Dagur - 16.09.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 16.09.1980, Blaðsíða 5
BMSOR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Vísitölukerfið eykur launamisrétti Það vísitölukerfi sem við búum við í dag hefur sætt mikilli gagnrýni. Flestir eru sammála um að það gæti verið betra, en menn greinir á um hvernig eigi að lagfæra það eða hvað eigi að koma í staðinn. Því er haldið fram að vísitölukerfið skrúfi upp allt verðlag í landinu og sé eins og sjálfvirk olíudæling á verðbólgubálið. Á hinn bóginn er svo haldið fram að vísitölukerfið sé eina trygging launafólks gegn kjaraskerðingaráhrifum þessa sama verðbólgubáls. Bæði þessi sjónarmið hafa nokkuð til síns máls því raunin er sú, að vísitölu- kerfið er að hluta bæði orsök og afleiðing verðbólgunnar. Við erum í vítahring, sem erfitt er að rjúfa. Nýlega hefur verið bent á það í Tímanum, að vísitölukerfið er ekki sú trygging launafólki sem margir ætla. Með tölum var sýnt fram á, að það vísitölukerfi sem við búum við sé stórkostlega ranglátt og fjandsamlegt láglaunafólki. Þar var tekið dæmi um hækkun hita- veitugjaldsins í Reykjavík og greint frá því, að hefði 60% hækk- un þess náð fram að ganga, hefði framfærsluvísitalan hækkað um 1%. Þessi 60% hækkun hitaveitu- gjaldsins hefði þýtt 82 þúsund króna hærri hitakostnað á ári hjá svonefndri vísitölufjölskyldu en árslaun verkamanns í Dagsbrún hefðu hækkað um 37 þúsund krónur. Mismunurinn er 45 þús- und krónur, sem er nálægt 1,2% launalækkun. Þannig hefði hækkun hitaveitugjaldsins þýtt beina kjaraskerðingu fyrir verka- manninn í Reykjavík, þrátt fyrir að vísitöiukerfið eigi að tryggja kaupmátt launa hans í verðbólg- unni. Gagnvart hátekjumanni eins og t.d. ráðherra hefði dæmið litið allt öðruvísi út. Hann hefði fengið 240 þúsund króna launahækkun á ári, ef hitaveitugjaldið hefði verið hækkað um 60%. Launahækkunin hefði gert meira en greiða hækkun hitaveitugjaldsins og ráðherrann hefði átt 158 þúsund krónur eftir, og er þá einnig miðað við vísitölu- fjölskylduna. Þannig hefði hækkun hitaveitu- gjaldsins valdið launalækkun hjá láglaunamanninum en launa- hækkun hjá hátekjumanninum. Hækkunin hefði aukið launabilið milli verkamannsins og ráðherr- ans um 203 þúsund krónur miðað við árslaun beggja. Hér þarf augljóslega breytinga við og að því ættu stéttasamtökin og ríkisvaldið að vinna í samein- ingu. Skagafirði þar sem ég ólst upp. Þar var maður í göngurn í tvo daga. Það var sko smala- mennska.“ Við Óli litum yfir féð í al- menningnum og það lá beint við að spyrja hve býlin í hreppnum væru mörg sem ættu hér fé. í ljós kom að þau eru 30, en eins og venjulega slæðist með fé frá ýmsum stöðum. Þarna áttu t.d. Akur- eyringar töluvert af fé, og síð- ar um daginn var von á úrtín- ingi af Þelamörk. Eins og Óli sagði áðan hefur andrúmsloftið í réttum breyst töluvert, en það á líka við um göngurnar. Nú fóru menn hest- og hundlausir. „Við urð- um að gera þetta allt sjálfir," sagði Óli. Óg þar með var fjallskilastjórinn þotinn. Hér rennur féð inn í réttina. Það er vel á sig kmnið, en bændur tclja að lömbin séu fremur smá. Mynd: á.þ. Margir bæjarbúar komu í Þórustaðarétt, en ýmsir Akureyringar áttu þarna fé. Vmi „Ingi, hvað á ég að segja að sé margt í réttinni,“ kallaði Óli í Garðshorni, fjallskilastjóri, þegar blaðam. spurði um fjölda fjár í Þórustaðarétt í Glæsibæjarhreppi, en þar var réttað síðastliðinn laugardag. Þeir félagar báru saman bæk- ur sínar og komust að þeirri niðurstöðu að í lagi væri að gefa upp töluna 2000. Það var illt að ná í Óla, Ólaf Ólafsson, enda var mikið um að vera í réttinni, en með smávegis fortölum fékkst hann til að halla sér upp að réttarvegg. „Blessaður, það er ekki spor varið í réttirnar nú til dags. Nú sést ekki lengur fleygur og slagsmál eru horfin. Við lögðum af stað snemma í morgun og það var komið með safnið í réttina um há- degi. Þetta er öðru vísi í Óli í Garðshorni: Þefta er ckki eins gaman og í gamla daga. Stefán á Hlöðum lét sitt ekki eftir •'ggja. Það hjálpuðust allir að aldnir. — ungir sem i i ■ i i ■ i i i ■ I ■ i i s Ingvar Gíslason: Almenningur vill að ríkis stjórnin hafi starfsf rið Ég dreg enga dul á það að ríkis- stjórnin á við erfið vandamál að glíma. Hluti þessara vandamála hefur lengi fylgt íslendingum, og á ég þá fyrst og fremst við efna- hagsvandann, verðbólguvöxt og minnkandi gildi krónunnar. Þetta vandamál er nú 40 ára gamalt, og við það hafa glímt allar ríkis- stjórnir á tímabilinu 1940-1980 með ærið misjöfnum árangri. Núverandi ríkisstjórn tók efna- hagsvandann í arf og hefur auk þess orðið fyrir mótlæti af utan- aðkomandi ástæðum, sem ekki gera það auðveldara að losna við þennan óheillaarf efnahagsmál- anna, þótt fullur vilji sé fyrir hendi. Söluverð íslenskra afurða á erlendum markaði hefur stór- hækkað og viðskiptakjörin versnað að sama skapi. Viðnámsbarátta Ég leyfi mér að fullyrða að rík- isstjórnin hefur gert allt sem í hennar valdi stóð þá 6 mánuði sem hún hefur verið við völd til þess að hafa hemil á langvarandi verðbólguþróun og tryggja rekst- ur atvinnuveganna. Hitt ber að viðurkenna að fram að þessu hefur ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsens orðið að sætta sig við að heyja viðnámsbaráttu, enda hlýt- ur hver skynsamur maður að sjá að annars var ekki kostur. Ríkis- stjórnin hefur því risið undir ábyrgð sinni og gert það sem henni bar að gera. Þar með er ekki sagt að sigur sé unninn. Þvert á móti. Það er langur vegur frá því að efnahagsvandinn sé leystur. Hann er mikill og margslunginn. En þessi vandi verður ekki leystur með því að magna upp mótþróa gegn ríkisstjórninni og nauðsyn- legum efnahagsráðstöfunum á hennar vegum. Vitlegasta ráðið er að tryggja ríkisstjórninni starfs- frið það sem eftir er af kjörtíma- bilinu og gefa henni tíma til þess að vinna skipulega að rðbólgu- hjöðnun og vaxtalækkun og framtíðargengi íslensku krón- unnar. Þetta eru þau markmið sem að er keppt. En þau nást ekki ef ríkisstjórnin hefur ekki starfs- frið eða ef hún fær ekki að lifa út kjörtímabilið. Varanlegar ráð- stafanir í efnahags- og atvinnu- málum taka langan tima, a.m.k. meira en 6 mánuði. Á það minni ég og legg á það höfuðáherslu að ríkisstjórnin setti sér það mark að vinna að hjöðnun verðbólgunnar á 3 árum þannig að í árslok 1982 yrði verðbólgan svipuð og í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Ríkisstjórnin þarf því um 2'/2-3 ár til þess að ná takmarki sínu í þessum efnum. Staða ríkis- stjórnarinnar Ekki ætla ég að gerast spá- maður um það hvort ríkisstjórnin fær nauðsynlegan starfsfrið þegar til kastanna kemur. Því miður gefur reynsla siðustu ára ekki til- tngvar Gíslason. efni til eintómrar bjartsýni í því sambandi. Á hinn bóginn er ekki fyrir það að synja að íslendingar hafa lært af reynslunni og finna að ekki er skynsamlegt að setja traust sitt á neikvæða og sundr- aða stjórnarandstöðu þegar þörf er fyrir þjóðareiningu. Og óhætt er að fullyrða að nú er þörf fyrir slíka einingu þjóðar- innar. Ég ætla ekki að gera mig sekan um alltof mikla bjartsýni um eilífar vinsældir núverandi ríkis- stjórnar. En ég þykist þó ítala af raunsæi þegar ég held því fram, að meirihluti þjóðarinnar gerir sér góðar vonir um þessa ríkis- stjórn og ætlast til þess að hún fái þann starfsfrið, sem hún biður um og henni er nauðsynlegur, ef hún á að geta sýnt árangur af stefnu sinni. Ég held að ráða- menn stjórnarandstöðuflokka og hagsmunasanitaka stétta og starfshópa, svo og fjölmiðlavald- ið, ættu að kynna sér almenn- ingsálitið í þessu efni. Reyndar er það skoðun mín að hagsmunasamtök stétta og starfs- hópa hafi í mörgu sýnt ríkis- stjórninni traust og vilja sinn til góðrar samvinnu. Því ber að fagna. Og það er vissulega mikið undir slíkri samvinnu komið hvemig til tekst á næstu árum um stjóm efnahagsmála og afkomu atvinnuveganna. Eins og valda- hlutföllum er nú skipt í þjóðfé- laginu milli eiginlegs ríkisvalds og hagsmunasamtaka starfsstétta, þá er samvinna þessara valdaafla nauðsynlegt skilyrði fyrir árang- ursríkri landsstjórn. Ég treysti því, meðan ekki kemur annað í ljós, að þessi samvinna haldist, og meðan hún varir eru vonir til þess að hægt verði að halda uppi hik- lausri stefnu um hjöðnun verð- bólgu á næstu 2-3 árum. Veik stjórnar- andstaða Stjómarandstaðan, sem nú er, þ.e. armur Geirs Hallgrímssonar í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokkurinn, mun að sjálfsögðu láta ófriðlega. Og við því er ekk- ert að segja. Aldrei var á öðru von. En er líklegt að Sjálfstæðis- flokkurinn, sem er lamaður af klofningi og forystuleysi, hafi það traust sem til þarf að koma ríkis- stjórninni frá? Svo mun ekki vera. Og hver trúir því að Alþýðu- flokkurinn hafi traust kjósenda eins og högum hans er nú háttað? Þótt hávaðapólitík og ábyrgðar- leysi hafi stundum náð eyrum fólks, þá gæti margt bent til þess að menn séu ekki ginnkeyptir fyrir slíku nú. Ég held því að rikisstjórn Gunnars Thoroddsens hafi von- irnar með sér. Það er a.m.k. víst að innan ríkisstjórnarinnar er vilji fyrir því að halda stjórnarsam- vinnunni áfram til loka kjörtíma- bilsins. Það merkir einfaldlega að þeir flokkar sem að stjórninni standa vilja einbeita sér að fram- kvæmd og lausn þeirra mála sem flokkarnir urðu ósáttir um við stjórnarmyndunina og finna má heimildir fyrir í skriflegum stjórnarsáttmála. Stjórnarsam- vinnan er annars reist á mála- miðlun hvað varðar djúpstæð pólitísk ágreiningsefni, og þau eiga því ekki að koma við sögu meðan samvinnan helst. Það er svo auðskilið mál að ekki þarf sérstakrar útskýringar við. Stjómarsamvinna í þingræðis- landi er ávallt reist á málamiðlun. (Framhald á bls. 6). Toppurinn og botninn áttust við Ármann átti enga möguleika gegn KA KA lék sinn sfðasta heima- leik í annarri deildinni í knattspyrnu á föstudags- kvöldið. Þá mættu þeir Ár- menningum sem börðust fyr- ir tilveru sinni í deildinni. KA sigraði í leiknum eins og liðið hefur gert í öllum sínum heimaleikjum á þessu sumri. KA gerði fjögur mörk en fékk á sig tvö. Óskar Ingimundar- son gerði tvö þessara marka, og eru það 19. og 20. markið hans í deildinni og er hann þar með nokkuð öruggur markakóngur deildarinnar. KA fékk sitt fyrsta tækifæri í leiknum strax á fyrstu mín. þegar Óskar lék alveg upp að endamörkum og að markinu, en markmaður varði skot hans. Það voru hins vegar Ármenn- ingar sem gerðu fyrsta markið. Það kom á 10. mín., en þá sofn- aði KA vörnin á verðinum og Bryngeir Torfason (Bryngeirs- sonar) komst inn fyrir vörnina hjá KA, og þrátt fyrir gott út- hlaup hjá Aðalsteini skoraði Bryngeir örugglega. Allan fyrri hálfleikinn sóttu KA menn stíft að niarki Ármanns en tókst samt ekki að skora. Ármenn- ingar nýttu hins vegar öll tæki- færi til að tefja í leiknum, og mótmæltu flestum dómurn dómara og línuvarða. Á 29. mín. fengu KA menn gullið tækifæri að jafna metin þegar Gunnari Blöndal var brugðið inni í vítarteignum og dæmd vítarspyrna. Þá brást Eyjólfi Ágústssyni bogalistin og hann skaut í stöng. I hálfleik var því staðan eitt mark gegn engu fyrir Árrnann. Á fimmtu mín. síðari hálf- leiks tókst KA mönnum loks að jafna, og var þar Óskar að verki. Sjö mín. síðar var Óskar aftur á ferðinni og kom KA mönnum yfir. Einni mín. síðar lék Eimar upp hægri kantinn og gaf vel fyrir til Gunnars Gíslasonar sem skoraði örugglega. Við þessi mörk brotnuðu Ár- menningar niður og áttu enga möguleika gegn KA liðinu. Síðasta niarkið hjá KA kom á 35. niin. eftir geysilegan sprett Elmars sem hreinlega hljóp af sér Ármannsvörnina og lagði síðan boltann fyrir fætur Gunnars Blöndals sem var í dauðafæri og skoraði örugg- lega. Skömniu síðar minnkuðu Ármenningar aðeins muninn er þeir skoruðu mark eftir kæru- leysi hjá vörn KA. Sigur KA var nijög sanngjarn • i þessuni leik enda var þarna um að ræða leik topp- og botn- liðs í deildinni. Dómari var Þóroddur Hjaltalín og línuverðir Sævar Frímannsson og Steingríniur Björnsson, og höfðu þeir mátt taka harðar á sifelldu röfli Ár- menninga út í dómgæslu þeirra, sem annars var ágæt. Ekki tjáir að deila við dómarann. Mynd: Ó.Á. Mæðgin sigruðu Keppnin um Gullsmiðabikar- inn fór fram um helgina á veg- um Golfklúbbs Akureyrar. Keppni þessi er 36 holu keppni með forgjöf. Jón Þór Gunnars- son sigraði í keppninni, var rétt á undan móður sinni, Jónínu Pálsdóttur. Jón fór seinni hringinn á vellinum á pari vall- Annars urðu úrslitin þessi: 1. Jón Þór Gunnarsson 2. Jónína Pálsdóttir 3. Þórhallur Pálsson 4. Sverrir Þorvaldsson 5.-6. Gunnar Þórðarson 5.-6. Páll Pátsson.... arins sem er 72 högg, og þykir það mjög góður árangur. Það eru gullsmiðirnir Sig- tryggur og Pétur sem gefa veg- legan farandbikar sem keppt er um, og einnig gefa þeir ein- staklingsverðlaun fyrir keppn- ina. * ÞOR NÆGIR JAFNTEFLI Á miðvikudagskvöldið kl. 18 leika KA og Þór síðari umferðina á Akureyrar- mótinu í knattspyrnu. I fyrri umferðinni sigraði Þór með 3 mörkum gegn 2. Þórsurum nægir því jafn- tefli í þessum leik til þess að hljóta Akureyrarmeistara- titilinn. Ef KA sigrar þarf annan úrslitaleik um það hver verður meistari. Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og nú eru síðustu forvöð að upplifa Þórs og KA stemn- ingu á vellinum á þessu keppnistímabili. MUNIÐ HÓP- FERÐINA TIL HUSAVIKUR Á laugardaginn kl. 12 verð- ur hópferð á leik KA og Völsungs til Húsavíkur. Farið verður frá biðskýlinu við Geislagötu. Væntanlegir þátttakend- ur vinsamlcgast látið skrá sig í Sporthúsinu fyrir föstudagskvöld. Fargjald er kr. 5.000 og er þá miðað við að rútan sé full. ★ Högg . 143 . 147 . 147 . 149 . 151 . 151 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.