Dagur - 08.01.1981, Blaðsíða 1
64. árgangur ir.
Akureyri, fimmtudaginn 8. janúar 1981.
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIDIR
. SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKLÍREYni
2. tölublað
Þjóðvegurinn milli Akureyrar og Reykjavíkur:
„Á leiðinni milli Reykjavíkur og
Akureyrar er samtals um fjórðung-
ur malarvegarins tilbúinn til að taka
við bundnu slitlagi, annar fjórðung-
ur þarf Iitlar lagfæringar til, en
helminginn þarf meira og minna að
laga eða endurbyggja. Fyrmefndu
hlutarnir gætu þannig komist í
framtíðarhorf á tiltölulega stuttum
tíma, ef gert verður verulegt átak í
þjóðvegagerð á næstu árum, en sá
síðastnefndi krefst meiri tíma og þó
fyrst og fremst meira fjármagns,"
segir í grein eftir Valdimar Krist-
insson í Fjármálatíðindum.
Þegar hefur þó allnokkuð áunn-
ist á þessari leið, þar sem nú í haust
er komið bundið slitlag á 88,9 km.
fiað gerir nákvæmlega 20% þar sem
Kaldbakur
aflahæstur
Togarar Útgerðarfélags Akur-
eyringa komu með 22.480 tonn
að landi á sl. ári, sem er rúmum
800 tonnum meira en árið áður.
Togararnir fengu þennan afla í
123 veiðiferðum. Aflaverðmæti
er 5,3 milljarðar króna, á gömlu
gengi.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið fékk frá skrifstofu Ú.A. í gær
var Kaldbakur EA aflahæsti togar-
inn sl. ár. Skipverjar komu með
5.370 tonn að landi í 26 veiðiferð-
um, verðmæti afla 1.242 milljónir.
Svalbakur kom með 3,993 tonn að
landi í 19 veiðiferðum, verðmæti
afla 984 milljónir. Harðbakur var
með 4.824 tonn í 24 veiðiferðum,
verðmæti afla 1.077 milljónir
króna. Sléttbakur kom með að
landi 4,731 tonn í 26 veiðiferðum,
verðmæti afla 1,066 milljónir
króna. Sólbakur landaði 28 sinnum
samtals 3,562 tonn, verðmæti afla
862 milljónir króna.
Seinasti togarinn sem kom til
hafnar á sl. ári var Kaldbakur er
lagðist að bryggju 31. desember.
Hins vegar var aflanum ekki land-
að fyrr en 2. janúar, en þrátt fyrir
það telst sú veiðiferð til ársins 1980.
S.l. þriðjudag var unnið við að opna
veginn fyrir Ólafsfjarðarmúla sem
hefur verið ófær hvað eftir annað að
undanförnu. Ármann Þórðarson,
útibússtjóri í Ólafsfirði, tjáði blað-
inu að þar í bæ hefði skapast vand-
ræðaástand ef ekki hefði notið
Flugfélags Norðurlands, en þann 4.
janúar flutti félagið um 50 manns
frá Ólafsfirði til Akureyrar og
Rcykjavikur svo dæmi sé tekið.
„í þrjú skipti hefur Múlinn verið
opnaður og lokast samstundis aftur
og menn hafa lent þar í erfiðleik-
um. T.d. var vegurinn opnaður 2.
janúar kl. hálf tvö og þennan
sama dag átti Drangur að koma
með mjólk til Ólafsfjarðar og Hrís-
eyjar, en til að losna við ferðina var
mjólkin send með bíl frá Akureyri.
Bíllinn komst fyrir Múlann rétt
fyrir klukkan 2, en nokkrum
mínútum síðar brast á iðulaust
stórhríð og bíllinn er hér enn.
Mennirnir sem í honum voru
komust til Akureyrar með flugvél
tveimur dögum síðar. Mjólkin sem
átti að fara til Hríseyjar er í bíln-
um,“ sagði Ármann.
Um mánaðamótin nóv/des var
seld hjólaskófla frá Ólafsfirði, en
þetta tæki hafði komið að góðum
notum við snjómokstur í bænum og
í nágrenni hans s.s. í Ólafsfjarðar-
múla. Ármann sagði að forráða-
menn V.r. hefðu lofað bæjaryfir-
völdum því að leggja til tæki í stað
þess sem var selt, en loforðið hefði
ekki verið efnt. Þetta hefði verið
þeim mun bagalegra að V.r. hefði
heitið flugmálastjóm að ryðja
flugvöllinn þegar nauðsyn krefði.
Ármann sagði að eigendur gömlu
hjólaskóflunnar, sem seld var, væru
búnir að festa kaup á annarri, sem
kemst ekki strax í gagnið. Ármann
bætti því við að Múlinn og nær-
liggjandi vegir við bæinn hefðu
vafalaust verið meira opnir ef
heimamenn hefðu yfir að ráða tæki
til snjómoksturs. Þess má og geta að
vegir í sveitinni hafa verið algjör-
lega lokaðir og skólabörn höfðu
ekki komist í skólann seinnipart
þriðjudagsins.
„Ég ítreka það að í svona veðr-
áttu aukast kröfur Ólafsfirðinga
um að vegasamband þeirra um
Ólafsfjarðarmúla verði bætt með
einhverjum ráðum. Þessar kröfur
eru nú að verða all háværar,“ sagði
Ármann Þórðarson að lokum.
20% vegarins með
bundnu slitlagi
Trollið tckið um borð i
Kaldbaki sl. sumar.
Mynd: O.Á.
vegalengdin frá Lækjartorgi í
Reykjavík að Ráðhústorgi á Akur-
eyri er nú 443,5 km. Þar af eru í
umsjá Vegagerðarinnar 432,2 km.
og 77,6 km.
í grein sinni segir Valdimar, að á
miðju ári 1980 hafi malbikið kostað
um 37 milljónir á hvern km. á 8,5
metra breiðum vegi. Olíumölin er
aðeins litlu ódýrari eða 31 milljón á
km. Olíumölin er hins vegar meira
notuð en ella vegna þess a3 hún er
auðveldari í meðförum.
Nýjasta bundna slitlagið er síðan
svokölluð klæðning þar sem möl er
dreift yfir olíuborinn veg. Hafa
verið gerðar tilraunir með þessa
aðferð síðustu árin og virðist hún
ætla að gefa góða raun, er tvö lög
klæðningar eru lögð á með stuttu
millibili. Slíkur frágangur kostaði
um 19 milljónir á km. og 16
milljónir, þegar um er að ræða 7,5
m. breiðan veg. Valdimar telur lík-
legt að þessi aðferð eigi eftir að
flýta verulega lagningu bundins
slitlags á íslenska vegi. Öll eru
fyrrnefnd verð miðuð við nokkra
vinnu við veginn, áður en bundna
slitlagið er lagt á, en undirbygging
ersvo aftur annað mál.
Haustið 1980 var búið að leggja
bundið slitlag á 368 km. af vegum
landsins. Eftir margra ára aðgerða-
lítið tímabil í þessum málum var
lagt bundið slitlag á 95 km vega á
þessu ári og bættist þannig
þriðjungur við þá 273 km, sem fyrir
voru, segir Valdimar.
Það var mikið um dýrðir á Þórsvellinum á þrcttándanum
þcgar um tvö þúsund Akureyringar kvöddu jólin með
álfakóngi og drottningu og þeirra liði, tröllum, púkum og
jólasveinum, að ógleymdri Kötlu Maríu. Álfabrcnnan lýsti
upp svæðið ásamt glæsilcgum flugeldum, en skcmmtun-
inni lauk einmitt með flugeldasýningu. Mynd: H.Sv.
I
firðinga og
Ólafsfirðinga
höfn um jólin
Togarar Siglfirðinga voru allir í
höfn um jólin að sögn fréttaritara
blaðsins. Sömu sögu hafði frétta-
ritari blaðsins á Ólafsfirði að segja,
en von var á Sigurbjörgu með afla í
dag. Þrír Siglufjarðartogaranna
lágu við nýju togarabryggjuna og
sagði fréttaritarinn að ljósadýrðin á
þeim hefði sett skemmtilegan svip
á höfnina.
AM fimmtugur
Næstkomandi laugardag, 10.
janúar, eru rétt 50 ár liðin frá því
blaðið ALÞÝÐUMAÐÚRINN
kom út fyrsta sinni. Það var Er-
lingur Friðjónsson, sem stóð að
útgáfu blaðsins og ritstýrði hann
því árum saman.
Lengst af kom Alþýðumaðurinn
út reglubundið einu sinni í viku og
setti eins og önnur blöð svip sinn á
bæjarlífið. Nú hin síðustu ár hefur
útgáfa blaðsins verið erfiðleikum
háð og oft legið niðri mánuðum
saman. Að undanförnu hafa ungir
jafnaðarmenn á Akureyri haldið
útgáfu blaðsins áfram, en sem
mánaðarriti, sem dreift er fyrst og
fremst til Alþýðuflokksfóiks.
Aðstandendur Alþýðumannsins
minnast 50 ára afmælis blaðsins
með afmæliskaffi að Strandgötu 9
nú á laugardaginn, og eru velunn-
arar blaðsins boðnir velkomnir
þangað síðdegis þann dag.
Ýmir borar
í Glerárdal
Á næstu dögum verður hafist
handa við að bora tilraunahoiu
fyrir Hitaveitu Akureyrar í
mynni Glerárdals, nánar til-
tekið skammt frá malbikunar-
stöðinni. Samkvæmt frum-
rannsóknum jarðfræðinga
Orkustofnunar er hægt að fá
30 sek/ltr. af 70 stiga heitu
vatni í Glcrárdal. Það er bor-
inn Ýmir sem notaður er til
verksins og á þessi tilrauna-
borun að leiða í Ijós hvort.
jarðfræðingarnir hafi haft rétt
fyrir sér eða hvort þeim hefur
skjátlast.
Til þessa hafa verið boraðar 4
holur við Glerárlaugar. Þrjár
fyrstu holurnareru mjöggrunnar,
boraðar á fjórða tug aldarinnar.
Tvær þeirra eru nú týndar. Fjórða
holan var boruð árið 1965. Hún er
634 m. djúp og gaf ekkert vatn og
er aðeins rúm 52 stig í botni.
í greinargerð sem jarðfræðing-
arnir Ólafur G. Flóvenz og Sig-
mundur Einarsson sömdu i s.l.
mánuði segir að vegna nálægðar
jarðhitasvæðisins við Akureyri sé
annað varla verjandi en að reyna
að ná þarna upp vatni með frek-
ari borunum, að minnsta kosti
áður en hugað er að mun fjar-
tægari stöðum. „Framhald bor-
ana getur orðið með tvennum
hætti,“ segir í greinargerðinni,
„annað hvort með borun fleiri
200 til 300 m. rannsóknarhola eða
djúpborun (1000-1500 m). Það
verður hins vegar að ráðast af
niðurstöðu holu 5 (sem á að fara
að bora)“.
KRÖFURNAR UM BÆTT VEGAR-
SAMBAND STÖDUGT HÁVÆRARI
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207