Dagur - 11.12.1980, Síða 1

Dagur - 11.12.1980, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐtR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI OAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 11. desember 1980 91. tölublað Blönduvirkjun í sviðsl jósinu á ný Málefni Blönduvirkjunar eru nú mjög í sviðsljósinu á ný eftir fund sem RARIK hélt í Húna- veri um síðustu helgi og í kjölfar undirskriftalista íbúa úr fjórum hreppum, sem land eiga að Blöndu. Fundurinn í Húnaveri var mjög fjölmennur og sóttu hann á fimmta hundrað manns. Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra, og Kristján Jónsson, rafmagnsveitu- stjóri, fluttu framsöguerindi og síð- an voru almennar umræður sem 35 manns tóku þátt í. Stóðu þær fram Guðrún Ásgeirsdóttir: Undirskriftar- söfnunin var mjög villandi „Þessi undirskriftasöfnun og fregnir af henni eru mjög vill- andi og með þessu eru oddvitar hreppanna ekki að tala máli hreppsnefndanna og sveitunga sinna,“ sagði Guðrún Ásgeirs- dóttir á Mælifelli, en hún er einn af hreppsnefndarmönnum í Lýtingsstaðahreppi og gagn- rýndi undirskriftalistana harð- lega á fundinum í Húnaveri. „Ég hef aldrei verið spurð álits í þessu máli og skrifaði ekki undir þetta skjal, auk annars hrepps- nefndarmanns í Lýtingsstaða- hreppi og a.m.k. eins í Seylu- hreppi. Þá er skemmst að minnast skeytis sem þessir sömu oddvitar sendu á Blöndufund Fjóðrungs- sambands Norðlendinga fyrir nokkru. Hreppsnefndamenn vissu ekkert um þetta skeyti, en þar var m.a. sagt að afstaða væri óbreytt til Blönduvirkjunar og menn væru á móti henni. Þá vil ég nefna, að yfirskrift undirskriftaskjalsins var mjög villandi og þar var blandað sam- antveimuróskyldum málum. Þar var mælst til virkjunar við Vill- inganes, en íbúar Akrahrepps vilja gjarnan fá virkjun í túnfæt- inum hjá sér, án þess að vera endilega á móti Blönduvirkjun. Þessi undirskriftasöfnun var gerð nánast hlægileg á fundinum á sunnudag, en þar var góð sam- staða um að ná samningum og virkja Blöndu,“ sagði Guðrún Ásgeirsdóttir. á kvöld á sunnudag. Yfirgnæfandi meirihluti ræðumanna lýsti yfir þeirri von, að samkomulag næðist um þetta stórmál héraðanna og landsins alls þannig að Blanda yrði virkjuð og bætur kæmu fyrir það land sem færi undir vatn. Talsverðar umræður urðu um undirskriftalista, sem oddvitar Bólstaðarhlíðarhrepps, Seylu- hrepps, Lýtingsstaðahrepps og Akrahrepps sendu iðnaðarráðherra á föstudag í fyrri viku, en þar var lagst gegn fram komnum hug- myndum um virkjun Blöndu. Undir skjalið skrifa 325 atkvæðis- bærir íbúar þessara hreppa frá 157 bæjum. Bent var á það, að 112 af þeim sem undirskrifuðu skjalið búi í Akrahreppi, en þar eigi aðeins einn bær upprekstrarrétt á Eyvindar- staðaheiði samkvæmt gamalli hefð. Þá var bent á það, að skjalið hafi verið villandi. Margir þeirra sem skrifuðu undir hafi talið sig vera að fara fram á virkjun Héraðsvatna við Villinganes, en ekki endilega vera að mótmæla Blönduvirkjun. Þá var bent á að Villinganesvirkjun væri ekki inn í myndinni sem einn af hagkvæmustu virkjunarkostum í dag og hún myndi aðeins fresta virkjunarþörfinni um eitt ár, þar sem aðeins væri um að ræða um eða innan við 30 megavatta virkjun á móti yfir 150 megavatta virkjun við Blöndu. Sjá baksíðu eiðará pollinum Heimilað hefur verið að veiða 100 tonn af síld á Akureyrar- polli, til hráefnisöflunar fyrir Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar & Co. Súlan EA hefur fengið það verkefni að veiða þessa síld og fór hún út í gærdag og landaði síðdegis. Að sögn Sverris Leóssonar, útgerðarmanns Súlunnar, fékk skipið 10-15 tonn í fyrsta kast- inu, en það var rétt austan við Eimskipafélagsbryggjuna. Gert er ráð fyrir að veiða þennan afla í fjórum áföngum, 25 tonn á dag, og verður hann frystur og síðan lagður niður. Þetta er smásíld, um 12-14sentimetrará lengd. Bjarnarflag: BORUNUM LOKIÐ Mýratnssveit, 10. desember. f fyrrakvöld var holu 12 í Bjarnar- flagi „hleypt upp“ eða látin „fara í blástur“ eins og bormenn íslands orða það. Benda mælingar til þess að holan sé mjög efnileg og geti orðið álíka og hola 11 sem var bor- uð í fyrra, en báðar þessar holur eru í sunnanverðu Bjarnarflagi. Þess má geta til viðmiðunar að ef hola 11 hefði verið við Kröflu og komið þar til viðbótar þeim sem þar eru, hefði það þýtt um 11 megavatta fram- leiðsluaukningu í virkjuninni. Borun holu 12 í Bjarnarflagi gekk mjög vel og tók aðeins 3 vikur. Henni var lokið um miðjan nóv- ember og var jarðbornum Jötni komið fyrir til vetrargeymslu á öruggum stað nálægt Grímsstöðum við Mývatn. Hans bíða væntanlega ný verkefni í Kröflu næsta vor. Hola 14 við Kröflu var tengd inn á gufuveitu Kröfluvirkjunar í síð- ustu viku og framleiðir virkjunin um 11 megavött um þessar mundir, að sögn Gunnars Inga Gunnars- sonar, staðartæknifræðings, og gæti framleiðslan orðið heldur meiri eða Botnshola virkjuð fyrir Hrafnagilsskóla — Þurft hefur að kynda með olíu og neysluvatn ekki nema 30 °C. Nemend- ur báru rörin yfir Eyjaf jarðará með olíu og neysluvatn Ófremdarástand hefur verið í hita- veitumálum í Hrafnagilsskóla að undanförnu. Þurft hefur að kynda Bótin endurbætt Hafnarstjórn samþykkti fyrir nokkru að láta dýpka í smá- bátahöfninni í Sandgerðisbót og um þessar mundir er grafa að vinna verkið. Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri sagði að bátarnir í Bótinni hefðu strandað á fjöru og það gaf yfir garðana ef eitthvað var að veðri, enda var grjótvörnin farin að bila. Hér er um að ræða svipað verk og var framkvæmt vestan við verbúðirnar í smábátahöfninni hjá Slippstöðinni. er ekki nema um 30° heitt. Nú standa vonir til að úr rætist, því skólinn mun innan skamms fá heitt vatn úr nýju Botnsholunni, það er þegar borun verður hætt. Þá verður holan tengd skólanum til bráðabirgða, sem verður líklega strax upp úr áramót- um. Nemendur Hrafnagilsskóla unnu við það ásamt kennurum og félögum úr Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa í gær og fyrradag að selflytja 12 hitaveiturör, sem hvert er um eða yfir 100 metrar á lengd, yfir Eyjafjarðará frá Laugalandi. Þetta er um 1500 metra vegalengd og var gengið á ís, en á einum stað þurfti að fara út í smávegis brúar- framkvæmdir. Rörin munu liggja ofanjarðar og hefur þeim nú verið komið fyrir og þau verða soðin saman næstu daga. Að sögn Sigurðar Aðalgeirsson- ar, skólastjóra Hrafnagilsskóla, unnu nemendurnir 111 að tölu mjög rösklega við þessa flutninga og höfðu mjög gaman af. um 12 megavött eftir að einangrun lagnarinnar frá holu 14 lýkur, en það verður væntanlega í næstu viku. Hola 15, sem boruð var í haust er nú í biðstöðu, þar sem mikið gas er í henni. Verður engin ákvörðun tekin um tengingu henn- ar fyrr en eftir áramót, en eins og er gefur hún 2 til 2,5 megavött. Búið er að höggbora efsta hlutann í hol- um 16 og 17, en þær eru í suður- hlíðum Kröflu, þar sem vísinda- menn hafa talið álitlegast bor- svæðið. Hola 14 er í útjaðri þessa svæðis. Þar sem hún er svo góð sem raun ber vitni, binda menn nú miklar vonir við þetta svæði. Hin nýja vatnsveita Kröfluvirkj- unar, frá Sandabotnalindum, var tekin í notkun í síðasta mánuði og hafa menn nú nóg af góðu vatni við Kröflu. Frágangi veitunnar er þó ekki að fullu lokið og bíður það næsta vors. Nú er lokið hækkun á veginum í Leirbotnum, norðan Kröfluvirkjunar og þjónar hann þar með sem hraunvarnargarður og er um og yfir 3 m á hæð. J.I. Litlu munaði að illa færi Litlu munaði að illa færi í Slippstöðinni í lok síðustu viku, þegar lok á fiskilúgu í skuttogaranum, sem verið er að smíða fyrir Húsvíkinga, féll niður. Tveir menn voru að vinna í fiskilúgu, þegar festing brast á lokinu, sem verið var að koma á sinn stað. Lúgan er á annað tonn á þyngd og klemmdist annar maðurinn milli hennar og lúgukarmsins, en vegna stirð- leika í lömum mun hún ekki hafa fallið þétt niður. Maðurinn brákaðist á handlegg og marðist á brjóstkassa, en slapp að öðru leyti. Félagi hans var að bogra í lúgunni og fékk högg á herð- amar, en meiddist ekki. Félagsgjalda- happdrætti K.A. Vinningsnúmerin sem komu upp þegar dregið var um helgina eru þessi: nr. 52 Ásta M. Ásmunds- dóttir, nr. 72 Guðrún Bergsdóttir, nr. 492 Hjörtur Gíslason, nr. 509 Bryndís Arnarsdóttir, nr. Arnar Bjarnason, nr. 633 Hólm fríður Jóhannsdóttir, nr. 697 Ólafur G. Larsen, nr. 710 Finn 608 bogi Baldvinsson, nr. 1140 Bergur Páll Sigurðsson og nr. 1589 Jón Pétursson. Vinningarnir eru 25 þús. króna úttekt að eigin vali í sportvöru- verzlunum á Akureyri. Pepsi skákmót Um helgina gengst Skákfélag Akureyrar fyrir skákmóti sen ber nafnið Pepsi Cola mót. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad- ■vtrfi og er umhugsunartími ein klukkustund á hvern keppanda í hverri skák. Mótið hefst klukkan 10 fyrir hádegi n.k. laugardag og lýkur síðdegis á sunnudag. Sana h.f. gefur fimm verðlaun sem veitt verða á mótinu, sem er drjúgur skammtur af Pepsi Cola. Keppendur geta drukkið eins og þá lystir af þessum gosdrykk meðan á mótinu stendur, en mótið er haldið í Hvammi. Heilsárs- hjólbarðar í nágrannalöndunum hafa verið að ryðja sér til rúms svokallaðir heilsárshjólbarðar, og mun Véia- deild Sambandsins gera tilraun með þessa hjólbarða á næstunni. Reynslusending er væntanleg og verður sett undir nokkra bila, en hjólbarðar þessir eru með blönd- uðu munstri, vetrar- og sumar- hjólbarða. Ef þeir reynast vel er ekki að efa að margur bíleigand- inn á eftir að fagna því að þurfa ekki framar að standa í umfelgun og skiptum vor og haust, sérstak- lega eigendur einkabifreiða til almennra nota. Fyrst um sinn munu þessir hjólbarðar koma til reynslu í nokkrum stærðum á 14” og 15” felgur. Véladeildin flytur þá inn frá Atlas í Kanada. iAUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207]

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.