Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 7

Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 7
Frá Skákfélagi Akureyrar Nú stendur yfir Haustmót Skák- félags Akureyrar. Telft er í tveimur flokkum. Þegar 5 umferðum er lokið er Hólmgrímur Heiðreksson efstur í A-flokki með 4,5 vinn. Næstir honum standa þeir Gylfi Þórhallsson og Jón Garðar Viðars- son með 4 vinninga. Næstu menn eru með mun minna svo einsýnt er að baráttan um efsta sætið stendur milli þessara manna. í B-flokki er keppnin ekki eins jöfn. Bjarni Jónatansson hefur svo gott sem tryggt sér fyrsta sætið, en hann hefur unnið allar skákir sínar til þessa. Næst eru þau Sveinfríður Halldórsdóttir og Hörður Guðmundsson með 3,5 v hvor. Telft er í Hvammi öll mánudags og miðvikudagskvöld kr. 20.00. Jakob. — Framkvæmdir við Ólafsfjarðarhöfn . Framhald af bls. 8. 3. Gerð verði líkanrannsókn af höfninni með tilliti til endanlegs frágangs í ytri og innri höfn. At- hugað verði m.a. hver áhrif brim- varnargarður út frá Brimnestá hefði á hafnaraðstöðuna. 4. Lokið verði við grjótvörn á enda Norðurgarðs. 5. Reist verði nýtt vigtarhús og keypt ný vigt. 6. Útbúin verði létt bryggja (við- legukantur) fyrir smábáta vestur af stálþili í vesturhöfn. 7. Innsiglingarop í aðalinnsigl- ingu lagað (skörp horn verði lagfærð). 8. Varnir gegn sandburði eða dýpkun. 9. Stækkun aðstöðu fyrir stærri skip í innri höfn skv. niðurstöðum líkanrannsóknar. Reiknað er með að farið verði í ofangreind verk eftir því sem fjár- magn fæst til þess í þeirri röð sem að ofan greinir. Að sjálfsögðu skal tekið fram að ekki er vitað í dag hvaða fjármagn fæst til að vinna ofangreind verk. Vandarhögg í sjónvarpi Af skjáum sjónvarpsins drýpur hin gullna dögg. Og dýrðlegt er allt sem við njótum í sýn og orði. Nú trúir því enginn, sem opinber segja gögn, Að allt sé í skralli og þrotin krónanna forði. Fyrst sýna þeir enn þessa Ijómandi landsfeðra rögg, Er lítil hætta að féleysi athafnir skorði. Og alþýðan mannast og verður nú vökul og glögg. Nú veit hún deili á listanna uggum og sporði. Já, sólin skín enn á hin íslensku menningar flögg. — Og eflaust er Lénharður geymdur á viðhafnarborði. Nú hafa þeir föðurlegt veitt okkur Vandarhögg, Og virða nú kynvillu hærra nauðgun og morði. Jón Bjarnason frá Garðsvík. Útvegsmenn Norður- landi Útvegsmannafélag Norðurlands heldur aðalfund að Hótel K.E.A. Akureyri laugardaginn 8. nóv. n.k. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú. kemur á fundinn. Stjórnin. Þórólfur Jónsson, fyrrum bóndi i Stórutungu í Bárðar- dal, varð 75 ára sl. þriðjudag, 4. nóvember. Þórólfur er einn hinna fjöl- mörgu manna á Norðurlandi sem Dagur hefur á umliðnum áratugum leitað til í fréttaöflun og hann hefur verið fréttaritari blaðsins í Bárðardal um fjölda ára. Þórólfur og Guðrún Sveinsdóttir kona hans eiga heimili í Stórutungu en þar búa Aðalsteinn sonur þeirra og tengdadóttir, Guðrún Jón- mundsdóttir. Dagur óskar honum velfarn- aðar á þessum tímamótum. Nýr Mazda 323 Mazda-umboðið á Akureyri hélt fyrir nokkru bilasýningu í húsnæði sínu við Kaldbaks- götu. Fjölmargir Akureyringar lögðu þangað leið sína til að skoða nýja og endurbætta gerð af Mazda 323 bifreiðum, sem þar voru til sýnis. Að sögn Bjarna Sigurjónsson- ar, sem annast sölu Mazda bif- reiða svo og viðgerða- og vara- hlutaþjónustu á Akureyri, er nýja Mazdan mjög breytt. Fyrir það fyrsta er bíllinn kominn með framhjóladrif, sem þykir mikill kostur á malarvegum og í snjó, auk þess sem hann er nú rúm- betri, kraftmeiri en jafnframt eyðslugrennri. Hægt er að fá bíl- inn með vélarstærðunum i 100, 1300 og 1500 cc og verðið er á bilinu 6,1-8,1 milljón króna. Meðfylgjandi mynd var tekin á sýningunni og sýnir Bjarna (t.v.) ásamt nokkrum áhugasömum sýningagestum. Jólafötin eru komin Telpukjólar, sokkar og blússur, margar geröir og stærð- ir. Drengjaföt, flannel, tveed og terelín, stæróir 1-8 ára. Verslunin Ásbyrgi Athugið Höfum opnaö aftur verslunina Akur en nú aó Skipagötu 13. Verslum eins og áður meö ávexti og grænmeti, nýtt, niðursoðið og þurrkað. Gerið svo vel að líta inn. Verslunin Akur Skipagötu 13, sími 24830 TEIKN V STOFAN STILLP AUGLÝSINGAR-SKILTAGERÐ TEIKNINGAR- SILKIPRENT SÍMi: 2 57 57 Húseigendur! Allt efni til Hitaveitutenginga. Danfossofnkranar, Danfoss þrýstiminnkarar og slaufuiokar. Erum fluttir í Draupnisgötu 2. Orf — HtTLsF. Draupnisgötu 2. _________ sími 22360. Útsala. Prúttsala! Magnafsláttur. • Rosalegt hljómplötu úrval. Klassik. Jazz. Rokk. Diskó. $ í QLERÁRGÖTU 20 — 600 AKUREYRI — SlMI 22233 Kjördæmisþing Fram- sóknarmanna í Norður- landskjördæmi Eystra, verður haldið á Húsavík dagana 8. og 9. nóv. n.k. og hefst kl. 10 f.h. 8. nóvember. Fulltrúar eru hvattir til að mæta stundvíslega. DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.