Dagur - 16.10.1980, Blaðsíða 7

Dagur - 16.10.1980, Blaðsíða 7
Samvinna um kaup á lopapeysum Iðnaðardeild Sambandsins er nú að taka upp samstarf við fjöi- mörg stærstu kaupfélögin í landinu um reglubundin innkaup á handprjónuðum lopapeysum, en um nokkurt skeið hefur slíkt samstarf verið milli Iðnaðar- deildar og Kaupfélags Skagfirð- inga og gefist vel. Verslunin Torgið í Reykjavík og Gefjun á Akureyri hafa um árabil Frönsk málfræði miðuð við Etudes Francaises Cours Intesif komin út á íslensku Út er komin hjá Almenna bóka- laginu ný frönsk málfræði sem Emil H. Eyjólfsson, háskólakennari hefur búið í hendur íslenskum not- endum. Bókin er upphaflega unnin í Vestur-Þýzkalandi og er miðuð við Etudes Francaises Cours Int- ensif sem frönskunemendur kann- ast við. Þetta er fyrri hluti mál- fræðinnar og kemur annar hluti innan skamms. Þessi málfræði er í senn mjög svo auðveld í notkun, þar sem öll atriði eru svo skipulega sett upp með töflum, lituðum flötum og uppdráttum, og auk þess er hún mjög rækileg og þægileg að fletta upp í henni. Málfræðihugtök öll eru bæði á íslensku og frönsku. Þó bókin sé miðuð við ákveðna kennslubók er hún þægileg hverj- um þeim sem fræðast vill um frönsk málfræðiatriði. Bókin er 71 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benedikts- sonar og í Speyer am Rhein í Vest- ur-Þýzkalandi. annast innkaup á handprjónuðum lopapeysum, en erlendir seljendur íslenskra ullarvara leggja á það mikla áherslu að hafa ávallt á boð- stólum ekta íslenskar lopapeysur til að selja með öðrum vörum úr ís- lensku ullinni. Þessi samvinna á að vera til þess fallin að auka söluna á handprjón- uðu lopapeysunum og með henni opnast möguleikar fyrir fólk um allt land að koma handprjónuðum peysum á markað. Auglýsing um bólusetningu gegn Lömunarveiki: Almenn bólusetning gegn lömunarveiki (mænu- sótt) fer fram á Heilsuverndarstöð Akureyrar, Hafnarstræti 104, 2. hæð, dagana 20. og 21. okt- óbern.k., kl. 17-19(5-7). Fólk er minnt á, að til þess að bólusetningin nái tilgangi sínum þarf aö viðhalda ónæminu með bólusetningu á 5 ára fresti og því eindregið hvatt til þess að nota þetta tækifæri. Bólusetningin er ókeypis. Heilsuverndarstöð Akureyrar Félag málmiðnaðar- manna Akureyri auglýsir eftir tillögum að félagsmerki fyrir F.M.A. Þátttaka er öllum heimil og áskilur félagið sér rétt til þess að velja eina eða enga af þeim tillögum sem berast. Tillögur skal senda til F.M.A. í pósthólf 156 Akureyri merktar með dulnefni og skal nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni. Ein verðlaun eru veitt kr. 350.000,- Skilafrestur er til 8. 11. 1980. Frekari upplýsingar verða veittar á skrifstofu fé- lagsins Brekkugötu 4, Akureyri, og í síma 21881. Stjórnin: AKUREYRARBÆR Orðsending frá manntali Akureyrarbæjar Vegna útgáfu íbúaskrár Akureyrarbæjar, sem miö- uð er við 1. desember 1980 e'ru allir þeir sem skipt hafa um heimilisfang beðnir að tilkynna það sem fyrst, hafi þeir ekki þegar gert það. Þá skal minnt á að þeir sem hyggja á flutning á tímabilinu 16. nóvember til 1. desember 1980 þurfa að láta vita eigi síðar en 15. nóvember n.k. Akureyri, 13. október 1980, Bæjarstjóri. Landsráðstefna S.H.A. Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, dag- ana 18.-19. október n.k. Dagskrá hefst kl. 13.00 á laugardag og lýkur henni á sunnudag. Umræðu- hópar gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni og veröur m.a. rætt um: — þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn og NATO, — lög og skipulag S.H.A, — friðlýsingu N-Atlantshafsins, — starfsáætlun miðnefndar, — stöðu íslands gagnvart kjarorkuátökum, — baráttuaðferðir og innra starf S.H.A. — skemmtiatriði — Herstöðvaandstæðingar tryggið baráttunni veg- legan sess með þátttöku ykkar. Akureyrardeild S.H.A. rERKSTÆÐlSDEllDl__ cnbr ekki aögeta Imenn kunnum bflana k»r \á vœmum v/ð flestum þ' PC6 lokun kannt kveS’\am kasti ™]a_með þe, varn DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.