Dagur - 25.09.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 25.09.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Erfið leið og vandrötuð — en sú eina Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur setið að völdum í tæpa 8 mánuði. Það er ekki langur starfstími, en gefur þó vísbend- ingu um hvers vænta má að óbreyttum aðstæðum. Fyrstu mánuðirnir fóru í að afgreiða fjár- lög og lánsfjáráætlun fyrir yfir- standandi ár. Á þessu ári hafa vandamálin blátt áfram hrannast upp, svo iegið hefur við algjörri stöðvun útflutningsatvinnuveg- anna. Á sama tíma hafa staðið yfir samningar um kaup og kjör til flestra starfshópa í landinu. Staða ríkisstjórnarinnar hefur því verið erfið það sem af er og ekki verður séð að sjólagið sé betra framund- an. Á þessa leið fórust Stefáni Val- geirssyni, alþingismanni, orð í grein sem nýlega birtist í Degi. Stefán sagði ennfremur, að þrátt fyrir erfiðleikana væri full atvinna í landinu og mikil framleiðsla, og þjóðin byggi yfirleitt við góð kjör. Síðan sagði Stefán: „En til að sýna fram á hvers eðlis vandinn er, þá skai á þetta bent. Fiskverð í Bandaríkjunum hefur hækkað á síðustu tveim ár- um um 5% miðað við dollar. Að meðaltali hefur verð á útflutningi okkar hækkað um 13%, en innflutningur hefur á sama tíma hækkað að meðaltali um tæp 40% — allt miðað við erlenda gjald- miðla. Þótt framleiðsluaukningin hafi verið veruleg á þessum tíma, þá ættu þessar tölur að segja það sem segja þarf — við höfum minna til skiptanna. Og þá þarf að miða ytri umgjörð efnahagsmái- anna við þær staðreyndir, ef tak- ast á að feta sig inn á þá leið að draga úr verðbólguhraðanum. Þó verður að halda uppi fullri atvinnu í landinu. Leiðin er því erfið og vandrötuð og engan þarf að undra þó að hægt gangi miðað við aðstæður sem fyrir hendi eru. En það sem skiptir meginmáli er að þessi leið er fær, ef ekki verður því stærri björgum velt inn á veginn af ann- arlegum hvötum. Þetta er eina leiðin út úr verðbólguvandanum ef koma á í veg fyrir meiriháttar at- vinnuleysi og þær þrengingar sem slíku ástandi fylgja jafnan. Það er ekkert vafamál að ekki verður hægt að verða við óskum manna um ýmsar framkvæmdir og um- bætur meðan við fetum leiðina að settu marki, en það sem skiptir meginmáli í því sambandi er að fulls réttlætis sé gætt. Þá ætti að nást sú samstaða sem til þarf, til að ryðja veginn út úr óðaverð- bólgunni. Héreru þau Jóhann Konráðsson og Fanney Oddgeirsdóttir að taka lagið. „Höfum raulað saman öll okkar samvistarár1 ‘ I næsta mánuði er væntanleg á markaðinn all sérstæð hljóm- plata sem gefin er út á Akur- eyri, en það er plata með söng Jóhanns Kunráðssonar og fjölskvldu hans, sem þekkt er fyrir mikla söngglcði. Ásamt Jóhanni syngja á plötunni kóna hans, Fanney Oddgeirs- dóttir og fjögur af sjö börnum þeirra, þ.e. systkinin Anna María, Jóhann Már, Svavar og síðast en ekki síst Kristján Jóhannsson sem hefur vakið mikla athygli bæði hér og er- lendis fyrir söng sinn. Þetta er að líkindum einsdæmi, að sex úr sömu fjölskyIdu syngi á sömu hljómplötunni. Útgefandi plötunnar er Snorri Hansson, seni jafnframt átti hugmyndina að þessari plötu. Upptaka fór fram í Stúdíó Bimbó á Akureyri dagana 3.-20. september og hana annað- ist Pálmi Guðmundsson, sem einnig sér urn hljóðblöndun plöt- unnar. Á plötunni verða nokkrar gamlar einsöngsupptökur með Jóhanni Konráðssyni, en að mestu leyti er um nýtt efni að ræða, ýmist einsöng eða tvísöng, og lögin verða 12-15 að tölu. Kristján kom í heimsókn frá Ítalíu og var þegar gripinn til upptöku. Bræður hans Jóhann Myndin var tekin um siðustu helgi þegar unnið var að hljóðblöndun plötunnar, sem verður skorin í Bandaríkj- unum og líklega pressuð hér á landi. F.v. Jóhann, Pálmi, Anna María, Fanncy og Snorri Hansson. Myndir: HSv. Már og Svavar eru bændur í Húnavatnssýslu og Skagafirði og voru þeir kallaðir úr haustverk- unum til að syngja inn á plötuna. „Mig hefur lengi dreymt um að við rauluðum inn á band til að geyma til minningar, því við höf- um gert talsvert af því að.syngja saman í fjölskyldunni. Viðhjónin höfum t.d. raulað saman meira og minna öll okkar samvistarár, sem eru víst orðin 40. Mest hefur þetta nú verið í þröngum hópi, en einu sinni höfum við sungið opinber- lega saman bæði tvö, og það var í Gimli í Kanada. Það kom mér hins vegar algjörlega á óvart þeg- ar Snorri hringdi og bar upp erindið. Ég trúði þessu tæpast, en ég er mjög ánægður með að þetta skyldi hafa komist í gegn og vona að platan geti orðið sem flestum til ánægju," sagði Jóhann Kon- ráðsson í spjalli við Dag. Undirleikarar á plötunni eru Kári Gestsson og Dýrleif Bjarna- dóttir. Ný hljómplata væntanleg á markað með Jóhanni Konráðssyni og f jölskyldu. r Minning Halldór Sveinbjörnsson F. 20. 7. 1959. - D. 18. 7. 1980 Hann Halldór er dáinn. Það er svo ótrúlega stutt milli lífs og dauða og erfitt að sætta sig við þegar ungt og lífsglatt fólk, í blóma lífs síns er kallað burtu. Hann ætlaði aðeins að skreppa í veiðiferð með félögum sínum, tveir af þeim komu ekki aftur til baka og annar þeirra var Halldór. Við vitum að þetta eru aðeins vistaskipti, og það er af kærleika til þess sem farinn er sem sorgin og tómleikinn gerir vart við sig. En ótal margt minnir á og það eru þær myndir og minningar frá liðnum samverustundum sem ætt- ingjar og vinir eiga að muna og rækta í huga sér. Fyrstu kynni min af Halldóri voru haustið 1965, þegar ég kom á heimili hans, sem þá var í Hleiðar- garði. Hann var þá sex ára gamall, stór eftir aldri og sterklegur, með breitt bros, sem hann var óspar á og þannig sé ég hann alitaf fyrir mér í huganum. Síðan þetta haust hefur mikil vinátta verið á milli mín og fjölskyldu hans og hér í sveitinni settist ég að og hef því verið honum samtiða þessi ár og séð hann vaxa og þroskast, úr barni í ungling og síðan ungan mann, skapheitan, viðkvæman en hlýlegan og góðan mann. Mig langar að minnast á at- vik sem sýnir hve hann var góður og gjafmildur. Þegar hann var tólf ára gamall kom ég einu sinni sem oftar á heimili hans og sá hjá hon- um platta úr krossviði sem á voru brenndar rósir og málaðar í lit. Hann hafði búið þá til í handa- vinnunni í skólanum. Ég fór að dáðst að því hvað þeir væru fallegir og þá vildi hann endilega gefa mér þá. Ég sagði að hann hefði kannski gaman að þessu þegar hann yrði fullorðinn, „. . . ég bý þá bara til aðra — eigðu þessa". Þeir voru gefnir með mikilli ánægju og mér hefur alltaf þótt vænt um þessa platta. Þeir hanga í eldhúsinu hjá mér, sem eitt af mörgu sem minna mun á Halldór. Eftir að skyldunámi lauk fór hann í skóla að Hólum í Hjaltadal. Hann hafði alltaf áhuga á búskap, undir niðri, og þó að hann ynni ýmisleg störf inni á milli, vann hann við bústörfin bæði heinia fyrir og á öðrum stöðum. Halldór var sannur vinur og félagi og hafði gaman af félagsmálum, starfaði fyrir Ungmennafélag Saurbæjar- hrepps og tefldi mikið á þess veg- um og einnig utan þess. Hann hafði líka mjög gaman af að spila bridge. Hann var ráðinn dyravörður í Sól- garði og vann við það þegar þess var þörf. Einnig var hann búinn að vinna mikið á gröfu og jarðýtu og þau verk sem hann vann halda áf- ram að vera til þó hann sé horfinn. í fyrravetur tók hann meirapróf- ið og keyrði eftir það ýmsar vörur til sveitunga sinna. Þarsem nokkuð mörg ár voru á milli okkar Halldórs og ég orðin fullorðin og gift kona þegar hann fullorðnaðist, gefur að skilja að við átturn ekki mikla samleið, en ég veit að hann átti rnarga vini og kunningja sem gætu sagt svo margt um persónuleg kynni við hann og samverustundir frá þessum árum. Ég veit að hann er nú koniinn á nýjan og bjartan stað þar sem allir hittast að leiðar- lokum. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að styrkja alla ástvini hans og hjálpa þeim í sorg þeirra. Það eitt fœr í sorginni svalað að sál vor við hann gelur talað, sem Ijósyfir grafrökkri glœðir og grœðir, er hjarlanu hlœðir. G.G. ÁIfheiður Karlsdóttir. Styðjum byggingu heilsu- hælisins í Kjarnalandi Svo sem kunnugt er hefir Náttúrulækningafélag Ak- ureyrar hafið byggingu heilsuhælis í Kjarnalandi við Akureyri. Engum sem um velferðarmál hugsar blandast hugur um nauðsyn slíks hælis í því álagsþjóð- félagi sem við búum. Ekki er einungis þörf á slíkri stofnun er getur tekið við sjúklingum eftir sjúkrahús- dvöl til framhaldsbata, heldur leggja helbrigðisyf- irvöld síaukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir. Má telja fullvíst, að með nokk- urra vikna dvöl á heilsuhæli sem slíku, mætti æði oft koma í veg fyrir sjúkra- hússlegur og væri það þjóð- arbúinu til ómældra tekna. Það er líka mikill kostnaður fyrir Norðlendinga að sækja hressingardvöl til ' Suður- landsins og biðlistinnlá hælinu í Hveragerði sýnir, áð full þörf er á að sams konar stofnun taki til starfa annarsstaðar á landinu. Þegar er búið að leggja marga tugi milljóna: í þann hluta heilsuhælisins, sem nú er í byggingu í Kjarnalandi. Ennþá vantar að ljúka við að steypa plötu yfir neðstu hæð- ina, sem nauðsynlegt er að gera nú þegar. Senn fer vetur að og því má ekki dragast að ljúka við þennan áfanga, áður en frost og snjóar koma. En peninga vantar og fá- mennt áhugamannafélag megnar ekki að lyfta siíku Grettistaki, sem heilsuhælis- byggingin er, nema til komi aðstoð sem flestra Norðlend- inga og annarra, sem sjá nauðsyn slíks framtaks. Því er heitið á alla sem línur þessar lesa, að hlaupa nú undir bagga og styðja bygginguna með fjárframlagi, hver eftir sínum efnum og getu. Það ætti líka að vera metnaðarmál allra sem bæ þennan byggja og næstu byggða, að heilsu- hælið í Kjarnalandi rísi sem fyrst af grunni. Fjárframlög má leggja inná gíróreikning Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar nr. 2300-3, senda þau stjórn félagsins eða til Árna Bjarn- arsonar, Bókaversluninni Eddu, Akureyri. (Frá Náttúrulækningafélagi Akureyrar). Knattspyrnufélag Akureyrar SIGURHÁTÍD S.l. laugardagskvöld héldu knattspyrnumenn í KA sig- urhátíð í Sjálfstæðishúsinu, en KA menn sigruðu aðra deild fengu samanlagt 31 stig út úr leikjum sínum, sem er mesti stigafjöldi sem deildin hefur unnist á. Á hátíðinni mættu Jens Sumarliðason og Gylfi Þórðarson frá KSÍ, og afhentu þeir fyrirliða KA Elmari Geirssyni bikarinn sem fylgir sigri í annarri deild. Þá fengu einnig allir leikmenn verðlaunapening. t stuttri ræðu sem Elmar Geirsson hélt við þetta tækifæri minnti hann félaga sína á að til væri annar bikar, stærri og veg- legri, en hann væri fyrir sigur í fyrstu deild, „og hann verðum við einnig að eignast," sagði Elmar. Þá fékk Elmar einnig viðurkenningu frá KSÍ fyrir þá 23 landsleiki sem liann hefur leikið fyrir Islands hönd. Marg- ar ræður voru haldnar og er á engan hallað þó sérstaklega sé minnst á framlag Gísla Jóns- sonar, menntaskólakennara, en hann orti m.a. til þjálfara KA á enskri tungu. Formanni knatt- spyrnudeildar KA barst á hátíðinni ávísun að upphæð kr. 61.000,00 frá Mikael Jóns- syni en hann kvað þetta vera gamalt áheit, eða þúsund krón- ur fyrir hvert skorað mark í deildinni. Fleiri fylgdu fordæmi Mikaels og sendu knattspyrnu- deildinni svipaða upphæð, og þar á meðal formaður KA klúbbsins í Reykjavík Sæmundur Óskarsson, en hann var að sjálfsögðu mættur á hátíðina. Stjórn KA færði for- manni knattspyrnudeildar skikkju mikla til að klæðast á varamannabekknum meðan á leikjum stendur, en eins og Jón Arnþórsson sagði höfðu þeiroft tekið eftir að kalt var á bekkn- urn og ekki mundi veita af að halda núverandi og verðandi formönnum deildarinnar volg- um. Knattspyrnudeildinni bár- ust heillaóskaskeyti frá Þór. Rafni Hjaltalín og íþróttaráði Akureyrar. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum var stiginn dans fram eftir nóttu. 0 Um síðustu helgi var fimmta og síðasta drengja- keppni Golfklúbbs Akureyrar. Þessi keppni bar heitið Sept- ember bikar drengja og var keppt um bikar sem gefinn var af ÍBA. I þessari keppni sigraði Héðinn Gunnarsson á 66 höggum, annar varð Sverrir Þorvaldsson á 67 höggum og Bjöm Axelsson þriðji á 68 höggum. Reiknaður er síðan samanlagður árangur kepp- enda í þeirra fjórum bestu keppnum, og eftir sumarið er Héðinn Gunnarsson efstur með 38,5 stig. £ Héðinn er bróðir Jóns Þórs sem svo mjög hefur gert garðinn frægan í golfíþrótt- inni. Annar besti árangur eftir sumarið er hjá Sverri Þor- valdssyni en hann hefur 37.0 stig, og þriðji Jón Aðalsteins- son með 34,5 stig. KA og Þór á laugardag Á laugardaginn kl. 14.30 verð- ur úrslitaleikur í Akureyrar- mótinu í knattspyrnu. Lcikur- inn verður á KA velli og hefst eins og áður segir kl. 14.30. Á undan þeim lcik lcika fjórðu flokkar sömu aðila. Alli í landsliðið Alfreð Gíslason hefur nú verið valinn í landsliðið sem leikur gegn Norðmönnum um helg- ina. Alfreð er rétt byrjaður að leika með sínu nýja félagi KR, og virðist strax hafa tryggt sér landsliðssæti. Drengja- keppni í golf i Ciisli Jónsson. Sæmundur Óskarsson. Helgi Schiöth og Sigríður kona hans buðu lcikmönnum KA heim á Húsavík. Á myndinni sjást gestgjafarnir ásamt Elmari og Alec. Jón Amþórsson. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.