Dagur - 07.10.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 07.10.1980, Blaðsíða 5
HMGflLM Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Gunnar hefur vinninginn Samkvæmt nýlegri skoðanakönn- un nýtur Gunnar Thoroddsen mun meira fyigis meðal stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins held- ur en Geir Hallgrímsson. Tæplega 30% stuðningsmanna flokksins styður Geir fremur en Gunnar, en rösklega helmingur stuðnings- manna Sjálfstæðisfiokksins er á bandi Gunnars Thoroddsens. Óákveðnir í afstöðu sinni eru um 20%. Ef aðeins er tekið tiliit til þeirra stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins sem taka af- stöðu, nýtur Geirsarmurinn tæp- lega 37% fylgis en Gunnarsarm- urinn rösklega 63% fylgis. Þetta eru mjög athyglisverðar niður- stöður og gefa ótvíræða vísbend- ingu um það, hver hugur almennra kjósenda Sjálfstæðisflokksins er til þessara tveggja forystumanna hans. Samkvæmt þessu virðist forysta Geirsliðsins í Sjálfstæðisflokkn- um úr öllum tengslum við fylgj- endur flokksins. í trausti styrks síns hefur Geir hafnað öllum málamiðlunum og sáttum, þrátt fyrir að hann hafi haft fögur orð um annað. Búast má við að nú hefjist enn hatrammari valdabarátta inn- an Sjálfstæðisflokksins, en til þessa hefur verið við iýði. Geir er ekki líklegur til að gefast upp við svo búið og bjóða sættir, með þeim óumflýjanlegu afleiðingum að hann verði að segja af sér for- mennsku. Varla verður látið sverfa til stáls, nema allir aðrir mögu- leikar séu lokaðir, meðal annars sá, að finna nýtt formannsefni sem ekki hefur tekið afgerandi afstöðu til annars hvors, Gunnars eða Geirs. Sá maður verður vandfundinn. Niðurstaða þessarar könnunar um fylgi stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins við Gunnar eða Geir er enn ein vísbendingin um þá miklu forystuerfiðleika sem flokkurinn á við að etja og hefur átt um nokkurt skeið. Þessi klofning- ur veldur því, að Sjálfstæðisflokk- urinn getur ekki komið fram sem sjálfstætt og ábyrgt stjórnmálaafl, og svo kann að verða um langa framtíð. Sá klofningur sem sjálf- stæðismenn hafa einatt harmrað á að væri á vinstri væng stjórnmál- anna hrjáir nú Sjálfstæðisflokkinn. Fróðlegt verður að fylgjast með umræðum á Alþingi á næstunni. Vafalaust munu kratar verða stór- orðir að vanda, en varla mun Geirsarmur Sjálfstæðisflokksins og þingflokkurinn halda uppi mikilli stjórnarandstöðu í bráð, fremur en hingað til, því það kann að vera varasamt gagnvart meiri- hluta sjálfstæðismanna, sem styðja Gunnar. Opið bréf til ritstjóra Dags frá Sigurði Þórissyni, Grænavatni „Af þeim sem ekki hafa, skal tekið verða... Hr. ritstjóri. Tilefni þess að ég sting niður penna eru leiðaraskrif í blaði þínu að undanfömu. Þar hefur verið út- málað ágæti þeirra skattalaga sem tóku gildi um s.l. áramót og þau talin stórt spor fram á við til jöfn- unar lífskjara. Þar hefur því einnig verið haldið fram að nú beri þeir fyrst og fremst byrðarnar sem breiðust hafi bökin og mesta greiðslugetu til að standa undir samneyslu þjóðarinnar á vegum ríkis og sveitarfélaga. Nú er mér spurn: Hvaðan hefur þú þessa helvítis vitleysu? Meira öfugmæli er vart hægt að láta út úr sér. Mér finnst ekki líklegt að þú hafir sjálfur haft tíma til að kynna þér lögin og útfærslu þeirra af eigin raun. Slíkt er óhemjumikið verk og ég ætla dómgreind þína líka svo óbrenglaða að þú myndir ekki skrifa svo sem raun ber vitni ef svo bæri. Ég hygg því miklu fremur að einhver hafi komið þessari flugu í munn þér — einhver sem telji sig þurfa að bera í bætifláka fyrir sjálfan sig vegna tengsla við lagasetninguna. „Af þeim sem ekki hafa skal tekið verða . . .“ Ég veit ekki betur en DAGUR hafi talið sig vera málsvara okkar bænda og samvinnumanna á norð- austurhjara landsins. Því finnst mér átakanlegt að í blaðið séu skrifaðir margir leiðarar í þessum dúr. Þú hlýtur þó að hafa lesið í þínu eigin blaði frásögn af kjörmannafundi í Þingeyjarsýslu eftir Sveinberg Laxdal, en þar voru lögin harðlega gagnrýnd. Allt frá síðustu áramótum hef ég reynt að kynna mér þessi lög eftir því sem ég hef haft vit til og hef unnið við útfærslu þeirra í marga mánuði. Eftir því sem ég hef kynnst þeim nánar hef ég sannfærst betur og betur um að þau séu fyrst og fremst samin til að hygla þeim sem betur hafa komið sér fyrir í þjóðfé- laginu og á kostnað hinna sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni og minna mega sín. f fáum orðum sagt virðist hér rætast það sem mælt var forðum, að af þeim sem ekki hafa skal tekið verða •— jafnvel það sem þeir ekki hafa — vegna þeirra sem hafa. Margir bændur tekju- lausir Eins og þú og allir landsmenn vita gekk hið versta harðæri yfir þennan landshluta á síðasta ári og varð því verra sem austar dró. Sérstaklega komu sauðfjár- og kartöflubændur hart niður. Hefði árferði sem þetta komið fyrir nokkrum áratugum hefði orðið alger skepnu- og jafnvel mannfellir. En harðærið stóðu flestir bændur vel af sér m.a. vegna góðæra á undan, nútímatækni og lítils háttar aðstoðar hins opinbera. Allur tilkostnaður við búrekstur varð hins vegar mjög mikill og af- urðir rýrar. Því koma mjög mörg bú hér um slóðir út með mjög litlar tekjur, tekjulaus eða með rekstrar- halla. Nýju skattalögin snerta okk- ur því mjög illa, þar sem þau virð- ast sniðin til að níðast á þeim sem höllum fæti standa eins og ég hef áður sagt. Munur hjóna og ein- hleypra Nú skal ég nefna nokkur dæmi máli mínu til stuðnmgs og sýna með þeim hvernig lögin „jafna að- stöðuna“ innbyrðis milli okkar bænda og hvernig þau láta þá með „breiðu bökin“ og greiðslugetuna greiða skattana. I þeim hluta Þingeyjarsýslu þar sem menn lögðu inn sauðfjáraf- urðir á Húsavík í fyrrahaust ætlast skattyfirvöld til þess að hjón með grundvallarbú eða minna hafi 46,4% af brúttótekjum búsins í laun. Sé einstaklingur hins vegar með sömu bústærð þurfa laun hans ekki að vera nema 25% af brúttó- tekjunum. Sé búið tvöfalt grund- vallarbú þurfa hjónin að hafa 23,2% af brúttótekjunum en ein- hleypingurinn 12,5%, og sé búið þrefalt grundvallarbú þurfa tekjurnar aðeins að vera 15,5% hjá hjónunqm og 8,3% hjá einhleypingi. Finnst þér þetta flokkast undir réttlæti? Dæmi um þrenns konar bú 1. dœmi: Hjón með grundvallarbú. Tekjur engar. Áætlaðar tekjur kr. 5.032.000. Skattar (tekjuskattur, útsvar og sjúkratryggingagjald) ca 750.000. Hver er greiðslugeta þess- ara hjóna? Ég fæ heldur ekki betur séð en með sömu útfærslu á lögunum næsta ár verði þessum hjónum reiknaðar tekjur vegna þessarar skuldar og nemi sú tekjufærsla kr. 2.290.000. Finnst þér ástæðulaust þótt sagt sé að þessu verði að breyta svo að ekki standi steinn yfir steini? 2. dœmi: Hjón með tvöfalt grundvallarbú. Þau hafa komið sér vel fyrir og standa á gömlum merg. Skuldir eru mjög litlar og þau áttu stóran af- urðaslofnsjóð og væna innistæðu á viðskiptareikningi í kaupfélaginu umáramótin 1978-79. Nettótekjur þeirra eru rú.nar 10 milljónir, en þau fengu í gjald- færslu samkvæmt skattalögunum 5 milljónir svo að skattskyldar tekjur urðu aðeins 5.032.000. Þeim er skipt á milli hjónanna þannig að maðurinn fær 70% en konan 30%. Skattar þeirra verða ca. 750.000 krónur. 3. dœmi: Hjón meðsömu bústœrð. Þau hófu búskap fyrir þremur árum og keyptu þá jörð og bústofn. Þau skulda því töluvert mikið og greiða mikið í vexti og fá aukaaf- skrift vegna tekjufærslu. Hreinar tekjur þeirra af búinu eru krónur 5.000.000, en vegna skuldanna eru þeim reiknaðar 3 milljónir í tekjufærslu samkvæmt lögunum. Skattskyldar tekjur þeirra verða því 8 milljónir og af því eiga þau að greiða 2.020.000, í skatta. Samandregin líta þá dæmin svona út: Dæmi 1: Tekjur kr. 0. Skattar 750.000. Eftirstöðvar af tekjum kr. -f 750.000. Dæmi 2: Tekjur kr. 10.000.000 Skattar kr. 750.000. Eftirstöðvar af tekjum kr. 9.250.000 Dæmi 3: Tekjur kr. 5.000.000. Skattar kr, 2.020.000. Eftirstöðvar af tekjum kr. 2.980.000 Finnst þér ekki að þeir muni greiða skattana sem mesta hafa greiðslugetuna? Prófmáli hafnað Þegar okkur þingeyskum bænd- um varð ljóst hvernig þessi skatta- lög myndu snerta okkur, snerum við okkur til búnaðarsambands okkar um forgöngu í málinu. Okk- ur var ljóst að vonlítið væri að „höndin ein og ein“ mætti sín mik- ils, hér væri það samtök og sam- staða sem helst hefði kraft til að hrinda slíkri árás. Einnig höfðum við samráð við Stéttarsamband bænda um aðgerðir í málinu. Formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, Helgi Jónasson á Grænavatni, brást hart og vel við. Hann skrifaði ríkisskattstjóra bréf og mótmælti þar álagningu þessara tilbúnu tekna sem við ekkert hefði að styðjast. Hann hefur ekki verið virtur svars. Þegar skattseðlarnir bárust kærði hann skattlagninguna á þær til- búnu tekjur sem bætt var á hann og konu hans. Jafnframt óskaði hann eftir að kærumálið yrði rekið sem prófmál fyrir skattyfirvöldum og dómstólum, þannig að hver og einn bóndi þyrfti ekki að standa í kær- um. Þessu hafnaði skattstjórinn á Akureyri. Þá snerum við okkur til Stéttar- sambands bænda, sem við að vísu höfðum haft samráð við frá upp- hafi. Formaður þess, Gunnar Guðbjartsson, og erindreki, Árni Jónasson, gengu á fund fjármála- ráðherra og gerðu honum grein fyrir því óréttlæti sem kotbændur væru beittir með þessum lögum. Ráðherra tók erindi þeirra af miklum skilningi og skipaði þegar nefnd til að rannsaka málið. I henni sitja Sigurbjörn Þorbjörnsson rík- isskattstjóri, Árni Jónasson erind- reki og Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum í Borgar- firði. Á þessa nefnd verðum við bændur nú að setja traust okkar og trú að sinni. Af fyrri reynslu tel ég jx> litlar líkur til að nefndin skili samhljóða áliti, en ég vona að fulltrúar bænda í henni hafi manndóm og dug til að kanna málin til hlítar og skila rökstuddu áliti sem fylgt verði eftir af festu. Um skattamál álagnlngu akattTTni 80 umraoður um M * nnas' "ifklar tekiU- 09 skaltainin «>9 *ýnisí St!? °9 ****** 9er>9t>r. Menn della UTb!in® 09 -----— 4.DAGUR Hverju þarf að breyta? Nú væri eðlilegt að þú og aðrir þeir sem þetta lesi spyrji hverju ég telji nauðsynlegt að breyta. Því svara ég á þessa leið: 1. Tafarlaust verður að fella niður áætlaðar tekjur á bændur og hnekkja þar með ákvörðun ríkisskattstjóra um upphæð viðmiðunarteknanna. Þar er ekkert tillit tekið til harðærisins og gífurlegs kostnaðar af þess sökum. Þá er einnig beitt óverj- anlegu misræmi eftir hjúskap- arstétt bænda (giftur eða ógiftur). Það er hvorki til siðferðilegur réttur né heldur greiðslugeta að ætla okkur að borga skatta af því sem aldrei hefur verið til. Slíkt samrýmist tæpast heldur kristilegu hugarfari. Það er líka glæpi næst að byggja á fölskum forsendum aðaltekjustofn þeirra sveitarfélaga þar sem flestir stunda búskap. Með því eru þau útilokuð frá því að fá tekjumissinn bættan að nokkru úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 2. Á næsta alþingi verður að gjörbreyta þessum lögum, en þau eru öllum aðstendendum sínum til háborinnar skammar. Það er til alltof mikils mælst að (Framhald á bls. 6). v Athugasemd frá ritstjóra Þakka þér kærlega fyrir skrifin, Sigurður. Það er fengur í því að fá svo lærða grein um skattamál til birtingar í Degi og greinilegt að mikil vinna liggur að'baki. Hins vegar sætti ég mig ekki alveg við þær forsendur sem þú gefur þér og tiltekur sem tilefni greinar þinnar og ætla því að gera örstutta athugasemd. Þú talar um „leiðaraskrif í blaði þínu að undanförnu“ og segir að þar telji ég nýju skatta- lögin „stórt spor fram á við til jöfnunar lífskjara“ og að „nú beri þeir fyrst og fremst byrðarnar sem breiðust hafi böícin“ og hvernig lögin „jafni aðstöðuna innbyrðis milli bænda“ og fleira í þessum dúr. Annað hvort hefur þú mísskilið þessa tvo leiðara (21. ágúst-57. tbl. og 26. ágúst-58. tbl.) alveg herfilega, eða þú hefur hreinlega verið búinn að gleyma efni þeirra, þegar þú settist niður með penna þinn 20. september og skrifaðir greinina. Þú gerir mér upp orð og skoðanir. í fyrri leiðaranum er rætt um að villugjarnt sé um frumskóga skattareglna og vegna kerfis- breytingar sé ekki við því að búast að öll kurl komi strax til grafar varðandi álagninguna. Deilt sé um hvort skattar hafi hækkað eða lækkað, en auðvelt sé fyrir al- menning að sjá hversu skattar þeirra séu raunverulega miklir, með því að bera saman tekjur þessa árs og þá skatta sem greiddir eru á þessu sama ári. Gert hafi verið ráð fyrir hækkun skatta, einkum hjá einstaklingum í atvinnurekstri. Þetta voru meg- inatriði fyrri leiðarans. í síðari leiðaranum er rætt um ungt fólk sem er að byggja upp heimili sín við erfiðari kjör en áður hafi tíðkast, þar sem lána- kjör séu nú mun verri en áður með tilkomu hárra vaxta og verðtrygginga. Greiðslugeta þessa unga fólks sé auk þess skert vegna þess að oft þarf annað hjóna að annast ung börn og get- ur ekki unnið úti. Með skattalög- unum nýju hafi verið reynt að rétta hlut þessa fólks. Bæta að- stöðu þess til uppbyggingar heimila, húsbygginga og íbúða- kaupa, t.d. með auknum barna- bótum, til jafns við þá sem komnir eru yfir erfiðasta hjall- ann. Um þetta fjallaði síðari leiðarinn. Ég get vel skilið að þú skulir vera argur út í skattalögin, en ég nefndi ekki bændur á nafn, held- ur fjallaði um almönna launþega og ungt fólk. Ég benti þér á þetta í símtali um leið og ég bauð þér að skrifa grein um óréttlæti skatta- laganna í garð bænda, en þér virðist ekki minna í mun að gera mig að einhverjum persónugerv- ingi þess óréttlætis sem fram hef- ur komið gagnvart bændum í nýju skattalögunum. Engu að síður þakka ég þér fyrir þá efnislegu umfjöllun sem er í grein þinni um skattamál bænda. Ritstjóri. Heftir þú spurt á Húsavík? Við eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbygginga, jafnt áhöld sem efni. Sundmeistaramót Dagana 6.-7. september var haldið á Sauðárkróki Sund- meistaramót Norðurlands. Kcppendur voru 70 frá fimm ungmennasamböndum og félög- um. Keppendur frá Sundfélag- inu Óðni á Akureyri urðu stiga- hæstir á mótinu, og fengu að launum veglegan farandbikar að launum. Á myndinni sjást kepp- endur frá Óðni ásamt þjálfara sínum Jóhanni Möller. 200 m. fjórsund karla sek. 1. Ingimar Guðmundsson Ó 2.43,1 2. Marinó Steinarsson Ó 2.50,0 3. Geir Baldursson Ó 2.50,3 100 m. flugsund kvenna sek. 1. Sólveig Sverrisdóttir Ó 1.14,6 2. Mundína Bjarnad. KS 1.28,9 3. Svanfríður Jóhannsd. KS 1.29,9 100 m. skriðs. drengja sek. 1. Haraldur Guðmundsson Ó 1.10,8 2.. Ólafur Árnason Ó 1.14,9 3. Hermann Karlsson Ó 1.16,1 50 m. flugs. stúlkna sek. 1. Pálína Kristinsd. KS 37,6 2. Margrét Gunnarsd. KS 39,4 3. Sigurlaug Guðbrandsd. KS 40,7 50 m. baksund sveina sek. 1. Eiríkur Jóhannsson Ó 42,1 2. Gunnar Árnason Ó 42,1 2. Gunnar Árnason ó 47,3 3. Svavar Guðmundsson Ó 48,6 50 m. flugsumd meyja sek. 1. Kolbrún Björgvinsd. KS 48,6 2. Ragnheiður Valgarðsd. Ó 49,7 3. Gíslína Salmansdóttir KS 55,6 200 m. bringusund karla mín. 200 m. fjórsund kvenna min. 1. Ingimar Guðmundsson ó 2:59,3 1. Sólveig Sverrisdóttir ó 2:55,1 2. Haraldur Guðmundsson Ó 3:09,2 2. Svanfríður Jóhannsd. KS 3:01,9 3. Marinó Steinarsson Ó 3:09.3 3. Mundína Bjarnadóttir KS 3:04.0 100 m. skríðsund kvenna mín 100 m. flugsund Karla mín. 1. Sólveig Sverrisdóttir O 1:11,6 1. Ingimar Guðmundsson ó 1:14,8 2. Pálína Kristinsd. KS 1:12,2 2. Marinó Steinarsson Ó 1:21,8 3. Svanfríður Jhannsd. KS 1:14,3 3. Guðni Thorarensen Ó 100 m. bringusund drengja mín. 100 m. skríðsund telpna mín. 1. Haraldur Guðmundsson Ó 1:27,1 1. Pálína Kristinsdóttir KS 1:15,3 2. Ólafur Árnason Ó 1:36,2 2. Margrét D. Árnadóttir KS 1:18,8 3. Börkur Emilsson HSÞ 1:37,9 3. Árdís Kjartansdóttir ó 1:18,9 50 m. skriðsund meyja sek. 50 m. flugsund drengja sek. 1. Ragnheiður Valgarðsdóttir ó 41,7 1. Haraldur Guðmundsson ó 36,4 2. Kolbrún Björgvinsdóttir Ks 42,6 2. Hermann Karlsson Ó 40,0 3. Anna Guðmundsdóttir HSÞ 43,8 3. Eiríkur Jóhannsson Ó 43,1 100 m baksund karla mín. 50 m. baksund meyja sek. 1. Ingimar Guðmundsson Ó 1:18,2 1. Ragnheiður Valgarðsd. ó 51,1 2. Marinó Steinarsson ó 1:21,6 2. Kolbrún Björgvinsd. KS 53,3 3. Jóhann G. Möller ó 1:24,8 3. Soffía Jónsdóttir KS 55,2 50 m. baksund tclpna sek. 50 m. flugsund sveona sek. 1. Pálína Kristinsd. KS 39,2 1. Eiríkur Jóhannsson Ó 44,7 2. Ingibjörg örlygsd. USAH 39,7 2. Ámi Hermannsson Ó 56.1 3. Sigurlaug Guðbrandsd. KS 43,9 3. Gunnar Árnason Ó 56,8 50 m. bringus. sveina sek. 200 m. bringusund kvenna mín. 1. Jón E. Sigurðsson KS 48,9 1. María Sævarsdóttir UMSS 3:07,3 2. Erlendur Sigurðsson KS 50,0 2. Sólveig Sverrisdóttir Ó 3:14,6 3. Jóhannes Hjálmarsson KS 51,5 3. Svanfríður Jóhannsdóttir KS 3:16,8 4x100 m. skriðsund kvenna mín. 100 m. skriðsund karla mín. 1. A-sveit KS 5:05,2 1. Geir Baldursson ó 1:03,0 2. Sveit óðins 5:30,8 2. Birgir Friðriksson UMSS 1:05,1 3. SveitUMSS 5:33,3 3. Marinó Steinarsson ó 1:06,4 4x50 m. skriðsund drengja min. 100 m. bringusund telpna mín. 1. A-sveit Óðins 2:14,3 1. Pálína Kristinsd. KS 1:32,5 2. B-sveit óðins 2:41,4 2. Þorgerður Sævarsdóttir UMSS 1:38,4 3. Ester Höskuldsdóttir HSÞ ’438,9 4x50 m. bringusund meyja min. 1. Sveit óðins 3:30,5 50 m. skriðsund sveina min. 2. C-sveit KS 4:00,2 1. Eiríkur Jóhannsson Ó Ak.met 33,3 2. Gunnar Ámason ó 3. Svanur Stefánsson Ó 37,9 40,0 100 m. baksund kvenna min. 1. Sólveig Sverrisdóttir Ó 1:29,3 2. Svanfríður Jóhannsd. KS 1:31,5 3. Jónína Kristjánsdóttir KS 1:32,6 50 m. baksund drengja sck. 1. Haraldur Guðmundsson Ó 38,8 2. Ármann Guðmundsson ó 38,8 3. ólafur Árnason ó 40,6 50 m. bringusund meyja sek. 1. Anna Guðmundsdóttir HSÞ 46,2 2. Ragnheiður Valgarðsd. Ó 49.9 3. Guðrún Ýr Tómasd. ó 51,2 4x100 m. skriðsund karla mín. 1. A-sveit óðins 4:27,2 2. Sveit UMSS 4:43,6 3. B-sveit Óðins 5:13.6 4x50 m. skriðsund tdpna mín. 1. A-sveit KS 2:24,7 2. SveitUMSS 2:49,4 3. B-sveit KS 2:58,6 4x50 m. bringusund sveina min. 1. Sveit Óðins 3:25,3 Úrslit í stigakcppni félaga: 1. Sundfél. Óðinn Akurcyri 341 2. Sunddeild K.S. Siglufirði 210 3. Sunddeild UMSS Sauðárkrókur 51 4. Sunddeild HSÞ Húsavík 28 5. Sunddeild USAH Blönduósi 12 Garry mættur til leiks Garry Schwarts, körfuknatt- leiksþjálfari hjá Þór er mættur í slaginn að nýju. Hann þjálfaði alla flokka fé- lagsins í fyrra og lék einnig með meistaraflokki við mjög góðan orðstýr. Þá þjálfaði hann einnig yngri flokka hjá KA. Það sama mun verða í vetur, og verður Garry því aðal „prímusinn“ í körfu- boltanum hér í bænum. Þórsurum hefur einnig bæst góður liðsmaður en það er Jón Héðinsson sem um árabil hefur leikið með stúdentum. Jón er hagvanur hér, því á menntaskólaárum sínum hér í bæ lék hann með Þór. Ásamt þessum tveimur verða einnig sömu Ieikmenn með Þór og í fyrra, en þá stóðu þeir sig mjög vel og urðu í efri rönd fyrstu deild- ar. Þórsarar stefna að sjálf- sögðu í úrvalsdeildina aftur, og vonandi tekst þeim að ná því marki í vetur. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.