Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 06.11.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Flokksþing Alþýðuflokksins Nú er Alþýðuflokkurinn kominn með veikari forystu. Hann hefur hafnað nýja ,,stælnum“ hans Vil- mundar og kosið yfir sig gamla „stælinn“ næstu tvö árin, en þá verður aftur barist og takist á um „stæla“. Benedikt er ekki lengur formaður vegna þess að Kjartani þótti svo vænt um hann og lýð- ræðið og bauð sig fram gegn honum með þeim afleiðingum að Benedikt dró framboð sitt til baka. Hann treysti ekki flokksmönnum sínum til að axla þá ábyrgð, sem lýðræðið leggur mönnum á herð- ar. Þetta var talin stór ákvörðun mikils leiðtoga og sá sem það sagði ætlaði að reyna að vera stór á ósigursstund, þegar hann sem fulltrúi nýja „stælsins“ tapaði fyrir fulltrúa gamla „stælsins“ í vara- formannskjöri. Þetta eru í stórum dráttum niðurstöður flokksþings Alþýðuflokksins. Fyrir stjórnmálastarf almennt í landinu eru niðurstöður flokks- þings Alþýðuflokksins gleðilegar. Sá maður sem harðast barðist gegn því að Alþýðuflokkurinn klyfi ríkistjórnina haustið 1979 er nú kominn til meiri áhrifa í flokknum. Því má vænta meiri ábyrgðar og minni uppþota. Flokksþingið hafnaði Vilmundi Gylfasyni og hans nótum, sem lítið annað hafa lagt til málanna á undanförnum árum en hávaða og upphlaup. Þegar nýi „stællinn“ kom fyrst fram í Alþýðuflokknum fagnaði fjöldi fólk honum sem ferskum andvara. Golan sú reyndist hins vegar meira í ætt við mengaða háloftavinda. Þeir færðu okkur það versta úr stjórnmálum stór- þjóðanna, nefnilega stóraukna auglýsingamennsku í formi ábyrgðarlausra yfirlýsinga og skrums. Kassapólitík Það hefur einatt þótt aðalsmerki og bera vott víðsýni að líta til ailra átta áður en stefna er tekin að ákveðnu marki. Þannig er hollt fyrir stjórnmálamenn að líta yfir farinn veg og vega síðan og meta þá kosti sem fyrir hendi eru. Það er ennfremur skylda stjórnmála- manna að gera almenningi grein fyrir stöðu máia og stefnumiðum. Slíkar vinnuaðferðir eiga hins vegar ekki upp á pallborð þeirra sem enga stefnu hafa en láta sér nægja að kúra í eigin kassa og stara í gaupnir sér. Þeirra framlag til stjórnmálaumræðu eru per- sónulegar árásir og útúrsnúning- ar í anda löngu liðinnar stjórn- málabaráttu. Þessum mönnum væri nær að reyna að komast upp úr kössum sínum í stað þess að kúldrast í myrkrinu. Slík kassa- pólitík tilheyrir liðinni tíð og er úr- eit orðin. Laufey Sigurðardóttir, frá Torfufelli: í Löngumýrarskóla á haustdögum ’80 Haustnámskeið fyrir aldraða í skóla kirkjunnar að Löngumýri í Skagafirði hófst þann 6. október sl. og stóð til 20. sama mánaðar. Þetta var í 3ja sinn sem slíkt námskeið var haldið að Löngumýri. Það má því segja að starfið sé enn í mótun og að fólk viti ekki hvað hér er á ferðinni og því nauðsynlegt að kynna starfið betur. Þó námskeiðið hafi staðið í stuttan tíma er margt hægt að rifja upp — kynna og um margt hægt að fræðast — ekki síst að vera þátttakandi í heimilislífinu á þessum stað þar sem skólastjór- inn Margrét Jónsdóttir, hin mikil- hæfa og sterka koma, hefur alla þræði í hendi sér og kveikir ljós í sál og sinni samferðarmannanna. Að flestu leyti var þetta nám- skeið líkt hinum fyrri þó ný andlit væru komin í hóp kennara og ann- ars starfsliðs. Guðjón Ingimundar- son kenndi bókband eins og áður, Soffía Kristjánsdóttir leðurvinnu, matreiðslukennslu annaðist Sigríð- ur Ólafsdóttir og Edda Baldurs- dóttir sá um leikfimiæfingar. Matráðskona var Ragnheiður Gísladóttir Kolbeins og Sigurlaug Björnsdóttir sá um ræstingu. Aðbúnaður var sérstaklega góð- ur. Á kvöldun voru sýndar skemmtilegar myndir, spilað og sungið og einnig var gripið í spil. Skólastjóri kynnti verk Gunnars Gunnarssonar og hlýtt var á lestur skáldsins. Helgi Baldursson kenn- ari í Varmahlíð kom og talaði um Bólu-Hjálmar og lesin voru ljóð eftir hann. Úr gömlum dagbókum Björns í Bæ var lesið. Prestarnir séra Gunnar í Glaumbæ og Ágúst á Mælifelli fluttu fróðleg efni, sá síð- arnefndi kom tvisvar og kona hans frú Guðrún Ásgeirsdóttir, las upp hið fagra kvæði séra Tryggva Kvaran „Skagafjörður", sem allt of fáir þekkja. Séra Þórhallur Höskuldsson á Möðruvöllum kom að um langan veg að fræða um kirkjusiði og búnað kirkna. í för með presti var Ágúst Jónsson, byggingameistari og sýndi hann hinar fögru stein- myndir. Skólastjóri las um leið „Óð steinsins“ eftir Kristján skáld frá Djúpalæk. Af þessu var hin besta skemmtun er allir gátu notið og munu lengi minnast. Sunnudaginn 12. október var farið til kirkju að Mælifelli og hlýtt á messu hjá séra Ágústi Sigurðs- syni. Athöfnin var öll hátíðleg og ánægjuleg og prestdóttirin, sem aðeins er 12 ára, gegndi meðhjálp- arastarfi en meðhjálparinn hafði forfallast. Stúlkan gerði þetta af djúpri alvöru og á svo fallegan hátt að betur er varla hægt að gera og ekki er ólíklegt að María Ágústs- dóttir eigi eftir að tala úr prédik- unarstóli eins og langamma henn- ar, Guðrún Lárusdóttir, gerði snemma á öldinni, en hún mun hafa verið fyrsta konan hér á landi sem flutti ræðu úr prédikunarstóli og var það í Hofskirkju í Vopna- firði. Kirkjugestir nutu höfðinglegra veitinga á heimili presthjónanna eftir messu, en síðan var ferðinni haldið áfram inn í Goðdali. Farar- stjórn annaðist Margrét skólastjóri og Björn Egilsson, frá Sveinsstöð- um, á meðan hann átti samleið með okkur. Á heimleið var komið við í garðyrkjustöðinni í Laugahvammi. Þar er og hefur verið unnið af miklum dugnaði að blóma- og matjurtarækt til mikilla þæginda fyrir íbúa héraðsins. Síðasta kvöldið okkar að Löngumýri var kvöldvaka. Það var sungið, spilað og heimamenn og gestir fluttu ljóð og fleira. Æskilegt væri að námskeiðin gætu verið fyrr að haustinu. Þá er t.d. auðveldara að fá kennara. Einnig er betra fyrir eldra fólk að njóta útivistar, en að þessu sinni var veðrátta þannig að lítið var hægt að vera úti. I sumar var stofnaður „Viðlaga- sjóður aldraðra" við Löngumýrar- skólann. Tilgangur sjóðsins er að útvega skólanum nauðsynlega hluti því enn er það margt sem stofnun- ina vanhagar um. Laufey Sigurðardóttir, frá Torfufelli. Verið er að byggja við skólann á Löngumýri og er byggingin komin undir þak. Það er konan sem stofnaði skólann og gaf hann þjóð- kirkjunni, Ingibjörg Jónsdóttir, og samkennari hennar og vinkona Björg Jóhannesdóttir sem leggja fé í þessa byggingu. Þessar góðu konur gera það ekki endasleppt við staðinn. Það er hugsjón og bæn þeirra er þykir vænt um Löngumýrarskóla að þar verði hægt að halda uppi kristilegu starfi og fræðslu þjóðinni til bless- unar. Gömul mynd frá Löngumýri. Helga Jónsdóttir söngkona Fædd 22. okt. 1910 — Dáin 14. okt. 1980 Helga Jónsdóttir söngkona á Ak- ureyri fæddist á Húsavík 22. októ- ber 1910. Foreldrar hennar voru Guðný Helgadóttir frá Haganesi í Mývatnssveit og Jón Flóventsson verslunarmaður á Húsavík. Þau hjónin byggðu sér bæ við Búðará og nefndu Haganes. Þar ólst Helga og fjögur systkini hennar og fóst- bróðir að auki. Sem ung stúlka stundaði Helga verslunarstörf á Akureyri og notaði þá einnig tímann til að læra söng hjá Benedikt Elvar. Síðar fór hún í Samvinnuskólann í Reykjavík og jafnframt naut hún tilsagnar í söng hjá Sigurði Birkis, fyrsta söng- málastjóra þjóðkirkjunnar. En hinir miklu sönghæfileikar Helgu komu fram strax á barnsaldri og atvikin höguðu því svo, að þeir fengu snemma að njóta sín meðal söngelskra karta og kvenna á Húsavík og í Reykjadal, þar sem hún einnig dvaldi á æskuárunum. Ekkjumanninum Einari Stein- dóri Sigurðssyni giftist Helga 1936 og bjuggu þau síðan á Akureyri. Einar var fulltrúi hjá heildverslun Natans & Óísen og síðan útibús- stjóri þess fyrirtækis hér í bæ. Þau Einar og Helga eignuðust þrjú börn: Hauk, vélstjóra í Reykjavík, Ingu, sem dó í bernsku og Yngva Jón tannlækni á Akur- eyri. En auk þess ólust upp á heimili þeirra hjóna tveir yngstu synir Einars af fyrra hjónabandi. Reyndist Helga þeim einkar vel. Einar Sigurðsson andaðist 1972. Helga Jónsdóttir var meðal stofnenda Kantötukórs Akureyrar og söng þar á meðan kórinn starf- aði og um langt árabil söng hún í Kirkjukór Akureyrar. Hún hafði einkar fagra og mikla söngrödd og var því oft til þess kjörin að syngja einsöng, eða öllu heldur sjálfkjörin vegna hinna miklu hæfileika sinna á því sviði. Það vildi svo til, að ég og fjöl- skylda mín og hún og hennar fjöl- skylda bjuggum í sama húsinu um skeið. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur mér þótt það eftirsóknarvert að vel heyrðist milli íbúða. En þá þótti mér það því Helga settist daglega við píanóið og spilaði og söng. Það voru dýrðlegar stundir sem Ijúft er að minnast með sér- stöku þakklæti. En auk þess var Helga hjartahlý kona, listelsk, félagslynd, fríð sýn- um og hin ágætasta húsmóðir. Og sem söngkona var hún bæði vinsæl og eftirsótt. Hin undurfagra söngrödd Helgu Jónsdóttur var mikil náðargjöf, sem færði henni sjálfri ómælda hamingju um leið og hún veitti öðrum fjölmargar gleðistundir með hrífandi söng sínum. Sagt hefur verið um hinar ýmsu listgreinar, að þær færi hina al- mennu njótendur nær himninum og þetta á ekki síst við um söng- og tónlist. Má því með sanni segja, að Helga Jónsdóttir hafi lyftokkur til hæða með söng sínum. Og mér finnst, að sjálf hafi hún sungið sig inn í himininn. Sú list sem hrærir hjörtu okkar og fær þau til að slá í fögnuði, er af hinu guðdómlega. Rödd söngkon- unnar, sem náði ævitindi og hefur nú stigið inn á lönd ódauðleikans, er þögnuð. En minningin lifir og við beygjum höfuð okkar í lotningu og þökk frammi fyrir þeirri list, sem hefur lyft okkur upp frá dufti jarðar á hátíðlegustu stundum. Þar eigum við minningu Helgu Jónsdóttur mikla gjöf að gjalda, sem tjáð er við tímamótin miklu og mannfjöldinn tjáði hinni látnu söngkonu ler hún var kvödd og borin til hinstu hvíldar á Akureyri á sjötugasta af- mælisdeginum 22. október. E.D. 4.DAGUR Fyrírmyndir úr Höfðahverfi — segir Valgarður Egilsson, höfundur leik- ritsins „Dags hríðar spor“ sem verður frumsýnt á litla sviðinu 12. nóv. Þann 12. þessa mánaðar verð- ur leikritið „Dags hríðar spor“ frumsýnt á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. Þetta leikrit, sem er eftir Val- garð Egilsson, gerist að nokkru leyti á Flateyjardais- heiði og í Höfðahverfi. Höf- undur sagði í viðtali við Dag að hann notaði raunveruleg ör- nefni og nöfn fólks sem hann þekkti frá gamalli tíð, en Val- garður Egilsson er fæddur á Grenivík og ólst upp í Hlé- skógum í Grýtubakkahreppi. Valgarður lauk prófi frá læknadeild H.Í., starfaði í átta ár í London og varði doktors- ritgerð við Lundúnarháskóla um áhrif á krabbameinsvald- andi efna á orkubúskap fruma. Valgarður er kvæntur Katrínu Fjeldsted, sem einnig er lækn- ir. Leikritið fjallar m.a. um at- vinnu- og lifnaðarhætti Islend- inga á árabilinu 1920 til 2020. Það snertir því fortíð, nútíð og fram- tíð. Samt er því þjappað saman á einn dag, 1. desember 1980, og gerist á tveimur stöðum, heimili í Reykjavík og hátíðarsal H.í. For- tíðin kristallast mest í ganila fólkinu á sviðinu og fyrri hluti leiksins og dagsins bregður ljósi á fyrri tíma. En eftir því sem á daginn — og leikinn — líður nær nútíð og framtíð völdum. Á þess- um degi er kvödd liðin tíð, en yngra fólkið hyggst skapa nýjan tíma. I þessu leikriti bregður fyrir lýsingum úr líffræðiheiminum og óttinn við tortímingu gengur í gegn um allt verkið. Það sem gerist fyrir norðan á sér í rauninni stað í hugarheimi gamla fólksins. Valgarður sagði að í leikritinu kæmi fram óttinn við tæknivæð- ingu og sú skoðun að það væri rangt að yfirgefa aðferðir móður Valgarður Egilsson. náttúru — þ.e. þær lífsaðferðir sem hún bíður upp á. Leikritið lýsir þeirri nánu sambúð sem fólk átti með landi, gróðri, dýri og veðri. Eins og fyrr sagði tekur höfundurinn fyrirmyndirnar úr Höfðahverfi — „og nota það mál sem ég lærði þar ungur, en það er allt annað mál sem talað er t.d. í Reykjavík í dag,“ sagði Valgarð- ur. Leikstjórar eru Brynja Bene- diktsdóttir og Erlingur Gíslason. Leikarar eru 13'/2. Uppsetning verksins er nýstárleg að því leyti að leikurinn berst inn í hliðarsal- ina tvo, auk aðalsalarins í kjallar- anum og áhorfendur fylgja á eftir. tJónína Anna Magnúsdóttir Fædd 20. 4. 1895 - Dáin 5. 10. 1980 Kveðja Nú þú hefur dýrðarglaðheim gist, góða, blíða og rtýja hlotið vist. Þrautum lokið, fengin kœr er fró, friður, nœði, hvíld og heilög ró. Nú er öllu breytt til betra hags. Beiskjulaus til hinsta œvidags eins og hetja barstu þína þraut. Þökk og virðing fellur þér í skaut. Kœrleiksrík þú vildir öllum vel, viðkvœml, blítt og Ijúft var hugarþel, djúp og einlœg hjartahlýjan var, hlut sinn aldrei því við neglur skar. Minning þín mun lengi fram á leið lýsa fögur, björt og morgunheið. Ertu kvödd af öllum blessun með. Angurvœrð og klökkvi fer um geð. Guði hjá nú gott er allt á ný. Glöð þér Ijómar náðarsólin hlý. í birturiki bakvið dauða og gröf blika eilíffögur geislatröf. H.Z. Haraldur er fyrsti Akur- eyringurinn sem hlýtur Norðurlandameistaratitil Haraldur Ólafsson, sem um síðustu helgi varð Norður- landameistari unglinga í lyftingum í 75 kg flokki, er fyrstur Akureyringa til að hljóta Norðurlandameist- aratitil. Haraldur er 18 ára, fæddur á Akureyri -4. ágúst 1962, eða á sama ári og Akureyri varð 100 ára. Hann er nemandi í fram- haldsdeild Gagnfræðaskól- ans á Akureyri, á uppeldis og kjörsviði. Hann er félagi í íþróttafélaginu Þór. Blaðamaður íþróttasíðunn- ar sló á þráðinn til Harald- ar á þriðjudagskvöldið, en hugmyndin var að hitta hann í Lundarskóla í æf- ingarhúsnæði lyftingar- manna, en þetta kvöld tók Haraldur sér frí frá æfing- um. Hann var fyrst spurður hve lengi hann hefði stundað lyftingar, og svar- aði hann því til að nú í haust væru fjögur ár síðan hann handlék lóðin í fyrsta skipti. Áður hefði hann aðallega lagt stund á knattspyrnu, en eftir að hann fór að æfa lyfting- amar af kappi, kvað hann fótboltann hafa orðið að víkja úr æfingar- prógramminu. Hann sagð- ist æfa lyftingar fjórum sinnum í viku og venjulega 2-3 klst. í senn. Haraldur sagði að þetta væri heils- ársíþrótt, en viðurkenndi að hann hefði tekið vikufrí í sumar. Ekki hafði Haraldur tölu á þeim metum sem hann hefði sett um æfina, en Akureyrar- og íslandsmet- in eru orðin mörg. Þó sagðist hann vita að nú ætti hann staðfest þrjú íslands- met í flokki fullorðinna og fjögur í unglingaflokki. Á þessu móti sagðist hann hafa bætt íslands- metið í jafnhöttum í sínum flokki, en þá lyfti hann 157 kg. en það er íslandsmet bæði í unglingaflokki og fullorðinnaflokki. Hann kvað aðalkeppinaut sinn á Norðurlandamótinu hafa verið Svía 20 ára að aldri, og margfaldan Norður- landameistara. Haraldur sagði að sér hefði gengið illa í snöruninni en þar hefði hann bara náð 112 kg, en ætti best 120,5 kg. Hann hefði því þurft að ná þessari þyngd í jafn- höttun til að sigra Svíann, og það hefði tekist. Haraldur sagði að hann hefði verið valinn alis fimm sinnum í landsliðið, fjórum sinnum í unglinga- landslið og einu sinni í landslið fullorðinna. í flest skiptin var keppt á erlendri grund. Þegar hann var spurður um fyrirkomulag þessarar keppni miðað við þau mót sem hann hefði tekið þátt í erlendis, kvað hann fyrir- kömulag hafa verið mjög gott, en þó hefði verið lé- legt samband á milli þular og keppenda, og komust því ekki öll skilaboð þular- ins inn í upphitunarher- bergi keppenda, og m.a. hefði Viðar Eðvarðsson farið flatt á því þar er hann hefði orðið að koma í eina lyftu „óupphitaður.“ Haraldur sagði æfingar- aðstöðu lyftingarmanna á Akureyri vera mjög góða og sennilega þá bestu á landinu, enda lætur árang- urinn ekki á sér standa. Þó sagði hann að aðstaðan mundi batna til muna þeg- ar flutt yrði í nýja íþrótta- húsið á Sundlaugartúni, en þar væri gert ráð fyrir frá- bærri æfingaraðstöðu í kjallaranum, og það yrði það lang besta sem boðið væri uppá hérlendis. Eins og áður sagði er Haraldur aðeins 18 ára og á því eftir að keppa í tvö ár í unglingaflokki. Hann er hins vegar staðráðinn í að halda áfram í þessari íþrótt í mörg ár. Til gamans má geta þess að þegar hann byrjaði að æfa var hann 52 kg, en er nú 75, þannig að um 25 kg af vöðvum hafa bæst á líkama hans. Haraldur var að því spurður hvort forráða- menn íþróttamála á Akur- eyri eða íþróttafélags hans hefðu ekki verið mættir á flugvöllinn með blóm þeg- ar hann kom heirn á mánudagsmorguninn, en svo reyndist ekki hafa ver- ið. En Haraldur sagði að óneitanlega hefði verið gaman að sjá einhvern þeirra. Að lokum spurði ég Harald hvort hann væri bindindismaður. „Að sjálf- sögðu“ var svarið því öðruvísi næðist ekki ár- angur eða vonlaust að vinna meistaratitla. Íþróttasíðan þakkar Haraldi fyrir spjallið. Haraldur á æfingu. Mynd: Ó.Á. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.