Dagur - 08.01.1981, Blaðsíða 3

Dagur - 08.01.1981, Blaðsíða 3
SELDU ÞORSKHAUSA Siglufiröi 6. janúar. Skömmu fyrir jól var skipað út á Siglufiröi töiuverðu af þorskhaus- um, sem eiga að fara til Afríku. Hausarnir voru þurrkaðir og verk- aðir af félögum i Kiwanisklúbbnum Skildi og þeim gefnir af þremur fyrirtækjum í bænum. Andvirði söl- unnar, sem er á 3ju milljón, rennur t.d. til líknarmála, eða annars sem félagar klúbbsins styrkja. Þetta var fyrri sendingin af tveimur sem ætlunin er að selja til Afríku. Gert er ráð fyrir að hægt verði að pakka því sem eftir er í lok þessa mánaðar, en þess má geta að það var vakað heila nótt við að pakka inn því sem sent var um daginn. Þorskhausamir voru gefnir af Síldarverksmiðu ríkisins, Þormóði ramma og ísafold. SB. Jólahald á Króknum SauÖárkróki 7. janúar. Jólahald á Sauðárkróki fór vel frant að venju þó veður væri vont. Við höfðum ljósum prýdd jólatré í bænum og skreytingar á húsum voru með meira móti. Ljósakrossinn á hæðunum fyrir ofan bæinn setti líka fallegan jólasvip á umhverfið eins og undanfarin ár. Aftansöngur var í Sauðárkróks- kirkju á jólanótt og skírnarmessa á annan dag jóla. Þá voru skírð 7 börn. Nýkjörni sóknarpresturinn „Læknamaf ían,11 ný bók eftir Auði Haralds Lœknamafian, lítil pen bók eftir Auði Haralds, er nýkomin út hjá IÐUNNI. Eftir Auði kom í fyrra út bókin Hvunndagshetjan, þrjár ör- uggar aðferðir til að eignast óskil- getin börn. Vakti sú bók verulega athygli og þótti nýstárleg. Lœknamafían er fyrstu persónu saga og lýsir þeirri reynslu sögu- manns (sem er kona) að veikjast og þurfa að gangast undir læknisað- gerð á spítala. Þarf hún að heyja harða baráttu við læknastéttina til okkar, Hjálmar Jónsson, hafði líka guðsþjónustu í sjúkrahúsinu á jóladag. Á annan dag jóla hafði ung- mennafélagið skemmtanir í Bifröst — bæði fyrir börn og fullorðna. Verkakvennafélagið Aldan á Sauð- árkróki minntist afmælis síns með samkomu í Bifröst í lok desember. Hin aldna baráttukona félagsins og verkalýðsleiðtogi Hólmfríður Jón- asdóttir, skáldkona rakti sögu félagsins, en veislustjóri var María Pétursdóttir. Núverandi formaður félagsins er Aðalheiður Árnadóttir. G.Ó. að fá sjálfa sig og sjúkdóm sinn tekin gildan í því samfélagi. Það tekst að vísu að lokum og lýsir sag- an sjúkrahúsvistinni og kynnum af hjúkrunarfólki og öðrum sjúkling- um. — Höfundur lætur eftirfarandi athugasemd fylgja: „Algjör tilvilj- un ræður því ef persónur bókar- innar líkjast lifandi eða látnu fólki, því ég hef svo sannarlega lagt mig fram við að hilma yfir uppruna þeirra.“ Lœknamafían er í tuttugu köfl- um, 178 blaðsíður. Steinholt h.f. prentaði. Ólöf Árnadóttir sá um útlit kápu. Skíðabúnaður á alla fjölskylduna KARHUTITAN Kneassi. Vz útborgun Afgangur á 2 mánuðum. Hafnarstræti 94, sími 24350. Sporthú^id Árshátíðin verður haldin á Hótel K.E.A. 17. janúar n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. FRAMSOKNARFELAGS AKUREYRAR Dagskráin innifelur: Glæsilegan. veislu- kost sem framreiddur verður við þægi- lega dinnermúsík Ingimars Eydal. Gestur kvöldsins veróur Páll Pétursson alþingismaóur og flytur hann aðalræó- una en Hákon Aöalsteinsson sér um gamanmálin í bundnu og óbundnu máli, bæði sungin og mælt af munni fram, meó undirleik þar sem við á. Veislustjóri Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjóri mun ugglaust sjá um að vió „höldum gleói hátt á loft“ Að lokum mun dansinn duna við fjöruga tónlist Astró tríós. Til þess að tryggja sér miða þarf aö hafa samband við skemmtinefnd í „Opnu húsi“ Hafnarstræti 90 — miðvikudags- kvöld 14. janúar n.k. eftir kl. 20.00 en síðan verða miðar seldir og boróapant- anir teknar í gestamóttöku Hótels K.E.A. fimmtudag og föstudag 15. og 16. janúar n.k. sími 22200. Hittumst hress. Skemmtinefndin. DAGUR.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.