Dagur - 13.11.1980, Síða 5

Dagur - 13.11.1980, Síða 5
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Ðjörnssonar hf. Atvinnumál á fjórðungsþingi í almennri stjórnmálaályktun sem samþykkt var á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Noröurlands- kjördæmi eystra sem haldið var á Húsavík dagana 8. og 9. nóvember s. l. var fjallað um atvinnumál og sagði þar m.a. á þessa leið: „Kjördæmisþingið leggur á- herslu á þá staðreynd, að núver- andi aðalatvinnuvegir lands- manna munu um ófyrirsjáanlega framtíð verða kjölfesta atvinnu- og efnahagsafkomu þjóðarinnar og ekkert getur komið í þeirra stað. Hins vegar má ætla að vaxtar- möguleikum sumra þessara at- vinnugreina séu takmörk sett þegar til lengdar lætur. Undir það verður þjóðin að búa sig af fram- sýni og fyrirhyggju. Uppbygging útflutningsiðnaðar er því brýnt viðfangsefni, sem tímabært er að sinna af fullri alvöru. Kjördæmisþingið minnir á, að skipulag meiriháttar útflutnings- iðnaðar krefst mikils undir- búnings, þar sem taka verður tillit til margra sjónarmiða, m.a. þess að erlendu fjármagni verði ekki hleypt hömlulaust inn í atvinnulíf íslendinga né að stóriðja valdi mengun og óæskilegri röskun, sem oft er fylgifiskur óheftrar stóriðju.“ Þá var í kjördæmisályktun þingsins lýst yfir miklum áhyggj- um vegna þeirra miklu rekstarerf- iðleika sem atvinnuvegirnir í landinu eigi við að glíma. Þingið minnir á að miklir erfiðleikar steðji nú að landbúnaði og að stéttar- hagsmunir bænda séu í veði. Þennan vanda verði að leysa án þess að bændastéttin verði fyrir verulegum áföllum, sem leiða myndu til byggðaröskunar. Þá hvetur þingið til þess að markvisst verði unnið að uppbyggingu framleiðslu- og þjónustuiðnaðar í kjördæminu, þar sem iðnaður verði á næstu ár- um að taka við stærstum hluta þess fólks sem bætist við á vinnumarkaðinn. Þingið fagnar öllum athugunum á nýiðnaði í kjördæminu, en minnir á að út- gerð og fiskvinnsla séu megin undirstaða atvinnulífs í flestum þéttbýlisstöðum kjördæmisins. Nauðsynlegt sé að tryggja nægi- legt hráefni til fiskvinnslustöðva, t. d. með aukinni hráefnismiðlun. Þá bendir kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra á, að verslun og þjónustu gegni mikilvægu hlut- verki í atvinnumálum kjördæmis- ins. Bæta verði nú þegar rekstrar- grundvöll dreifbýlisverslunarinn- ar, til að koma í veg fyrir veruleg áföll, sem bitna myndu þyngst á íbúum hinna dreifðu byggða. ber ekki endilega mikið á þessari tilhneigingu hér á landi enn sem komið er, en hættan er fyrir hendi. Að mínum dómi er meira en tímabært að atvinnurekendur leiði hugann að þessu atriði frek- ar en verið hefur, enda fyrirsjá- anlegt að kröfur munu vaxa í þessum efnum af hálfu verka- fólks, eins og réttmætt er.“ Ing\ar Gíslason mennings er meiri á Islandi en í nokkru öðru landi sem ég þekki til. Menningarlíf íslendinga stendur að mörgu leyti í blóma, hvort heldur er átt við listir, íþróttir, skákmennt eða hvað annað sem krefst vitsmuna og dugnaðar. Kunnátta og færni ís- lenskra lækna og verkfræðinga hefur vaxið mikið á síðustu árum og það held ég að eigi reyndar við um allar starfsstéttir meira og minna. Dugleysi, atvinnuleysi og iðjuleysi eru ekki einkenni okkar tíma. Ef eitthvð er að í íslensku þjóðfélagi þá er það ekki þetta. Ég held að það sé allt eins hugs- anlegt að Islendingar séu of dug- miklir og vinni of mikið. Og mér er það alvörumál að vinnuálag á verkafólk hér á landi er alltof mikið. Það sem mér virðist vera áberandi veila í íslensku þjóðfé- lagi er lélegt skipulag á vinnu yf- irleitt, sífelld krafa um afköst en minna hugsað um vandvirkni. Þetta kemur fram á öllum svið- um. Það er ekki einu sinni hægt að lesa dagblöðin vegna þess hve þau eru oft illa skrifuð, m.a. vegna hraðans sem krafist er af starfsfólkinu. Vinnuálagið hér á landi gerir menn sljóa og langþreytta og þar við bætist, að aðbúnaðar á vinnustöðum er víða lélegur. Þetta á ekki síst við um vinnustaði við sjávarsíðuna, þótt margar undantekningar séu í þessu efni. Það er blindur maður sem sér það ekki, að aðbúnaður á skrifstofum, t.d. í opinberri eigu eða á vegum stórfyrirtækja, er allt annar en á sér stað víða þar sem mertn ganga að stritvinnu, erfiðri líkamlegri vinnu. Jafnframt eru menn að býsnast yfir því, að ungt fólk sæki í önnur störf en verkamanna- vinnu og önnur líkamleg störf. Ég held að það sé mikil ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Þegar svo verður komið, að fólk fæst ekki til að vinna nauðsynleg framleiðslustörf, þá er hætta á ferðum. Það sjáum við fyrir okk- ur í nálægum löndum og þau víti ber að varast í tíma. Sem betur fer í ræðu sem Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, hélt á kjördæmisþingi framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi eystra sagði hann m.a. á þessa leið: „Þó að glíman við hin almennu efnahagsmál og erfiðleika at- vinnulífsins hafi sett meginsvip á Ingvar Gislason. stjórnaraðgerðir nú sem oft áður og enn sé mörgu óbátavant í þeim efnum, þá er ekki ástæða til að mála allt dökkum litum. Þó er ekki fyrir það að synja, að flestum stjórnmálamönnum verði það á að tala dapurlega og einhliða um landsmál. Ég hef t.d. allt of oft staðið sjálfan mig að því að falla í þessa gröf. Talið um efnahags- vandræði líðandi stundarhljómar því miður sem slitin plata í eyrum margra. Það er farið að verka á áheyrendur eins og segir í dæmi- sögunni af smalanum sem kallaði „úlfur, úlfur“ ef engu tilefni. Stjómmálamenn hafa í áratugi verið að boða þjóðinni ósköp og ótíðindi og ekki er því að neita að forystumenn atvinnulífsins hafa oft gefið tóninn í þessum óskapa- boðskap. En þrátt fyrir allt hefur öllu reitt býsna vel af. Sannleikurinn er sá, að Islendingar hafa aldrei í sögu sinni verið jafn auðugir, framtakssamir og vinnusamir eins og síðustu 30-40 ár. Jöfnuður í lífskjörum og velmegun al- í ræðu sem Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, flutti á kjördæmisþingi fram- sóknarmanna á Húsavík um síðustu helgi, sagði hann m.a. eftirfarandi: „Kosningabaráttan í fyrra snerist um verðbólguna. Við ætl- uðum að telja niður og við höld- um okkur enn við að það sé fær leið. Við ætluðum einnig að gæta þess, að ekki yrði þó svo hratt talið, að leiddi til samdráttar og atvinnuleysis, eins og við töldum að leiftursóknin myndi gera. Enda hefur sú ekki orðið raunin á, því við berjumst enn í 50% verðbólgu og nýjustu spár gera ráð fyrir ennþá hærri prósentu- tölu á næsta ári, verði lítið eða ekkert aðhafst. Auðvitað hafa ýmiss ljón verið í veginum og varnað því að gripið væri af röggsemi og ákveðni í niðurtalninguna og gripið á öll- um þáttum samtímis. Það leysir lítinn vanda að binda bara verð á vöru og þjónustu. Með því erum við bara að safna saman vanda sem að lokum brýst út. Þetta gerðist t.d. í fyrravetur er allur tími stjórnvalda fór í kosningar og stjómarmyndun. Á það bentum við líka í kosningabaráttunni. Þá var verið að safna upp vanda sem varð fyrsta ljónið í veginum. Síð- an hafa menn lítið aðhafst vegna stöðunnar í samningamálum. Nú er búið að semja. Um þessa samninga sýnist mönnum vafa- laust sitt hvað. Ekki veitir þeim af sem lægst hafa launin, en spurn- ingin er hins vegar sú, hvar á að taka þetta fjármagn. Viðskipta- kjör þjóðarinnar versna um 15-20% á þessu ári og því síðasta. Að baki þessum launahækkun- um er engin verðmætaaukning. Margt bendir til að þessar launa- hækkanir fari beint út í verðlagið og að verðbólgan muni þá að sama skapi magnast. Svona getur þetta ekki gengið lengur. Sagt hefur verið að við megum ekki taka upp þá stefnu, að binda okkur við ákveðnar dagsetningar og hafa í hótunum við samstarfs- aðilana. Kann að vera að slíkt séu ekki góð vinnubrögð, en öllu eru Úr ræðum þingmanna á kjördæmisþingi nú einhver takmörk sett og við verðum að fara að taka alvarlegar á málunun en gert hefur verið fram að þessu.“ Jafnframt þinginu var haldin árshátíð framsóknarmanna á Húsavik og í Þing- eyjarsýslum og sótti hana mikill fjöldi manns. Guðmundur Bjarnason. I lok ræðu sinnar sagði Guð- mundur Bjarnason: „Fyrir dyrum er alþjóðaár fatl- aðra og málefnum lítilmagnans í þjóðfélaginu verðum við að gefa gaum. Efnahagsmál eru ekki allt. Vissulega hefur margt breyst til batnaðar í málefnum öryrkja og þroskaheftra á undanförnum ár- um, en betur má ef duga skal. A Akureyri er Sjálfsbjörg að byggja stórt húsnæði sem á að vera full- komin endurhæfingarstöð og vinnustaður fyrir fatlaða. Full- trúar Sjálfsbjargar hafa töluvert samband haft við okkur þing- menn og munum við reyna að styðja þá svo sem við framast megum.. .. Nú er í undirbúningi löggjöf um málefni aldraðra. Á því sviði er líka mikið verk að vinna. Öldrunarþjónusta er sennilega það verkefni á sviði heilbrigðis- mála, sem nú er brýnast að snúa sér að. Á þessi mál vildi ég aðeins minnast vegna þess, að mér finnst oft nánast öll umræða drukkna í þessu eilífa verðbólgutali." Guðmundur Bjarnason Stefán Valgeirsson í ræðu sinni á kjördæmisþingi framsóknarmanna á Húsavík um síðustu helgi ræddi Stefán Valgeirsson, alþingismaður, m.a. um úrslit kosninganna í desember og stjórnarmyndun- arviðræðurnar og þá kosti sem fyrir hendi voru í þeim efnum. Síðan sagði Stefán m.a.: „Höfuðmarkmið þessarar rík- isstjórnar er, eins og segir orðrétt í stjómarsáttmálanum: „Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólgan orð- in svipuð og í helstu viðskipta- löndum Islendinga.“ Og enn- fremur segir: „Ríkisstjórnin mun leita eftir samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um niðurstöð- ur á kjarasamningum, sem geta samrýmst baráttunni gegn verð- bólgu og þeirri stefnu stjórnar- innar að jafna lífskjör og bæta kjör hinna lakast settu í þjóð- félaginu." Ég held að ekki fari á milli mála að kjarasamningarnir eru að stefnu til í samræmi við þau markniið sem ég vitnaði til, að þeir eru launajöfnunarsamning- ar. Hitt er annað mál, hvort þeir auðvelda okkur glímuna við verðbólguna. Hitt verður að viðurkennast, að miðað við samningana um kaup og kjör á liðnum árum, þá eru þessir samningar hófsamir, þótt hitt sé staðreynd að megin hluti framleiðslunnar þoldi nú engar grunnkaupshækkanir, og því er líklegt, að verðhækkanir komi í kjölfar þeirra. Um hitt atriðið, það er að segja niðurtalningu verðbólgu, þá gæt- ir nokkurrar óþolinmæði meðal okkar flokksmanna, að ekki skuli enn hafa tekist að fikra sig inn á þá leið, og ég er ekkert hissa á því. En hafa menn hugleitt hvernig raunveruleg staða þessara mála, var 8. febrúar s.l. þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens tók við og hvemig mál hafa þróast síðan. Eftir að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens tók við kom í ljós að staða útflutningsatvinnuveganna hafði versnað verulega, á þeim tíma sem Alþýðuflokksstjórnin sat að völdum. T.d. urðu kostnað- arhækkanir hér innanlands á þessum tíma a.m.k. 12%, en gengissig á þeim tíma var 4%. Enda kom í ljós að staða frysti- iðnaðarins var orðin mjög slæm og ullar- og skinnaiðnaðurinn var rekinn með umtalsverðu tapi og ýmsar kostnaðarhækkanir höfðu orðið sem ekki voru komnar í ljós nema að litlu leyti við stjórnar- skiptin. Augljóst ætti að vera, að engin leið var að byrja á að telja niður fyrr en búið var að leyfa verð- hækkanir til allra, þannig að fyr- irtæki og einstaklingar stæðu nokkuð jafnt að vígi, þegar nið- urtalningin hæfist. Við skulum Stefán Valgeirsson. heldur ekki gleyma því að ytri aðstæður hafa verið með þeim hætti, að þær hafa magnað verð- bólguna og torveldað aðgerðir til að draga úr verðbólguhraðanum. T.d. hafa verðhækkanir á inn- fluttum vörum miðað við erlend- an gjaldeyri orðið meiri á síðustu tveimur árum en urðu á 13 ára tímabili frá 1960-1973. Á sama tíma hafa mjög litlar hækkanir orðið á sumum okkar útflútningsvörum, eins og t.d. á frystum fiski, sem hefur á síðustu árum verið ein aðalútflutnings- vara okkar. Og á þessu ári hafa einnig orðið nokkrar grunn- kaupshækkanir. Allt þetta magn- ar verðbólguna og dregur mjög úr möguleikanum á að ná árangri í að telja hana niður, Einn virtur hagfræðingur sagði við mig um daginn, að þróun mála hefði orðið á þann veg, á árinu að blátt áfram hefði enginn grundvöllur reynst fyrir því, enn sem komið væri, að hefjast handa um niðurtalningu verðbólgu. Ekki svo að skilja, að ríkis- stjómin hafi ekki gert ýmsar ráð- stafanir til að hamla á móti verð- hækkunum. Enda telur Þjóð- hagsstofnun að verðbólgan verði minni í ár en í fyrra, og má ef til vill sæmilega við una, miðað við það hvernig mál hafa þróast. Við erum ekki farin að telja niður verðbólguna en nú verðum við að vænta þess að ekki líði langur tími þangað til að ríkisstjórnin byrjar á því erfiða verki. Ef sæmilegur árangur næst og tekst ennfremur að halda fullri at- vinnu, þá þarf ríkisstjórnin engu að kvíða, annars horfir þunglega bæði fyrir ríkisstjórn og fyrir þjóðina. Ég hef talið og tel enn, að ef ekki næst sýnilegur árangur í niðurtalningu á þessum vetri, þá sé undirstaða þessarar ríkis- stjómar brostin. Hitt er svo annað mál og það er áhyggjuefni, að ég kem ekki auga á neinn annan meirihluta, sem gæti tekið við og leyst þetta afmarkaða verkefni af hendi.“ 10O leikja menn Grétarsmótið verður næsta laugardag Af skallbolta Nú er starfsemi íþróttahúsa bæjar- ins komin í fullan gang, og hver tími húsanna útleigður. Færri komast að en vilja, og horfa því margir til betri og bjartari tíma þegar nýja iþróttahúsið verður tekið í notkun. Mikið er um að vinnu- hópar sækist eftir tímum, en nokkrir slíkir hafa fengið inni í húsunum á kvöldin og um helgar. Á myndinni sést Ingimar Skjóldal, lögreglumað- ur en hann er þarna í skallbolta ásamt nokkrum félögum sínum. Á laugardaginn kl. 14.00 verður haldið í íþróttahúsinu í Glerárhverfi „Grétarsmót- ið“ í kraftlyftingum. Mótið er haldið til minningar um Grétar heitinn Kjartansson sem var einn af frumkvöðlum lyftingaíþróttarinnar hér í bæ, og jafnframt fyrsti ís- landsmeistarinn sem Akur- eyringar eignuðust í þessari íþrótt. Keppt er um veglegan far- andbikar, sem gefinn var af foreldrum Grétars. Á mótinu keppa allir bestu kraftlyftingamenn bæjarins, með Heimskautabangsann 1 fararbroddi. Þar verður að sjálfsögðu hinn síungi Jóhannes Hjálmarsson sem er elsti kepp- andi í lyftingum á Islandi og kominn á sextugsaldur, og mætir hann með tvo syni sína. Tveir keppendur koma frá Reykjavík, en þeir eru Halldór Eyþórsson úr KR, og Sverrir Hjaltason úr sama félagi. Sverrir hefur meðal annars gert sér það til ágætis að vinna heimsmeistarann Skúla Ósk- arsson á síðasta íslandsmóti. Á myndinni sést Sverrir lyfta 300 kg og virðist hann fara nokkuð létt með þá þyngd. Alls verða 11 keppendur á mótinu sem hefst eins og áður segir kl. 14.00 í iþróttahúsinu í Glerárhverfi. Aðalfundur Knatt- spyrnudeildar KA I síðustu viku var haldinn aðal- fundur Knattspyrnudeildar KA. I skýrslu formanns Örlygs ívarssonar kom fram að starf deildarinnar hefur verið mjög blómlegt, en þó var fjármögn- unin erfið, eins og búast má við. Örlygur sem verið hefur formaður deildarinnar undan- farin fjögur ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, og í hans stað var kjörinn Gunnar Kárason. Örlygur mun þó starfa áfram 1 stjórninni, en hún er skipuð tólf mönnum. Gjaldkeri verður áfram Siguróli Sigurðsson og framkvæmdastjóri Ragnar Ragnarsson. Þrír þeir leikjahæstu: Haraldur 144 leikir, Steinþór 141 og Jóhann 137. Á aðalfundi knattspyrnudeildar KA fyrir skömmu gat örlygur ívarsson fráfarandi formaður þess að nokkrir leikmenn í meistaraflokki KA hefðu leikið yfir hundrað leiki fyrir félagið frá því að félögin Þór og KA hófu að leika sitt í hvoru lagi í deildinni fyrir nokkrum árum. Þessir menn eru: Haraldur Haraldsson 144 leikir, Steinþór Þórarinsson 141 leikur, Jóhann Jakobsson 137 leikir, Eyjólfur Ágústsson 129 leikir og Gunnar Blöndal 124 leikir. Sumir þess- ara leikmanna léku m.a. með ÍBA, á sinum tíma, og léku þá um leið með KA á þeim árum. Þeir leikir eru hins vegar ekki með í þessum útreikningi. Þeir af þessum mönnum sem mættu á aðalfundinn voru heiðraðir með barmmerki félagsins. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.