Dagur - 08.01.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 08.01.1981, Blaðsíða 4
BMSOR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar Margir hafa nú tjáð sig um efna- hagsráðstafanir og bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar og sýnist sitt hverjum, eins og vænta mátti. Stjórnarandstæðingar á þingi voru fljótir til að fordæma aðgerð- irnar, en nær allir aðrir eru þeirrar skoðunar að aðgerðirnar séu mjög vænlegar til að draga veru- lega úr verðbólgunni. Megin- markmið ráðstafananna er að draga úr verðbólgunni, jafnframt því að efla atvinnulífið og tryggja atvinnu og kaupmátt. Með þess- um aðgerðum er ætlað að verð- bólgan fari niður í tæplega 50% í lok ársins í stað 70% ef ekkert hefði verið aðhafst. Það er stórt og mikilvægt skref að samkomulag skuli hafa náðst um aðgerðir sem breyta verðbólguspám ársins á þessa leið. Ríkisstjórnin stefnir að því að ná verðbólgunni niður í 40% í lok ársins. Ekki er énn hægt að sjá nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif þessar aðgerðir hafa, en flestir eru þeirrar skoðunar, að þær nægí ekki til að ná verðbólg- unni neðar en í um 50% í iok árs- ins. Ekki verður dregið úr verð- bólgunni nema færðar verði fórnir fyrst í stað. Aðgerðirnar verða hins vegar að vera það afgerandi, að fórnirnar verði ekki færðar til einskis. Því sýnist nokkurn veginn fullljóst, að til frekari aðgerða verði að koma, ef við eigum ekki að standa í sömu sporum. Kaup- máttur launa mun lækka fyrst í stað með þessum aðgerðum, en jafnast út með kaupmáttaraukn- ingu síðar á árinu. Aðaláhersluna verður að leggja á að draga veru- lega úr verðbólgunni og 40% markið í lok ársins er aðeins áfangi á þeirri leið. Eftir eins árs aðlögunartíma ríkisstjórnarinnar virðist niðurtalningin nú vera haf- in. Blikur eru þó á lofti. Forseti ASÍ sem jafnframt er hagfræðingur lætur sem það komi sér á óvart að grípa þurfi til frekari aðgerða, ef takast eigi að koma verðbólgunni niður í 40% í lok ársins. Forseti ASÍ er þó gætinn í orðum, en sama verður ekki sagt um formann BSRB, sem nú virðist vera kominn í svipaða aðstöðu og Gervasoni- þingmaðurinn Guðrún Helgadótt- ir, þ.e. að láta sér um munn fara stór orð sem hann getur svo sjálfs síns vegna ekki með góðu móti tekið til baka eða dregið úr. Launþegar þessa lands vita að það er verðbólgan sem fyrst og fremst rýrir kaupmátt launa þeirra. Þeir vita betur en forystumenn Al- þýðubandalagsins, að ef boðaðar aðgerðir verða ekki til þess að draga verulega úr verðbólgunni, þá hefði e.t.v. betur verið heima setið en af stað farið, ef árangur verður ekki tryggður með frekari aðgerðum. Ólafur Jónsson Minningarorð Oft hvarflar það að manni, á þessu jarðlífsstreði, að sumir menn séu bomir til mikilhæfra verka, þar sem öðrum sé einungis ætlað að föndra við hégóma. Þeir sem eru í fyrmefnda flokknum eru eins og leiddir af ósýnilegri hönd, er bendir þeim stöðugt á veginn, sem þeir eiga að ganga, og tíðum er varðað- ur merkilegustu viðfangsefnum, sem þeir verða að gera einhver skil. Þeir ná oft furðulega miklum ár- angri, jafnvel þótt viðfangsefnin séu af ólíkum toga. Þeim leikur allt í höndum og raunar er fátt svo ómerkilegt að það geti ekki orðið stórt í meðferð þeirra. Einn þessara lukkunnar pamfíla var Ólafur Jónsson, sem þekktari er undir nafninu Ólafur í Gróðrar- stöðinni, því að í Gróðrarstöðinni svokölluðu á Akureyri vann hann mestan sinn starfsaldur, eða frá 1924 til um 1950, og fékkst þar einkum við jarðyrkjutilraunir og leiðbeiningastarfsemi. Á þeim ár- um tók hann að stunda ferðir um öræfin suður og austur af Mý- vatnssveit; seni oft eru kölluð Ódáðahraun einu nafni. Ferðir þessar virðast upphaflega hafa verið eins konar sport eða flótti frá daglegu amstri. „Öræfin hafa tv.í- mælalaust veitt mér besta andlega hvíld,“ segir Ólafur í afmælis- spjalli, sjötugur. En smám saman þróast ferðirnar í markvissar könn- unarferðir og rannsókn þessa mik- ilfenglega en jafnframt lítt þekkta landssvæðis. Ólafur er án þess að vita af því, orðinn landkönnuður og jarðfræðingur, og fetar þar í fótspor okkar frægasta landfræð- ings, Þorvaldar Thoroddsen. Nið- urstaðan varð ritsafnið Ódáða- hraun í þremur bindum, sem út kom hjá Norðra árið 1945, þegar Ólafur stóð á fimmtugu. Fyrsta bindi ritverksins fjallar um lands- lag og könnunarsögu Ódáða- hrauna, annað bindið aðallega um jarðsögu og eldgossögu, en þriðja bindið er ferðaþættir o.fl. (Hvert þessara binda er að meðaltali um 420 bls.) Bókin vakti þó ekki verð- skuldaða athygli og hefur mönnum líklega þótt með ólíkindum að búfræðingur gæti orðið liðtækur í jarðvísindum. Allt um það er bókin Ódáðahraun ennþá ein ýtarlegasta og traustasta lýsing á landslagi og jarðsögu einstaks svæðis, sem rituð hefur verið á Islandi, enda þótt sitthvað megi þar finna að jarð- fræðilegum kenningum, sem jafn- an eru nokkuð breytingagjamar og geldur þar hver síns tíma. Þegar Ólafur Jónsson vann að ritverki sínu um Ódðaahraun, kannaði hann m.a. allar ritaðar heimildir varðandi þetta svæði, og komst þannig í kynni við það sem kallað er fræðimennska. „Sá sem einu sinni hefur ánetjast þeirri freistingu, að sökkva sér niður í fræðagrúsk... . á örðugt með að láta af þeim vana“, segir hann í forspjalli að næsta ritverki sínu, ritsafninu Skriðuföll og snjóflóð, sem út kom í tveimur bindum (hvoru um 550 bls.) árið 1957. Ritið er að miklu leyti ávöxtur af ræki- legri heimildakönnun sem Ólafur gerði á árunum 1945-1957 er hann fór í gegnum annála, tímarit og blöð og skrifaði upp úr þeim allt sem lýtur að skriðum og snjóflóð- um. Þetta var þó ekki eingöngu heimildavinna, því jafnframt hafði Ólafur samband við fjölmarga menn, sem mundu eftir þess háttar fyrirbærum, og tók auk þess að kanna verksummerki skriðanna á staðnum. Þannig beindist athygli hans brátt að nýju viðfangsefni, sem tók hug hans allan á efri árum, en það eru framhlaupin sem Ólafur síðar nefndi berghlaup. Með bókinni Skriðuföll og snjó- flóð lagði Ólafur grundvöllinn að íslenzkri „ofanfallafræði", sem þá og reyndar líka síðan hafði verið vanrækt hrapallega, þrátt fyrir sí- endurtekna stórskaða og manntjón af völdum skriðuhlaupa og snjó- flóða. Ólafur lét þó ekki þar við sitja, heldur kynnti sér margt sem um þetta efni var ritað erlendis einkum í Sviss og Noregi, og reyndi að yfirfæra þá reynslu sem þar hafði fengist m.a. í fyrirbyggjandi aðgerðum. Launamiðar / Samningar Nú eru nýafstaðnir samningar milli vinnuveitenda og launþega um kaup og kjör og er sagt að það sé það lengsta samningaþóf, sem hingað til hafi þekkst hér á landi og er þá mikið sagt. Það skiptir jafnan miklu máli að báðir aðilar skilji hvor annan. í því sambandi vil ég benda hér á atriði, sem ég tel skipta miklu máli, en það er frágangur launamiða, sem laun- þegar fá með hverri launagreiðslu. Mikilvægt er að á þeim komi skýrt fram allt það sem máli skiptir, en á það skortir mikið hjá sumum fyrir- tækjum. Veldur þetta vitanlega oft misskilningi og óánægju og það al- veg að óþörfu, því ekki ætti neinu fyrirtæki að vera vorkunn að gera launamiða svo úr garði að skiljan- legir séu venjulegu fólki. Er bágt til þess að vita að stærstu vinnuveit- endur bæjarins skuli vera lakast staddir á þessu sviði, eins og Kaupfélag Eyfirðinga og Slipp- stöðin, svo eitthvað sé nefnt. Aftur á móti eru önnur fyrirtæki með launamiða, sem ég tel til fyr- irmyndar og vil ég þar til nefna K. Jónsson og Co h.f. og Möl og sandur og fleiri. Ég vil leggja það til, að þessi stóru fyrirtæki, og vit- anlega allir sem eru á eftir í þessum efnum, reyni að bæta úr þessu hið bráðasta, því að óánægt starfsfólk er ekki gott starfsfólk, en það ætti þó að vera hagur hvers fyrirtækis að starfsfólkið sé gott. Athugandi væri fyrir verkalýðs- félögin að taka þetta mál til með- ferðar og að menn gætu þá snúið sér til skrifstofu þeirra í þessum efnum, en það hefi ég heyrt að sé harla tilgangslitið að reyna. Harlmann Eymundsson. Um þessar mundir var góðæri mikið á Islandi og snjóflóðaskaðar fátíðir. Þessum ábendingum Ólafs var því lítill gaumur gefinn af al- menningi eða stjórnvöldum. Það var fyrst eftir hin mannskæðu snjóflóð í Neskaupstað um jóla- leytið 1974 að menn vakna til meðvitundar um þessa miklu hættu, sem víða vofir yfir jafnvel þéttbýlum stöðum, og þá voru rit Ólafs dregin fram í dagsljósið. Ef leiðbeiningum Ólafs hefði verið hlýtt, hefði aldrei þurft að koma til svo ægilegra slysa. Er gaman að minnast þess, að nú hafa snjó- flóðavarnir verið skipulagðar víða um landið, mjög í þeim anda sem Ólafur lagði til, fyrir 25 árum. Eins og þegar var getið, hafði Ólafur tekið að rannsaka berg- hlaup hér á landi í tengslum við skriðurnar. Gerir hann grein fyrir þeim í sérstökum kafla í Skriðu- fallabókinni, er hann nefnir „Forn framhlaup hér á landi.“ Er þar aðallega fjallað um framhlaup á Norður- og Austurlandi, sem al- kunnug eru og sjást frá þjóðvegum. Eftir útkomu Skriðufalla og snjóflóða verða berghlaupin aðal- viðfangsefni Ólafs á sviði náttúru- fræðinnar. Ferðaðist hann í því skyni víða um landið og skoðaði berghlaup. Samdi hann nákvæmar lýsingar á hverju þeirra, mældi halla (fallhæð), teiknaði yfirlits- myndir af þeim og ljósmyndaði þau. Einnig skoðaði hann hlaupin á loftmyndum ogdvaldi stundum hjá Landmælingum íslands í því skyni. Ólafur var nú kominn yfir sextugt og þó hann væri heilsugóður og léttur á sér, var þrek hans til ferða- laga ekki hið sama og á tímum Ódáðahraunsferðanna. Verkefnið reyndist viðameira og torsóttara en hann ætlaði í fyrstu. Samt tókst Ólafi að skoða með eigin augum flest meiri háttar framhlaup í land- inu og fjölmörg smærri, og það sem ekki var minna um vert, honum tókst að setja saman enn eitt ritverk er fjallaði um þetta efni, bókina Berghlaup, sem gefin var út af Ræktunarfélagi Norðurlands árið 1976, þegar höfundurinn var rúm- lega áttræður. Eins og fyrri bækur Ólafs, er þessi einnig tvískipt, og er fyrri hlutinn almenn — og þó sér- staklega íslenzk berghlaupafræði, en síðari hlutinn er lýsingar berg- hlaupanna. Bók þessi og rannsóknir þær sem að baki henni liggja, eru ótrúlegt afrek manns sem á gamals aldri fer að fást við þetta jarðfræðilega viðfangsefni, snauðuraf flestu sem til þarf, nema áhuganum fyrir því. Hefði mátt ætla að aðeins þetta verkefni væri hverjum meðalmanni nóg ævistarf, enda hygg ég að engin þjóð eigi nú jafn ýtarlegar og staðgóðar lýsingar á þessum fyrirbærum eins og við íslendingar, svo er Ólafi fyrir að þakka. Er heldur ekki að efa, að Berghlaupabókin hefði enzt höf- undi sínum til heimsfrægðar, ef rituð hefði verið á alþjóðlegu máli. Ég hef 1 þessum minningarorð- um, einskorðað mig við fræði- manninn og náttúrufræðinginn Ólaf Jónsson, en því skal þó ekki gleymt að sitt aðalstarf vann Ólafur á sviði búfræðinnar og var þar engan veginn lítilvirkur, ritstýrði m.a. Ársriti Ræktunarfélags Norð- urlands um margra áratuga skeið og vasahandbók bænda í áratug og skrifaði mýmargar greinar í þessi og önnur landbúnaðarrit. Ólafi var mjög létt um að skrifa og skrifaði alla tíð mjög glæsilega rithönd. Hann hafði ríka tilhneigingu til skáldskapar, og samdi m.a. nokkur leikrit, eina skáldsögu og nokkrar smásögur, sem hafa verið gefnar út. Einnig orti hann nokkuð og gaf út eina ljóðabók en önnur er til í handriti. Fjalla mörg kvæðanna um Ódáðahraun, oft með siðfræði- legu en jafnframt gamansömu ívafi, en gaman og glettni voru rikir eiginleikar í skapgerð Ólafs alla ævi, og reyndar sá þáttur í fari hans (Framhald á bls. 6). 4.DAGUR Þorgeir Rúnar Finnsson Fæddur 8. september 1965 Dáinn 28. desember 1980 Kveðja frá frændfólkinu Ártúni Við undrumst óft, hvað fljótt er sköpum skipt erskyggja yfir dauðans myrku él. Og spyrjum hljóð, því blómstri burt sé kippt og bjartar vonir látnar gista hel. Löng var sú nótt og dimmur dagur sá erdauðinn bleikum fáki að garði reið. Er þú varst horfinn, farinn okkur frá og fylgd var lokið, allt of skamma leið. Frá samfylgd okkar aðeins birtu ber því bjart var jafnan kringum prúðan svein. Að fylgdar lokum allt við þökkum þér og þín skal geymast minning bernsku hrein. En aldrei framar verður allt sem var í veröld okkar, eftir þessi jól. Því góðan dreng og vin mun vanta þar þó veður lægi, aftur hækki sól. Hvað ræður þvt, að teppt er ferð og fjör og feigðar skaflinn yfir höfði lýkst? Hvað ræður því? Við fáum seinna svör ogsorgartár af þrútnum hvarmi strýkst. H.F. „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir“ segir máltakið. Þetta þykir okkur óréttlátt. Ungur efnispiltur hefur verið kallaður á brott. Hann gekk ung- ur í féiag okkar og þar, eins og annars staðar vakti hann athygli fyrir vaska og prúðmannlega framgöngu. Einn af efnilegri sonum bæjar okkar er fallinn í valinn. Við sendum honum hinstu kveðju og þökk fyrir samfylgdina og vottum foreldrum, systkinum og ættingj- um, okkar dýpstu samúð. Félagar ípróttafélagsins Þórs. Ábending um höfund Ijóðs í jólablaði Dags á blaðsíðu 31, birtist fagurt ljóð, sem Sigríður Helgadóttir frá Kálfborgará lærði hjá móður sinni Þuriði Sigur- geirsdóttur. Við lestur kvæðisins rifjaðist upp fyrir mér að systir mín, Sig- rún Benediktsdóttir frá Breiða- bóli á Svalbarðsströnd, hafði lært af sinni móður, Sesselju Jóna- tansdóttur þetta umrædda ljóð. Þannig geymast í minni manria vönduð ljóð hagyrðinga, sem þarflegt væri að bjarga frá glötun. Vil ég þakka Sigríði fyrir að koma kvæðinu á prent. Við sem þekkjum kvæðið teljum höfund þess vera Benedikt Þorkelsson, oftast kenndur við Kvíabekk í mer' minni Ka-hjr-* “"'isrin-s ?uVcirsdót,U[ I Etti i. ? Kilfborp dinn. en tdur aUð"hU”‘ II la,|J sitt op un " 3 nan hitt. Silríður SIU á t,0g''astuma/iÍAi nsrM Ólafsfirði, hann var barnakenn- ari, vel metinn sómamaður, sem á margt ættmenna við Eyjafjörð. Ekki er vitað til þess að Bene- dikt færi til útlanda og tel ég lík- legra að kvæðið sé gert í orðastað annars manns. Guðmundur Bencdiktsson frá Breiðabðli. myndir 1980 Lið KA ífrjálsum íþróttum var í sviðsljósinu á árinu, og urðu m.a. í öðru sæti i bikarkeppni FRÍ. Aðalsteinn Bernharðsson vann marga góða sigra fyrir félag sitt, svo og ung og efnileg hlaupadrottning, Kristín Halldórsdóttir. Lyftingamenn stóðu að venju í ströngu á árinu og kepptu á mörgum mótum hérlendis og er- lendis. Mesta afrekið vann Arth- ur Bogason er harin setti Evrópu- met í réttstöðulyftu. Þá kom fram á sjónarsviðið nýr lyftingamaður en það var hinn síungi öldungur Jóhannes Hjálmarsson en hann stendur á fimmtugu. Jóhannes hefur sett nokkur Akureyrarmet og m.a. hirt þau af sonum sínum. Nýir leiðtogar tóku við stjórn Þórs og KA á árinu. Jón Arn- þórsson varð formaður KA en hann tók við af Haraldi Sigurðs- syni sem verið hafði formaður um margra ára skeið. Sigurður Oddsson tók við formennsku i Þór af Haraldi Helgasyni, sem verið hafði formaður um tuttugu ára skeið. Sigurrós Karlsdóttir frá íþróttaféiagi fatlaðra á Akur- eyri, setti Ólympiumet og sigr- aði í sundi á Ólympíuleikj- um fatlaðra í Hollandi í sum- Jóhanncs Hjálmarsson. Knattspyrnumenn frá Akureyri voru mjög í sviðsljósinu á s.l. ári. Lið KA sigraði aðra deild og lið Þórs varð í öðru sæti. Skotinn A lec Willoughby þjálfaði KA, en Árni Njálsson, Þór. Báðir þessir menn hafa verið endurráðnir nœsta keppnistímabil. Óskar Ingimundarson úr KA var lang markhœstur í annarri deild en hann skoraði 21 mark. Ekki verður minnst á knatt- spyrnuna svo að Elmars Geirssonar sé ekki getið, en hann skemmti mörg- um vallargestinum með sprettum sínum og leik- gleði. Þórsstrákar stóðu sig vel í ís’andsmótinu og komust þrír flokka í úr- slitakeppni. Bœði lið frá Þór og KA fóru til Skot- Iands á sumrinu og kepptu við jafnaldra sína Markakóngurinn Óskar Ingimundarson. Hrefna. Bjöm. Haukur. * íslandsmótið á skíðum var haldið á Akureyri um páskana, og einnig var haldin þar vetraríþróttahátíð ÍSÍ, og Andrésar Andar leikarnir svo einhver stórmót séu nefnd. Ólafsfirðingar voru sigursælir á skíðamót- um vetrarins að venju, en þeir keppa nær eingöngu í norrænum grein- um. Björn Þór Ólafsson var foringi þeirra Ólafsfirðinga og sigraði m.a. í stökki á íslandsmótinu. Helstu afreksmenn Akureyringa á vetrinum voru þau Hrefna Magnúsdóttir og Haukur Jóhannsson. Fjórði flokkur Þórs í handknattleik varð íslandsmeistari á íslandsmótinu scm haldið var í mars. Meistaraflokkur KA var i toppbaráttu i annarri dcild allt fram til síðasta leiks, en þá töpuðu þeir fyrir Fylki og misstu þá um leið af fyrstu deildar sæti. Alfrcð Gíslason gerðist á haustdögum KR-ingur, cn hann fór þá til náms til Rcykjavíkur. Hann var strax valinn i landsliðið og stóð sig vcl í sínum fyrstu landsleikjum. »••4 Ástandið jafnvel verra en áður var haldið í haust sem leið var öll innritun á dagvistarstofnanir Akureyrar- bæjar sameinuð. Eftir þessa breytingu fékkst góð yfirsýn yfir fjölda barna í biðlistum, aldur þeirra, biðtíma, búsetu og fleira. í fréttatilkynningu frá Félags- málastofnun Akureyrar segir að í Ijós hafi komið að ástandið sé jafnvel verra en áður var haldið. í fréttatilkynningunni segir að þann 10. desember hafi 244 börn verið á biðlista. Þau voru enn fleiri sl. vor, fækkaði í sumar og fjölgaði hratt í byrjun desember. Til skýr- ingar er rétt að geta þess að tölu- verð hreyfing er á sumrin, böm hætta og önnur komast inn, en hreyfingin er aftur mjög litil á vet- urna og því eru biðlistarnir alltaf lengstir á vorin. Síðan segir orðrétt í tilkynningu Félagsmálástofnunar: „Tímabilið l.okt. til l.des. bárust 53 umsóknir en aðeins 11 rými losnuðu. í þau fóru að sjálfsögðu 11 börn af bið- listanum. Af þeim 11 börnum höfðu 5 forgang, 3 vegna þess að mæður þeirra eru einstæðar og 2 vegna þroskaskerðingar eða fötl- unar. Hin börnin 6 áttu öll gamlar umsóknir, allt upp í 2ja ára. Af þessu sést að forgangsbörnin eru nærri helmingur þeirra barna sem inn hafa komist þennan tírna. Ekkert bendir til að það hlutfall breytist á næstunni, nema e.t.v. til hins verra, þvi mjög margar for- gangsumsóknir bíða afgreiðslu. Á þessum vikum fjölgaði um- sóknum á biðlista sem sagt um 42 og með sama áframhaldi munu 360 böm verða á biðlista í vor. Akureyrarbær hefur loksins haf- ið markvissa uppbyggingu dagvist- arheimila fyrir börn og ber að fagna því. Þó þarf að gera miklu betur, því þörfin hefur hingað til aukist hraðar en dagvistarrýmum fjölgar. Ofan á þetta bætist að sí- fellt fjölgar þeim beiðnum sem berast um vist fyrir börn sem þykja á einhvern hátt standa höllum fæti í þroska og þurfa á sérstaklega mik- illi örvun að halda. Dagvistar- heimilin virðast geta gert mikið fyrir mörg þeirra barna, en að sjálfsögðu má hlutfall þeirra í hópnum ekki verða of hátt. Ur þvi að mjög aukinnar örvunar er svona oft þörf má leiða að því líkur að örvunin hafi verið of lítil fyrr á ævi barnsins. Úr þvi að dag- vistarheimili eru álitin geta bætt úr þessu, má e.t.v. draga þá ályktun að bjóða þurfi yngri börnum upp á góða dagvistun á dagvistarheimili, en nú er kostur á. Er þá átt við þau böm sem ekki geta verið heima allan daginn vegna þess að for- eldrarnir eru úti að vinna eða í námi. Dagvistarheimili taka þau yngst 2ja ára, síðdegisdeildir á leikskól- um þó 3ja ára. Tekið er við um- sóknum fyrir börn sem orðin eru ársgömul og biðtíminn er sjáldan styttri en l'ó ár. Þegar börnin kom- ast að eru þau gjarnan búin að vera í 2 ár í einskonar bráðabirgða- gaslu, oft á mörgum stöðum. Aðstæður margra þessara barna eru mjög slæmar. Flest eru þau böm ungra foreldra sem vinna allt of mikið, eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið og flytja oft, þannig að mikið er um rót í kringum börnin. Afleitt er að ofan á þetta bætist óörugg gæsla. Akureyrarbær verður að gera myndarlegt átak í dagvistarmálum akureyrskra bama og gefa öllum foreldrum sem vilja eða þurfa kost á að nota dagvistarheimili. Það þarf að koma meira til móts við þarfir yngri barna en nú er, einnig verður að reyna að bjarga vanda þeirra foreldra sem byrja vinnu á morgnana áður en dag- vistarheimili opna eða hætta ekki fyrr en eftir að þau loka á kvöldin. Forskólaböm (0-6 ára) á Akur- eyri eru alls 1780, (1. des. ’79) og hér í bæ eru finnanleg dagvistar- rými fyrir rúmlega 300 þeirra (Pálmholt, Árholt, lðavöllur, Lundarsel, Stekkur), eða um 17,5%. Er það næstum helmingi lægra hlutfall en er í Reykjavik. Hafa þó ráðamenn þar séð ástæðu lil að skipuleggja stórátak i dagvistar- málum. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.