Dagur - 25.11.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 25.11.1980, Blaðsíða 8
Kópasker: Engin rækja lítil atvinna Kópaskeri 21. nóvember. Það ætlar að hafa æði mikil áhrif að rækjan hefur brugðist í vetur. Einn bátanna fer út stöku sinnum til að prófa. Til þessa hefur árangur verið mjög slæm- ur og því hafa bátarnir legið í höfn. Einn báturinn byrjaði með línu, en þá spilltist tíð og því Hlýta ekki lögum um bruna- varnir Á fundi bæjarráðs fyrir skömmu var tekið fyrir bréf frá slökkvi- liðsstjóra þar sem óskað var ákvörðunar vegna fjögurra fyr- irtækja sem þverskallast hafa við að gera hús sín í samræmi við ákvæði brunamálareglugerðar. Samþykkt var að vísa erindi slökkviliðsstjóra til meðferðar héraðsdómara. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, sagði að þessi mál, sem öll snerta fyrirtæki á Akureyri, væru orðin gömul. Eftirlitsmaður með brunavörn- um á Akureyri, Víkingur Björnsson, hefði margoft beðið forráðamenn fyrirtækjanna að bæta úr brunavörnum, en þeir hefðu aldrei sinnt því. Síðar sendi slökkviliðsstjóri fyrir- tækjunum bréf en allt kom fyrir ekki og þvi varð að leita til dómstóla. hefur lengi ekki verið um neinn afla verið að ræða. Héðan eru gerðir út fjórir bátar og gerir Sæblik út tvo þeirra. Ef ekki rætist úr þessu má alveg eins gera ráð fyrir að einn ágætur bátur verði seldur héðan. Af þessum sökum er kort um at- vinnu. Að vísu hefur það bjargað nokkru að fólk hefur verið að pakka saltfiskinum frá sumrinu. Atvinnuhorfur hjá starfsfólki Sæbliks eru því ekki bjartar, svo ekki sé talað um framtíð fyrirtæk- isins. Hins vegar er ekki sömu sögu að segja t.d. af þeim mönnum sem stunda byggingavinnu. Á því sviði er nóg að gera og má segja að fólk á Kópaskeri hafi það ágætt. Að sjálfsögðu erum við bjartsýn á að við munum geta fleytt okkur yfir þessa erfiðleika. Það er af veðurfari að segja að það kom slæmur kafli fyrir miðjan október, en síðar batnaði og kom ágætt veður er kom sér vel fyrir bændur. Þeir eru vel undir veturinn búnir. Tóku fé í hús um miðjan nóvember. Dilkar voru 2-3 kílóum vænni en í fyrra, en það má varla miða við það ár, sem var óskaplega lélegt. En dilkar nú eru álíka vænir og þeir hafa vænstir verið. Besta dæmið er e.t.v. það að þó væri slátrað fjórðungi færri dilkum var kjötmagnið nálega það sama og í fyrra. Þegar veður versnaði fyrir miðj- an október vorum við illa staddir með byggingafTamkvæmdir, en sú góða tíð sem fylgdi í kjölfarið bjargaði þessu alveg. Eitt íbúðar- hús var t.d. steypt upp í góða veðr- inu og annað var reist og sett á þak og steypt yfir stafna og sperrur. Á.S. „Er þetta ekki mitt líf?“ Lcikfélagið Iðunn í Hrafnagils- hrcppi hefur að undanförnu æft leikritið „Er þetta ekki mitt líf,“ eftir Brian Clark, í þýðingu Silju Áðalstcinsdóttur. Leikstjóri er Svanhildur Jóhannesdóttir. Lýsing: Ingvar Bjömsson og Bjarni Árna- son. Hlutverk eru 15. Aðalhlutverk leikur Pétur Helgason, í öðrum hlutverkum Úlfar Hreiðarsson, Svanhildur Jóhannesdóttir, Þuríð- ur Schiöth, Ragnheiður Gunn- björnsdóttir, Kristinn Jónsson, Hreiðar Hreiðarsson og fleiri. Leikmynd hönnuðu Svanhildur Jóhannesdóttir, Hjörtur Haralds- son og Níels Helgason. Frumsýn- ing er ákveðin föstudaginn 28. nóv. í Laugarborg, önnur sýning sunnu- dag 30. nóv. Sýningar hefjast kl. 9. Þetta mun vera fyrsta uppfærsla á þessu leikriti utan Reykjavíkur. Eins og mörgum er kunnugt hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt þetta leikrit tvö undanfarin leikár við mjög góða aðsókn og undir- tektir. Þetta er ellefta verkefni Leik- félagsins Iðunnar í Hrafnagils- hreppi. Leikarar ásamt leikstjóra. Fjiildi gesta kom ( Oddeyrarskála þegar nýi skálinn var form- I Eiriksson, örn Gústafsson og Hörður Sigurgestsson að ræða lega tekinn í notkun. Á litlu innfelldu myndinni eru þeir Björn | viðÁrsæl Magnússon. Mynd: H. Sv. Eimskip flytur um set Eimskip tók á föstudag form- lega i notkun Oddeyrarskála, sem er vörugeymsluhús félags- ins á Akureyri. Með þessum áfanga, er öll aðstaða félagsins á Akureyri á einum stað á Oddeyri, en áður hafði skipa- og Kaupfélag verkamanna undirbýr byggingu stórhýsis Á aðalfundi Kaupfélags verka- manna Akureyri, sem haldinn var hinn 6. nóvember síðastlið- inn var samþykkt að fela stjórn kaupfélagsins að hefja undir- búning að byggingarfram- kvæmdum á lóð félagsins við Strandgötu, en samkvæmt nýju deiliskipulagi miðbæjarsvæðis er gert ráð fyrir stórhýsi á at- hafnasvæði KVA. 1 skýrslu fráfarandi stjórnar skýrði formaður hennar, Ingólfur Jónsson, frá því að allmargir aðiljar hefðu sýnt áhuga á samstarfi við kaupfélagið um byggingu stórhýs- is. Miklar umræður urðu á aðal- fundinum um byggingamál félags- ins og var samþykkt að visa frekari ákvarðanatöku til framhaldsaðal- fundar, en nýkjörinni stjórn falið að hefja þegar undirbúningskann- anir þar að lútandi. Er Haraldur Helgason, fram- kvæmdastjóri KVA las upp reikn- inga félagsins greindi hann frá því, að erfiðleikar þeir, sem steðjað hafa að versluninni í landinu hafi síður en svo sneitt hjá Kaupfélagi verkamanna. Samkvæmt reikning- um varð rekstrartap félagsins á síðasta ári 2.875.057 krónur, að fjármagnstekjum og gjöldum und- anskildum, en með vaxtagjöldum og fjármagnskostnaði alls kr. 9.768.053. Niðurstöðutölur á efna- hagsreikningi ársins 1979 urðu kr. 125.203.621. Enginn fráfarandi stjórnar- manna gaf kost á sér til endurkjörs, og hlutu þessi kosningu til stjórnar: Snælaugur Stefánsson, formaður, Bárður Halldórsson, varaformað- ur, Freyr Ófeigsson, Guðrún Sig- bjömsdóttir, Gísli Bragi Hjartar- son. Til vara: Jóhanna Pálmadóttir. Endurskoðendur voru kjörnir: Ingvar Ingvarsson og Ólöf Jónas- dóttir. Til vara: Bjarni Sigtryggs- son. vöruafgreiðsla félagsins verið dreifð og búið við erfið skilyrði. Oddeyrarskáli er 3.200 m2 að grunnfleti. I húsinu eru auk vöru- geymslu, skrifstofuaðstaða og að- staða fyrir starfsmenn vöruaf- greiðslunnar og tollafgreiðsla. Alls er gólfrými því um 3.800 m2. Bygg- ingin var fokheld síðari hluta árs 1978. Fljótlega eftir það var byrjað að nota vörugeymsluna að hluta. Auk Oddeyrarskála hefur Eimskip nú fengið til afnota 13.874 m2 at- hafnasvæði við hafnarmannvirkin á Oddeyrartanga. Markmiðið með byggingu Odd- eyrarskála er að veita betri flutn- ingaþjónustu og vörugeymsluað- stöðu. Auknir möguleikar eru nú á að nýta nýjustu flutningatækni með notkun gáma og tilheyrandi flutningatækja. Skipin, tækin í landi, eininga- og gámaflutningar og Oddeyrarskáli eru allt nauðsyn- legir þættir í góðri flutningaþjón- ustu fyrir inn- og útflytjendur á Akureyri. Starfsmannafjöldi Eimskips á Akureyri er 13, og rekstrinum veitir forstöðu Kristinn Jónsson skrif- stofustjóri og afgreiðslustjóri er Helgi Sigfússon. Það er von Eimskipafélagsins að þessi nýja aðstaða bæti þjónustu við viðskiptamenn félagsins á Ak- ureyri og nágrenni og það geti enn betur þjónað heimamönnum við uppbyggingu staðarins. 0 Bjargar föðurlandið íslensku þjóðinni? f fyrra kom hingað til lands finnskur maður sem var að kynna m.a. skátum finnskan nærfatnað, en hann átti að vera hreint og beint ómiss- andi í útilegum í frosti og snjó. Skátar frá Akureyri fóru í útilegu með Finnanum. Þeir slógu upp tjöldum og sváfu úti í 18 stiga gaddi. Það þarf ekki að orðlengja það frekar að Finninn var nær dauða en lífi af kulda þegar hann krók- loppinn týndi utan á sig spjarirnar næsta morgun. fs- lendingarnir léku hinsvegar á alls oddi enda voru þeir klæddir í rammíslenskt föð- urland um nóttina. £ Finninn varð hrifinn af síðu brókunum Þegar Finninn uppgötvaði það að íslensku prjónabræk- urnar höfðu slegið út finnska nærfatnaðinn varð hann afar hrifinn. Að vísu hefur honum E7 vafalaust sárnað það að geta ekki selt neinar finnskar brækur, en hann vildi ólmur og uppvægur kynna íslenska föðurlandið í Finnlandi. Því er hér með komið á framfærí við viðkomandi fyrirtæki á fs- landi að athuga hvort ekki sé markaður fyrir nærbrækur og nærskyrtur úr íslenskri ull á Norðurlöndunum. Finninn taldi nær öruggt að finnski herinn myndi kaupa nærfatn- að sem unnin væri úr ull ísl- ensku kindarinnar — úr því að hann væri svona mikið betri en það besta sem til væri í Finnlandi. 0 Þeir spá haf- ís í vetur Eins og önnur blöð, sem viija standa undir nafni, hefur Dagur á sínum snærum tvo spámenn sem eingöngu spá um veðurfar. Yfir rjúkandi kaffibollum s.l. föstudags- morgun urðu þeir sammála um að hafísinn kæmi í heim- sókn í vetur. Annar sagði raunar að ísinn myndi koma inn fyrir Hrísey, en ekki töldu spámennirnir að ís yrði land- fastur svo neinu næmi. „Veðurfar í vetur er ákaflega svipað því sem gerðist í eina tvo vetur laust eftir 1930,“ sagði annar spámaðurinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.