Dagur - 07.10.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 07.10.1980, Blaðsíða 6
Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag 12. þ.m. kl. 2 e.h. Athugið breyttan messu- tíma. P.S. Grenivikurkirkja. Sunnudaga- skóli n.k. sunnudag kl. 11.00 árdegis. Sóknarprestur. Svalbarðskirkja. Guðsþjónusta n.k. sunnudag kl. 2.00 e.h. Sóknar prestur. Náttúrulækningafélag Akureyr- ar, heldur spilavist í Alþýðuhúsinu fimmtudag- inn 9. okt. kl. 8.30. Nefndin. AUGLÝSIÐ í DEGI Hjálpræðisherinn Fimmtudag- inn 9. okt. kl. 20.30 kvöld- vaka með happdrætti. Sunnudaginn n.k. kl. 13.30 sunnudagaskóli og kl. 17 fjölskyldusamkoma, þar sem yngriliðsmennimir verða í fararbroddi. Þriðjudaginn 14-10 kl. 20.30 hjálparflokkur. Krakkar: Munið bamasam- komurnar á hverjum degi kl. 17.30 þessa viku. Allir velkomnir. Kristniboðshúsið Zíon sunnu- daginn 12. okt. sunnudaga- skóli kl. 11. Öll börn vel- komin. Fundur í kristni- boðsfélagi kvenna kl. 16. Allar konur velkomnar. Samkoma kl. 20.30 sem ungt fólk tekur þátt í. Stína Gísladóttir Æskulýðsfulltrúi talar. Allir velkomnir. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur. Almennur fundur n.k. fimmtudag kl. 19.15 í fé- lagsheimilinu Gránufélags- götu 49. Stjómarskipti. Stjórnin. Konur í styrktarfélagi vangef- inna. Fyrsti fundur vetrarins verður haldin að Sólborg, miðvikudaginn 8. okt. n.k. kl. 8.30. Mætum allar. Stjórnin. □HULD 59801087IV/V Fjárh. I.O.O.F. Rb 2 E 1301088 Vi = H.T.K. Dvalarheimilið Hlíð Eftirtaldar gjafir hafa borist frá vist- konum Sigrúnu Stefáns- dóttur kr. 500.000,- og Kristfinnu Hansdóttur kr. 15.000,-. Með þakklæti mót- tekið Forstöðumaður. Sigurvin Jóhannesson Völlum Fæddur. 11 júlí 1891 Dáinn 10. september 1980 Kveðja frá Gunnu Völu Ég minnist pín afi, ég mun þér ei gleyma. Þó mánuöir líði og ár. Ég gat alltaf náð minni gleði hjá þér. Þá gleymdust ergjur og tár. Þar voru góðar og glaðar stundir sem gat ég verið hjá þér. Því vil ég að endingu á eftir þér senda ástarþakkir frá mér. B.I. Halldór Sveinbjörnsson Kveðja frá fjölskyldunni í Saurbæ Þú varst einkavinur okkar, eins og kœrasti bróðir. A llir samfundir sem við áttum sérlega hlýir og góðir. Skjótt fara skuggar yfir. í skyndi í lofti syrtir. En við vonum að leið þín liggi á land þar sem aftur birtir. Við munum sárt þess sakna að sjá þig hér ekki lengur. Þökkum samveru scela. Þú varst sannur og góður drengur. -Opið bréf... (Framhald af bls. 4). við biðjum guð að fyrirgefa þeim vegna þess að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. 3. Verðbreytingafærsluna (tekju- og gjaldfærslu) verður að fella niður með öllu. Hún er til þess eins fallin að hygla þeim sem betur mega sín á kostnað hinna sem höllum fæti standa. Hún gerir það einnig að verkum að hvorki fyrirtæki né einstak- lingar hafa hugmynd um raun- verulega útkomu á rekstri sínum. 4. 10% frádráttarákvæðið á að fella niður en í staðinn að hækka persónufrádráttinn. Ég sé ekkert réttlæti í því að maður sem hefur 30 milljónir í tekjur fái 3 milljónir skattfrjálsar en sá sem hefur 3 milljónir hafi að- eins 300 þúsund. Þá félli sjálf- krafa niður það óréttlæti sem nú gildir milli hjóna og einhleypra, þ.e. að lágmarksfrádráttur ein- staklings er kr. 550 þúsund, en hjá hjónum gildir aðeins 10% af tekjum. 5. Fella á niður sem flestar ívilnanir svo sem fiskimanna- frádrátt, ökutækjastyrk, ellilíf- eyri o.fl. Hækkun persónufrá- dráttar á að sjá fyrir að þeir sem ekkert hafa nema lífeyrinn beri ekki skarðan hlut frá borði. Hins vegar sé ég enga ástæðu til annars en sá sem hefur 6-8 milljónir í tekjur fyrir utan elli- lífeyrinn greiði af honum skatta til samfélagsins eins og hverjum öðrum tekjum. Þessar tekjur eru þó raunverulegar en ekki falskar. 6. Afskriftastofni verði breytt þannig að aldrei verði afskrifuð önnur upphæð en raunverulegt kostnaðarverð. 7. Starfsmönnum á skatt- stofum verði skylt að aðstoða alla þá er þurfa við gerð fram- tala. Kostnaðaraukinn af slíku ynnist að miklu leyti upp við minni endurskoðunarvinnu. Einnig er möguleiki að skatt- stofurnar tækju vægt gjald fyrir aðstoðina. Langmikilvægast við slíka aðstoð er þó að með henni skapaðist ómetanlegur skiln- ingur og tengsl milli skattyfir- valda og skattþegna. Hr. ritstjóri. Þessar línur verða ekki fleiri að sinni, en e.t.v. sendi ég þér fleiri dæmi síðar um „rétt- læti“ skattalaganna. Af nógu er að taka og ég held að sem flestir þyrftu að kynna sér „sanngirni" þeirra. Með bestu kveðju og fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Grænavatni 20. september 1980, Sigurður Þórisson. Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur ÁRNI KÁRASON, dýralæknlr, Mosfellssvelt andaðist í Landsspítalanum, miðvikudaginn 1. október. Útförin ferfram frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 8. þ.m. kl. 14. Gréta Aðalsteinsdóttlr, Kári Árnason, Herborg Árnadóttir, Kári Johansen, Sigríður Árnadóttir, Gunnar Kárason, Svana Þorgeirsdóttir. Þökkum öllum þeim er auðsýndu okkur samúö við andlát og jarðarför MARSILÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Einholti 1, Akureyri. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki lyflæknadeildar F.S.A. Sigurður Oddsson, Regfna Sigurðardóttir, Lýður Sigurðsson, Vigfús Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir og barnabörn. Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐLAUGAR RÖGNVALDSDÓTTUR frá Dæii Þökkum sérstaklega Sjálfsbjörg og læknum og starfsfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir veitta aðstoð og um- önnun á liðnum árum. Ingibjörg Árnadóttir og systkinin. Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður STEFÁNS STEFÁNSSONAR, Ytri-Neslöndum. Sérstakar þakkir til kvenfélags Mývatnssveitar, Sniðils h.f. og skólafélaga. Stefán Axelsson, Kristín Sigurgeirsdóttir ogsystklní. — Leikstarfsemi.. (Framhald af bls. 8). stjóra og verkefna, en ráða hins vegar ekki leikhússtjóra á þessu leikári. Þá mætti búast við að meira yrði byggt á starfi áhugafólks held- ur en áður, að minnsta kosti þetta starfsár. í hópnum sem fór á fund ráðu- neytismanna fyrir helgina voru auk Guðmundar, Þórey Aðalsteins- dóttir, Svanhildur Jóhannesdóttir, Valgarður Baldvinsson, bæjarrit- ari, og Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi. Nauðungaruppboð Annað og síðasta uppboð á fasteigninni Tjarnar- lundi 6e, Akureyri, þingl. eign Þorbergs Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 10. október 1980 kl. 14.00, að kröfu bæjargjaldkerans á Akur- eyri, innheimtumanns ríkissjóðs og Haralds Blöndal, hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð Annað og síðasta uppboð á fasteigninni Bakkahlíð 29, Akureyri, þingl. eign Magnúsar Halldórssonar og Margrétar Harðardóttur fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 10. október 1980 kl. 15.00 að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Hreins Pálsson- ar, hdl., bæjargjaldkerans á Akureyri, innheimtu- manns ríkissjóðs, Benedikts Ólafssonar, hdl. og ÁsmundarS. Jóhannssonar, hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri ÚR UMFERÐ- ARLÖGUM: ÞAR SEM SETT HEFUR VERIÐ STÖÐVUNAR- MERKI, BER ÖKU- MANNI SKILYRÐIS- LAUST AÐ NEMA STAÐAR. ÞEGAR EKIÐ ER AF STAÐ AFTUR, ER SKYLT AÐ SÝNA ÝTRUSTU VARÚÐ OG VlKJA FYRIR UMFERÐ FRÁ BAÐUM HLIÐUM, HVORT SEM UM AÐAL- BRAUT ER AÐ RÆÐA EÐA EKKI. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.