Dagur - 05.12.1980, Qupperneq 9
TÓNLISTARPISTILL
Yfirstandandi vikur hausts og
byrjandi vetrar er tíðindalaust á
tónlistarvigstöðvunum hér á
Akureyri, svo að hnuplað sé lftt
breyttu heiti frægrar skáldsögu.
Kórar bæjarins, lúðrasveit og
tónlistarskóli eru svo skammt á
veg komin með starfsemi sína,
að engin von er til þess, að ár-
angur sé fram borinn opinber-
lega. Því verður að grípa til ein-
hvers annars, þegar efna skal í
þennan pistil. Þá rifjast upp
fyrir mér fyrirheit, sem ég hafði
uppi í einum pistla minna s.l.
vor. Ég lofaði lesendum að setja
einhverntíma á blað, kannske
ekki beinlínis lofgerð heldur öllu
frekar persónulegt þakkarávarp
mitt til karlakóra. Hin eina
reynsla, sem ég hefi af því að
flytja og túlka tónlist, er fengin
með þátttöku í karlakórum.
Skulda ég þeim auk Ríkisút-
varpsins tónlistarlegt uppeldi og
þykir einhverjum e.t.v. ekki
burðugt.
Þegar ég, ungur og fávís, kom
fyrir þremur áratugum í hóp Þing-
eyinga, voru þar i sveitum starfandi
tveir sæmilega skipaðir karlakórar,
sem nú eru báðir undir lok liðnir.
Rétt strax varð ég liðsmaður í öðr-
um og átti samleið með honum í
rétta tvo áratugi. Það er lífsreynsla
og stundir, sem ég sé ekki eftir, þótt
ýmislegt mundi nú á dögum þykja
af vanefnum gert. Undirleikur var
t.d. munaður, sem hvergi nærri var
alltaf unnt að veita sér. Æfinga-
húsnæði gat verið stofa á einka-
hejmili, sæmilega rúmgott tré-
smíðaverkstæði eða aldrað sam-
komuhús, þar sem gólfkuldi var
grimmilegur á vetrarkvöldum.
Gildi þessa' starfs var sumpart
félagslegt, þarna hittist hópur
manna og gat spjallað saman í
kaffihléi á miðri söngæfingunni.
En hinum tónlistarlega þætti skal
heldur ekki gleymt. Þarna fengu
menn, sem annars hefðu alls ekki
iðkað tónlist, tækifæri til að glíma
við grundvallarhugtök hennar,
hljóðfall, laglínu og samhljóm. Það
er áreiðanlega engin tilviljun, að í
báðum þeim sveitarfélögum, þar
sem kóramir störfuðu, hefur síð-
ustu ár verið reynt að halda uppi
tónlistarkennslu. Karlakóramir
voru þar eins og mosinn, sem
klæddi bert grjótið og bjó í haginn
fyrir æðri gróður, svo að tekin sé
samlíking, sem íslenskt nútímatón-
skáld notaði í tónlistargagnrýni
fyrir allmörgum árum.
Þessar hugleiðingar eru sumpart
vaktar vegna þess, að nýlega bárust
mér í hendur tvær hljómplötur frá
þingeyskum karlakórsmönnum.
Það er karlakórinn Goði, sem hóf
upp raust sína um svipað leyti og
mínir fyrrverandi söngbræður
hljóðnuðu, og sendir nú frá sér sína
þriðju breiðskífu. Starf þeirra
söngbræðra í Goða hefur byggst á
dvöl tékkneska tónlistarmannsins
Robert Bezdeks á heimaslóðum
kórsins. Auk hans sem söngstjóra
munu driffjaðrir í starfsemi kórsins
vera menn, sem tengdir hafa verið
dægurlögum og þjóðlagatónlist
seinni ára. Þessa hefur gætt í söng-
stíl, lagavali og undirleik, þar sem
hljóðfæri fyrrnefndra tónlistar-
greina hafa verið í fyrirrúmi.
Guðmundur Gunnarsson
Á plötu þeirra Goðamanna eru í
tvöföldum skilningi tvær hliðar.
Önnur geymir eingöngu þjóðlög
frá Austur-Evrópu. Eiga þar öll
austantjaldslöndin sína fulltrúa
nema Ungverjaland. Svo sem
vænta má, eru lög þessi áheyrileg
og aðgengileg til hlustunar. Af ein-
stökum lögum má nefna rússneska
lagið „í hríðinni." Það er afsprengi
hins slavneska þunglyndis og túlk-
un þess er endurómur af söngstíl
kósakkakóra. Sú hugsun læðist
fram, að jafnvel hefði mátt leggja
meiri áherslu á þann túlkunarmáta.
Á hinni hlið plötunnar er uppi-
staðan lög vestan járntjaldsins, úr
heimi dægurtónlistar og þjóð-
félagslegra baráttusöngva seinni
áratuga. Þau eru misjafnlega
veigamikil, en fáir munu verða til
þess að halda því fram, að írska
lagið „Amaxing grace“ sé ljót og
léleg tónlist. Trúað gæti ég því, að
allir verði ekki á eitt sáttir um
söngstíl Helga R. Einarssonar sem
einsöngvara í mörgum þessara
laga.
Á hinni breiðskífunni birtist ár-
angur kvartetts, sem skipaður er
þremur söngmönnum úr kómum
og söngstjóranum, Robert Bezdek,
sem auk tónlistarkunnáttu og
hæfileika hefur fimbulbassa að
rödd. Undirleikur er með svipuðu
móti og hjá kórnum og í því efni
finnst mér miður hafa tií tekist.
Kvartettsöngur er ekki fallinn til
þess að framleiða jafnmörg decibel
og tíðkast í nútímadægurtónlist.
Best kann ég að meta þau lög í
flutningi fjórmenninganna, þar
sem undirleik er stillt í hóf. Sá
margsungni Carl Mikael Bellman
stendur enn fyrir sínu og auk lags
hans eru þrír negrasálmar með
bestu samræmi söngs og undirleiks
og eftirminnilegri túlkun.
Vel veit ég, að ekki eru allir á eitt
sáttir um söngstíl og túlkun þeirra
Goðamanna. En ég vil óska þeim
til hamingju og þakka þeim fram-
takið. Það er stórkostlegt, ef allar
aðstæður eru skoðaðar og til of
mikils er mælst, að allir kórar séu á
sama plani og Pólýfónkórinn. Silf-
urkórinn á líka rétt á sér.
ISSS
mwrnmmmmmmm
mmm M _
. ..Ai.m*. \
v.
mm
v vM ■ ■' ■;■ ■ v. ■ ; ■ ;
V
55
mmmmwwm
mm..
:
.
DAGUR.9