Dagur - 02.12.1980, Side 4

Dagur - 02.12.1980, Side 4
DAGUR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Markmið iðnaðarstefnu Allmiklar umræður hafa að und- anförnu orðið um nýiðnað á Eyja- fjarðarsvæðinu í kjölfar tillögu stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga um stofnun sjóðs til eflingar ný- iðnaði á svæðinu. Áður hafði Fjórðungssamband Norðlendinga fjallað nokkuð um þessi mál og í síðustu viku voru þessi mál til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar. Voru þar samþykktar tillögur um iðnaðar- og orkumál og þar á meðal var tillaga frá Sigurði Óla Brynjólfssyni, bæjarfulltrúa Fram- sóknarflókksins, en með sam- þykkt hennar hefur bæjarstjórn markað sér stefnu í nýiðnaðar- málum. Tillagan sem samþykkt var er svohljóðandi: Með hliðsjón af því að bæjar- stjórn Akureyrar hefur ákveðið að taka þátt í viðræðum um stofnun sjóðs til athugunar á hugsanleg- um möguleikum á nýiðnaði á Eyjafjarðarsvæðinu til eflingar at- vinnulífi, ályktar bæjarstjórn Ak- ureyrar eftirfarandi, sem markmið iðnaðarstefnu, sem bæjarstjórn vill hafa að leiðarljósi: 1. Að fjölgað verði störfum í iðnaði með hagkvæmri fjárfest- ingu og með hliðsjón af aðstæð- um í öðrum atvinnugreinum og áætlunum um fólksfjölda á vinnu- markaði. 2. Að áhersla verði lögð á að efla iðnað á þeim sviðum þar sem sér- staða nýtist til arðbærrar fram- leiðslu á vörum jafnt fyrir heima- markað sem til útflutnings. 3. Að komið verði í veg fyrir skaðleg áhrif af völdum iðnfyrir- tækja á náttúru landsins og um- hverfi. 4. Að tryggt verði forræði landsmanna yfir íslensku atvinnu- lífi og auðlindum. 5. Að unnið verði að því í sam- ráði við ríkisvaldið að komið verði á fót á Eyjafjarðarsvæðinu fjár- magnsfrekum nýiðnaði, sem stuðli að hagkvæmri nýtingu ís- lenskra orkuauðlinda. I' þessari stefnumörkun bæjar- stjórnar Akureyrar kemur fram sá vilji, að forræði landsmanna yfir íslensku efnahagslífi og auðlind- um verði tryggt og að komið verði í veg fyrir skaðleg áhrif iðnfyrir- tækja á náttúru landsins og um- hverfi. Þá er lögð á það áhersla að hliðsjón verði höfð af aðstæðum í öðrum atvinnurekstri. Af þessari ályktun má marka, að Akureyring- ar eru ekki, frekar en aðrir Norð- lendingar, tilbúnir til að gleypa við eiiendri stóriðju umsvifalaust, með þeirri umhverfis- og þjóðfé- lagsröskun sem henni geta fyigt. 4.DAGUR Slæm staða Á föstudagskvöldið iéku í annarri deild í handbolta Þór og KA og var þetta fyrri leik- ur þessara aðila í deildinni. Þrátt fyrir það að Þórsarar gerðu tvö fyrstu mörkin í leiknum máttu þeir þola tap, og hafa nú aðeins hlotið eitt stig í leikjum sínum í deild- inni til þessa. Staða þeirra er því mjög slæm í deildinni. I hálfleik var staðan 12 mörk gegn 7 KA í vil og þegar flautað var til leiksloka var staðan 23 gegn 16 og mjög sannfærandi KA sigur í höfn. Það var Guðmundur Skarp- héðinsson sem gerði fyrsta mark leiksins, en einhverra hluta vegna var hann lítið notaður í leiknum, hvernig nú sem á því stendur. Ragnar Sverrisson gerði ann- að markið fyrir Þór, en hann hefur nú hafið æfingar á ný, en hann er einn besti varnarmaður Þórsara. Það fór hins vegar fyrir honum eins og Guðmundi að hann var frekar lítið notaður í leiknum, enda e.t.v. ekki kom- inn í fulla æfingu. Því næst komu fimm mörk í röð hjá KA, og eftir það gátu Þórsarar aldrei ógnað veldi KA í leiknum. f hálfleik var staðan 12 mörk gegn 7, en síðustu mörk hálf- leiksins gerðu Gunnar Gíslason fyrir KA og Sigurður Pálsson fyrir Þór. Það voru einnig sömu aðilar sem gerðu fyrstu mörk síðari hálfleiks fyrir félög sín, en Gunnar gerði raunar fimm af sex fyrstu mörkum síðari hálf- leiksins fyrir KA. Mestur varð markamunurinn níu mörk eða 22 gegn 13 en þegar yfir lauk var staðan 23 gegn 16! Eftir þennan leik eru þessi lið á toppi og botni deildarinnar, og raunar er mikill munur á leik þeirra. Gunnar Gíslason var maður leiksins. KA hefur að mestu sama lið og í fyrra, nema Alfreð Gíslason vantar, en í staðinn hafa komið aðrir þannig að segja má að maður komi í manns stað. Lið Þórs er skipað nokkrum ungum og efnilegum leikmönnum sem ekki ennþá hafa hlotið þá reynslu sem nauðsynleg er í keppni annarrar deildar, en þessa ungu menn styðja gamlir jaxlar félagsins, en í heild er liðsheildin ekki nógu sterk. Bestir hjá Þór í þessum leik voru Ragnar markmaður og Árni Gunnarsson, en þeir „héldu haus“ þótt á móti bl ési. Gunnar Gíslason var langbesti maður vallarins og í miklu stuði í þess- um leik, en hann kom frá íþróttaskólanum á Laugarvatni til að leika með KA. Flest mörk KA gerði Gunnar 12 (4) Friðjón 4 (1) Erlendur 3, Magnús 2, Guðmundur og Þor- leifur 1 hver. Sigurður var markhæstur hjá Þór með 5 mörk, Sigtryggur og Baddi með 3 hver, Sigurður Pálsson 2 og Guðmundur Skarphéðinss., Ragnar og Árni Gunnars með eitt hver. Markmennirnir vörðu ágæt- lega í leiknum, en Gauti og Ragnar vörðu m.a. 2 víti hver og Nói eitt. Önnur úrslit í deildinni urðu þau að HK og ÍR gerðu jafntefli og Ármann vann Aftureldingu. Þau úrslit voru mjög óhagstæð fyrir Þór, en að sama skapi hagstæð fyrir KA sem nú hreykir sér á toppi deildarinnar. Veglegt afmælisrit Nú er komið út veglegt af- mælisblað í tilefni af 65 ára afmæli Þórs. í blaðinu eru fjöldi greina og mynda úr sögu félagsins. Blaðið er hið veglegasta, vel upp sett og forsíða og baksíða litum prýdd. Ritstjórar og ábyrgð- armenn eru Arnar Einarsson og Haukur Jónsson. Tap í körfunni Þórsarar léku við Fram í fyrstu deildinni í körfubolta á sunnudaginn. Áður höfðu þessi lið leitt saman hesta sína í íþróttaskemmunni og sigraði þá Fram með aðeins eins stigs mun. Þórsarar máttu þola stórtap í þessum leik eða 102 stig gegn 68. Að venju var Garry stigahæstur Þórsara. Aðalfundur knattspyrnu- deildar Þórs Nýlokið er aðalfundi knatt- spymudeildar Þórs fyrir yfir- standandi ár. Meistaraflokk- ur félagsins vann sér keppnisrétt í fyrstu deild á ári komanda, og yngri flokkar þess unnu marga góða sigra og lentu m.a. nokkrir flokkar í úrslitakeppni íslandsmóts- ins. Karl Lárusson var kjör- inn formaður deildarinnar og Sigurður Hermannsson varaformaður, Hallgrímur Skaftason gjaldkeri, og Reynir Karlsson ritari. Með- stjórnendur verða Ragnar Þorvaldsson, Ómar Krist- vinsson og Guðmundur Sig- urbjörnsson. S.A. I 5. SÆTI Það er orðinn árviss viðburður að skákklúbbur Flugleiða haldi 15 mín. skákmót á Hótel Esju. Um síðustu helgi var einmitt haldið eitt slíkt. 24 sveitum víðsvegar af land- inu var boðin þátttaka og m.a. einni sveit frá Akureyri. Árangur hennar var sem hér segir: 1. borð: Gylfi Þórhallsson 16v. (21) 76% 2. borð: ÞórValtýsson 10,5v. (17) 62%. 3. borð: Ólafur Kristjánsson. 15 v. (21)71%. Varamenn: JónÁrni Jónsson 3v. (5) 60%. Jakob Kristinsson 3,5v. (5) 70%. Heimiluð sala á gömlu malbikun- arstöðinni Bæjarráð hefur heimilað bæjar- stjóm að selja gömlu malbikun- arstöðina ef viðunandi verð fæst. Vilcfli reka pylsuvagn við sundlaugina Sæmundur Örn Pálsson, Bakkahlíð 25, fór fram á það fyrir skömmu við bæjaryfirvöld að fá leyfi fyrir pylsuvagni við Sundlaug Akureyr- ar — aðaldyramegin til sölu á pylsum og gosdrykkjum. BENCO talstöðvar 4 0 + 40 rásir kr. 139.600. VAbúð/n sími 22111 Heildarúrslit í mótinu urðu hins vegar sem hér segir: Vinn. 1. Útvegsbankinn............52,5 2. Búnaðarbankinn..........52 3. Kleppsspítalinn..........48,5 4. ísl. Járnblendifél.......48,5 5. Skákfélag Akureyrar.....48 6. Verkamannabústaðir......46,5 7. t Flensborgarskóli.......45,5 Tefldar voru 23 umferðir og eins og sjá má á töflunni var gífurleg spenna í síðustu umferðinni. Verðlaun voru hin glæsilegustu en (ver) fyrir flesta vinninga á hverju borði var Danmerkurferð. Hana hlutu: 1. borð. Bjön Þorsteinsson Útvegsb. 2. borð. Hilmar Karlsson. Búnaðarb. 3. borð. Hilmar Viggósson Landsb. Öll framkvæmd mótsins var stjórnendum þess til mikils sóma og þótti mótið takast mjög vel. 19. nóv. var haldið 15 mín. mót f Hvammi. Þar sigraði Gylfi Þórhallsson með 6 v. en næstir voru Þór Valtýsson, Ólafur Kristjánsson og Haraldur Ólafsson allir með 4,5 vinnhinga. Jakob Kristinsson. IíMbúðin sími 22111 Nýttfrá H Cybernet Vasaútgáfa af „alvörutæki“ Stereo kassettutæki fyrir raf- hlöðurog húsarafmagn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.