Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 4
BMSOE Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Vita ekki hvað þeir vil ja Þegar erfiðleikar steðja að í milli- ríkjaviðskiptum okkar og þjóðar- hagur versnar, t.d. þegar olíuverð hækkar á heimsmarkaði, þá hækka laun á ísiandi sjálfkrafa. Olíuverðshækkunin hefur áhrif til hækkunar á vísitölu landsmanna og þar með fást verðbætur á laun. Aiþýðubandalagsmenn kröfðust þess í ríkisstjórn að þessu kerfi yrði komið á að nýju, en komið hafði verið í veg fyrir þetta að nokkru með ákvæðum svokall- aðra Ólafslaga um að tillit yrði tekið til viðskiptakjara við út- reikning framfærslu- og kaup- gjaldsvísitölu. Þetta fyrirbæri er eins órökrétt og fáránlegt og hugsast getur. Hagur þjóðarinnar versnar vegna lakari viðskipta- kjara og allir fá launahækkun! Því miður voru viðskiptakjara- ákvæði Ólafslaga numin úr gildi með efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar um áramót. Þetta gildir að vísu aðeins um laun lægri en 725 þúsund gkr. á mánuði, en er jafn fáránlegt fyrir því. Afnám þessa ákvæðis á lægri launin veldur því þá væntanlega einnig, að iægri iaunin hækka ekki þótt viðskiptakjörin batni. Það verða aðeins hærri launin sem njóta þeirrar umbunar. Þetta er að vísu ekki sagt beinum orðum í bráða- birgðalögunum, en ætla verður að þar sem viðskiptakjaraviðmiðunin á að gilda til iækkunar hærri launa þá gildi hún einnig til hækkunar þeirra, ef svo ber undir. Og nú virðast einmitt líkur til að við- skiptakjaraákvæði Óiafslaga hefði hækkað verðbætur á laun, þar sem horfur eru á batnandi viðskiptakjörum. Þarna er launa- jöfnunarstefna og hræðslupólitík Alþýðubandalagsins í hnotskurn. Á síðasta Alþýðusambands- þingi voru fluttar milli 30 og 40 ræður um viðskiptakjaraviðmiðun Ólafslaga. Það var eins og eitt- hvert sáluhjálparatriði flestra sem tóku til máls, að ákvæðið yrði af- numið. Það voru einkum verka- lýðsleiðtogar sjálfstæðismanna og krata, auk nokkurra „últra“- komma, sem vildu afnema við- skiptakjaraákvæðið og menn geta svo leitt líkum að því hvort þeir hafi gert það af umhyggju fyrir launafólki eða af einhverjum öðr- um hvötum. I' þessu samhengi er fróðlegt að sjá það haft eftir Ás- mundi Stefánssyni, forseta ASÍ, í blaðaviðtali um síðustu helgi, að afnám þessa ákvæðis Ólafslaga hafi ekki verið til hagsbóta fyrir launafólk. I sama blaði, sagði Guðmundur J. Guðmundsson að verkalýðshreyfingin hljóti að vera ánægð og Svavar Gestsson sagði að kjarasamningar væru lausir síðar á árinu og þá mætti endur- skoða þetta. Þeir vita ekki hvers þeir voru að krefjast. Bátamiðin og togararnir Eftirfarandi grein er hluti úr bókarkafla sem mun birtast i 10. bindi í „A Idnir hafa oröiö“ og er hér birt meö leyfi É.D., bókarhöfundar. Ónákvæm og jafnvel fölsk nafn- gift hefur um hundruð ára ógnað tilveru kostaríkis byggðarlags, sem nú verður skýrt. Stórjarðirnar Heiði, Eyði, Ytra- lón, Sauðanes, Syðralón, samfellt góðlendi til landbúnaðar auk æðarvarps og reka, og svo stórbýlin Skoruvík og Skálar með sjávar- fenginn í fanginu frá stórhvelum til smásíla milli fjörusteina, reka og auðugra flugabjarga, er gósenland lífsgæða. Þar er allt fullt af geisl- andi lífi og náttúrumunaði, hyl- djúpu hafi mettuðu bjargræði fyrir þúsundir svangra og eftir upptaln- ingu slíkra náttúruauðæfa án at- hugasemda er svo þetta stórkost- lega lífríki kynnt þannig: „Skoru- vík á Langanesi er í Sauðanes- hreppi". Þessi falska nafngift Vík í stað Bugt er gefin öllu því mikla hafsvæði sem bugtin frá Fonti að Svínaiækjartanga er. Landmæling- ar eiga að geta sýnt hve stórt um- fang þess er í kvaðratmílum eða Svolítil afskiptasemi Ég get ekki stillt mig um að taka undir þau orð Guðmundar Bene- diktssonar frá Breiðabóli, í stuttri „Ábendingu um höfund ljóðs“, sem birtist í þessu blaði 8. jan. s.l„ að „þarflegt væri að bjarga frá glötun" vönduðum ljóðum hag- yrðinga sem varðveitast á vörum fólks. Einmitt þess vegna birti ég umtalað ljóð Benedikts Þorkels- sonar í „Dægurljóðaþætti" Heima er best, septemberblaði 1971. En ég er hvað ánægðastur yfir hvað ég hef oft getað birt þar ljóð sem grafin hafa verið upp úr munnlegri geymd. Mér bárust fjölmargar uppskriftir af Ijóði Benedikts og þeim bar merkilega vel saman, að- eins smávegis orðamunur. En það var svo kunningjakona mín frá Ólafsfirði, Kristín Rögnvaldsdóttir, sem mælti með þeirri uppskrift sem ég birti í Heb. Og þar eru vísurnar sjö en ekki sex eins og birtust í jólablaði Dags, bls. 31. Kristín þekkti Benedikt vel um árabil og hún leiddi skýr rök að því að hann væri höfundur ljóðsins og hefði ort það í orðastað manns sem fór til Ameríku, en þangað fór Benedikt aldrei. Aðrir heimildamenn mínir voru þessu algjörlega sammála. Um þingeyinginn Benedikt Þor- kelsson, sem margir kenna við Kvíabekk í Ólafsfirði, má svo fræðast í Kennarataii. En úr því eitt af ljóðum hans hefur gengið í end- umýjun lífdaganna, en mörg þeirra urðu fleyg á sínum tíma, er ekki úr vegi að birta hér mynd af honum sem Anna Schiöth tók á sínum tíma. Með þökk fyrir birtinguna. Eiríkur Eiriksson. Bcncdikt Þorkclsson frá Kvíabckk. kgm. Ströndin við botn bugtarinn- arsem er bit Norður-tshafsins inn í Langanesið að norðan og liggur eftir með hrjúfar varir, klungur, fjörur og urð og tanngarð með skörð og skorur sem þrotnar tenn- ur, landhelgi hét 3 mílur, en var í rauninni engin til, hefur innifalin bugtin að ískantinum og áfram frá Svínalækjartanga opið haf vestur að Melrakkasléttu. En einmitt þetta „Bit“ Font- bugtin sem ég hefi nefnt hér er kjaminn í þessum lífríku bátamið- um, sem hafsvæðið milli Fonta og Melrakkasléttu býr yfir. Á allri þessari strandlengju var „hlaupið" yfir 3ja sjómílna mörkin og rányrkt upp í landsteina. Þetta var sú ÓGN, sem lá eins og mara í 200 ár og meir yfir þessari landkostabyggð. Jóhann M. Kristjánsson. Það er staðreynd að þessi litlausa nafngift VÍK eða Skoruvík átti sinn hlut í þeirri siðlausu meðferð sem frábær bátamið á þessum slóðum alltaf hlutu. Dátum á dönskum „Beskytturum“ landhelgisgæslu þeirra tíma hefir þótt það betur við sitt hæfi að sækja hlöðuböll í sveit- unum en eltast við veiðiþjófa við Langanesröst og ekki til annars að vinna en verja litla hálfdauða vík. Veiðiþjófum gáfust því tækifærin til að eyða hverri þeirri fiskigöngu er streymdi að landsteinum haust og voru og voru árvissir atburðir. Innrásar-ófögnuður- inn á miðunum Alla 18. öldina voru það mest enskar duggur og franskar skonn- ortur. Eftir 1900 kom þessi innrás- ar- og rányrkjuófögnuður úr öllum áttum. Breskir togarar yfirgengu þó allan þjófabálk, þeir voru verstir frá 1905-1930. í algjöru miskunn- arleysi eyrðu þeir hvergi lífi. Eftir 2 daga höfðu þeir eytt heilli göngu og gjört að blóðdrefjum að fjörustein- um allan sjóinn innan 3ja mílnanna og héldu þannig áfram út bugtir, flóa, firði og höf, alla leið að Heklugrunni norður af Langanesi og Kolmúla suður af nesinu. Fljót- astir voru þeir að myrða MIÐIN INNAN 3ja MlLNANNA MILLI Fonts og Svínalækjartanga. Af- leiðingarnar minna á innlegg í kaupstaðinn á haustin og hungrað vor. Hjálparkokkar við Breta voru svo norskir og færeyskir handfæra- og línubátar o.fl. og eftir aldamótin bættust svo við íslenskir togarar og mótorbátar. íslensku togararnir nutu þeirra fríðinda að vera „upplýstir“ með dulmálsskeytum um hvar helst skyldi varast varðskipin. Erkióvin- urinn Breskir togarar í landstein- um. Innrásarhyskið fór geyst, hvert rándýrið öðru gráðugra öslaði um þessa lífsuppsprettu matvæla og verðmæta sem forarvilpa væri og gátu betur með falska nafngift stolið úr þessum mikla lífsbrunni með því að láta sem ekkert væri að verja nema litla rekavík. Feluleikurinn með „víkina“ sem ekki var minni en það að geta rúmað 150 færeyska fiskikúttera á siglingu fram og til baka á meðan þeir biðu í 2 eða 3 daga hver eftir öðrum að geta losað miðsumarafl- ann í stór móðurskip, eftir að hafa verið stefnt til móts við þau þegar aflandsvindurinn, hlýr og sumar- mildur, gaf var til þess í Bugtinni milli FONTS og SVÍNALÆKJ- ARTANGA, Fontsbugt, hvar litla víkin, Skoruvík, kúrir í sandi þara og urð lífgjafi tugi manna, sem sóttu lífsbjörg sína á þetta brim- sollnaoggjöfulahaf.Þannigvarmeð 3ja sjómílna landhelgina og sam- göngur á hestum og sjó, en engin hafði borið sér þau voða orð í munn að þessi kostaríka, fagra byggð í Sauðaneshreppi í Norður- Þingeyjarsýslu skyldi segja sig til hrepps. Þannig var þessi æsku- byggð mín þegar ég 1916 lagði land undir fót út í heiminn með þann heimanmund, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Þannig var búið við FONTSBUGT og 3ja mílna land- helgi í þá daga. CMIu lífi var eytt .... svo siðlaus var þessi verknaður, að 3ja mílna landhelgin var einskisvirt, heldur miskunnar- laust öllu lífi eytt að landsteinum. Stjómmálamenn síðasta áratugs hafa unnið ómetanlegt stórvirki með þeirri miklu landhelgi sem nú hefir verið staðfest og hefur algjör- lega bjargað þeim eindæma miklu bátamiðum, sem við Langanes þar sem kjarni þeirra á Bugtinni frá Fonti að Svínalækjartanga, en Þistilfjörður þar sem Þórshöfn var eina kauptúnið á Langanesi þar til Skálar risu upp með árabátaútgerð. 1912 til 14 og óx hratt frá 1918 til 30 og var þá orðin stærri en Þórshöfn. En það er um fiskimiðin norðan við Langanes, sem þessi þáttur á að fjalla um, Skálar koma seinna. En fyrir utan Þórshöfn við Þistilfjörð Á skjánum sáum við í gærkvöld tvo góða á kjaftastólunum. Þar er stundum gott að rœða málin. Formaður BSRB sat fyrir svör- um gegnt fréttamanni og sagði ró- lega og ákveðið, að í hinum nýju efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnar væri hann og hans lið, BSRB, ranglæti beitt. Hann vildi benda á hagstæðari samninga við aðra, þar sem ríkisstjórnin hefði þó bent eða óbeint átt þátt í. Slíkt yrði ekki þolað. „Hann er samur við sig, stutt í hótanirnar," varð mér á að hugsa. Það er eins og fyrr og víðar: „Hann fékk meira en ég!“ En er hann síðan gat um úrskurð kjaradóms um 6% hækkun launa BHM og loks 23% hækkun til Al- þingismanna, runnu á mig „tvær grímur" og ég sit með þær enn! Hvað getur vitleysan leitt okkur langt? Ég fór að undrast hógvœrð formannsins. Það hlýtur að vera „mikill kall“ þessi kjaradómur! En sjái hann sér fært að ákveða þeim okkar, sem við glæstustu kjörin búa í þjóðfélaginu slíkan „ábæti“, verður hann jafn- framt að eiga — eða sýna — möguleika til að greiða háu launin, og einnig bætur til allra hinna, sem — eðlilega — fara að bera saman kjörin og krefjast réttlœtis gagnvart sér og sínum — eins og BSRB t.d. Og hvað um þá hópa, sem innan er líka Raufarhöfm með útgérð .og sækir líka á Langanesmiðin. Það mun því margan’ furða að Þórshöfn skuli óska eftir togaxa á þessi mið, einmitt erkifjánda báta- miða hvar sem er. Þetta hefir verið sú ógn sem yfir þessari.byggð hefir vofað mestan hluta þessirar aldar. Með þessari miklu útfærslu landhelginnar hefði . Langanes- byggðin öll átt að fylgja eftir þann- ig. Að gjöra kröfu til :stórbættrar veðurlýsingar, því veður eru válynd á þessum slóðum, og ýtrustu kröfu um trausta báta og útbúnað allan til öryggis í hámarki. Er þetta aprílgabb? .... þessa byggð héfir vantað í hundrað ár, en með landhelginni nýju virtist endanlega bægt frá um alla framtíð. Svo ber það til nú að frá sjálfu þessu sveitarfélagi bera fjölmiðlarnir það út, að súfreklega krafa sé fram komin aðþetta risháa sveitarfélag hafi sagt .sigtá ríkisjöt- una. ER ÞETTA FYRSTA A-PR- ÍLGABB eða eru maðkar í- mys- unni? Það er Alþingi skylt að verja þjóðina fyrir slíkum vágestum og uppákomu sem þessari og ganga rækilega úr skugga um hvort það er byggðafólkið almennt sem virki- lega óskar eftir þessum aðgerðum. Enginn hefði óttast aflaleysi á Langanesi á þeim árum ef rúm landhelgi hefði gilt og..landhelgisr gæslan í okkar höndum, ,nÚJl.er hvorutveggja í ríkúm niæli okkar eigið vald og geta. Hvað mega þeir hugsa: nú serri minnast þess að riafai staðið/grát- andi af hungri fynriskort á verndi. þeirra bjargráða er nú, er svo glæp-/ samlega borin á torg. /Hafa \iofur komist á kreik til þes9a’'verknaðar-,- eða er þetta ósmekklegt GABB? • 1 AJþingi hlýtur aðóverá skylt að kanna til hlýtar hver-.yiljUhrepps- búa í þessu máli raunverulegá or.. ... (Frámhald á bls.’ójj . sinna marka hafa þá; sem ekki hljóta nema einsog l/5 hluta launa sumra annarra í þjóðfélaginu? En þar eru hópar, sem öðrum fremur hafa sýnt þolinmæði hinum til fyrirmyndar. Ýmsir hér — um kaldar/ norður- slóðir — hafa talið og telja enn, að engin launahœkkun hafi verið eðli- leg, eða æskileg, á s.L ári, því síður nú! Þeim lægst launuðu ivilnað á annan hátt, til réttlætingar.í áttina. Meðan svo fer fram í kaupgjaldsmálum, sem nú og und- anfarið, grillir varla í von um sigur í lífs- og dauða- baráttunni við verð- bólguna. En þar á veltur! Vissulega er full þörf á endur- bótum, meiri hagkvæmni: í rekstri fyrirtækja og atvinnugreina, en hitt er jafnvíst að þar stendur eða fellur margt, eftir því hverjar kröfur starfsliðið gerir. Fyrirtæki, sem rekin eru með viðvarandi tapi bjarga engu til lengdar, sjá ekki einu sinni vinnufúsum manni fyrir vatni og brauðil Sjálfstætt ríki, sem greiðir fólki sínu langt fram yfir afrakstur, lifir á lágum eða gildis- lausum bleðlum, er illa stjórnað, ér áfallanda fœti — mjög.vægilega til orða tekið. Geta ekki allir skilið það, jafnvel Háskólamenn og hr, Kjaradómur? Sé svona illa statt í lándi okkar nú eiga þar margir sök. Sérgœzka, JÓNAS JONSSON: VILJI - SJÁLFS- TRAUST - TRIÍ 4.DAGUR Fáir þrestir á Akureyri í vetur Það mun hafa verið á árunum milli 1950 og 1960, sem Nátt- úrugripasafnið í Reykjavík beitti sér fyrir því að einhver dagur milli jóla og nýjárs yrði gerður að almennttm fuglataln- ingardegi um allt land. Tilgang- urinn var sá að afla sem gleggstrar vitneskju um fuglalíf hér á landi að vetrarlagi. Athug- endur eða fuglatalningarmenn gera í skýrslum sínum grein fyrir því svæði, sem talið er á, lýsa ósvífnar kröfur og flokksþjónkun hafa verið hér alltof ráðandi und- anfarið. Samstöðu vantar. Ráðs- menn þjóðarinnar eru svo sem samróma, hrópandi: „Verðbólg- una verður að slá niður“, en sam- virknin í átakinu vill bregðast! En brátt reynir verulega á. Tækifærið gefst, þegar að nýju hefjast þing- fundir við Austurvöll. I sambandi við myntbreytinguna setur ríkis- stjórnin okkur bráðabirgðalög, sem eiga að ráða bót — einhverja — á þessu ískyggilega vandamáli. Þau lög verða vitanlega rædd, geta tekið breytingum til hins betra, og þann- ig frá gengið, að um þau náist samstaða. í áramótaræðu sinni helgaði for- sætisráðherra sér sterk orð Einars Benediktssonar í þessu sambandi: „Vilji er allt, sem þarf.“ Og á fyrsta degi þessa blessaða árs sagði forseti okkar m.a. „En við getum brugðist við vandanum. Okkur er gefið vit, Okkur er gefinn styrkur. Hagsýni er okkur í blóð borin. Allt þetta og miklu fleira býr í okkur, aðeins ef við viljum nýta það, en látum ekki vonleysishjal og úrtölur villa um fyrir okkur.“ Og síðar: „Það sæmir okkur að vera bjartsýn og trúa á okkur sjálf." Mikið rétt, en er þá allt fengið? Hver orti og benti á, eftirfarandi: „Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa.“ Megum við gleyma þessu? Með samhuga góðvilja og minn- ugir orða þessara þriggja leiðtoga og leiðbeinenda skyldu kjörnir fulltrúar þjóðarinnar ganga til starfa við Austurvöll á nýju ári. Þá myndi hér vel vora í íslenzku þjóð- lífi. „Brekknakoti" 6. jan. ’81 veðri, færð, snjóa- og ísalögum á landi, við sjó og ár og vötn. Síð- asta skýrsia, frá árið 1978, segir frá því, að þá hafi 56 tegundir fugla verið hér á landi 26. des- ember. Á Akureyri töldust nú 21 tegund, en 26 um jólin 1979. Fáir þrestir hafa verið á Akureyri í vetur og einnig hefur verið lítið um auðnutittlinga og um sjaldséða fugla var lítið á liðnu ári. Rósa- máfur sást þó niður við Tanga- bryggjur 29. apríl 1980 og þá sást einnig æðarkóngur og hefur hann sést hér undanfarin sex ár. Ekki sást silkitoppa á síðasta ári og ekki heldur stari. Athugunarmenn á Akureyri 28. desember 1980 voru: Árni Björn Ámason, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón, Sigurjónsson og Gunnlaugur Pétursson. Athugunarsvæðið var öll ströndin frá flugvelli og út í Skjaldarvík, farið var í Gróðrar- stöðina ogsvipast um í trjágörðum í bænum. Veðri var svo háttað, að það voru 5-7 vindstig af vestri með dimmum éljum og skafrenningi, en nokkuð bjart var á milli. Skyggni var því ekki eins gott og æskilegt hefði verið. Snjór var þónokkur, fært um all- an bæinn á bíl. Pollurinn var islaus en fjörur frosnar og á þeim mikið klakahraungl. Frost var 4 stig. Eftirtaldir fuglar sáust: Aðunutittlingar............... 12 Skógarþrestir ................ 17 Gráþrestir..................... 2 Snjótittlingar............. 1144 Rauðhöfðaönd................... 1 Gulendur..................... 12 Toppendur .................... 38 Stokkendur................... 327 Hávellur ..................... 50 Stuttnefjur.................... 2 Langvía....................... 11 Teistur........................ 4 Bjartmáfar................... 110 Hvítmáfar..................... 94 Hettumáfar................... 420 Svartbakar................... 772 Silfurmáfar.................. 199 Rilur (Skeglur)................ 5 Fálki ......................... 1 Hrafnar...................... 160 Æðarfugl..................... 980 Ógreindir, stórir máfar .... 400 Akureyri 3J. des. 1980. KA SIGRAÐI ÖRUGGLEGA Á laugardaginn léku KA og Aft- urclding, og eins og hjá Þór þurftu KAmenn harma að hefna eftir að hafa tapað fyrir Aftur- eldingu í fyrsta leik mótsins. Það var eini tapleikur KA í fyrri umferðinni. KA sigraði örugglega í leikn- um en þeir skoruðu 30 mörk gegn 19 mörkum gestanna. í hálfleik var staðan 14 mörk gegn 9 KA í vil. KA hóf leikinn af miklum krafti og skoruðu þeir fjögur fyrstu mörkin. Það var ekki fyrr en á 15. mín. að sókn Aftureld- ru ingar skoraði, en áður höfðu þeir gert tvö mörk úr víti. Vörn KA var mjög góð, og því mátti sóknarleikur Afturelding- arsér lítils. I síðari hálfleik tóku gestirnir til við að taka Gunnar Gíslason og Friðjón Jónsson úr umferð, eins og það er kallað á íþrótta- máli, en þá tóku bara aðrir við að skora mörkin og stjórna sókninni. Síðustu 15 mín. leiks- ins gerðu KA menn 9 mörk en Afturelding aðeins 3. Gauti stóð í marki KA allan leikinn og varði vel eða 19 skot. Afturelding fékk fimm vítarskot og skoruðu þeir úr þeim öllum, en KA fékk fjögur en skoruðu aðeins úr einu. Jakob Jónsson (Stefánssonar) lék nú sinn fyrsta leik í mestaraflokki, og gerði eitt mark. Flest mörk KA gerðu Gunnar Gíslason 7 (1 úr víti) Þorleifur, Friðjón og Erlingur 5 hvor, Guðmundur 3, Magnús Birgisson 2, og Jakob, Björn, og Magnús Guðm. 1 hvor. Sigurjón var markhæstur hjá Aftureldingu með 8 mörk (5 úr víti) og Lárus og Steinar voru með 3 hver. Sömu dómarar dæmdu þennan leik og þann fyrri og dæmdu þeir þokkalega. Leikur þessi var skemmtilegur á að horfa og oft á tíðum mjög vel leikinn. Með þessum sigri tryggði KA stöðu sína til muna á toppi deildarinnar en staða þeirra er nú mjög góð og sæti í fyrstu deild í seilingu. Gauti varði 19 skot. Birgir Björnsson stjórnaði strákun- um sinum til sigurs á laugardaginn. Mynd: á.þ. NÝR LEIK- MAÐUR TIL ÞÓRS Knattspyrnumönnum hjá Þór hefur nú borist góður liðsauki. Það er KRingurinn Örn Guðmundsson sem hyggst flytja norður, og ætlar að ganga til liðs við Þórsara í knattspym- unni. Hann er „miðvallarspil- ari“ og hefur verið fastamaður í KRliðinu undanfarin ár. Íþróttasíðan býður örn vel- kominn norður, og óskar hon- um góðs gengis með hinu nýja liði sínu. Leiðrétting Það var rangt með farið hér á íþróttasíðunni s.l. viku að Þórs- arar höfðu orðið Akureyrar- meistarar í handbolta, þegar þeir sigruðu KA á milli jóla og nýjárs. Leikur þessi var ekki i Akureyrarmótinu heldur var þetta aðeins æfingarleikur milli þessara aðila. Eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á þessu. Tap hjá Þór í slök- um leik Þórsarar léku sinn fyrsta leik á þessu ári í annarri deildinni í handbolta á föstudagskvöldió. Þá mættu þeir leikmönnum Aftureldingar úr Mosfellssveit og var það síðari leikur þessara aðila. I fyrri leiknum sigraði UMFA örugglega. í þessum leik léku þeir aftur að nýju með ÞórÁrni Stefánsson og Gunnar Gunnarsson en þrátt fyrir aft- urkomu þeirra máttu Þórsarar sætta sig við tap í leiknum,.en Afturelding sigraði með 24 mörkum gegn 21 eftir að staðan hafði verið 12-9 UMFA í vil. Með þessu tapi erstaða Þórs í deildinni að verða hálf vonlaus, en samt eiga þeir ennþá fræði- legan möguleika á að bjarga sér frá falli. Svo virðist sem úrslit í öðrum leikjum deildarinnar sé einnig Þór mjög óhagstæð þar eð félögin skipta mikið með sér stigum, en um leið hjálpar það KA að hreiðra um sig á toppn- um. Flest mörk Þórsara í þess- um leik gerði Sigtryggur og Sigurður 6 hvor og skoraði hver um sig eitt mark úr víti. Baddi gerði 3, Árni Gunnars og Guðmundur Skarphéðinsson 2 hvor og Einar og Gunnar Gunnarsson 1 hvor. Sigurjón var lang markhæstur hjá Aftur- eldingu með 11 mörk, og næstur kom Steinar með 6. Dómarar voru Gunnar Kjartansson og Ólafur Steingrímsson og voru menn ekkert yfir sig hrifnir af dómgæslu þeirra. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.