Dagur - 25.11.1980, Blaðsíða 6
Svalbarðskirkja. Sunnudaga-
skóli n.k. sunnudag kl. 11
f.h. Fermingarbörn mæti
klukkutíma fyrr í kirkju.
Sóknarprestur.
Möðruvallaklaustursprestakall:
Barnaguðsþjónusta í Bakka-
kirkju n.k. sunnudag 30.
nóv. kl. 2.00 e.h. Guðsþjón-
usta í Skjaldarvík sama dag
kl. 4.00 e.h. Sóknarprestur.
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju n.k. sunnudag kl.
11.00. Öll börn velkomin.
Sóknarprestarnir.
Akureyrarkirkja, iessað verður
n.k. sunnudag kl. 2.00 e.h.
Upphaf aðventu. Bræðra-
félagið aðstoðar við mess-
una. Sálmar 57, 60, 59, 49,
524. B.S.
Munið minningarspjöld Minn-
ingarsjóðs Jakobs Jakobs-
sonar, spjöldin fást í bóka-
búð Jónasar, Bókval og í
Sporthúsinu.
AUGLÝSIÐ í DEGI
Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu-
daginn 30. nóvember.
Sunnudagaskóli kl. 3 f.h
Öll börn velkomin. Sam-
koma kl. 20.30 Ræðumaður
Björgvin Jörgensson. Allir
velkomnir.
Ffladelfía Lundargötu 12.
Fimmtudagur 27. nóv.
Biblíulestur kl. 20 Allir vel-
komnir. Sunnudagur 30.
nóv. Sunnudagaskóli kl. 11
f.h. Safnaðarsamkoma kl. 2
e.h. Almenn samkoma kl.
20.30. Jóhann Pálsson og
Hulda tala. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn, n.k. sunnu-
dag kl. 13.30 sunnudaga-
skóli, kl. 17 er almenn sam-
koma. Allir velkomnir.
Mánudag kl. 16 heimilis-
sambandið. Allar konur vel-
komnar.
Linsklúbbur Akureyrar. Hádeg-
isfundur fimmtudaginn
27/11 kl. 12 15.
Stjórnin.
ÁRNAÐ HEILIA
Þann 20. nóv. voru gefin saman
í hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Laufey Birkisdóttir og
Murat Serdaroglu, verka-
maður Heimili þeirra er að
Skarðshlíð 22. Akureyri.
Þann 22. þ.m. voru gefin
saman í hjónaband í Akur-
eyrarkirkju brúðhjónin,
ungfrú Guðrún Ragna
Rafnsdóttir og Hjalti Þórar-
inn Pálsson bókavörður.
Heimili þeirra er að Rafta-
hlíð 57, Sauðárkróki.
I.O.G.T. St. ísafold Fjallkonan
nr. 1. Fundur fimmtudaginn
27. þessa mánaðar kl. 8.30
e.h. Fundarefni: Vígsla ný-
liða, önnur mál. Fundar-
staður er félagsheimili
templara, Varðborg. Æ.t.
□ RÚN 598011267 — 1 ATK.
FRL.
Kvenfélag Akureyrarkirkju
heldur jólafund í kirkjukap-
ellunni fimmtudaginn 4.
des. kl. 20.30. Stjórnin.
I.O.O.F. Rb. 2 = 1301B1268VÍ
= 9.1.
Fundur fyrir drengi
13áraogeldri hvern
mánudag kl. 8 e.h. í
Kristniboðshúsinu
Zíon. Sveitarstjórar.
Bráðabirgðatölur um slátrun í haust:
Meðalfallþungi 14,6 kg
H®-Sfi3fe0i!®a&íéég)t?fe0öSÖl}'
( évj e) Wv 4
Heimilisiðnaðar-
blaðið Hítin
Fyrir nokkru kom út á Akurcyri nokkuö
scrstakt blaö — Hcimilisiönaðarblaöið
Hítin. útgcfandi og ábyrgðarmaður
Eiríkur Stefánsson. f blaðhaus scgir að
þetta sé siðasta tölublað scinni árgangs.
Blaðið cr handskrifað rctt cins og blöðin
sem gengu milli manna í sveitum hér
áður fyrr, en mcð nútimatækni var
mögulegt að offsetprcnta hlaðið sem er
8 síður. Eirikur kemur víða við í blaöinu
— m.a. skrifar hann um íþróttir og fimni
sinnum töfluna. Hcimilisiðnaðarblaðið
Hítin fæst i helstu blaðsölustöðum.
Á vegum Búvörudeildar Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga
hefur verið tekið sarnan yfirlit
um sauðfjárslátrun í sláturhús-
um innan S.Í.S. Samtals var
slátrað hjá þessum aðilum
603.588 dilkum, en það var
14,8% minna en í fyrra.
Meðalfallþungi dilka reyndist
vera 14,77 kg. Aftur á móti var
umvegið dilkakjöt aðeins 4,34%
minna en í fyrra.
Samtals var slátrað að þessu
sinni 41.744 fullorðnum kindum á
móti 88.232 í fyrra, en það er 52,7%
færra nú. Kjöt af fullorðnu reyndist
vera 48,9% minna nú. Hjá Slátur-
félagi Suðurlands var slátrað sam-
tals 150.970 dilkum en í fyrra var
slátrað 173.274 dilkum. Meðalfall-
þungi reyndist nú 14,26 kg en í
fyrra var hann hjá SS 12,64 kg. Af
fullorðnu fé var slátrað 11.085, en í
fyrra 25.245. Árið 1979 var slátrað í
Sambandssláturhúsunum og í slát-
urhúsum Sláturfélags Suðurlands
91,6% af heildar slátrun dilka.
Miðað við sömu hlutfallstölu, þá
má gera ráð fyrir að heildarslátrun
dilka í haust hafi orðið 824.200 eða
um 139 þúsundum færri dilkum
slátrað í ár, en í fyrra. Ef reiknað er
áfram með sema hlutfalli, þá mun
dilkakjötið hafa verið um 12.070
tonn, í fyrra var það 12.540 tonn.
Meðalfallþungi dilka hefur þá ver-
ið í haust 14,64 kg. en i fyrra var
hann 13.03 kg.
Fræðsla stór-
lega vanrækt
Félagsfundur í Fiskiðn, fag-
félagi fiskiðnaðarins haldinn á
Akureyri 8. nóvember hefur
samþykkt svohljóðandi ályktun:
„Fundurinn vill vekja athygli
landsmanna á því ástandi sem
skapast hefur í sambandi við tregan
útflutning á íslenskum sjávaraf-
urðum og stöðugt harðnandi sam-
keppni fslendinga við stærri þjóðir
sem reka ríkisstyrktan fiskiðnað.
Ein ástæðan fyrir því hve höllum
fæti við stöndum nú á erlendum
mörkuðum er að þrátt fyrir mikil-
vægi fiskiðnaðar fyrir lífsafkomu
þjóðarinnar þá hefur öll fræðslu-
starfsemi i þessari atvinnugrein
verið stórlega vanrækt.
Skírasta dæmið um þessa van-
rækslu er fiskvinnsluskólinn sem á
samkvæmt lögum að gegna mikil-
vægu fræðsluhlutverki í fiskiðnaði.
Allt frá því skólinn hóf starfsemi
sína fyrir 9 árum hefur hann þurft
að notast við ófullnægjandi leigu-
húsnæði víðs vegar á Stór-Reykja-
víkursvæðinu. Á tæpum áratug
hafa aðeins útskrifast 120 fiskiðn-
aðarmenn frá skólanum og í dag er
meiri þörf fyrir sérmenntað fólk í
fiskiðnaðinn en nokkru sinni fyrr.
Fundurinn skorar á stjórnvöld
að hlutast nú þegar til um byggingu
skólahúsnæðis fyrir Fiskvinnslu-
skólann sem búið verði fullkomn-
um vélum og tækjum fyrir verklega
og bóklega kennslu.
Fundurinn telur að besta fjár-
festing sem hægt er að gera í fisk-
iðnaði í dag sé stóraukin fræðslu-
starfsemi.
Af og f rá að
við séum uggandi
— segir sveitarstjórinn á Þórshöfn
„Það er af og frá að við séum ugg-
andi vegna komu nýja togarans eins
og kemur fram í furðufrétt og ein-
kennilegum leiðara í Vísi,“ sagði
Ólafur Rafn Jónsson, sveitarstjóri
á Þórshöfn.
„Það var enginn að gera okkur
neinn bjarnargreiða í sambandi við
útvegun á þessum togara, sem er
væntanlegur um áramótin. Stað-
reyndin er sú að stjórnir þriggja
fyrirtækja og einar þrjár hrepps-
nefndir töldu þetta einu leiðina.
Það var verið að framkvæma vilja
heimamanna.“
Ólafur sagðist einnig vilja mót-
mæla þeirra fullyrðingu að byggð-
arlagið gæti ekki staðið undir
rekstri togarans og að aflaverðmæti
6.DAGUR
myndi vart duga til þess að greiða
vexti af lánum vegna skipakaup-
anna, hvað þá annað kostnað eða
afborganir af lánum. Hér væru
Vísismenn að fjalla um mál sem
þeir þekktu ekki — og ekki látið
svo lítið að spyrja þá um málið sem
þekktu það.
En er togarinn „nokkrum núm-
erum of stór?" Ólafur sagði að for-
ráðamenn sveitarfélagsins hefðu
gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá
einstaklinga til að hefja útgerð frá
Þórshöfn, en það hefði ekki tekist.
Þvi var ákveðið að fara út í togara-
útgerð og stæðu heimamenn ein-
huga að því máli hvað svo sem
Reykjavíkurblöð hefðu um málið
að segja.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUNNFRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Grenivöllum 22, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt laugar-
dagsins 22. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 1. desem-
ber n.k. kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Hörður Frímannsson,
Sævar Frímannsson.
Þökkum innilegá auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGFÚSAR HELGASONAR
frá Grímsey.
Anna Sigfúsdóttir,
Helgi Sigfússon, Álfheiður Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra vina og vandamanna er vottuðu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
AÐALSTEINS TÓMASSONAR.
Til söngmanna og annarra sem aðstoðuðu okkur sendum við
innilegustu kveðjur og þakkir. Guð blessi ykkur öll.
Steinunn Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auösýnda samúð og alla þá aðstoð sem okkur
var veitt vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns, fööur,
tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR,
skipasmíðameistara, Norðurgötu 60, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við Oddfellowum, Flugbjörgunarsveit-
inni og Hjálparsveit skáta á Akureyri ásamt Landhelgisgæsl-
unni.
Þóra Steindórsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Þórhildur Valdemarsdóttir,
Sigfríður Þorsteinsdóttir,
Erla Þorsteinsdóttir, Ágúst Bjarnason,
Anna Soffía Þorsteinsdóttir, Sturla Jónsson,
og barnabörn.
Herstöðvaandstæðingar
Undirbúningsfundur fyrir kappræðufund Samtaka
herstöðvaandstæöinga og Varðar verður haldinn
fimmtudagskvöldið 27. nóv. kl. 20.30 í Einingar-
húsinu Þingvallastræti 14.
Plögg verða afhent.
Kaffiveitingar.
Félagar og stuóningsmenn fjölmennió.
Akureyrardeild S.H.A.
Framsóknarfélag Akureyrar
Spiluð verður framsóknarvist á Hótel KEA mið-
vikudaginn 25. nóv. 1980 og byrjar hún stundvís-
lega kl. 9 e.h.
Félagar fjölmennió á vistina.
Góð verðlaun.
Stjórnin.
FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR