Dagur - 23.09.1980, Síða 8

Dagur - 23.09.1980, Síða 8
Kabarettinn MIKILL HUG- URI FÓLKI „Við komum saman á laugardag um 20 manns og lögðum á ráðin. Það er mjög mikill hugur í öllum og gífurlegur áhugi á að hrinda þessu í framkvæmd. Það er meira að segja svo langt komið, að við stefnum á að frumsýna 11. október og ég leyfi mér að segja frumsýna, því ég er mjög bjartsýn á að þetta gangi og ég held að sýningarnar geti orðið talsvert fleiri en ein,“ sagði Sunna Borg, leikari, í viðtali við Dag um fyrirhugaðan kabarett í Sjálfstæðishúsinu, sem greint var frá fyrir helgina. Á undirbúningsfundinum á laugardag, sem haldinn var í Sam- komuhúsinu, kom strax fram ýms- ar hugnryndir. Gert er ráð fyrir blönduðu efni af ýmsu tagi, þar sem glens og gaman verður í fyrir- rúmi. Nefna má stutta leikþætti, tónlist, gamanvísur og dans. Ýmislegt verður gert til að ná upp stemningu meðal áhorfenda en það verður ekki látið uppi, því hluti af öllu saman verða óvæntar uppákomur. „Við stefnum að því að sýningin fari sent mest frarn á gólfinu og innan um áhorfendur og að þeir taki að einhverju leyti þátt í sýn- ingunni," sagði Sunna Borg. Kabarettinn verður í nafni Leikfé- lags Akureyrar og til fjáröflunar fyrir félagið. Allt er unnið i sjálf- boðavinnu og félagið þarf enga greiðslu að inna af hendi vegna leigu á Sjálfstæðishúsinu og hljómsveit hússins verður hópnum til afnota. Um borð í Hríseyjarferjunni. Mynd: HSv. VILJA FYRST VITA LEGU NÝJA VEGARINS „Vaðlaskógur er opinn hverjum þeim sem í hann kemst. Fyrir nokkrum árum var gönguhlið við skátaheimilið Valhöll, en fólk skildi það oft eftir opið og því fylltist reiturinn af sauðfé. Því var Tónlistar- skólinn settur Tónlistarskólinn á Akureyri er nú að hefja sitt 36. starfsár. Llm 470 nemendur eru innritaðir í skólann, sem er nú fullsetinn, og raunar ekki verið hægt að anna allri eftirspurn. Kennt verður í 20 greinum hljóðfæraleiks og söngs, einnig í allmörgum kjarnagreinum eins og forskóla, tónfræði, tónheyrn, hljómfræði og tónlistarsögu. Kennarar við skólann verða 22, þar af eru 3 stundakennarar. Öll kennslan fer nú fram á sama stað, eða í húsnæði skólans Hafnarstræti 81. en með nýbyggingu skólans, sem tekin var í notkun í mars sl. var lögð niður kennsla á 3 stöðum úti i bæ. Við það stórbatnaði aðstaða til skólahalds. Nýir kennarar í föstum stöðum eru: Gunnar H. Jónsson gítarkennari, en hann starfaði í mörg ár við Tónskóla Sigursveins í Reykjavík. Paula Parker píanókennari, sem er bresk en stundaði á síðasta vetri framhaldsnám í París. Tom Larson frá Noregi kennari á básúnu og horn. Upphaflega var ætlunin að setja skólann á mið- vikudaginn 24., en vegna ófyrir- séðra tafa og þess hve erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um stundaskrár nemenda i öðrum skólum verður skólasetningu frest- að til laugardagsins 27. sept, og fer hún fram í Akureyrarkirkju kl. 17. Kennsla hefst samkvæmt stunda- skrá mánudaginn 29. sept. hliðinu lokað og í stað þess settar tröppur yfir griðinguna hjá Val- höll“, sagði Oddur Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga vegna klausu er birtist í „smátt og stórt“ fyrir skömmu. Skógræktarfélagið hefur ekki séð sér fært að leggja í vegafram- kvæmdir í Vaðlaskógi þar sem skógræktarmenn telja ekki full- víst hvar nýr vegur út á Sval- barðsströnd muni liggja. Oddur sagði að ef yrði lagður vegur frá núverandi vegi gæti hann orðið gagnslaus innan fárra ára og það væri þvi að kasta fé á glæ að leggja í slíkar framkvæmdir. Það getur því orðið bið á því að hver og einn geti komist með góðu móti í Vaðlaskóg og notið þar útiveru. BYGGT Á vegum Kaupfélags Lang- nesinga er verið að byggja nýtt hús er á að geyma bygg- ingavöruverslun félagsins í framtíðinni. Þegar nýja húsið verður tekið í notkun er talið að gólfflötur verslunarhús- næðis á Þórshöfn aukist um 100% — hvorki meira né minna. En byggingaframkvæmdir eru miklar á Þórshöfn um þess- ar mundir. Iðnaðarmenn kepp- ast við að ijúka við smíði grunnskólans. f vor var lokið við trésmíðaverkstæði og í nóv- ember er gert ráð fyrir að lokið verði við smíði leiguíbúða, sem byggðar eru á vegum sveitarfé- lagsins. Það er einnig verið að byggja dagheimili á vegum þess. Smíði elliheimilis stöðv- aðist vegna fjárskorts á sínum tíma, en heimamenn gera sér góðar vonir um að Ijúka því fyrir mitt næsta ár. Heyrst hefur að nokkrir aðilar séu að bræða með sér hvort hægt sé að ráðast í byggingu iðngarða, en hvort af verður er ekki vitað enn. Fræðslufundir og hausfþing Árlegt haustþing og fræðslu- fundir Bandalags kennara á Norðurlandi eystra verður að þessu sinni haldið í Dalvíkur- skóla dagana 9.-10. okt. næstkomandi. Námsstjórar og leiðbeinendur í ýmsum greinum munu koma og halda stutt námskeið og fræðslufundi svo sem venja er til. Þá mun Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, DAGXJR Nú er yfirvofandi verkfall hjá blöðunum. Fyrst munu dag- blöðin í Reykjavík stöðvast, en síðar landsmálablöðin. Ef að líkum lætur mun Dagur ekki koma út n.k. þriðjudag, og eru auglýsendur beðnir um að hafa það í huga. Næsta blað kemur út á fimmtudag- inn og þar næsta ekki fyrr en 2. október. ávarpa fundargesti og erindi munu flytja þeir Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri, Sig- urjón Jóhannesson, skólastjóri og Ásgeir Guðmundsson, námsgagnastjóri. Auk þess mun erindreki K.í. þinga með trúnaðarmönnum og áhugafólki og fulltrúi úr útgáfustjórn K.í. þinga með trúnaðarmönnum og áhugafólki. Fulltrúi úr út- gáfustjórn K.f. verður gestur á þinginu. Gistiaðstaða, þ.e. svefnpoka- pláss, fyrir þátttakendur verður í heimavist Dalvíkurskóla og i Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, en þangað er u.þ.b. 10 mín akstur frá Dalvík. Matsala verður í Víkurröst. Föstudagskvöldið þ. 10. okt. verður árshátíð B.K.N.E. í Víkur- röst, tími, dagskrá og verð auglýst á staðnum. Fræðslustjóri hefur fallist á að gefa þeim kennurum, sem ætla að sækja fræðslufundi leyfi frá störf- unt dagana 9. og 10. okl. HEIMATILBUNAR BYSS- UR ERU SKAÐVALDAR ins hefjast á haustin. Byssur af þessu tagi eru gerðáf úr gúmmi- hanska og plaströri. Börnin setja gjarnan baunir og þ.h. í hanskann, toga í og skjóta bauninni af ótrú- legum krafti út um rörið. Lög- reglumaðurinn sagði einnig að það hefði komið á daginn, að foreldrar hjálpuðu börnum sínum að búa til byssur af þessu tagi. Það væri líka ljóst að þeir gerðu sér ekki grein fyrir um hve hættuleg leikföng væri að ræða. Magnús Stefánsson vildi eindregið hvetja foreldra til að gera byssurnar upptækar. í síðustu viku var komið með ungan dreng á Fjórðungs- sjúkrahúsið. Drengurinn var með alvarlegt meiðsl á auga af völdum túttubyssu. Þetta er annað tilfellið af þessu tagi á árinu. Magnús Stefánsson, læknir á bamadeild FSA, sagði að drengur- inn myndi ekki missa sjón á auga, en meiðslin væru alvarleg. Að sögn lögreglumanns á Akur- eyri gengur gjarnan yfir „túttu- byssufaraldur" þegar skólar bæjar- 0 Vegamál og önnur mál Þeir sem hafa hringt í Vega- gerð ríkisins hafa sjálfsagt rætt við Ijúfa rödd sem segir þegar hún svarar: „Vegamál, góðan dag“. Þetta er mun auðveldara í munni en: „Vegagerð ríkisins, góðan dag“. Nú leggur Smátt og stórt til að aðrar ríkisstofnan- ir taki Vegagerð ríkisins sér til fyrirmyndar. Til dæmis gæti starfsfólk Pósts og síma sagt: Póstmál, Símamál eða Landsímamál. Hjá Rafveitum ríkisins gæti fólk sagt: Rafmagnsmál, Línumál eða jafnvel Vandamál ef rafmagnstruflanir eru tíðar. Þeir sem hringja til Dags í framtíðinni mega ekki verða undrandi þótt svarað verði Blaðamál eða jafnvel Dag- mál, góðan dag. 0 Ljóslausir staurar Maður nokkur úti í bæ hafði samband við blaðið og bað um að eftirfarandi athuga- semd yrði komið á framfæri. Snemma í vor voru settir upp staurar á gatnamótum Þór- unnarstrætis og Hamarsstígs og áttu þeir að verða að gangbrautarijósum. En ekk- ert hefur gerst í málinu og eru staurarnir enn Ijóslausir. Nú, þegar margir gangandi nýlið- ar eru f umferðinni, á leið í og úr skóla, væri ekki úr vegi að koma þessum staurum í gagnið því ekki koma þeir að mikium notum Ijóslaustir. 0 Fýla Það er engin ný bóla að Ak- ureyringar — og þó sérstak- lega þeir sem búa í Glerár- þorpi — geti vart dregið and- ann vegna fýlunnar sem berst úr Krossanesi. Nú liggur yfir bænum dag eftir dag bláleitt ský sem ætlar menn hreint lifandi að drepa. Sfðasta dæmið um áhrif lyktarinnar er saga sem maður einn sagði okkur. Hún var einfald- tega á þann veg að hann á erfitt með að selja húsið sitt, en það er utarlega í Glerár- hverfi og á þeim stað þar sem skýið liggur oftast yfir. 0 Stríðsletur Kunningi blaðsins stakk því að starfsmönnum Dags að síðdegisblöðin í Reykjavík gætu lent í erfiðleikum ef heimsstyrjöld brytist út einn góðan veðurdag. Þau hafa nefnilega spanderað stríðs- letri á rottustríð í Grindavík og annað í þeim dúr og eiga ekki til stærra letur í fórum sinum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.