Dagur - 08.01.1981, Blaðsíða 8
Bilaperur
6-12 og 24 volta
FLESTAR
TEGUNDIR
SAMLOKUR
fyrir og án
peru
INNHEIMTA BÆJARGJALDA:
Betri en vonir stéðu til
Innheimta bæjargjalda gekk
þokkalega á síðasta ári, að sögn
Rafns Hjaitalíns, bæjargjald-
Árshátíð
framsóknar
félags
Akureyrar
verður 17. janúar
Árshátið Framsóknarféiags
Akureyrar verður haldin 17.
þ.m. í Hótel K.E.A. og hefst kl.
19.30. Aðalræðu kvöldsins flytur
Páll Pétursson, alþingismaður
og bóndi á Höllustöðum. Hákon
Aðalsteinsson, frá Vaðbrekku
mun sjá um gamanmál og Astro
tríóið leikur fyrir dansi. Veislu-
stjóri er Valur Arnþórsson
kaupfélagsstjóri.
Jóhannes Sigvaldason, formaður
Framsóknarfélags Akureyrar,
sagði í viðtali að miðar á árshátíð-
ina yrðu fáanlegir að kvöldi mið-
vikudagsins 14. í félagsheimili
framsóknarmanna við Hafnar-
stræti, en það kvöld er „Opið hús“
og öllum bæjarbúum heimill að-
gangur. Þar spila menn, tefla og
ræða bæjarmál. Fimmtudaginn 15.
og föstudaginn 16. verða miðar á
árshátíðina seldir í Hótel KEA
milli kl. 17 og 19.
Jóhannes sagðist vilja hvetja sem
flesta til að koma á árshátíð Fram-
sóknarfélagsins og tryggja sér miða
tímanlega.
ALFABRENNA
ASIGLUFIRÐI
Skólabörn á Siglufirði héldu álfa-
brennu á Siglufirði s.l. þriðjudags-
kvöld. Kiwanisklúbburinn Skjöldur
var bömunum til aðstoðar.
kera á Akureyri. Innheimt voru
89%, sem er um einu og hálfu
prósenti minna en á árinu 1979.
Stafar það mest af því, að stór
fyrirtæki gátu ekki gert skil fyrir
áramót.
Rafn sagði að innheimta gjalda
frá einstaklingum hefði gengið vel
og ekki verið síðri en árið áður.
Menn áttu von á lakara inn-
heimtuhlutfalli, en það reyndist
framar vonum. Sýnilegir erfiðleikar
eru hjá sumum fyrirtækjum og á
það einkum við um fyrirtæki í
byggingariðnaði. Þess ber að geta,
að álagningu er ekki lokið á öll
fyrirtæki.
Ekki er enn búið að ákveða hver
verður fyrirframgreiðsla opinberra
gjalda einstaklinga á fyrri hluta
þessa árs. Hún var 70% í fyrra og
gert hafði verið ráð fyrir að sama
hlutfall yrði í ár. Fyrsti gjalddagi
fasteignagjalda af fimm verður 15.
janúar.
Lyftur opnaðar
á laugardaginn
Um næstu helgi verður skíða-
svæðið í Hlíðarfjalli formlega
opnað á nýju ári. Frá klukkan 10
um morguninn geta skíðaunn-
endur rennt sér í brekkunum, en
fyrirhugað cr að hafa opið frá
klukkan 10 til klukkan 15.30 til
16.00 á laugardögum og sunnu-
dögum i þessum mánuði.
Ívar Sigmundsson sagði að
opnunartíminn réðist nokkuð af
birtuskilyrðum hverju sinni og
bætti því við að skíðafæri væri
sæmilegt um þessar mundir. Þegar
líður að lokum þessa mánaðar
verður skíðasvæðið væntanlega
opið á virkum dögum.
Leikarar, leikstjórí og hluti starfsfólks á æfingu. Mynd: G. Lár.
Þrír skálkar í Freyvangi
Sauðárkrókur:
Meiri
afli en
árið áður
Afli togara Útgerðarfélags
Skagfirðinga var góður á ný-
liðnu ári. Drangey aflaði
4.195.566 tonn, Skaft fékk
3.455.220 tonn og Hegranes
3.138.638. Alls er afli togaranna
10.789.424 tonn, en var árið
1979 9.447.564. Aflinn er því
rúmum eitt þúsund tonnum
meiri í fyrra en hitti fyrra. Jafn
margir togarar stunduðu veið-
arnar í fyrra og árið áður, en þá
mun einn þeirra hafa verið í við-
gerð um skeið. Togararnir fóru í
11 söluferðir. G.Ó.
„Söngur ástir og vín,“ eða
kannski „ástir slagsmál og
vín,“? Eitthvað af þessu öllu
ásamt smáhrekkjum, gleði og
sorg kemur fram í gamanleikn-
um „Þrír skálkar“ sem frum-
sýndur verður í Freyvangi laug-
ardag 10. jan. kl. 20.30.
Leikstjóri er Jóhann Ögmunds-
son og fer hann jafnframt með
hlutverk Jockums böðuls. Leikritið
er danskt, þýtt af Þorsteini Ö.
Stephensen, og gerist „á því herr-
ans ári sem vísan um skálkana þrjá
var kveðin,“
Undirleik annast Þórdís Karls-
dóttir á fiðlu og Magnús Kristins-
son á fiðlu. Leikarar eru 21, en hátt
í 40 manns hafa unnið að
uppfærslunni, sem er á vegum
Leikfél. Öngulsstaðahrepps og
U.M.F. Árroðans sameiginlega.
Önnur sýning verður í Freyvangi
sunnudag kl. 20.30.
DRANGUR:
Viðha Idskostnaðu r
gífurlega mikill
Málefni ferja og flóabáta voru rædd
í samvinnunefnd samgöngumála á
Alþingi fyrir áramót. f greinargerð
frá forráðamönnum Drangs, sem
þeir sendu cr sótt var um ríkisstyrk,
kemur fram að Drangur er orðinn
22ja ára gamall og því er viðhalds-
kostnaður hans mjög mikill. f
greinargerðinni kemur fram að við-
haldskostnaður er áætlaður 46
milljónir á þessu ári og er það veru-
leg hækkun frá því sem veríð hefur.
Áætlað er að rekstrargjöld hækki
um 90% milli ára eða úr 124
milljónum króna árið 1980 í 236
milljónir króna á þessu ári. Það er
því ljóst að full þörf er á því að
hefja athugun á smíði nýs skips 1
staðinn fyrir Drang.
Nefndin fjallaði einnig um Hrís-
eyjarferjuna, en til Hríseyjar kom
ný ferja árið 1979 sem leysti af
hólmi alls ófullnægjandi farkost.
Mikill stofnkostnaður fylgir þessu
nýja skipi, eða rúmar 200 milljónir
króna. Greiðslubyrðin af þcssum
stofnkostnaði er talin verða 79
milljónir króna og geymdur vandi
frá árinu 1980 20,6 milljónir eða
samtals 99,6 milljónir króna.
Rekstrarstyrkur til Hríseyjar-
ferjunnar á s.l. ári var 16,2 milljónir
og ljóst var að nauðsynlegt yrði að
hækka styrkinn verulega fyrir þetta
Drangur hefur dugað vel.
ár. í nefndarálitinu var ekki rætt
um upphæð styrkja til Drangs á sl.
ári. Allar tölur eru í gömlum krón-
um.
Tíðar bilanir
Um jól og áramót urðu miklar
bilanir á loftlínukerfi Land-
símans á Norðurlandi. Á Húsa-
víkurfjalli laust þremur elding-
um niður í örbylgjubúnaðinn
með þeim afleiðingum Norður-
og Norð-Austurland varð síma-
sambandslaust við umheiminn á
annan sólarhring. Samkvæmt
upplýsingum frá Landsímanum
er viðgerð lokið á þeim línum
sem skemmdust og sömuleiðis
er búið að gera við búnaðinn á
Húsavíkurfjalli.
Truflanir hafa einnig verið á út-
sendingum sjónvarps og útvarps
um hátíðamar. Eldingarnar á
Húsavíkurfjalli skemmdu við-
kvæman búnað sjónvarpsins og
bilanir áttu sér stað í sendum sjón-
varps á Tjörnesi og í Kelduhverfi.
Starfsmenn Pósts og síma unnu
oft við erfiðar aðstæður við að
koma línunum í lag, en eins og
menn rekur minni til var veðurhæð
óskaplega mikil víða á Norðurlandi
um hátíðamar.
©nn/iím ■p rr H RT r— TfiT
mm. íh s. I s -
0 Enn af
nýkrónum
í síðasta þætti var sagt að
bensínpotturinn kostaði
nokkra tugi króna. Að sjálf-
sögðu er þetta rangt því
bensínlítrinn kostar rúmar 5
krónur, en hitt er svo aftur
annað mál hvenær vitleysan
verður rétt, ef svo má að orði
komast.
0 Akureyr-
ingurinn og
bensínsölu-
verkfallið
Samningar hafa nú tekist
milli bensínafgreiðslumanna
á höfuðborgarsvæðinu og
viðsemjenda þeirra, þó af-
greiðslumenn hafi ekki feng-
ið því framgengt að læra list-
ina á námskeiðum eftir 5 ára
starf. Einn góðkunningja
blaðsins hér á Akureyri hafði
ekki fylgst nákvæmlega með
fréttum af þessu máli síðustu
daga ársins og þegar hann
heyrði skyndilega í sjón-
varpsfréttum á nýja árinu, að
nú færi senn að gæta ben-
sínleysis, en nokkrar bensín-
stöðvar í einkaeign væru þó
enn opnar, þá rauk hann til í
offorsi og keypti fullan tank
af bensíni. Hann hrósaði
happi yfir því að engin bið-
röð var við bensínsöluna og
furðaði sig á fyrirhyggjuleysi
annarra Akureyringa. Þessi
misskilningur mannsins er
e.t.v. ekkert svo mjög skrýt-
inn, þegar að er gáð, því oftar
en ekki segja Reykjavíkur-
fjölmiðlarnir þannig frá mál-
um Reykjavíkur og nágrenn-
is, að ætla mætti að allt land-
ið ætti í hlut. Oft er sagt frá
vondu veðri og slæmri færð
án tilgreiningar hvar það er,
þegar froststillur og blíðviðri
er annars staðar á landinu.
0 Viðskipta-
máti ríkisins
Oft hefur verið um það rætt
hve ríkið sé skuldseigt, en
jafnframt kröfuhart í einn-
heimtuaðgerðum sínum, Hér
er ein saga um skuldseiglu
ríkissjóðs: Þann 5, janúar s.l.
barst Akureyrarbæ bréf, sem
póstlagt var í Reykjavík 29.
12.1980. f bréfinu var ávísun
að upphæð 8,8 milljónir
króna tll greiðslu á kostnað-
arhluta ríkisins víð rekstur
húsmæðraskólans — fyrir
áríð 1979. Ávísunin var dag-
sett í maí 1980 og var því átta
mánuði á leiðinni. Hvernig
geta svona hlutir viðgengist?
Bankinn gæti neitað að inn-
leysa tékkann þar sem hann
er meira en 30 daga gamall.
Hvað hefur Akureyrarbær
tapað miklu þegar mið er
tekið af raungildi peninga og
vegna yfirdráttar, sem bær-
inn hefur þurft að borga vexti
af allan þennan tíma?