Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 6
MLUUIt Hálsprestakall. Guðsþjónusta á Draflastöðum n.k. sunnu- dag 10. nóv. kl. 14.00. Sókn- arprestur. I.O.G.T. Bingó föstudaginn 7. þ.m. ki. 8.30 á Hótel Varð- borg. Giæsilegir vinningar. Aðgangur ókeypis. Verð á spjaldi aðeins kr. 1.000,- Stamng PerryLang Michael MacRae Michœl Sullivan SS»-» Nýja bíó sýnir í kvöld og næstu kvöld kl. 9 myndina Vél- hjólakappar er segir frá tveimur ungum mönnum er aka um á vélhjólum sínum og lenda í hinum mestu vandræðum á leið sinni, þar sem spennan nær hámarki í endan. Aðalhlutverk Mica- hal Sullivan. Kl. 11 sýnir bíóið myndina Þrælasalan sem fjallar um nútíma þrælasölu. Læknir nokkur verður fyrir því að konu hans er rænt og hann hefur leit að henni. Með aðalhlut- verk fara Michael Caine og Peter Ustinov. Þræiasalan Ræðrafélag Akureyrarkirkju, heldur fund í kirkju kapell- unni að lokinni messu, sunnudaginn 9. óv. n.k. Formaður flytur erindi. Frá Guðspekifélaginu.Fundur n.k. miðvikudag 12. nóv. kl. 21.00. Erindi flytur Úlfur Ragnarsson. I.O.O.F. 2 = 1621178'/2 Lionsklúbburinn Hængur fund- ur í kvöld á Hótel K.E.A. kl. 19.15. Hjálpræðisherinn. Munið kvöldvökuna í kvöld (6/11) kl. 20.30 (happdrætti og kvikmynd) og samkomurnar laugardag kl. 20.30 og sunnudag kl. 17. Major E. Hannevik og kapteinn D. Óskarsson stjórna og tala á þessum samkomum. Allir velkomnir. Munið minningarspjöld kvenfé- lagsins Hlífar. Spjöldin fást í bókabúðinni Huld, símaaf- greiðslu sjúkrahússins og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. Allur ágóði rennur til barnadeildar F.S.A. Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina „Charlie á fullu“ er fjallar um mótorhjóla- keppni og ýmis bellibrögð henni samfara. Kl. II er sýnd myndin Leit í blindni Með Jack Nicholson í aðal- hlutverki. Myndin er vestri og eins að líkum lætur koma þar við sögu skotglaðir byssumenn. Borgarbíó er nú að hefja sýningar á mánu- dagsmyndum og fyrsta myndin er sýnd verður heitir Örvæntingin, leikstýrð af frægasta leikstjóra Þjóðverja Riner Werner Fassbinder. Framleiðandi Peter Mart- hesheiner á vegum Bavaria Studios, Munchen. Aðal- hlutverk leikur Dirk Bog- arde. Myndin fjallar um Hermann sem er óánægður með sjálfan sig, konu sína, starf sitt og annað, þrátt fyrir að hann búi við góðan efn- ahag. Hann telur sig verða að hverfa og sýnir myndin tilraun hans í þá átt. Þetta verk Fassbinder var framlag Þjóðverja á kvikmynda- hátíðina í Cannes. Hún hef- ur alls hlotið þrenn gullverðlaun. Vopnafjarðarlínan vígð Vopnafjarðarlína var vígð s.l. laugardag, en hún hefur nú verið í notkun í hálfan mánuð. Línan er 58 km löng og liggur frá Lagarfossi um Hellisheiði og Búrfjall til Vopnafjarðar. Hún á að geta flutt 40 megawött. Til þessa hefur Vopnafjörður verið fjölmennasta byggðarlagið á landinu sem þurft hefur að búa eingöngu við díselorku. Notkunin hefur verið upp undir 2 megawött á dag og samfara henni gífurleg olíueyðsla, sem ekki hefur þó komið fram í hærra orkuverði. Að sögn Kristjáns Magnússonar, sveitarstjóra á Vopnafirði, eykur línan möguleika á atvinnu- uppbyggingu í byggðarlaginu, auk þess sem talið er að hún borgi sig á þremur árum. Línan er mjög sterk- byggð og á að þola allt að 20 cm ísingu í 12 vindstigum, þar sem veðrasamast er. Díselstöðinni verður engu að síður haldið við til öryggis, því línan liggur yfir mjög erfitt land. Heildarkostnaður við byggingu línunnar ásamt með aðveitustöðv- um er um 2,2 milljarðar króna miðað við núgildandi verðlag. Lathi fær mynd eftir Óla G. Lahti, vinabær Akureyrar í Finn- landi átti 75 ára afmæli á dögun- um. Helgi Bergs, bæjarstjóri og kona hans heimsóttu Lahti sem fulltrúar Akureyrar í tilefni af- mælisins og færðu honum að gjöf málverk eftir Óla G. Jóhannsson. Verkið heitir „Speglun" og er af Höpfnersbryggju. Úr vigsluhófinu. Mvnd: Rúnar Hreinsson. 6, DAGUR Eiginmaður minn ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, skipasmíðameistari, Norðurgötu 60, Akureyri, sem andaðist þann 1. nóvember, verður jarðsettur frá Akureyr- arkirkju laugardaginn 8. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina, Akureyri og Hjálparsveit skáta, Akureyri. Þóra Steindórsdóttir. ÞORSTEINN VALGEIRSSON frá Auðbrekku. er látinn'. 'Jarðarförin fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal þriðjudagirirn 1. nóvember kl. 2 e.h. Aðstandendur Innilegar þakkir til allra þeirra naer og fjaer, er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. HÖSKULDAR HELGASONAR, bHreiðastjóra, Skarðshlíð 1, Akureyri. Sérstakar þakkir til Áskels Jónssonar söngstjóra og félaga úr Karlakór Akureyrar er önnuðust sönginn við útförina. Soffía Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Höskuldsson, Halldóra Höskuldsdóttir, Páll Þorgeirsson, Ingigerður Höskuldsdóttir, Haraldur Daníelsson og barnabörn. Bæjarstjóraskipti á Ólafsfirði Svo sem kunnugt er hefur Jón Eðvald Friðriksson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi verið ráðinn bæjarstjóri í Ólafsfirði í stað Péturs Más Jónssonar, sem lætur af starfi 1. desember n.k. Jón mun væntanlega koma til starfa nokkru fyrr, og mun Pét- ur væntanlega starfa með Jóni fyrstu vikurnar eða til áramóta meðan nýráðinn bæjarstjóri er að komast inn í sérmál Ólafsfjarðar. Jón er fæddur á Sauðárkróki 23. október 1954 og eru foreldrar hans þau Þóra Friðjónsdóttir og Friðrik Jónsson byggingarmeistari. Jón hefur verið sveitarstjóri í Skútu- staðahreppi frá 15. ágúst 1978, en var áður skrifstofustjóri hjá Sauð- árkróksbæ. Jón er kvæntur Lindu Haraldsdóttur úr Fljótum í Skaga- firði og eiga þau tvö börn. Sagan um Dolla dropa Innan skamms konia út tvær nokkuð óvenjulegar barnabæk- ur frá Skjaldborg á Akureyri. Höfundur mynda og texta er Jóna Axfjörð og bækurnar eru að öllu leyti unnar í Skjaldborg, myndirnar litgreindar, textinn prentaður og bækurnar bundnar inn í sterkt band. Bækurnar fjalla um Dolla dropastrák, sem á heima í Skýjaborg, ferðalag hans til jarðarinnar og hvernig hann gufar upp til fyrri heim- kynna, auk annarra ævintýra. Að sögn eigenda Skjaldborgar er hér um tilraunastarfsemi að ræða, en til þessa hafa nær allar barna- bækur með litmyndum verið þýddar og síðan prentaðar erlendis, eða um 92 prósent. Þeir sögðu að þetta væri tilraun til að sporna eitt- hvað við innflutningi erlendra myndabóka, sem væru ekki með samfelldum texta og gætu að margra mati haft skaðleg áhrif á málnotkun barna. Jóna Axfjörð, höfundar bók- anna, sagði í viðtali við Dag, að hún hefði byrjað á að skrá sögurnar sem hún segði börnum sinum, sér til gamans, og síðan hefði henni dottið í hug að gera við þær myndir. Auk þessara tveggja bóka hefur hún samið og teiknað myndir við fram- haldssögu í „Stundina okkar" í sjónvarpinu, sem verður sýnd inn- an skamms. Hvort um framhald yrði að ræða sagði hún að réðist af því hvernig það gengi, sem þegar hefði verið gert. Það væri hins veg- ar mjög gaman að vinna að þessu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.