Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 8
Kísiliðjan. Kísiliðjan af stað Framieiðsla hefur legið niðri í Kísiliðjunni síðan snemma í október — sumpart vegna sölu- tregðu, en einnig vegna uppsetningar á rykhreinsitækj- um. Nú er framleiðsla um það bil að hefjast að nýju og lítur vel út með sölu í nóvember og des- ember. Dælingu úr Mývatni var hætt 7. október. Hún gekk mjög vel í sum- ar og telja menn að aldrei fyrr hafi Kísiliðjan átt jafnmiklar og vel hreinsaðar efnisbirgðir að hausti. Framkvæmdir við Ólafsfjarðarhöfn Nú er um það bil að Ijúka frá- gangi á þekju við stálþil fyrir framan Hraðfrystihús Ólafs- fjarðar h.f. Einnig verður sett upp ljósamastur með ljósköst- urum. Steyptir hafa verið um 1450 fermetrar og lagðar hafa verið vatns- og raflagnir. Verkið var boðið út í sumar og bárust 3 tilboð sem hér segir: 1. Tilboð Sigtryggs V. Jónsson- ar kr. 32.677.503 auk kr. 3.675 fyrir hvem rúmmetra af fyllingarefni. 2. Tilboð Trévers h.f. kr. 32.370.970 auk kr. 8.000 fyrir hvern rúmmetra af fyllingarefni. 3. Tilboð Óss h.f. kr. 35.773.410 auk kr. 4.025 fyrir hvern rúmmetra af fyllingarefni. Kostnaðaráætlun Hafnarmála- stofnunar ríkisins var kr. 36.176.743 auk kostnaðar við fyll- ingarefni undir steypuna. Ákveðið var að taka tilboði Trévers h.f. Reikna má með að heildar- kostnaður við hafnarframkvæmdir ar verði í ár um kr. 55,0 millj. auk þess sem greiða þurfti um kr. 20,0 millj. vegna umframkostnaðar 1979. Samkvæmt fjárlögum í ár var reiknað með að heildarkostnaður við hafnarframkvæmdirnar yrði um kr. 65,0 millj. Ljóst er því að umframkostnaður 1980 verður um kr. 10,0 millj. Ríkissjóður greiðir 75% kostnaðar við framkvæmdirn- ar en hafnarsjóður (bæjarsjóður) 25%. Hafnarnefnd Ólafsfjarðar hefur lagt fram eftirfarandi óskalista til Hafnarmálastofnunar ríkisins um framkvæmdir á næstu 4 árum: 1. Gengið verði frá þekju ásamt vatns- og raflögnum í vesturhöfn. 2. Gengið verði frá innsiglingar- opi í vesturhöfn ásamt léttri bryggju vestan á vesturgarð upp að stálþili. (Framhald á bls. 7). M ikið byggt Svalbarðseyri 3. nóvember Kauptúnið í Hrísey. Mynd: á.þ. Rjúpurnar flognar f land Nú liggja fyrir umsóknir um byggingu fimm íbúða á Sval- barðseyri. Ef tíð helst góð er líklegt að byrjað verði á þessum íbúðum í haust. Hér er um að ræða parhús og 3ja íbúða rað- hús. í sumar var hafin bygging á 6 einbýlishúsum, sem eru mis- jafnlega langt á veg komin. Fólk kemur hingað og vill búa hér — á því leikur enginn vafi. Oddvitinn, Bjarni Hólmgrímsson, sagði í Morgunpóstinum fyrir skömmu að ástæðan væri sú að sólin skini hér meira en á öðrum stöðum við Eyjafjörð og geri ég mig ánægðan með þá skýringu. Eins og kunnugt er fá íbúar á Svalbarðseyri heitt vatn úr holu í landi Svalbarðs. Talið er að vatnið sé nú nær fullnýtt — a.m.k. á mestu „Bátaaflinn hefur verið rýr að undanförnu, en aflinn það sem af er árinu er mjög góður. Nú eru komin á land 1345 tonn á móti 1149 tonnum allt árið í fyrra. Bátarnir sem stunda veið- ar nú eru tveimur færri en í fyrra,“ sagði Guðmundur Jóns- son í Grímsey í samtali við Dag. Grímseyjarbátarnir hafa bæði verið á færum og netum og sagði Guðmundur að færafiskirí hefði verið þokkalegt. Netabátarnir hafa aðallega fengið ufsa. „Bjargey er eini báturinn sem hefur fengið eitthvað að ráði í netin. Hann er á álagstímum. Það er áformað að verði boruð önnur hola með vor- inu. Ætlunin er að fá Narfa, sem nú er að bora hjá Kristnesi, til að koma og bora í landi Tungu. í haust var byrjað á hafnargarði og um skeið lágu framkvæmdir niðri, en nú er fyrirhugað að fara af stað á nýjan leik. Grjótið í garðinn er fengið úr Ystuvíkurhólum. Þetta er úrvalsefni í garð af þessu tagi og ef mcnn hefðu notað allt það grjót sem hefur fallið til við mölun í Ystuvíkurhólum væri komin glæsi- leg höfn á Svaibarðseyri. Þegar framkvæmdum líkur í haust verður garðurinn væntanlega kominn jafnlangt bryggjuhausnum og þeg- ar þessari og öðrum áætluðum framkvæmdum við höfnina lýkur mun aðstaða báta stórbatna — raunar gjörbreytist hún með til- komu garðsins. S.L. einhverjum bletti sem ufsinn held- ur sig,“ sagði Guðmundur. Nú eru Grímseyingar að pakka saltfiski og skreið en ætlunin er að koma fiskinum um borð í flutn- ingaskip sem fyrst og rýma fyrir væntanlegum afla. Mikið hefur verið byggt í Grímsey á undanförnum misser- um. Starfsmenn Stuðlafells h/f á Akureyri eru að reisa 3ja íbúða raðhús í eynni og búið var að reisa einbýlishús frá sama fyrirtæki í eynni. En það er sama hve mikið er byggt — alltaf vantar húsrými því Grímseyingar eru heimakærir og ungt fólk vill setjast að í eynni. Mikið var af rjúpu í Hrísey í sumar, en þeim hefur fækkað mikið í haust. Sigurður Finn- bogason, fréttaritari Dags, sagði að í haust hefði verið al- gengt að 10 rjúpur hefðu setið á handriðinu á húsi hans þegar fólk kom út á morgnana. „Þær rótuðu sér ekki þegar við opnuð- um hurðina,“ sagði Sigurður. Jarðarför Jóhannesar Sigfinnsson Mývatnssveit 3. nóvember Jarðarför Jóhannesar Sigfinnsson- ar, fyrrum bónda að Grímsstöðum við Mývatn fór fram frá Reykja- hlíðarkirkju síðast liðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Jóhannes var fæddur 25. janúar 1896 að Grímsstöðum. Hann var sjálf- menntaður náttúrufræðingur og annaðist um áratugaskeið fugla- merkingar við Mývatn með Ragn- ari bróður sínum. Má geta þess að á 5 ára tímabili merktu þeir bræður yfir 20 þúsund fugla. Hann vann við ýmsar náttúrufræðilegar at- huganir einkum á fuglum, skor- dýralífi og jarðmyndunum. Hann lærði teikningu hjá Ríkarði Jóns- syni, myndhöggvara og málaði mikið af landslagsmyndum sent prýða mörg heimili í Mývatnssveit og víðar. Hann stundaði húsa- smíðar og húsamálun og teiknaði m.a. Reykjahlíðarkirkju þá sem nú stendur og stóð fyrir smíði hennar. Hann tók virkan þátt í félagslífi og stofnaði m.a. Skógræktarfélag Mývetninga og var fyrsti formaður þess. Nokkuð skrifaði Jóhannes í blöð og tímarit og var um skeið fréttaritari Morgunblaðsins. Þess má geta að Jóhannes var braut- ryðjandi í ræktun kartaflna í jarð- hitasvæðinu í Bjarnarflagi, en þá ræktun hóf hann árið 1934. Kona Jóhannesar var Elín Kristjánsdótt- ir. Hún lést 1956. „I garðinum hjá mér eru alltaf 3 rjúpur og það er eitthvað svipað hjá öðrum,“ sagði Sigurður. „Flestar fara rjúpurnar í land á veturna, en það er alltaf ein og ein sem dvelur hér, enda miklu öruggara. Við skjótum aldrei rjúpu hér í eynni. Ég kaupi t.d. alltaf rjúpu í jólamatinn í landi.“ m ííiJ ra la \T Dll ~2 oJ J± % Samfelldur vinnudagur Það hefur oft vakið furðu for- eldra að börn þeirra eru ekki samfelit í skólanum. f stundaskránni eru eyður sem börnin eiga erfitt með að fylla og leiðast e.t.v. út í ýmislegt sem foreldrunum er á móti skapi. En hvað þarf að gera svo vinnudagur nemenda sé samfelldur? Skólinn má ekki vera ofsetinn, kennarar þurfa að vera til taks í forföllum og það þarf að vera hægt að annast þá nemendur sem sýna frávik hvað varðar nám og hegðun. % Guðrún gerist höggstór Skammt er nú stórra högga á milli hjá Guðrúnu Helgadótt- ur, alþingismanni. Hún hót- aði að hætta stuðningi við ríkisstjórnina ef Frakkinn Gervasoni fengi ekki land- vistarleyfi hér á landi, en hann hafði unnið sér það til ágætis að neita að gegna herþjónustu í heimalandi sínu og koma til landsins á fölsuðum pappírum. Þótti mörgum sem ábyrgðartil- finning þingmannsins gerð- ist nú heldur smágerð, en nóg um það. Á dögunum gerði Guðrún að umtalsefni á þingi gífurlega auðsöfnun fárra manna í landinu. Dæm- ið sem hún tók var um millj- arða dánarbú nýlátins stór- kaupmanns í Reykjavík. Með þessu finnst mörgum sem Guðrún hafi vegið að minn- ingu látins manns og hneykslast stórum. Það mun þó ekki hafa verið meining Guðrúnar, heldur að benda á, að auðsöfnun á fárra hendur í skjóli þeirra reglna sem þjóðfélagið setur, er stað- reynd. Dæmið var e.t.v. of nærtækt og málflutningurinn kryddaður of miklu komma- hjali til að meginþorri fólks tæki hann alvarlega. En það verður ekki af Guðrúnu skaf- ið, að hún semur bráð- skemmtilegar Palla-bækur. £ Undansláttar- pólitík Nú er rætt um það að fram- boðsdeilurnar í ASI verði leystar með því að fjölga varaforsetum um 100%, þannig að auk forseta, sem styrinn hefur staðið um, verði tveir varaforsetar. Þetta er undansláttarpólitík, sagði einn af kunningjum Dags. Þeir fara áreiðanlega sömu leið til að leysa kjördæma- máiið, fjölga bara þingmönn- unum. Það verður svo til þess, að það verður að fara að velja þingmenn eftír holdafari, því annars fer nú að verða þröngt setinn bekk- urinn í húsinu við Austurvöll. Horft til Svalbarðseyrar í gegnum aðdráttarlinsu. Mynd: á.þ. Meiri fiskur kominn á land en allt árið í fyrra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.