Dagur - 05.12.1980, Page 3

Dagur - 05.12.1980, Page 3
Þorvaldur Þorsteinsson MAGNÞROTA Oft er um það rætt að íbúar þessa lands geti verið býsna harðir í horn að taka ef á reynir. „Islendingar láta ekki traðka á sér,“ hefur iöngum verið viðkvæðið. Sýnir það sig best í hegðun landans á er- lendri grund, á Alþingi og á sveitaböllum. Sé einhverjum gert eitthvað til miska fylgir því að jafnaði mikill hávaði og barsmíðar. Sumir finna lausn í því að slást, aðrir skrifa les- endabréf eða kjallaragreinar. Því má álykta sem svo að hér á landi komist enginn upp með neina ósvinnu sem brýtur í bág við annarra hag. Hið vak- andi auga íslendingsins sér í gegn um allt sem óhreint er og hin ríka réttlætiskennd hans lætur ekki hvern sem er kom- ast upp með hvað sem er. „Nei, fyrr skal ég dauður liggja!“ Magni er einn þeirra manna sem ekki lætur misbjóða sér. Hann býr yfir miklum hugsjóna- eldi og er harður í horn að taka sér honum gert á móti skapi. Hann hefur sjálfstæðar skoðanir og skammast sín ekkert fyrir það. T.d. er hann ekki við eina fjölina felldur í stjórnmálum. Ekki vegna þess að skoðanir hans séu á reiki, heldur eru skoðanir stjórnmála- flokkanna það. Þess vegna kýs hann ekki einn flokk af gömlum vana heldur af eigin sannfæringu hverju sinni, — ætíð að vandlega íhuguðu máli. Hann er í stuttu máli kjark- mikill og sjálfstæður einstakling- •íSO / \n V ur sem lætur ekki segja sér fyrir verkum. Fyrir nokkrum árum flutti Magni í ágætt tvílyft einbýlishús á Brekkunni. Þaðan hafði hann út- sýn yfir Oddeyrartangann og Pollinn. Um þær mundir voru uppi áætlanir um miklar fram- kvæmdir neðst á Tanganum. Margir áttuðu sig á því að um al- vörumál yar að ræða. Ljóst var að Tanginn yrði ekki svipur hjá sjón ef þessu forljóta og gagnslitla skrímsli yrði nauðgað upp á hann neðanverðan. Sú hefur orðið raunin. Þegar Magni sá hvað verða vildi fylltist hann slíkum eldmóði að ekki fór fram hjá neinum hver hugur hans var. I þetta skipti var málið virkilega alvarlegt. „Þetta skal stöðvað!“, hvæsti hann iðulega milli samanbitinna tannanna. Hann talaði marg- sinnis um þetta við konu sína og vini. Öll voru þau sammála um að eitthvað yrði að gera ef bærinn ætti ekki að missa andlitið. Magni æstist með hverjum deginum. Hann gerði meira að segja tilraun til að berja saman grein í bæjar- blöðin. Hann langaði að tjá sig opinberlega um málið. Hann ætlaði að sýna að ekki yrði traðkað á hinum almenna Akur- eyringi, — að yfirmenn bæjarins gætu ekki leyft sér hvað sem er. Hann lauk aldrei við greinina. Hann komst að þvi að það átti ekki við hann að skrifa. Auk þess hafði hann í mörgu öðru að snú- ast. En hann reifst áfram. ekki var laust við það og konan hans varð oftast fyrir barðinu á honum þegar hann gat ekki hamið reiði sína. Þá átti hann til að. rífa í hár sér og öskra: „Hvers vegna gerir enginn neitt til að stöðva þetta?“! Nokkur ár liðu. Framkvæmdum á Oddeyrar- tanga var að mestu lokið þegar farið var að ræða af alvöru að leggja hraðbraut að ameriskri fyrirmynd í gegnum bæinn. Þrátt fyrir sýndarlýðræði og svokallaða valkosti var fljótlega sýnt að bæj- aryfirvöld höfðu löngu ákveðið hvað yrði ofan á: Beint strik í gegnum bæinn og yfir Torfunefs- bryggju með alls kyns stórbrotn- um uppfyllingum og raski. Magni varð einna fyrstur til að gera sér grein fyrir því hvað var að gerast og varð æfareiður, — ekki að ástæðulausu. Nú ætlaðí hann að láta í sér heyra. Hann skyldi berjast til síðasta blóð- dropa fyrir verndun gömlu hafn- arinnar. Nú skyldi tekið í taum- ana. Hann talaði mikið við konuna sína um þessa yfirvofandi eyðileggingu og konan var alveg sammála. Þetta yrði að stöðva. Að vísu gleymdi Magni að mæta á borgarafundinn sem haldinn var um skipulagsmál en hann skráði sig samt á undir- skriftalistann. Ekki ætlaði hann að bregðast. Síðan er liðinn nokkur tími. Og það er skrýtið með þennan tíma, — það er eins og hann deyfi allt og mýki. Magni talar nú æ minna um hraðbrautarskömmina. Hitt er víst að þegar búið verð- ur að útmá það síðasta sem eftir er af sérkennum Akureyrar og beipn og br,eiður vegur skerst eins ogskítarönd í gegnum bæinn spyr Magni felmtraður: „Hvers vegna gerði enginn neitt til að sföðva þessa vitleysu?“ Þannig hefur hann áður spurt og þannig mun hann einnig spyrja þegar Frímúraraferlíkið verður fullþanið og endanlega skriðið suður yfir Gilsbakkaveg- inn. Sumir halda því fram að ís- lendingar séu harðir í horn að taka. Ætli þeir séu að meina það? Þorv. Þorsleinsson. — Hvers vegna klukkan í Ameríku er á eftir okkar? Það er af þvf Ameríka fannst löngu á eftir.... — Nei, úrið inift er farið að ganga aftur, Vijggó! I formast Latex/Lystadún dýnan undir þér — og eltir síðan hverja hreyfingu þína þannig, að hún styður alltafundir mitti og mjóhrygg. Latex/Lystadún dýna er sqmsett úr stinnu Lystadún undirlagi og mjúku Latex yfirlagi. Þyngstu líkamshlutar bæla Latexlagið niður að stinnu Lystadúnlaginu. Þannig lagar dýnan sig að líkamanum. Árangurinn er að hryggsúlan liggur nokkuð bein, hvíldin verður fullkomnari og þér hættir síður til eymsla í hrygg. Þau orsakast oft afröngum rúmdýnum. LYSTADÚN Lystadúnverksmiójan Dugguvogi 8 Sími8' DAGUR.3 GYLMIR ♦ G&H 19.1

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.