Dagur - 25.09.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 25.09.1980, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudagur 25. september Mikil sala í fasteignum Atgerfisflóttinn frá Reykjavík í fullum gangi — Þessar upplýsingar Ragnars Steinbergssonar, starfsfélaga mins, varðandi íbúðaverð á Akureyri og sölutregðu eru fjarri lagi, en eiga hugsanlega vel við um fasteigna- markaðinn í Reykjavík, sagði Ólaf- ur Birgir Árnason fasteignasali og lögfræðingur sem hafði samband við blaðið vegna fréttar í síðasta tölublaði Dags um samdrátt í fast- eignasölu og verð á íbúðum. — Samkvæmt minni reynslu er verðið sem Ragnar nefndi fjarri lagi. Verð á 2ja herbergja íbúð er 19-22 milljónir það hæsta, algjört hámarksverð á 3ja herbergja íbúð- um er 25-26 milljónir, en 22-25 milljónir eru nær lagi, og 4ra her- bergja íbúðir kosta 26-30 milljónir. Allt er þetta að sjálfsögðu háð greiðslukjörum og gæðum, sagði Olafur Birgir. Hann bætti því við, að salan á Akureyri hefði verið með besta móti allt þetta ár með tilliti til fjölda seldra íbúða. — Atgerfisflóttinn af Reykja- vikursvæðinu hefur verið í fullum gangi, því mikil ásókn er í íbúðir hér á Akureyri að sunnan og í flestum tilvikum er um að ræða fólk á besta aldri og með góða menntun, sagði Ólafur Birgir Árnason. Heimild til vinnu- stöðvunar Félag verslunar og skrifstofu- fóiks á Akureyri héit almennan félagsfund að Hótel K.E.A. 22. sept. s.t og var fundurinn mjög fjöimennur. Á dagskrá var at- kvœðagreiðsia um verkfalls- hcimild og samþykktu fundar- menn samhijóða að veita stjórn og fulitrúaráði heimild til boð- unar vinnustöðvunar ef á þyrfti að halda. Kosning fór fram á 7 fulitrúum á 34. þing A.S.Í. og 7 til vara. Þá var einnig rætt um skóla M.F.A. að Ölfusborgum, og félagar hvattir til að kynna sér möguleika á að sækja þennan skóla. Síðan ræddi formaður Kolbeinn Sigurbjörnsson önnur mál svo sem samningamálin og 50 ára afmæli félagsins er verður minnst með hófi í Sjálfstæðishúsinu I. nóv. n.k. Nýverið heimsóttu félagið fjórir bandariskir verslunarmenn ásamt tveim fulltrúum frá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. Farið var með gestina til Mývatnssveitar og þeim sýnt það markverðasta hér í bæ. Stjórn F.V.S.A. bauð gestum til hádegisverðar og þótti dvölin takast í alla staði vel. RAFGEYMAR í BÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI ■■BHtSBI Gjöreyðilagði stjórnkassann Engin umferðarljós á einu f jölfarnasta götuhorni Akureyrar í nokkrar vikur Fyrir röskum tveim vikum ók bifreið á stjórnkassa götu- ijósanna á horni Þórunnar- strætis og Glerárgötu. Kassinn eyðilagðist með öllu og varð að panta nýjan frá Danmörku. Áætlaður kostnaður vegna nýja kassans er 10 til 15 milljónir. Afgreiðsiufrestur er fimm til sex vikur og því er ekki von á að Ijósin kvikni fyrr en í næsta mánuði. Gísli Ólafsson, yfirlögreglu- Gunnar Jóhannesson og Alfreð Konráðsson um borð í ferjunni. Mynd: H.Sv. Farþegum fjölgaði þjónn sagði í viðtali við Dag að ljósleysið kæmi sér afar illa. Þar til viðgerð lýkur verða þær bifreiðar sem koma niður Þórunnarstrætið að víkja fyrir þeim sem aka eftir Glerárgötu. Þegar ekið var á stjórnkassann var verið að malbika Glerárgötu og umferðin var öll á annarri ak- brautinni. Ökumaður, sem var ungur piltur, ók alltof hratt miðað við aðstæður og missti vald á bif- reiðinni með fyrrgreindum afleið- ingum. Eftir að nýja Hríseyjarferjan Sævar var tekin í notkun í nóvember 1979 hefur orðið mikil aukning á farþegaflutn- ingum milli Hríseyjar og lands. Þetta er ekki óeðlilegt, þar sem segja má að gjörbylting hafi orðið í samgöngumálum Hrís- eyinga með tilkomu nýju ferjunnar. Sem dæmi um þessa aukningu má nefna, að allt síð- ast liðiö ár flutti gamia ferjan 16.901 farþega, en fyrstu átta mánuði þessa árs voru farþeg- amir orðnir 16.954, eða nokkru fieiri en á öllu sfðasta ári. Tekj- ur af flutningum fyrstu átta mánuðina vom rösklega 18,5 miii jónir króna. r'........................... Þessar upplýsingar komu fram í viðtali sem Dagur átti við þá Alfreð Konráðsson og Gunnar Jóhannes- son, sem ásamt Sigurbirni Ög- mundssyni annast rekstur ferjunn- ar. Hver þeirra vinnur hálfan mán- uð í senn og á síðan viku frí. Þeir skiptast á um stjórn ferjunnar og er sá skipstjóri í viku í senn, sem kemur úr fríi. Hríseyjarferjan er rekin alla daga ársins og eru ýmist farnar 3 eða 4 fastar áætlunarferðir milli Hríseyj- ar og Litla-Árskógssands. Einnig er hægt að kaupa lausar ferðir og sem dæmi má nefna, að lágmarksgjald fyrir ferð milli Hríseyjar og L- Arskógssands er 12 þúsund krónur, 16 þúsund til Ðalvfkur og Hauga- ness og 18 þúsund til Grenivíkur. Ríkissjöður styrkir þessar sam- göngur og nemur styrkur þessa árs 16 milljónum króna. Farþegar mega vera 36 í hverri ferð. Olíu- eyðsla nemur 5-6 tonnum á mán- uði. Að sögn Alfreðs Konráðssonar hefur rekstur nýju ferjunnar gengið vel, þrátt fyrir byrjunarörðugleika s.s. það, að önnur ljósavél er ógangfær og hliðarskrúfa vinnur ekki nema með hálfum afköstum. DAGIJR Vegna verkfalls í prentsmiðju n.k. mánudag og þriðjudag kemur ekki út blað þann 30. september. Næsta blað kemur því út fimmtudaginn 2. október. Skilafrestur auglýsinga í það blað er til klukkan 19 n.k. mið- vikudag. DAGUR Pappírsverksmiðja? Verður reist pappírsverk- smiðja í nágrenni Húsavíkur — nánar tiltekið á Þeista- reykjum? Það er allt eins lík- legt því nú er unnið að for- könnun á stofnsetningu pappírsverksmiðju, sem getur notað jarðhita til að framleiða dagblaðapappír. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt að verja 5 milljónum króna til forkönnunarinnar, sem unnin er af finnsku ráðgjafafyrirtæki í samvinnu við Baldur Líndal ef naverkf ræðing. Egill Olgeirsson, bæjarráðs- maður á Húsavík, sagði að finnska fyrirtækið myndi skila skýrslu um málið um miðjar. næsta mánuð. Að fenginni þeirri skýrslu mun bæjarstjórn Húsa- víkur ákveða næsta skref. Húsavík þykir hafa ýmsa kosti til að bera svo verksmiðja af þessu tagi geti skilað hagnaði. 1 ná- grenni bæjarins er háhitasvæði, nægjanlegt magn er til af góðu köldu vatni í bæjarlandinu og hafnaraðstaða er góð á Húsavík og getur orðið mun betri með smávegis viðbótarframkvæmd- um. Hagkvæmast þykir að reisa verksmiðju sem getur framleitt 200.000 tonn af dagblaðapappír á ári. Ýmsum getur virst talan há, en þetta er ekki nema örlítið brot af því magni sem notað er í Evrópu, sem rætt hefur verið um að selja pappírinn til. Þessi pappírsverksmiðja fengi hráefnið frá Kanada. Pappírsverksmiðja eins og hér um ræðir þarf 40 til 50 megavött til framleiðslunnar. Starfsfólk yrði um 200 til 300 sem er hreint ekki svo lítið þegar haft er í huga að 1. desember 1979 voru íbúar á Húsavík 2.401 að tölu. Vegaframkvæmdir í Skagafirði Vegaframkvæmdir í Skagafirði hafa verið nokkrar í sumar. Lögð hefur verið klæðning á veginn frá Sauðárkróki niður á flugvöllinn á Borgarsandi og nokkurn spotta út frá Varma- hlíð til tveggja átta, þ.e. austur yfir Vallhólm og út Sauðár- króksbraut allt að Skörðugili. Verið er að endurbyggja veginn frá Stóru Gröf og út að Staðará, en þaðan er nýuppbyggður vegar- spotti út undir Hafsteinsstaði. Verið er að byggja brú yfir Héraðsvötn framan Vallaness á móti Syðstu- Grund, og er það mikið mannvirki. Vegurinn yfir Laxárdalsheiði hefur enn verið bættur í sumar og er það mál manna í Skagafirði að þær umbætur, sem á þeim vegi hafa verið gerðar, hafi aukið möguleika á vetrarsamgöngum við Skefils- staðahrepp, en þær hafa nánast engar verið til þess, hafi snjóalög verið nokkur sem nemur. £7 »T /T I (vr -»—' I II Hfl “P lii ííl. I. iflS. i : - * JU 0 Vsa, fcaffiog brennivín Áfengisvarnaráð hefur borið saman verð á ýsu, kaffi og brennivínl í nóvember 1967 og eftir síðustu hækkun á áfengi í þessum mánuði. Samkvæmt þeim samanburði ætti brennivínsflaskan að kosta 11.655 krónur ef hún hefði hækkað jafn mikið og ýsan og 19.350 krónur ef hækkunin væri jafn mikil og á kaffinu þessi 13 ár. f dag kostar brennivínsflaskan 11 þúsund krónur. Þegar borið er saman verð á brennivíns- flösku og tímakaup hafnar- verkamanna í nóvember 1937 og september 1980 kemur í Ijós, að er brennivínið hefði hækkað jafnmikið og tíma- kaupið á þessum 43 árum ætti flaskan að kosta 13.266 krónur. Tímakaup hafnar- verkamanns fyrir 43 árum var 1 króna og 45 aurar og þá kostaði brennfvínsflaskan átta og hálfa krónu. # Erfittað greiða útsvarið Lesandi hafði samband og sagðist eiga í talsverðum erfið- ieikum með að greiða út- svarið sitt. Þetta er nú svo sem ekkert nýtt. Hver á ekki í erfiðleíkum með að grelða útsvarið sitt? En ástæðan sem hann tilgreindí var svo- lítið óvenjuleg. Hann sagði að það væru starfsmenn bæjarskrlfstofunnar sem hindruðu hann í að greiða gjöld sín til bæjarins! Getur þetta hugsast? Ætli hann Helgi viti af þessu? Farið var fram á nánari skýringu og ekki stóð á henni. Þrátt fyrir það að milljónum króna hafi verið varið til að malbika bílastæði bakatil við bæjar- skrifstofurnar virtust starfs- menn á skrifstofunum ekki með nokkru móti geta lagt bílum sínum öðruvísi en svo, að nær ómögulegt væri fyrir akandi útsvarsgreiðanda að komast að húsinu. Bílastæð- in í götu ráðhússins væru full af bílum starfsmanna bæjar- ins! 0 Iðnaðar- bærinn Akureyri Sauðárkróksbúar hafa í hyggju að reisa steinullar- verksmiðju og í þessu blaði er sagt frá að Húsvíkingar séu að kanna möguleikann á að reisa pappírsverksmiðju sem gæti veitt 250 til 300 manns atvinnu. Hvaða nýiðn- aðarmöguleikum hefur bæjarstjórn Akureyrar verið að velta fyrir sér að undan- förnu?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.