Dagur - 11.12.1980, Síða 8
Grundarkirkja
75
ára
Grundarkirkja i Eyjafirði var
vígð 12. nóv. 1905, með mikilli
viðhöfn og að viðstöddum fjölda
manns og er því 75 ára um þess-
ar mundir. Vígsluna annaðist
héraðsprófasturinn, sr. Jónas
Jónasson á Hrafnagili. Með
honum þjónuðu að athöfninni,
sr. Jakob Björnsson í Saurbæ,
sr. Geir Sæmundsson á Akureyri
og þjóðskáldið sr. Matthías
Jochumsson. Organisti og
söngstjóri var Kristján Árnason,
síðar kaupmaður á Akureyri.
Talið er að þarna hafi verið
saman komið allt að 800 manns.
Mun þá hafa verið „þröngt á þingi“
í Grundarkirkju, enda þótt rúmgóð
sé og víð til veggja. I sæti tekur hún
350 manns, eða þar um bil.
Ekkert guðshús á Islandi mun
hafa verið reist af slíkri rausn og
stórhug sem Grundarkirkja, þegar
á það er litið að hér var um einka-
framtak að ræða.
í tilefni þessa afmælis kirkjunnar
gáfu staðarhjón, frú Aðalsteina
Magnúsdóttir og Gísli Björnsson,
henni forkunnarfagran og vel
vandaðan hátíðahökul með got-
nesku sniði. Er þessi góði gripur
gefinn til minningar um Magnús
Sigurðsson, stórbónda á Grund. En
sjálfur reisti hann sér þann minnis-
varða, með smíði þessa rismikla og
fagra og óviðjafnanlega guðshúss,
er seint mun fyrnast. Grundar-
kirkja var áður talin eitt veglegasta
guðshús á landinu. Hún er það enn
og mun ekki verða vikið úr því
tignarsæti.
Áður en kirkjan eignaðist gesta-
bók, skrifuðu menn nöfn sín á
stoðir og bita og um alla veggi í
innanverðum kirkjuturni. Gaman
hefði verið að eiga allar þær áletr-
anir varðveittar í bók. Er það orð-
inn ótölulegur fjöldi „af alls kyns
fólki og kynkvíslum og lýðum og
tungum", sem heimsótt hefir
musteri þettaá liðinni tíð. En þarna
gat að líta nöfn úr öllum hornum
heims, að segja má.
í fyrrasum^r var hafin viðgerð á
kirkjuhúsinu. En verulega var farið
að bera á fúa í yztu klæðningu,
einkum á norðurstafni. Einnig var
inngönguhliðið orðið illa farið.
Hefir nú verið við þetta gjört, vei og
vandlega. En turninn þarfnast líka
mikillar endurbótar, sem væntan-
lega verður unnin á næstunni. Fer
viðgerð þessi fram með tilstyrk
þjóðminjavarðar og undir yfirum-
sjón hans.
Bjartmar Kristjánsson.
Jólaeplin
komin
Mjög mikill afsláttur í
heilum kössum
MAY FAIR veggdúk
Utsölustaðir:
Byggingavörudeild KEA,
Kaupfélag Skagfirðinga,
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík.
JTRYGGVABRAUT12L
AKUREYRI J
í
Nýkomið
Hudson sokkabuxur
í öllum stærðum
HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96) 21400
8 DAGUR