Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 2

Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 2
UFO ítalskir kuldajakkar ádömur og herra Sala Til sölu mjög vel með farin Atlas frystikista 320 lítra, einnig Atlas kæliskápur með 60 lítra frystihólfi. Uppl. í síma 25363. Eska fjölskyldu reiðhjól, til sölu Uppl. í síma 21687. Cannon flash S-155 og Vivitor 28 mm á Cannon til sölu. Til- sýnis og sölu í Filmuhúsinu. Til sölu 30 w. Gibson gítar- magnari. Upplýsingar í vinnu- tíma í síma 22333. Bifreiðir Fíat 128 árg. 1974 til sölu. Þarfnast viðgerðar. Upplýsing- ar ísíma 23428 milli kl. 18-20. Vil kaupa notaða eldhúsinn- réttingu, sem fyrst. Þeir sem vildu sinna þessu, leggi inn á afgreiðslu Dags Tryggvabraut 12 Akureyri, nafn og heimilis- fang, merkt VIÐSKIPTI 1980. iBjfreiójr; Til sölu er Lada 1500 árgerð 1978, vel með farinn bíll. Stað- greiðsluafsláttur eða hagstæð greiðslukjör gegn öruggri tryggingu. Hugsanlegt að taka ódýrari góðan bíl sem hluta af kaupverði. Upplýsingar í síma 24068. Tll sölu ódýr Land Rover, ben- sín. Þarfnast smá viðgerðar. Einar Benediktsson Hvassa- felli. Til sölu Daihatsu Carmant ár- gerð 1980, ekin 15 þús km. 5 dyra. Uppl. í síma 43518. Til sölu er Wlllis jeppi, ógang- færen á nýjum vetrardekkjum á sama stað eru til sölu felgur á Vartburg 5 stk. 13. tommu einnig 5 ný radíal dekk 155x13. Uppl. í síma 21957. TII sölu Mazda 929 station, árgerð 1978, ekin 37 þúsund km. Skipti möguleg. Upplýs- ingar í síma 25346 og 22429 (eftir kl. 19) Hapaði Tapast hefur svört læða (Kissý) frá Hlíðargötu 8. Hún er með gula ól með rauðum steinum. Þeir sem gætu gefið mér upplýsingar um ferðir hennar, vinsamlegast látið vita í síma 23132 eða 23276. Fundarlaun. Kennsia Óska eftir að kómast í einka- tíma í eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði. Þeir sem gætu lið- sint mér vinsamlegast leggið nafn og símanúmer inn á af- greiðslu Dags. Smáauglysingar Vorum að taka upp 12 gerðir af dömu og herra peysum og síðerma bolum. Margir litir. Bnnig ný gerð af galiabuxum. UFO ullar, fiannels og flauelsbuxurnar stórkostlegar ekki bara á táningana heldur líka á mömmuna (stór númer). Mikið úrcal af skyrtum, blússum og töskum. Reiknaðu með Chaplín. 2.DAGUR Auglýsing frá sljórn verka- mannabústaða Dagana 10.-28. nóvember 1980 fer fram á vegum stjórnar verkamannabústaða, Akureyri, könnun á þörf fyrir nýjar íbúðir láglaunafólks á Akureyri (verkamannabústaði og leiguíbúðir) sbr. 40. gr. laga nr. 51, 1980. Fólk sem áhuga hefur á slíkum íbúðum er hvatt til að taka þátt í könnuninni með því að fylla út sérstök eyðublöð, sem stjórn verkamannabústaða hefur gertí þessu skyni. Eyðublöðin fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Skrifstofu Einingar, Skipagötu 12, 2. hæð. Skrifstofu Iðju, Brekkugötu 34. Skrifstofu Verslunar- og skrifstofufólks, Brekku- götu 4. Eyðublöðunum ber að skila á einhvern framan- greindra staða í síðasta lagi 28. nóv. 1980. Réttur til kaupa á íbúð í verkamannabústöðum er bundinn við þá, sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a) Eiga lögheimili í sveitarfélaginu. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft meðaltekjur þrjú síðustu árin áður en úthlutun fer fram eigi hærri fjárhæð en sem svarar 2.600 þús. kr. fyrir einhleyping eða hjón og 2.300 þús. kr. fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Með tekjum er átt við heildartekjur umsækjanda, maka hans og barna samkv. skattframtali. Ofan- greindar fjárhæðir eru miðaðar við meðaltal áranna 1976, 1977 og 1978. Meðaltekjur þessar skulu framreiknaðar af þjóðhagsstofnun í byrjun hvers árs á grundvelli áætlana um breytingu á meðal- tekjum verkamanna á næstliðnu ári og skýrslna Hagstofu íslands um tekjur starfsstétta eftir skatt- framtölum árin tvö næstu þar á undan. Skilyrði er að viðkomandi hafi unnið a.m.k. 1032 stundir árlega síðustu þrjú árin. Jafngildar unnum klukkustundum teljast þó fjarvistir vegna veikinda, slysa, orlofs, verkfalla eða verkbanna, allt að 8 klst. fyrir hvern fjarvistardag, svo og skráðir atvinnu- leysisdagar. Jafngildar unnum stundum teljast hins vegar ekki álags- og ákvæðisgreiðslur eða aðrar þess háttar greiðslur. Þeim sem vinna fasta hlutavinnu skal þó rétt að kaupa íbúð í verkamannabústað og skal þá miða við 516 árlegar vinnustundir hið minnsta. Heimilt er að víkja frá ákvæðum b-liðar, þegar um er að ræða umsækjendur, sem búa við ófullnægjandi húsnæðisaðstöður. Frá ákvæði C-liðar er heimiit að víkja, að því er varðar fjölda árlegra vinnu- stunda, gagnvart umsækjendum, sem hafa orðið fyrir meiri háttar röskun á högum og hafa vegna fráfalls maka eða af öðrum ástæðum lækkað svo í tekjum að þeir geta ekki haldið íbúðum sínum. Af kostnaðarverði íbúðar greiðir kaupandi 10% í tvennu lagi, 5% af áætluðu kostnaðarverði innan áttaviknafrá dagsetningu tilkynningar um úthlutun en afganginn (þannig að lokið sé greiðslu á 10% endanlegs kostnaðarverðs) greiðir kaupandi, þeg- ar stjórn verkamannabústaða ákveður, þó ekki fyrr en átta vikum áður en íbúðin er tilbúin til afhend- ingar. Byggingasjóður verkamanna lánar 90% af verði staðalíbúðar. Ber lánið 0,5% ársvexti og er afborg- unarlaust fyrsta árið en endurgreiðist síðan með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana (annuitet) að viðbættum verðbótum samkvæmt lánskjaravísitölu Seðlabanka íslands á 42 árum. Stjórn verkamannabústaða, Akureyri. Sigurður Hannesson, Freyr Ófeigsson, Rafn Magnússon, Þóra Hjaltadóttir, Stefán Reykjalín, Jón Ingimarsson, Jón Helgason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.