Dagur


Dagur - 20.11.1980, Qupperneq 5

Dagur - 20.11.1980, Qupperneq 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Raunvöxtur eða raunvextir Margir hafa lagt á það áherslu undanfarið, þegar rætt hefur verið um þá erfiðleika sem atvinnu- reksturinn í landinu á við að glíma, að ekki megi með nokkru móti haga svo málum að til stöðvunar atvinnurekstrarins komi. Því verði baráttan gegn verðbólgunni og fylgifiskum hennar að einkennast af öðrum aðgerðum en þeim, sem leitt gætu til stöðvunar atvinnu- lífsins í landinu. Verðbólga sé þó í öllu falli heldur betri kostur en at- vinnuleysi. Þessi málamiðlun samræmist stefnumiðum ríkisstjórnarinnar, en er hins vegar vandrötuð. Meðal þess sem gert hefur verið til að stemma stigu við verðbólguþró- uninni er að hækka vexti, bæði til þess að auka innlán og draga úr óþarfa útlánum og óarðbærum fjárfestingum. Eitt mesta vanda- mál atvinnurekstrarins um þessar mundir er rekstrarfjárskortur og hann hefur verið brúaður með lántökum og hafa sum fyrirtæki ekki komist hjá því að taka lán til þessara hluta, nema stöðvast að öðrum kosti. Reksturinn hefur hins vegar barist í bökkum og stendur ekki undir þessum lánum til langframa. Því kann að vera nauðsynlegt að lækka vextina, þó svo að það kunni að bitna á nið- urtalningu verðbólgunnar. Það sem skiptir raunar mestu máli er að atvinnulífið í landinu vaxi og dafni. Án bærilegrar af- komu útflutningsatvinnuveganna er ekki unnt að koma við meiri hagræðingu í rekstri og auka framleiðnina. Meðan ekki fæst hærra vérð á erlendum mörkuðum er framleiðniaukning nær eina leiðin til að standa undir bættum lífskjörum þjóðarinnar. Þetta mætti kalla að auka raunvöxt fyr- irtækjanna, þ.e. auka möguleika þeirra á að standa undir batnandi lífskjörum. Raunvöxtur atvinnu- lífsins í landinu er mikilvægari en raunvextir, sem svo hafa verið kallaðir, þegar svo er komið að raunvextir eru að drepa allt at- vinnulíf í dróma. Það á að vera meginmarkmið að lánþegar hagnist ekki á því að taka lán, heldur greiði eðlilegt endurgjald fyrir. Að því á að stefna, en ekki má fara svo geyst að til atvinnu- stöðvunar komi. Síðasti áratugur hefur verið mikið velmegunartímabil á ís- landi. Atvinnulífið hefur blómstrað og kaupmáttur launatekna hefur aukist um 50%, nema hvað sam- dráttur hefur orðið síðustu tvö ár- in. Erfiðleikar steðja nú að, en hvernig svo sem á þeim verður tekið má ekki koma til atvinnu- leysis. Hrafn Sæmundsson: Að takast á við nýjan tíma AJlir þættir mannlífsins eru háðir einhverri þróun. Þessa staðreynd munu flestir hugsandi riienn við- urkenna. Þróun er hinsvegar mishröð. Þeir tímar koma, að þróun verður það hraðfleyg að hún raskar öllu lífi, gefur mann- inum og umhverfinu ekki tíma til að aðlagast. Þetta ástand köllum við gjarnan byltingu. Ein slík bylting skllur nú á okkur. Þetta er tæknibylting, sem kennd er við örtölvuna. Það er stundum sagt að þriðja iðnbyltingin gangi yfir vesturlönd. Tölvustýrður iðnaður Örtölvubyltingin er þegar haf- in hér á íslandi þó að í litlum mæli sé. Við eigum þarna ennþá svolítið forskot. Erlendis hefur örtölvubyltingin þegar markað djúp spor í þjóðfélagsgerðir ýmissa landa. Þó er þessi bylting raunverulega aðeins að byrja. Sú tækni sem hér um ræðir, er ekki ný af nálinni. Það sem gerist núna er að hún kemst á ódýrt framleiðslustig og maðurinn nær fullkomnum tökum á henni. Möguleikar þessarar tækni eru nánast ótakmarkaðir. Á allra næstu árum verður fólk að horfa á þá staðreynd að mannshöndin verður meira og minna óþörf. I sumum greinum iðnaðar mun jafnvel meginhluti alls starfsfólks verða óþarft I framleiðslunni. I iðnaðarbæ eins og Akureyri er, ættu menn að hafa augu á þessari þróun. Innan fárra ára munu flestar þær starfsaðferðir sem nú eru notaðar í iðnaði, verða úreltar. Allar vélar og tæki verða meira og minna tölvustýrð. Og hér er ekki um neitt val að ræða. Það verður að taka á móti hinni nýju tækni, eða verða undir í samkeppninni. Örtölvan fækkar störfum Margir eru uggandi vegna þessarar þróunar. Hún mun breyta innri gerð þjóðfélagsins og kalla á grundvallarbreytingar. Þessi iðnbylting hefur öfug áhrif á við hinar fyrri iðnbylting- ar. í iðnbyltingunni miklu marg- faldaðist framleiðsla á hráefnum og úrvinnslu þeirra. Sú iðnbylting gjörbreytti þrátt fyrir allt lífsaf- komu alls almennings til bóta. Hluti af þeim mikla auði sem Hrafn Sæmundsson. skapaðist, var notaður til að auka samneyslu og til félagslegra mál- efna. Þetta skapaði smám saman miklum aragrúa manna atvinnu í nýjum þjónustugreinum. Þessi þróun hefur raunar haldið áfram fram á þennan dag, meðal annars hjá okkur íslendingum. Nú snúast málin hins vegar við. Örtölvubyltingin mun ekki að ráði auka framleiðsluna. Nú þeg- ar hefur verið gengið nærri ýms- um auðlindum. Örtölvubyltingin mun fyrst og fremst fækka störf- um í þjónustugreinum og iðnaði. Hörmungar atvinnu- leysis Það verk sem framundan er í sambandi við örtölvubyltinguna hér á Islandi á næsta áratug, er fyrst og fremst að stytta vinnu- tíma, stytta starfsæfi og dreifa fjármagni á lífaldur fólksins, þannig að allir hafi sæmilega framfærslu. Ef þetta verður ekki gert, munum við lenda í hörm- ungum atvinnuleysis og stöðugra átaka í þjóðfélaginu. Ef Islendingar bæru hinsvegar gæfu til að átta sig á þessari þróun sem framundan er, og tækist að hafa stjórn á henni frá byrjun, munu engu að síður skapast ný vandamál. Þá verður til að mynda að vinna að gríðarlega stóru fé- lagslegu verkefni sem fylgir óhjá- kvæmilega í kjölfar þessara breytinga í atvinnulífinu. Járngrár veruleiki Það verður að gjörbreyta stefnu í uppeldis- og skólamálum og gera fólk hæft til að taka á móti stöðugt auknum frítíma. Það er talið fullkomið raunsæi, að vegna styttingar hinnar hefð- bundnu starfsæfi, muni megin- þorri fólks lifa aldarfjórðung í fullu fjöri eftir að starfsæfi lýkur. Öll frí verður að auka og sums- staðar erlendis er nú rætt um það í áætlanagerð að maðurinn vinni ekki nema 6 mánuði á ári hverju, eftir nokkur ár. Margir munu kannski telja þessa upptalningu ótrúlega og reyfarakennda. Hér er þó stuðst við virt erlent lesefni, en þar er fólk komið í návígi við þennan járngráa veruleika. Framtíð okkar hér á íslandi, er nú undir því komin að viður- kenna þessar staðreyndir og nota það forskot sem við höfum, til að byrja strax að undirbúa okkur á raunsæan hátt til að takast á við þennan nýja tíma. Örtölvubyltingin hefur haldið innreið sina f frystihúsin. BER UF ÞITT ÁVÖXT? Um síðustu helgi var árlegt æskulýðsmót haldið í Stóru- tjamarskóla. 125 unglingar sóttu mótið. Komu þeir víða að af Norðurlandi, vestan frá Hofsósi austur til Húsavíkur. Skipulagningu og stjórn mótsins önnuðust þau Stína Gísladóttir æskulýðsfulltrúi kirkjunnar á Ak- ureyri og sr. Pétur Þórarinsson á Hálsi, formaður Æ.S.K. Við undir- búninginn nutu þau sérstakrar að- stoðar félaga í æskulýðsfélagi Hálsprestakalls og nemenda Stórutjarnarskóla. Mótið hófst á föstudagskvöld með kvöldvöku. Þar flutti sr. Pétur Þórarinsson hugvekju og fjallaði um aðalefni mótsins: Bcr Iíf þitt ávöxt. Á laugardaginn var unnið frekar út frá þessu efni. Skipt var I starfshópa sem unnu veggsjöld og sömdu leikþætti þar að lútandi. Einnig voru hafðar helgistundir sem unglingarnir önnuðust sjálfir. Þar fluttu hugleiðingar sr. Vigfús Þór Árnason á Siglufirði sem talaði um „ávaxtarækt" (Matt:l-9), sr. Jón A. Baldvinsson Staðarfelli en hann fjallaði um „ávaxtategundir" (Gal. 5. 22), og Jón Helgi Þórarins- son guðfræðinemi sem talaði um ávaxtauppskeru" (Jóh. 15.4-5). Af og til var svo skroppið í sund og skvett úr klaufunum í íþróttasaln- um. Á laugardagskvöld var efnt til kvöldvöku með margbreytilegu efni. Þar voru m.a. fluttir helgileik- ir, sungið, dansað og „diskað". Að lokum var heilög „kvöldmáltíð" reidd fram. Hápunktur sunnudagsins var guðsþjónusta kl. 2 þar sem Guðmundur Ingi Leifsson skóla- stjóri á Hofsósi prédikaði. Um aðra liði messunnar, lestur söng og helgileik sáu unglingarnir. Að gömlum og góðum sið var boðið upp á kirkjukaffi eftir messu. Höfðu nokkrir þátttakendur móts- ins bakað til veislunnar. Því miður komust ekki nema fáir til mess- unnar vegna ófærðar, og treglega gekk sumum heimferðin. Allir munu þó hafa komist heilir til síns heima, ánægðir eftir góða og gagn- lega samveru. Aðspurður kvaðst sr. Pétur Þór- arinsson formaður Æ.S.K. vera hæst ánægður með mótið. Einn aðaltilgangur þess var að undirbúa Æ.S.K. daginn, sem er næsti sunnudagur, síðasti sunnudagur kirkjuársins. Þá munu unglingar aðstoða við guðsþjónustur og standa fyrir fjársöfnun til handa Æskulýðssambandi kirkjunnar í Hólastifti. J.A.B. tHanna Gerður Haraldsdóttir Fædd 16. maí 1949 - Dáin 8. nóvember 1980 „ Vikna ský á vorliimni, vegna þín. Roðnar hinn mildi minjasjór af glóð hjarta þíns sem getur aldrei kulnað, gleði lífs þíns var ódauðleg og stór. “ Ö.S. Hanna Gerður Haraldsdóttir var fædd og uppalin á gróðursælli ytri-brekkunni á Akureyri og naut, ásamt systkinum sínum þremur, umönnunar og ástríkis foreldra sinna, Ragnheiðar Valgarðsdóttur og Haraldar Jakobssonar. Á ung- lingsár hennar bar þó veikinda- barátta og lát föður hennar stóran skugga. Ur foreldrahúsum kom hún með drjúgt veganesti, iðju- semi, natni og mikla smekkvísi í huga og til handa, auk ríkulegrar elsku til samferðamanna. Tvítug giftist hún eiginmanni sínum Gunnari Frímannssyni og eignuð- ust þau tvö börn Valgerði og Davíð Rúnar. ÖU þeirra alltof stutta sam- vera einkenndist af samheldni og umhyggju. Auk þess stóra hlut- verks að annast þessa ástvini, kaus Hanna Gerður sér að starfi að vinna með og fyrir börn bæði á leikvöllum og á barnaheimilinu Árholti. Slík þjónusta gefur hvern dag tækifæri til að njóta gleðinnar af að gefa, þau tækifæri nýtti Hanna Gerður vel og miðlaði óspart til þeirra er vildu með henni njóta, enda elskuð af börnunum og dáð af samstarfsfólki. Saga litla félagsins okkar er aðeins áratugs- gömul og hún verður aldrei skráð án þess að minnst sé starfa Hönnu með okkur. Með prúðmennsku sinni, ljúfu fasi og brosmildi vann hún sér strax traust og til hennar var títt leitað, nútímavandkvæðið tímaleysi virtist hún ekki þekkja, og tillögu og úrræðagóð var hún jafn- an, hvort sem bregða átti á leik eða ljá góðu máli lið. Fagri haustdagurinn sem svo skjótt og dapurlega glataði lit sín- um verður skráður sorgarletri í annálum okkar. Kæri Gunnar, börnin ungu og öll þið sem henni. voruð kær, um leið og við vottum ykkur einlæga samúð okkar biðjum við þess að hið skæra ljós kærleik- ans lýsi upp skammdegismyrkrið og að glóð ljúfra minninga varpi birtu á veg ykkar. Sinawiksystur á Akureyri. Tímaritið Súlur Út er komið nýtt hefti af norð- lenska tímaritinu Súlum. Er það í senn I0. árgangurog I9. og20. hefti saman. Ritið annast sem áður þeir Jóhannes Óli Sæmundsson og Valdimar Gunnarsson, sem eru ritstjórar og ábyrgðarmenn, en út- gefandi er Sögufélag Eyfirðinga. Þetta nýja og tvöfalda hefti er um 230 blaðsíður og hefst á greininni, Glerárþorp-100. ára byggð, eftir Lárus Zophoníasson amtsbóka- vörð á Akureyri. Hefur hann áður ritað í Súlur um Oddeyrina. Eru þessar greinar mjög fróðlegar og vonandi verður framhald á slíkum fróðleiksþáttum. Aðrir höfundar ritsins eru: Davíð Ketilsson, sem ritar greinina, Kafli úrendurminn- ingum, Jón Bjarnason skrifar um Jón G. Guðmann á Skarði og grein birtist eftir Tryggva Þorsteinsson skátahöfðingja um Geysisslysið. Þá skrifar Bragi Magnússon um gömul hús á Siglufirði, Þorlákur Hjálm- arsson um Mjólkurflutninga, Sig- urjón Sigtryggsson um Jón bónd- ann, Angantýr Hjálmarsson um Æsustaðauxann og Eymundur Matthíasson um Grýlukvæði Grímseyinga. Aðrir höfundar eru: Njáll Friðbjarnarson, Elísabet Geirmundsdóttir, 'Þórólfur Jóns- son, Jónas Halldórsson, Þorv. Jóhannesson, Friðjón Skarphéð- insson, Ingólfur Pálsson, Sigtrygg- ur Símonarson, Jón Kr. Kristjáns- son og Aðalsteinn Jónsson. Tímaritið Súlur á Akureyri er bæði efnismikið og fjölbreytt og það virðist eiga erindi við norð- lenskt fólk og raunar alla lands- menn. E.D. SVIPMYNDIR FRÁ ÆSKULÝÐSMÓTI LANDSMOT UMFÍ HALDIÐ Á AKUR- EYRI í SUMAR Sautjánda landsmót UMFI fer fram á Akureyri dagana 10. til 12. júlí á næsta ári og sér U.M.S.E. um undirbún- ing og framkvæmd þess. Gerður hefur verið samning- ur við Akureyrarbæ um afnot af íþrótta- og skólamann- virkjum bæjarins. íþrótta- svæði K.A. og Þórs verða einnig til reiðu, svo og mannvirki Menntaskólans á Akureyri — eftir nánara samkomulagi. Öll aðstaða til mótshaldsins er mjög góð á Akureyri. Miklar vonir eru bundnar við íþróttahöllina nýju, sem nú er í byggingu, og er þess fastlega vænst að unnt reynist að hafa þar keppni í einhverjum íþrótta- greinum og að þar geti sam- komuhald farið fram. Á fundi þar sem mótið var kynnt fulltrúum fjölmiðla sagði Þóroddur Jóhannsson, formað- ur landsmótsnefndar að UMSE hefði ekki aðstöðu á sínu félagssvæði til að halda þetta mót. Fyrirhugað var að það yrði á Dalvík, en íþróttamannvirki þar eru ekki nógu langt á veg komin svo af því gæti orðið. Keppt verður í eftirtöldum íþróttagreinum: Frjálsum íþróttum, sundi, blaki, knatt- spyrnu, handknattleik, starfs- íþróttum, skák, júdó, glímu, borðtennis, körfuknattleik. Nokkrar sýningargreinar verða einnig á dagskrá. Ráðgert er að keppni í íþróttum hefjist föstudaginn 10. júlí. Á undangengnum landsmót- um U.M.F.I. hefur keppendum farið sífjölgandi, enda bætast jafnan við nýjar keppnisgreinar á hverju móti. Á síðasta lands- móti, sem haldið var á Selfossi, voru keppendur um eitt þús- und, en líklegt er að þeir verði mun fleiri á þessu móti. Erfitt er að segja til um væntanlegan fjölda mótsgesta, en gera má ráð fyrir nokkrum þúsundum aðkomugesta, auk heimafólks. í landsmótsnefnd eru: Þór- oddur Jóhannsson, Eikarlundi 22, Ak. (formaður), Sveinn Jónsson, Ytra-Kálfskinni, Ár- skógshr. (varaform.), Sigurður Harðarson, Arnarsíðu 4b, Ak. (ritari), Páll Garðarsson, Litlu- hlíð 2f, Ak„ Arni Arnsteinsson, S.-Dunhaga, Skriðuhr., Klæng- ur Stefánsson, Hlöðum, Glæsi- bæjarhreppi, Guðjón Ingi- mundarson, Bárustíg 6, Sauð- árkróki. Varamenn eru þeir: Haukur Steindórsson, Þríhyrn- ingi, Skriðuhr., Gunnar Jóns- son, Sólgarði, Saurb.hr., Jóhann Ólafsson, Ytra-Hvarfi, Svarfað- ardal og Arnaldur Bjarnason, Fosshóli, S.-Þing. Landsmótsmerki hefur verið unnið og er höfundur þess Óm- ar Ingvason, Austfirðingur, sem nú stundar nám í Reykjavík. Frá blaóamannafundinuni. Þöroddur cr 3ji frá hægri og lionum á hægri hönd crJóhanncs Sigurgcirsson formaður U.M.S.E. Mynd: á.þ. Reglur fyrir landsmót UMFÍ 1981 Landsmót UMFl skal standa í 3 daga: föstudag, laugardag og sunnudag, þó skal heimilt að hefja keppni í kanttleikjum á fimmtu- dagskvöldi. Mótið skal sett á föstudag. Almcnnt um landsmótið Mótið sé með sem mestum menningarblæ og sem fjölþættast, sýni þannig störf félaganna í sem ríkustum mæli. Mótið hefjist mcð hópgöngu íþróttamanna, fram- kvæmdastjómar mótsins, forystu- manna UMFl, héraðssambanda og gesta. Mótsstjórn skal senda timasetta dagskrá mótsins til að- ildarfélaganna í síðasta lagi mán- uði fyrir mótið. Lögð verði áhersla á, að keppendur mæti í samstæð- um íþróttabúningum og gangi undir merki sins sambands. Um þátttökurétt Þeir einir hafa rétt til keppni sem búsetu hafa á viðkomandi félagssvæði á almannaksárinu, eða hafa ekki kcppt fyrir félag ut- an UMFl að minnsta kosti árið fyrir landsmótið. Hver þátttak- andi hefur rétt til keppni í þrem einstaklingsgreinum og auk þess boðsundum, boðhlaupum og flokkaíþróttum. Hvert héraðssamband má senda mesl 3 keppendur í hverja einstaklingsgrein og eina sveit i boðsund og boðhlaup. Þátttöku- tilkynningar skulu vera komnar I hendur framkvæmdanefndar mótsins í síðasta lagi 10 dögum fyrir mótið ásamt nafnaskrá. Stjómir sambandsaðila annist þessar tilkynningar. Öllum þátt- tökutilkynningum fylgi nöfn fyr- irliða képpendahópanna. Um kærur, fundi og fleira. I upphafi landsmóts skulu fyr- irliðar iþróttahópanna og stjórn- endur keppnisgreina ásamt starfsmönnum íþróttakeppninnar mæta til fundar á mótsstað. Og skal þar greint frá skipun i riðla og 17. LAIMDSMÓT keppnisröð. Mótsstjóri auglýsir tima og fundarslað nánar. Á fundi þessum skulu bornar fram kærur vegna þátttöku- eða áhuga- mannareglna. Þá verður fram- kvæn.i uafnakall og er þá heimilt að tilnefna varamenn vegna for- fallaðra skráðra keppenda. Að loknum þeim fundi verða engar breytingar leyfðar nema í boð- sveitum og flokkaiþróttum. Mjög rik áhersla er lögð á að keppendur mæti á réttum tima til keppni og beri númer. Yfirdómnefnd. Sérstök þriggja manna dóm- nefnd skipuð af stjórn UMFl skal fjalla um öll deilumál sem koma upp i keppninni og dæma i þeim samkvæmt reglugerð þessari og leikreglum viðkomandi sérsam- bands þar sem reglugerð þessi nær ekki til. Um stigakeppnina. Sex fyrstu í hverri grein hljóta stig sem hér segir: I. 6 stig, 2. 5 stig, 3. 4 stig, 4. 3 stig, 5. 2 stig, 6. I stig. Verði einstaklingar eða sveitir jafnar, skiptast slig að jöfnu milli þeirra. í knattleikjum er stigagjöf þannig: I. 24 stig, 2. 20 stig, 3. I6 stig 4. I2 stig, 5. 8 stig, 6. 4 stig. í skák: I. 12 stig, 2. I0 stig, 3. 8 stig, 4. 6 stig, 5. 4 stig, 6. 2 stig. Um vcrðlaun. Fyrstu sex hljóta verðlaun, séu fleiri en einn jafnir að stigum eða hafi hlotið sama árangur eftir stigatöflu, skulu allir hljóta sömu verðlaun. Hafi tveir eða fleiri unnið sama afrek í sömu grcin og annar cða einn orðið sigurvegari, skal sigurvegaranum afhent verð- launin á mótinu og um lcið til- kynnist að hinum verði send samskonar verðlaun við fyrstu hentugleika. Um önnur verðlaun en hér eru nefnd vísast til við- komandi iþróttagreinar. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.