Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
LXIII. árgangur.
Akureyri, fimmtudagur 6. nóvember 1980
80. tölublað
mmmt
Góður árangur
við Hrafnagil
Jarðborinn Narfi var ekki búinn
að vera við boranir við Hrafna-
gil í Eyjafirði nema tæplega
viku, þegar komið var niður á
vatnsæð á 483ja metra dýpi um
hádegisbilið á þriðjudag. Æðin
gefur um 20 sekúndulítra af 80
gráðu heitu vatni. Ef hægt verð-
ur að nýta þetta vatn, verður um
mikla búbót að ræða fyrir Hita-
veitu Akureyrar, sem nú hefur
um 180 sekúndulítra.
Borunin við Hrafnagil hef-ur
gengið mjög vel enda jarðlögin
auðveld viðureignar. Starfsmenn
Orkustofnunar höfðu með mæl-
ingum fundið út, að á þessum stað
væri að vænta heits vatns.
Að sögn Vilhelms V. Steindórs-
sonar, hitaveitustjóra, verður nú
væntanlega borað niður á eitt þús-
und metra, en síðan ræðst það af
ýmsu hvert framhaldið verður.
Verður m.a. tekið mið af niður--
stöðum jarðfræðirannsókna ásamt
reynslu af fyrri borunum við Eyja-
fjörð. Um helgina eru sérfræðingar
frá Orkustofnun væntanlegir norð-
ur til skrafs og ráðagerða við for-
ráðamenn hitaveitunnar.
Ekki er útilokað að meira vatns-
magn eigi eftir að koma í ljós á
þessi svæði, en úr því ætti að vera
hægt að skera með frekari mæling-
um. Þá þarf að þrýstiprófa holuna
og fóðra hana, en þessir 20 lítrar á
sekúndu eru sjálfrennandi og ekki
að vita hversu miklu mætti dæla úr
holunni, né hvaða áhrif það hefði á
svæðið í heild.
Vilhelm sagði, að það þyrfti
meira vatnsmagn en 20 sekúndu-
lítra, svo að svaraði kostnaði að
virkja Hrafnagilssvæðið, því leggja
þarf langar aðveituæðar frá svæð-
inu og annað hvort yfir ána í kerfið
sem þar er fyrir hendi, eða í norður
og tengja síðan stofnæðinni þar
sem hún kemur yfir fjörðinn að
austan.
Hitaveitustjóri sagði, að ekki
væri ástæða til of mikillar bjartsýni,
en þessi árangur lofaði þó vissulega
nokkuð góðu. Hann sagði að allt
yrði gert til að tryggja að óhöpp
kæmu í veg fyrir að virkja mætti
það vatnsmagn sem fyrir hendi er á
svæðinu.
Hér eru bormennimir að mæla vatnsmagnið úr holunni við
Hrafnagil, en til að fá grófa hugmynd um það er notuð tunna
og tíminn tekinn af þvi hve iengi vatnsbunan er að fylla hana.
Verkamannabústaðir á Sauðárkróki:
Færri fengu en vildu
Sauðárkróki 5. nóvember
Um síðast liðin mánaðamót var lokið við byggingu 14 íbúða fjöl-
býlishúss, sem byggt er á vegum stjórnar verkamannabústaða á
Sauðárkróki. I húsinu eru sex 2ja herbergja íbúðir, sem eru 52 m2 og
fjórar 3ja herbergja íbúðir, sem eru 72 m2 og fjórar 4ra herbergja
íbúðir, 100 m2. Byggingaverktaki var Trésmiðjan Borg. Samningur
var undirritaður í október 1978. Hijóðaði verksamningurinn upp á
182 milljónir króna, en endanlegt kostnaðarverð verður 340 til 350
milljónir. Aðalverkstjóri og byggingarmeistari var Guðmundur
Guðmundsson, raflagnir annaðist Rúnar Bachmann og múrara-
meistari var Kristján Arason.
Kjördæmisþing haldið
á Húsavík um helgina
Mánudags-
myndin
í Borgarbíói
Næst komandi mánudag mun
Borgarbíó sýna kvikmyndina
örvæntingin með Dirk Bogarde
í aöalhlutverki. Leikstjóri er
Rainer Werner Fassbindier,
frægasti leikstjóri Þjóðverja.
Þarnæsta mánudagsmynd er
Haustsónatan eftir Ingimar
Bergmann og af myndum sem
koma síðar i vetur má nefna
Hjónaband Mariu Braun. Borg-
arbíó mun fá flestar mánudags-
myndir Háskólabíós.
Það er Kvikmyndaklúbbur M.A.
og Filmía á Akureyri sem hafa að
mestu umsjón með mánudags-
myndum Borgarbíós. Formaður
Kvikmyndaklúbbs M.A. er Þor-
steinn Gunnarsson.
Kvikmyndin Örvæntingin var
framlag Þjóðverja á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes árið 1978.
Fassbinder fékk að auki gullverð-
laun í Þýskalandi fyrir stjórnun
þessarar myndar, Michael Ballhaus
gullverðlaun fyrir bestu kvik-
myndunina og Rolf Zehetbauer
gullverðlaun fyrir bestu leikmynd-
ina.
Um næstu helgi verður haldið
árlegt kjördæmisþing framsókn-
armanna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra. Að þessu sinni
verður þingið á Húsavík og hefst
n.k. laugardag kl. 10 fyrir hádegi
og lýkur síðdegis á sunnudag.
Fundarstaður er Hótel Húsavík.
Þóra Hjaltadóttir, starfsmaður
kjördæmasambands framsóknar-
manna, sagði að auk venjulegra
aðalfundarstarfa myndi Bragi
Ámason, efnafræðingur hafa
framsögu um orkumál og mun
hann ræða sérstaklega hvort ís-
lendingar geti í framtíðinni nýtt
innlenda orku og orðið óháðir inn-
flutningi á því sviði.
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv.
menntamálaráðherra mun flytja
ávarp á laugardagskvöldið. Þing-
menn Framsóknarflokksins í kjör-
dæminu munu sitja þingið.
Það er farið að líða á seinni
hlutann í hafnarframkvæmdum
okkar Grenvíkinga. Nú er búið
að reka niður þilið og verið er að
ganga frá festingum á því. Að því
loknu verður ekið jarðvegi á bak
við og ffyllt upp. Verkið hefur
gengið ágætlega. Eins og hefur
komið fram áður er hér á ferð-
inni mikil hafnarbót.
Verkið hefur gengið hratt. Fyrri
hluti byggingarinnar var afhentur
kaupendum íbúðanna um mán-
aðamótin maí/júní í vor og seinni
hlutinn 31. október s.l. Við það
tækifæri komu norður fulltrúar frá
Húsnæðismálastofnun ríkisins,
Guðmundur Gunnarsson, verk-
fræðingur og Björgvin Hjálmars-
son, arkitekt. Töldu þeir félagar
alla vinnu við bygginguna vandaða
og vel af hendi leysta. Guðmundur
sagði að þeir félagar hefðu varla
þurft að bregða sér norður til að
taka út húsin því ekkert væri hægt
að finna að verkinu. Allur frá-
gangur væri eins og best væri á
kosið.
Mikil eftirspurn var eftir þessum
íbúðum og sóttu rúmlega helmingi
fleiri um en ibúðirnar sem til út-
hlutunar voru. G.Ó.
í haust voru saltaðar hér 130
tunnur af síld. Það var Svavar
Gunnþórsson sem saltaði síldina.
Að verulegum hluta var þetta síld
sem hann veiddi sjálfur.
Um daginn fundust tvö lömb í
Trölladal og einhverjar kindur hafa
fundist nær Grenivík. Þeir sem
fundu lömbin fóru í Trölladal á
vélsleðum, en gátu ekki farið út í
Fjörður vegna snjóleysis. P.A.
Búið að reka niður þilið
Vilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri, fylgist með hægra
megin á myndinni. Mynd: H.Sv.
Nýjar íbúðir
íverkamanna-
bústöðum
Nú er að hefjast könnun á
þörfinni fyrir nýjar íbúðir
handa láglaunafólki á vegum
stjórnar verkamannabústaða
á Akureyri, en stjórnin sam-
þykkti í sumar að gera 3ja
ára áætlun um íbúðabygg-
ingar fyrir láglaunafólk. Skal
skv. þessari áætlun byggja 90
íbúðir á árunum 1981-1983.
Að sögn Sigurðar Hannes-
sonar, formanns stjórnar verka-
mannabústaða, er álitið að
þörfin sé mjög mikil og sem
dæmi nefndi hann, að þegar 12
leiguíbúðir voru auglýstar til
sölu á dögunum bárust 36 um-
sóknir og síðast þegar verka-
mannabústöðum var úthlutað
bárust 58 umsóknir á 21 íbúð.
Sérstök eyðublöð liggja
frammi, en með könnuninni er
ætlað að fá fram hver þörfin
raunverulega er og hvaða stærð
af íbúðum heppilegast sé að
byggjá. Sjá nánar um málið í
auglýsingu í blaðinu í dag.
Hitaveita Akureyrar:
IflflillP
„Sjórinn og þorp-
ið“ í Gallerí Háhóli
N.k. laugardag kl. 13 verður
opnuð sýning á verkum Kjartans
Guðjónssonar, listmálara, í Gallerí
Háhóli sem nefnist „Sjórinn og
þorpið". Á sýningunni eru 30
verk unnin í olíu, vatnslit og krít.
Sama dag opnar listamaðurinn
sýningu á 60 verkum á Kjarvals-
stöðum í Reykjavík og er það ný-
lunda að listamaður opni sýningu
í Reykjavík og á Akureyri sam-
tímis.
Kjartan er fyrir löngu þjóð-
kunnur af list sinni og bóka-
skreytingum. Síðast sýndi hann í
Háhóli fyrir 2 árum og fékk þá
mikla aðsókn og seldi flest verka
sinna. Nýtt yfirbragð er á þessari
sýningu Kjartans og er hún mjög
forvitnileg og tímamót í list hans.
Sýningin stendur til 17. nóvember
r opin frá kl. 20-22 virka daga
5-22 um helgar.
Samningur við Pan
Bæjarráð hefur samþykkt að
heimila húsameistara bæjarins að
semja við Pan h.f. á grundvelli
tilboðs sem fyrirtækið hefur sent
bænum og varðar smíði dagvist-
arstofnunar við Kjalarsíðu. Pan
hf. gerði tilboð í smíði timburein-
inga ásamt gleri og uppsetningu í
langhliðar hússins. Þá var einnig
boðið í smíði hurða og glugga
með gleri og uppsetningu í kjall-
ara hússins. Heildartilboð er kr.
18.850.000,00
Gjöf í hljóðfæra-
sjóð
I tilefni af 50 ára afmæli Gagn-
fræðaskóla Akureyrar samþykkti
bæjarráð Akureyrar að gefa
1.500.000 í hljóðfærasjóð skólans.
IAUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 232071