Dagur - 25.11.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 25.11.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐtR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 25. nóvember 1980 85. tölublað Aðflug ur suðri sparar 70 til 80 milljomr Á framkvæmdaáætlun flugmála- stjórnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að komið verði upp tækjabúnaði á flugvellinum á Akureyri svo að aðflug úr suðri verði mögulegt. Að sögn Rúnars Sigmundssonar, flugvallarstjóra, á aðflug úr suðri að auðvelda mjög lendingar í dimmviðri, auk þess sem það styttir flugtímann milli Akureyrar og Reykjavíkur um 5-6 mínútur, þar sem þá þarf ekki að fljúga norður fyrir og inn Eyjafjörð. Vegna þessa er gert ráð fyrir að aðflug úr suðri á Akureyrarflugvelli spari stórar upphæðir, eða milli 70 og 80 milljónir á ári. I kostnaðaráætluninni er gert ráð fyrir að 264 milljónir fari til fram- kvæmda á Akureyrarflugvelli, þar af 150-160 milljónir vegna aðflugs úr suðri. Varðandi aðrar fyrirhug- aari aðar framkvæmdir á næsta ári sagði Rúnar Sigmundsson, að ör- yggissvæðið meðfram flugbraut- inni, þar sem hún var lengd um 500 metra 1979-’79, yrði væntanlega klárað. Gert er ráð fyrir að leng- ingin verði svo malbikuð 1982 og einnig athafnasvæðið framan flug- stöðvarbyggingarinnar. Þá er gert ráð fyrir endurbótum á radar á næsta ári. Rúnar sagði að nýlega væri lokið við vélageymslu fyrir hin ýmsu tæki vallarins, m.a. snjóruðnings- tæki, slökkvibíla o.fl. Þá voru í sumar sett upp leiðaljós á Vaðla- heiði, sem eiga að auðvelda aðflug í myrkri og dimmviðri. Rúnar sagði að nú væri mjög brýnt að endurnýja tækjakostinn á flugvellinum. Sagði hann að nær allur tækjabúnaðurinn væri yfir 30 ára gamall og mjög viðhaldsfrekur, nema hvað eina nýja tækið væri flugvallarsópur. Hér má sjá tvo starfsmenn Odda þar sem þeir eru að vinna við að móta bobbing. Járnið sem þeir eru að „bandfjatla" er rauðglóandi. Það má segja að i Odda gildi hið fornkveðna að beri að hamra járnið meðan það er heitt. Mynd á.þ. Ætla að stérauka út- Trimm- braut formlega opnuð Á síðustu þremur árum hefur veríð unnið að lagningu „trimmbrautar“ í Kjarnaskógi. Framkvæmdir eru nú komnar á lokastig. Ætlunin er að braut þessi verði notuð bæði vetur og sumar af skíðagöngumönnum og áhugafólki um gönguferðir og útilíf. Brautin í Kjarna verður formlega opnuð n.k. miðvikudag klukkan 18. Brautin er 2.7 km. að lengd og mesti hæðarmunur er um 50 metrar. Meðfram brautinni verður síðar komið upp 5 til 6 „trimmstöðvum" til líkams- þjálfunar. Lögð hefur verið áhersla á að brautin verði notuð á öllum árstímum og er gert ráð fyrir því að yfir vetrartímann verði troðnar þar skíðaslóðir þegar að aðstæður leyfa. Nú Jjegar hefur verið lokið við raf- lýsingu brautarinnar og má telja að það auki nýtingu hennar til muna. Við lagningu brautar- innar hefur verið að mestu fylgt norskum leiðbeiningum. -M'O ! Hér er verið að pakka dósum. Mynd: á.þ. flutníng á bobbingum Flytja út 200 bobbinga í ár, en ætla að selja 1500 til 2000 bobbinga út á næsta ári. „Ég veit að það er bjartsýni, en við gerum ráð fyrir að selja út 1500 til 2000 bobbinga á næsta ári. Á þessu ári mun Oddi framleiða tæplega 3000 bobbinga og þar af eru um 200 seldir úr landi. Einnig voru seldir utan um 150 millibobbingar. /Etli söiuverðmæti 200 bobbinga sé ekki um 20 milljónir,“ sagði Jóhannes Krístjánsson, framkvæmdastjóri Odda h/f. Um s.l. áramót keypti fyrirtækið tvær samliggjandi skenunur við Laufásgötu og er nú verið að flytja bobbingaframleiðsl- una í þær. Framleiðsla og sala bobbinga og annarra togbúnaðarhluta hefur far- ið smám saman vaxandi og þegar útflutningur hófst á s.i. ári jókst þörfin fyrir meira og metra hús- næði. Þegar nýja húsnæðið verður að fullu tekið í notkun er hægt, ef markaður er fyrir hendi, að fimm- falda framleiðsluna. Um nokkurt skeið hafa forráða- menn fyrirtækisins unnið markvisst að markaðsöflun — m.a. sýnt á er- lendum vörusýningum. Þetta starf hefur borið þann árangur að Nóg framboð er af fólki gert hefur verið samkomulag við stórt útgerðarfyrirtæki í St.John á Nýfundnalandi um að Oddi sjái því fyrir öllum bobbingum og milli- bobbingum sem útgerð þessi þarf á næsta ári. Líkur eru á sölu til Noregs og i athugun er sala til Færeyja, Grænlands og jafnvel fleiri staða. 1 samtali við Jóhannes og Gest Hjaltason, verkstjóra í bobbinga- deild, kom fram að mikil breyting hefur átt sér stað í framleiðslunni frá upphafi. Töldu þeir að ekki væri langt frá lagi að segja að slit- þol bobbinganna hefði tvöfaldast — nú er notað sterkara stál, tekin hefur verið upp harðsuða og gjörð- in er breiðari. „Við þurftum að bæta við tölu- verðum fjölda fólks og hér vinna nú um 120 manns við niður- lagningu á gaffalbitum sem ný- lega var gengið frá samningi um við Sovétmenn,“ sagði Kristján Jónsson verksmiðjustjóri hjá K.Jónsson og Co h.f. í viðtali við Dag. „Samningurinn við Sovétmenn hljóðar upp á 40 þúsund kassa og koma um 20 þúsund kassar í hlut K.Jónssonar og Co, eða 350 tonn. „Við förum langt með að vinna þetta upp fyrir áramót, en við byrjuðum í lok október. Ekkert er farið að semja fyrir næsta ár og ekki séð að neitt liggi fyrir í þeim efnum. Það verður því að segja að ekki sé sérlega bjart framundan varðandi sölusamninga, né heldur varðandi hráefniskaup til frekari úrvinnslu," sagði Kristján Jónsson. Eins og áður sagði þurfti að bæta við töluverðum fjölda fólks til að vinna upp í samningana við Rússa. Sagði Kristján að ekki hefði verið neinum erfiðleikum bundið að fá fólk til starfa og virtist sem nóg framboð væri af starfsfólki. Hann sagði að þeir hefðu ráðið um 50 stúlkur á aðeins vikutíma og einnig virtist vera mikil eftirspurn eftir vinnu hjá karlmönnum. Kristján sagði aðspurður, að ekkert hefði enn gerst í málefnum verksmiðjunnar, en sem kunnugt er fóru forráðamenn hennar þess á leit við bæjarstjórn Akureyrar að bærinn hlutaðist til um að finna lausn á rekstrarerfiðleikum fyrir- tækisins. Mun því máli hafa verið frestað frani yfir áramót. Árið 1978 framleiddi fyrirtækið og seldi á innanlandsmarkaði um 1600 bobbinga. Næsta ár nam sal- an innanlands 1800 bobbingum, en á þessu ári er gert ráð fyrir að framleiða tæplega 3000 stykki eins og fram kom i upphafi. En Oddi framleiðir fleira áhugavert t.d. fiskikassakló til notkunar í frysti- húsum og einnig eru smíðuð 800 lítra pæklunarkör úr áli. Vélsmiðjan Oddi hefur starfað í 54 ár. Alls starfa hjá fyrirtækinu 90 menn í 8 deildum. 1 Bobbingadeild starfa 10 menn. Bobbingar hafa verið framleiddir hjá Odda í 10 ár. Söfnun mæðra- styrks- nefndar Góðir Akureyringar. Við viljum vekja athygli á því, að mæðra- styrksnefnd er enn starfandi. Við höfum lítið fé til ráðstöfunar og því leyfum við okkur að leita til ykkar um stuðning, svo við getum glatt sem flesta um jólin. Ábend- ingar um þá sem eiga í erfiðleik- um eru vel þegnar. Börn úr barnaskólum bæjarins munu ganga í hús dagana 29. og 30. nóvember. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Ábendingum er hægt að koma á framfæri í síma 23137, 23443, 23371 og 22089. Mæðrastyrksnefnd. Frá Framsóknar- félagi Akureyrar Ákveðið hefur verið að halda fundi í vetur um hin aðskiljanlegu málefni Akureyrarbæjar, bæði það er snertir ýmsar fram- kvæmdir hjá bænum sem og félagslega þjónustu. Fyrsti fundur í þessu skyni er ákveðin laugar- daginn 6. des. n.k. og verður hann í fundarsal Framsóknarfélaganna í Hafnarstræti 90 og hefst klukk- an 2 e.h. Umræðuefni á þessum fundi verður íþrótta- og æsku- lýðsmál hér á Akureyri. Þar kem- ur til álita hvort eigi að efla. skíðaaðstöðu í Hlíðarfjalli, nýtt íþróttahús, iþróttavöllinn eða eitthvað enn annað. Er það ætl- unin í starfi að æskulýðsmálum að efla frjálsa félagastarfsemi eða setja allt undir forsjá stóra bróð- ur. Um þetta og að sjálfsögðu margt annað verður rætt á þess- um fundi 6. des. Framsögumenn verða Hákon Hákonarson og Pétur Pálmason, fulltrúar flokks- ins í Æskulýðs- og íþróttaráði. Framsóknarvist Á morgun, miðvikudaginn 25. nóv. er ákveðið að spila framsóknarvist á Hótel K.E.A. Er þessi vist hugsuð sem einskonar undanrás eða æfingavist fyrir það sem koma skal á nýju ári. Er þess vænst að sem flestir mæti í þessa upphitun og verði þar með i startholum þegar aftur verður hafist handa bak jólum. IAUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 23207Í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.