Dagur - 21.10.1980, Side 8

Dagur - 21.10.1980, Side 8
Stapasfða 11. Bygginga nefnd samþykkir tillögur um endurbætur Á fundi bygginganefndar fyr- ir skömmu var lögð fram greinargerð frá Tækniteikni- stofunni s.f. ásamt tillögum í 7 liðum um viðgerðir á Stapasíðu 11, en eins og blaðið greindi frá á sínum tíma er húsið stórskemmt vegna þess að það var að hluta reist á klaka. Þegar klakinn bráðnaði seig húsið með þeim afleiðingum að það sprakk. Tækniteiknistofan gerði þá tillögur um úrbætur sem nefndin gat ekki sætt sig við. Nú féllst bygginganefndin hins vegar á framlagðar tillögur í meginatriðum, enda verði við- gerðirnar framkvæmdar undir eftirliti byggingafulltrúa og Tækniteiknistofunnar s.f. Jafn- framt samþykkti nefndin að frárennslislögn í grunni verði lögð að nýju. Að gefnu tilefni tók nefndin fram að viðgerðir eru á ábyrgð meistara og hönnuða sam- kvæmt ákvæðum byggingaiaga og regiugerða. Flug til Olafsf jarðar hófst í gær samgöngubót I gær hófst áætlunarflug Flug- félags Norðurlands á leiðinni Akureyri-ÓIafsfjörður-Reykja- vík og til baka. Reglulegar flug- samgöngur hafa ekki verið við Ólafsfjörð í 32 ár, síðan hætt var að fljúga Grumman-flugbátum til Ólafsfjarðar og lenda á Ólafsfjarðarvatni. „Þetta er mjög merkur áfangi í samgöngumálum Ólafsfjarðar og ég líki honum við opnun vegarins um Ólafsfjarðarmúla," sagði Ár- mann Þórðarson, bæjarfulltrúi á Ólafsfirði í viðtali við Dag, þegar hann ásamt fleiri bæjarstjórnar- mönnum og bæjarstjóra, auk fjölda Ólafsfirðinga fögnuðu komu flug- vélar F.N. í fyrstu áætlunarferð- inni. „Við vonum svo sannarlega að þetta gangi að óskum en gerum okkur grein fyrir erfiðleikunum, sem tengjast því m.a. að ryðja snjó af brautinni og halda henni opinni. Auk þess er aðkallandi að aðstöðu verði komið upp á vellinum fyrir farþega,“ sagði Ármann Þórðar- son. Flogið verður fimm sinnum í viku, frá mánudegi til föstudags, og verður 10 manna Cieftain-flugvél notuð á þessari leið að öllu jöfnu, en 19 manna Twin Otter verður notuð ef þess gerist þörf. Á Ólafs- firði mun Þórgunnur Rögnvalds- dóttir annast afgreiðslu flugvéla félagsins, en innanlandsdeild Flugleiða annast afgreiðslu fyrir sunnan, auk þess sem þjónusta er á Akureyrarflugvelli. Eins og áður gat var fjöldi Ólafsfirðinga saman kominn á vellinum þar í gær og flugu flug- mennirnir, Sigurður Aðalsteinsson ogTorfi Gunnlaugsson, útsýnisflug með alla viðstadda. Vakti það mikla hrifningu og greinilegt að margir af yngri kynslóðinni voru að stíga upp í flugvél í fyrsta sinna. Flug milli Ólafsfjarðar og Reykjavíkur kostar 29.550 krónur og sama verð er fyrir þá sem kjósa að fljúga fyrst til Ákureyrar og taka síðan áætlunarflug Flugleiða suð- Japanir taka kvik- mynd í Mývatnssveit Á sunnudagskvöldið kom hópur japanskra kvikmyndatöku- manna og leikara til Mývatns- sveitar, en þeir hafa í hyggju að taka þar hluta af kvikmynd er fjallar um hjón í ferðamanna- hópi. Japanskt fyrirtæki sem rekur sjónvarpsstöð og ferða- Námskeið fyrir aðstand endur alkóhólista Síðastliðið vor var haldið nám- skeið fyrir aðstandendur alkó- hólista á Akureyri. Námskeiðið var haldið á vegum Félagsmála- stofnunar Akureyrar og S.Á.Á. Að sögn Dóru Ingólfsdóttur, sem starfar hjá Félagsmála- stofnuninni, tókst námskeiðið vel og var ákveðið að halda annað samskonar námskeið í nóvember. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað sem aðstoð fyrir vini og vandamenn þeirra sem glíma við áfengisvandann, á hvaða stigi sem áfengisvandinn er. Dóra sagði að á námskeiðinu yrði lögð áhersla á að gera fólki grein fyrir á hvern hátt ofneysla vímugjafa hefði áhrif á líf og starf allrar fjölskyldunnar. „Með þessum námskeiðum er alveg ný stefna tekin upp í áfengis- málum á Akureyri, þar eð athyglin beinist ekki eingöngu að alkóhól- istanum sjálfum heldur að fjöl- skyldu hans. Fyrirmyndin að nám- skeiðinu er fengin frá S.Á.Á. sem hefur haldið námskeið af þessu tagi í Reykjavík,“ sagði Dóra. Námskeiðið hefst 3. nóvember og stendur í 4 vikur. Það verður á mánudags-, þriðjudags- og mið- vikudagskvöldum. Fluttir verða fyrirlestrar, sýndar kvikmyndir og starfað verður í umræðuhópum. Á það skal lögð áhersla að til- gangurinn með þessum námskeið- um er ekki sá að breyta lífsvenjum alkóhólistans heldur er reynt að gera þátttakendum grein fyrir í (Framhald á bls. 6). ' í * .' - ss« mit iímmmhíimM&dmtmsi; Flakkarínn er hið myndarlegasta skip. Mynd: á.þ. Óvíst hvað verður gert við Flakkarann Smíði Flakkarans er nú um það bil að Ijúka. Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slippstöðv- arínnar, sagði að enn hefði ekk- ert verið ákveðið hvað gert yrði við skipið. Það er til sölu og einnig hcfur verið rætt um að það yrði gert út af nokkrum fyr- irtækjum við Eyjafjörð. Gunnar sagði að sótt hefði verið um leyfi til loðnuveiða, en þeirri ur. Milli Ólafsfjarðar og Akureyrar fjarðar og síðan suður 40.200 krón- kostarannars 10.650 krónur og því ur. Innifalið í þessum tölum eru kostar flug frá Akureyri til Ólafs- skattar og gjöld. qfélí rdur Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri F.N., á tali við Þórgunni Rögnvaldsdótt- ur, umboðsmann félagsins á Ólafsfirði, og Ármann Þórðarson. Mynd: H. Sv. skrifstofu stendur að gerð myndarinnar. Ætlunin er að auglýsa ferðir til íslands í kjöl- farið á þessari mynd. Japanarnir höfðu í hyggju að taka myndir meðan jörð var auð, en það verður varla gert héðan af. Hins vegar ættu þeir að geta náð góðum myndum á gosstöðvunum. Japanarnir, sem eru um 20 talsins, gera ráð fyrir að dvelja í Mývatns- sveit í 10 til 14 daga. Heimildarmaður Dags sagði að í hópnum væru þekktir japanskir leikarar. Aðstandendur myndar- innar munu hafa gert keimlíkar myndir um önnur lönd og síðan selt þangað ferðir með góðum árangri. Bæjarbúar fóru í útsýnisflug um næsta nágrenni Ólafsfjarðar og hér sjást nokkrir þeirra í flugvélinni. umsókn var synjað. Hins vegar er von til þess að skipið fái úthlutað kvóta þótt síðar verði. Gunnar staðfesti að hugmyndir hefðu verið um að Flakkarinn landaði afla á Grenivík. Að öðru leyti vildi Gunnar ekki spá neinu um framtíð Flakkarans, en sagði jafnvel mögulegt að hann yrði geymdur áfram við bryggju hjá Slippstöðinni þar til tekst að selja skipið. GöM 0 Áfengisgerð og matvæli Áfengisvarnaráð fagnar þeim umræðum, sem fram hafa faríð síðustu daga um hungr- ið í heiminum, og hvetur til þátttöku í hjálparstarfi, segir í tilkynningu frá ráðinu. Jafn- framt vekur það athygli á þeirri staðreynd að matvæli þau sem stórveldin tvö, Bandaríkjamenn og Sovét- menn, nota til áfengisgerðar nægðu til fæðu fyrir hundrað milljónir manna. Líkur benda til að korn það og annar jarðargróður, sem nú fer til áfengisgerðar í heiminum, sé það mikið að nægja myndi til að fæða megin þorra þess fólks sem hungurdauði blasir nú við. 0 Myntbreyt- ingin Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að krónunni á að breyta um áramótin. Sjálfsagt mun mörgum bregða í brún og víst er það að breytingin mun ekki ganga árekstra- laust fyrir sig. Tölvísir menn hafa reiknað út að verði eng- ar meiriháttar ráðstafanir gerðar jafnhliða myntbreyt- ingunni muni líða tæp 10 ár þar tll íslendingar standa aft- ur í sömu sporum — stjórn- ro OTnrof? IQ öUIUujU endur þessa lands — hverjir svo sem þeir eru — mega ekki láta slíkt henda. 0 Þegar börnin rukka „Ég get ekki borgað núna. Komdu seinna" er setning sem mörg blaðburðarbörn fá að heyra þegar þau eru að rukka áskrifendur um áskrift- argjaldið. Það væri í lagi ef bömin fengju þetta svar að- eins einu sinni, en alltof margir láta börnin koma aftur og aftur. Þessa sögu geta blaðburðarbörn Dags sagt og eflaust geta blaðburðarbörn annarra blaða sagt eitthvað svipað. Því miður er það eins og sumir telji sig þess um- komna að vísa börnunum frá þegar þau eru að innheimta fyrir blöðin — ef til vill vegna þess að börnin eiga erfitt með að krefjast þess af kaupandanum að hann greiði þá þegar. 0 Verkföll Mörg verkalýðsfélög hafa boðað til vinnustöðvana mið- vikudaginn 29. október. Sé miðað við þann tón sem kemur úr herbúðum vinnu- veitenda og Alþýðusam- bands (slands má áætla að þessi vinnustöðvun sé und- anfari stærrí og alvariegri átaka á vinnumarkaðinum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.