna, tengda- barna og barnabarna sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessiykkur öll. VALTÝR AÐALSTEINSSON Hjartans þakkir til allra sem sýndu mér vináttu og hlýhug á 70 ára afmæli minu 8. sept. sl. Guð blessi ykkur öll. SIGURGEIR JÓNSSON HEILSURÆKTIN KAUPANGI Fimm vinabæir kynntir í þessari viku verður borinn út í hvert hús á Akureyri bæklingur sem ber heitið: Við fimm í norðri. { þessum bæklingi er sagt frá Akureyri, Lahti í Finnlandi, Randers í Danmörku, Vásterás í Sviþjóð og Álasundi í Noregi, en þetta eru vinabæir. Bæklingnum verður dreift í bæjunum fimm á sama tíma. Sérhvert eintak ber númer, sem jafnframt er happ- drættisnúmer. Sá sem getur framvísað bækl- ingnum með útdregnu númeri fær ferð fyrir eina fjölskyldu (tveir fullorðnir og tvö börn) til þess vinabæjar sem hann óskar. Vinn- ingshafar verða að eiga lögheimili í einhverjum þessara vinabæja og sá vinabær sem vinningshafi velur mun sjá um uppihald fjölskyld- unnar í eina viku. Vinningsnúmer- ið verður birt l. október n.k. Ails verða veitt fimm verðlaun — þ.e. ein í hverjum bæ. Hermann Sigtryggsson, æsku- lýðsfulltrúi á Akureyri, sagði að með þessari útgáfu væri einkum verið að kynna vinabæina fyrir íbúunum, en vinabæjartengsl hafa lengi verið milli umræddra bæja. Í bæklingnum eru greinargóðir text- ar um hvern bæ og fallegar lit- myndir prýða hann. Hann er gef- inn út á fimm tungumálum, en ís- lenska textann samdi Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Samskipti milli þessara bæja hafa sífellt verið að aukast hin síð- ari ár og árlega eru t.d. fundir bæj- arstjórnarmanna, æskulýðsleiðtog- arar koma saman á hverju ári og íþróttamót unglinga úr bæjunum fimm er annað hvert ár. Tuttugu löndunarsvæði. (Framhald af bls. 8). Steingrímur sagði í lok ræðu sinnar, að við mættum nú vaxandi samkeppni á mörkuðum okkar. Samkeppnisaðilar okkar styrktu sinn sjávarútveg verulega og við ættum aðeins eitt svar og það væri að gera betur. Lykillinn að framtíð okkar væri að hafa gæði vörunnar ávallt í hámarki. Við ættum fyrir- taks sjómenn og fiskvinnslumenn og allgóðan flota, en það sem vantaði væri skynsamleg fiskveiði- stefna. 6. DAGUR Okkar innilegustu þakkir færum við öllum sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, ÁRNA VALDIMARSSONAR. Ágústa Gunnlaugsdóttir, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, böm og tengdabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur velvild og samúö við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ARNAR STEINÞÓRSSONAR, prentara, Löngumýri 19, Akureyri. Helga Magnúsdóttir, Guðfinna Ásdís Arnardóttir, Þorsteinn Kr. Björnsson, Sigrún Ingibjörg Arnardóttir, Guðmundur Pétursson, Ema Sigurbjörg Arnardóttir, Magnús Þór Arnarson , og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, SIGURVIN JÓHANNESSON Völium, Saurbæjarhreppi sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 10. þessa mán- aðar, verður jarðsunginn að Saurbæ, fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 2 e.h. Guðlaug Friðriksdóttir, dætur og tengdasynir. Hússtjórnarskóli Akureyrar auglýsir námskeið í gerð haustmatar, þ.e. frystingu, niðurlagningu, áleggsgerð, úrbeiningu og nýtingu innmatar. Innritun í síma 24199 milli kl. 14 og 16. Skólastjóri. Húsnæði óskast Viljum taka á leigu húsnæði fyrir kennslu í bifvéla- virkjun og bílaviðgeröum. Æskileg stærð 50-70 ferm. Iðnskólinn á Akureyri Námsflokkar Akureyrar símar 21663 og 21792. — Almenningur vill (Framhald af bls. 5). Ráðstafana er þörf Ég dreg ekki dul á, að vanda- mál ríkisstjórnarinnar eru um- talsverð. Hagur sumra undir- stöðuatvinnuvega þjóðarinnar er slíkur að ekki verður komist hjá að gera ráðstafanir til úrbóta. Þess verður naumast krafist með réttu að efnahagsráðstafanir nú komi hvergi við fjárhagsaf- komu manna, þó að gætt sé hagsmuna lágtekjufólksins. En að mínum dómi er aðalatriði þessara mála nú sem jafnan áður að tryggja verður fulla atvinnu í landinu. Án alls efa er brýnasta hagsmunavandamál almennings að atvinna sé nægileg. Þess vegna er það grundvallaratriði í efna- hags- og atvinnumálum að höf- uðatvinnuvegirnir séu reknir með hagnaði, en ekki með tapi eins og nú á sér stað. Lífskjör fólks ráðast að sjálfsögðu af því hversu vel atvinnuvegunum vegnar. Lögmál árferðis og viðskipta Þær stundir geta komið að nokkuð harðnar á dalnum. Það er ekkert óeðlilegt við það þó að skiptist á góðæri og lakari ár. Þjóð, eins og íslendingar, sem er jafnákaft háð veðráttufari og ýmsum öðrum náttúruaðstæðum sem raun ber vitni auk einhæfra viðskipta við aðrar þjóðir, — slík þjóð getur varla búist við því að ekki kreppi að högum hennar endrum og eins. En stundum finnst manni eins og fólk geri sér ekki grein fyrir eðlilegum lögmálum árferðis og viðskipta. Það kemur m.a. fram í því að hagsmunahópar, — sem reyndar eru vel seltir sumir hverjir, — eru með kröfugerð um lífskjarabætur, samtímis því að þjóðarbúskapurinn er rekinn við erfiðar aðstæður umfram venju. Menn gleyma því að lífsafkoma fólks er algerlega reist á því hvernig þjóðarbúskapnum vegn- ar í heild, sem einfaldlega þýðir það að atvinnuvegirnir fái risið undir kostnaði og geti skilað hagnaði. Þetta er algilt efnahags- lögmál og á ekkert skylt við kapitalisma eða smáborgaralega gróðahugsun. Hækkun kaup- gjalds er nafnið tómt ef ekki stendur raunveruleg aukning framleiðsluverðmætis þar á bak við. Kauphækkun, sem knúin er fram í trássi við afurðaverð á er- lendum markaði þýðir á mæltu máli verðbólgu og gengisfellingu. Þetta lögmál gildir jafnt í Pól- landi sem á Islandi. Þess vegna' lít ég svo á, hvað sem líður lífsafkomu einstakra starfshópa og tekjuskiptingu, að fara verði með mikilli varúð hvað varðar kauphækkanir. fiskverðs- hækkun og ákvörðun búvöru- verðs um þessar mundir. Nú verða menn að slá af kröfum sín- um og láta raunsæi ráða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.