Dagur - 07.10.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 07.10.1980, Blaðsíða 8
Leikfélag Akureyrar: Leikstarfsemi eftir áramót Nú er afráðið að atvinnuleikhús verður rekið á Akureyri eftir áramótin. Fulltrúar leikfélags- ins og bæjarins fóru á fund Knúts Hallssonar í Mennta- málaráðuneytinu og Þrastar Ólafssonar i fjármálaráðuneyt- inu á föstudag og þar kom fram Brotist inn í flugstöðina Á sunnudagsmorguninn var til- kynnt um innbrot í flugstöðvar- bygginguna. Við athugun kom í Ijós að þjófurinn hafði stolið rúmum 800 þúsund krónum úr afgreiðslunni. Málið var upplýst þegar leið á sunnudaginn, en vegfarendur höfðu orðið varir við grunsam- legar mannaferðir um nóttina. Lögreglan sótti þann sem sást til og við yfirheyrslu á lögreglu- stöðinni játaði sá hinn sami að hafa farið inn og stolið pening- unum. Hér er um að ræða fullorðinn mann sem hefur að vísu komið við sögu lögregl- unnar áður, en aldrei í sam- bandi við innbrot. Hann gat skilað þýfinu. að rcksturinn verður tryggður. Annar fundur er fyrirhugaður eftir u.þ.b. hálfan mánuð og verður þá gert út um málið, að sögn Guðmundar Magnússonar, formanns L.A. — Það er vilji allra sem nálægt málinu hafa komið, að leikhúsinu verði komið af stað eftir áramótin. Ekki var rætt um ákveðin fjár- framlög að þessu sinni, en það liggur í loftinu að ríkið muni fella niður gjöld sem við skuldum því og jafnvel auka framlag sitt til okkar um meira en nemur dýrtíðar- uppbótum. Styrkur ríkisins á þessu ári nemur 25,2 milljónum króna og með verðbreytingum ætti hann því að nema 37-38 milljónum. Ekki er reiknað með að hlutur bæjarins aukist nema sem nemur verðbreyt- ingum, en hann var 42,5 milljónir á þessu ári, sagði Guðmundur Magnússon í viðtali við Dag. Guðmundur sagði, að þeir hjá leikfélaginu hefðu mætt miklum skilningi og velvild í þessum erfið- leikum og t.d. hefðu mörg fyrirtæki og stofnanir tekið því vel að gefa eftirskuldir félagsins. Hann sagðist þeirrar skoðunar, að nú ætti að stefna að því að vanda vel val leik- (Framhald á bls. 6). Svipuð sala á sláturafurðum — en minni á kjöti þrátt fyrir að neytendur geti sparað sér verulegar f járhæðir Það var kominn slæðingur af fólki í slátursölu KEA snemma á föstudagsmorguninn. Fólk var að kaupa hjörtu, lifur og nýru, efni til sláturgerðar og sumir roguðust út með kæfu- efni og blóð í bölum og fötum. Bakatil var Sveinn Kristjáns- son, en hann hefur umsjón með kjötsölunni. Sveinn var fyrst spurður um hve miklu væri búið að slátra. „í gærkvöldi var búið að slátra 21.371 kind og við eigum eftir að slátra um 18 þúsund fjár. Það er ákveðið að hætta að slátra þann 17. október, en það er viku fyrr en venjulega“, sagði Sveinn. Það kom fram hjá Sveini að sala í sláturvörum hefur verið svipuð og á undanförnum árum, en sala í kjöti er nokkuð minni en Sveinn átti að venjast. „Ástæðan er vafalaust peningaleysi al- mennings", sagði Sveinn. „Hitt er svo staðreynd að hvert kíló hjá okkur er 200 krónum ódýrara en í verslunum. Og við erum með á boðstólum 7 flokka af kjöti sem fólk getur valið um. Hér er t.d. hægt að fá mjög gott kjöt sem á er örlítill marblettur, sem skiptir engu til né frá, en ef slíkir blettir sjást á skrokk fellur hann þegar um flokka. Ef kaupandinn vill er hægt að saga skrokkinn hér á staðnum — fyrir væga þóknun.“ Það er ekki hægt að segja ann- að en fólk fái nýja vöru þegar það kemur og kaupir í slátursölunni. Á annarri hæð er fullkominn sláturbekkur og þegar búið er að aflífa kindina renna innyfli á neðri hæðina, og oft er slátur- maturinn volgur þegar kaupand- inn heldur á braut. Margrét Sölvadóttir, sem af- greiðir í slátursölunni, sagði fólk keypti frá 10 og allt upp í 40 slátur í versluninni. Á tímum minni peninga hefur fólk séð sér hag í að kaupa æ meira af ódýrum slátur- afurðum og á þetta ekki síður við um unga fólkið. Margrét sagði einnig að fólk keypti mikið af kæfumat og mikið væri beðið um mör til að bræða. Hjörtu og hrútspungar eru líka vinsæll matur meðal fólks. Það kom fram í heimsókn Dags í Sláturhús KEA að dilkar eru mun vænni en í fyrra. Sveinn taldi að meðal vigtin væri allt að einu og hálfu kílói hærri. Miklu fleiri dilkar fara í stjörnu- og 1. flokk. Nú — og í lokin má geta þess að fólk getur sparað sér einar þrjú þúsund krónur á meðal skrokk, ef hann er keyptur ófros- inn hjá Sveini, og sparnaðurinn er að sjálfsögðu meiri ef keypt er kjöt af fullorðnu. Sveinn Kristjánsson við hliðina á vænum stafla af kjötskrokkum. Mvnd: á.þ. OVIST HVENÆR NORÐ- LENDINGAR FÁ STEREO Breyta þarf dagskrárrásum frá Reykjavík til Akureyrar Eins og kunnugt er hefur verið stefnt að því að hefja stereó-út- sendingar frá Útvarpshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík um næstu áramót. Fyrst um sinn munu að líkindum Reykvíkingar og nágrannar einir geta notið þess- ara sendinga og mjög ólíklegt er að Norðlendingar fái notið stereó-útsendinganna frá upphafi. Til þess að Norðlendingar fái notið stereó-útvarps þarf að breyta dagskrárrásum frá Reykjavík til Akureyrar. Að sögn Gylfa Más- Jónssonar, umdæmistæknifræð- ings Pósts og síma á Norðurlandi, en Póstur og sími annast dreifikerfi útvarps og sjónvarps, er enn ekki ljóst hvernig þetta mál verður leyst, en búist er við umræðum um það mjög fljótlega. Dagskráin frá Reykjavík til Akureyrar er flutt á örbylgjukerfi. Rásin er ekki gerð fyrir stereó og því þarf nýjan bún- að, sem ku vera nokkuð dýr. Hins vegar er dreifikerfið á Norðurlandi orðið nokkuð fullkomið og þarf ekki nema til- tölulega litlar breytingar á því, svo flestir Norðlendingar fái notið stereó-útvarpsins. Að sögn Gylfa Más eru FM-sendar nú komnir á Vaðlaheiði og í Skagafirði, og víðar á Norðurlandi, auk þess sem settar voru upp FM stöðvar í sumar í Bárðardal, Öxnadal og Hörgárdal, verið er að setja upp FM-sendi að Auðbjargarstaðabrekku í Öxarfirði fyrir notendur þar og í Kelduhverfi og næsta vor er reiknað með að slíkar endurvarpsstöðvar verði settar upp á Hnjúkum við Blönduós og á Hrútafjarðarhálsi. 0 ErJónas með beri-beri? Bandarískur læknir hefur komist að því, að margir unglingar sem hann hefur rannsakað hafa hörgulsjúk- dóm og sjúkdómseinkennin líkjast beri-beri sjúkdómn- um, sem stafar af skorti á B-1 fjörefni. Doktorinn telur að þessi hörgulsjúkdómsein- kenni stafi af mataræði ungl- inganna, þ.e. sjoppumatnum, sem er orkuríkur en stein- efna- og bætiefnasnauður. Þetta getur valdið breytingum í skapgerð fólks. Það verður örlynt og árásagjarnt, sumir fá verki í maga eða brjóst, aðrir verða eirðarlausir, eiga erfitt um svefn og fá jafnvel martröð. Ef ekki væri vitað um gífurlegan áhuga mat- og vínseðlaritstjórans á Dag- blaðinu á matargerð og góð- um vínum, þá mætti ætla að hann væri einmitt haldinn einhverjum slíkum hörgul- sjúkdómi, a.m.k. ef miðað er við örlyndi hans og árásar- girni í garð bændastéttarinn- ar. 0 Tölvan kallar Umsjónarmenn þessa þáttar í Degi hafa það fyrir satt að á opinberri skrifstofu hér í bæ tíðkist ekki lengur að kalta upp nöfn viðskiptavina. Þeg- C7 ar gjaldkerinn vill að einhver ákveðinn viðskiptavinur greiði sina skuld, en það er nefnilega gjaldkerinn sem kallar hvað mest, þá hrópar hann nafnnúmer viðskipta- vinarins, en lætur nafnið liggja milli hluta. Þetta er sjálfsagt það sem koma skal. Innan tíðar munu foreldrar hvítvoðunga ekki láta prest- ana skýra þá Jón eða Guðrúnu hvað þá að þeir velji rammíslenskt nafn eins og Skarphéðinn eða Egill. Nei — í framtíðinni verður nafn- númerinu skellt á blessað barnið þegar í upphafi og gömlu góðu nöfnin látin sigla lönd og leið. Það verður sem sé ekki óalgengt að heyra móður hrópa: „Komdu strax inn að borða 0704-8750. Annars verður þú flengdur." • Krókstíðindi Fyrir skömmu kom nýtt blað á ritstjórn Dags. Blaðið heitir Krókstíðindi og flytur það ýmsar fréttir og fróðleik. Út- gefendur og ritstjórar eru þeir Óli Björn Kárason og Guðni Bjömsson sem jafnframt er ábyrgðarmaður. Þeir fjalla einkum um Sauðárkrók í fréttum blaðsins og þaðan koma flestar ef ekki allar auglýsingarnar sem eru f blaðinu. Krókstíðindi er átta síður. Offset P.O.B. Risarófa Hún var engin smásmíði rófan sem heimilisfólkið að Hleið- argarði í Saurbæjarhreppi tók upp úr matjurtagarði sínum í síðustu viku. Hún vó hvorki meira né minna en 6 kg og 200 gr. Auður Eiríksdöttir, húsfreyjan á staðnum, annast matjurtagarð- inn og komu húsbóndinn, Jóhann Halldórsson, og sonur þeirra, Brynjólfur, með þessa risarófu á ritstjórnarskrifstofur Dags, til að sýna okkur. Rófan var nær alveg ósprungin, þrátt fyrir stærðina. Jóhann sagði að önnur fjögurra kílógramma rófa hefði komið upp úr garðinum og nokkrar sem voru um tvö kíló að þyngd. Á meðfylgjandi mynd sést Brynjólfur með rófuna stóru, sem óx um nær l ,6 kg. á mánuði að jafnaði, þ.e. frá maílokum. Mynd: á.þ. t " ■ ; t ’5 "j j , ; S'-m * - “ m mmm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.