Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 8
I IMfil O R Akureyri, þriðjudaginn 13. janúar 1981 0303 Bflapernr 6-12 og 24 volta FLESTAR TEGUNDIR SAMLOKUR fyrir og án peru Brenna fyrir sjötíu þúsund á sólarhring í aflstöð Laxárvirkjunar við Rangárvelli á Akureyri er stærsta díselvél landsins nú keyrð á fullum afköstum allan sólarhringinn og hefur svo verið síðan 5. janúar. Frá 25. nóvem- ber og til þess tíma var vélin keyrð í 16 tíma á sólarhring. Kostnaðurinn er um 7 milljónir gkr. eða 70 þúsund nýkr. á sól- arhring. Frá 25. nóvember er kostnaðurinn samtals tæplega 200 milljónir gkr. eða 2 milljónir nýkr. Þessi mikla díselkeyrsla stafar að sjálfsögðu af þeim miklu erfiðleikum sem nú er við að etja í vatnsbúskap virkjana landsmanna. Eins og kunnugt er hafa þessir erfiðleikar valdið þvt að skammta hefur þurft rafmagn til stórra orkukaupenda s.s. ísals, Járn- blendiverksmiðjunnar og Kefla- víkurflugvallar. Að sögn Knúts Otterstedts, rafveitustjóra á Akur- eyri og framkvæmdastjóra Laxár- virkjunar, hefur ekki komið til skömmtunar rafmagns til atvinnu- rekstrar á Norðurlandi, nema hvað verksmiðjur SÍS fá nú aðeins brot af þeirri raforku sem þær hafa fengið til rafhitunar á vatni og á þrefalt hærra verði, þar sem nú er það forgangsorka sem áður var umframorka. Vegna díselkeyrslunnar verða orkuframleiðendur á landinu fyrir verulegum beinum útgjöldum og kvaðst Knútur ætla að þau næmu í heild um 800-900 milljónum gkr. á mánuði, eða 8-9 milljónum nýkr. það sem nú er. Óhagstætt veðurfar hefur valdið mjög miklu um þetta vandræðaástand, auk þess sem orkuþörf hefur aukist mjög mikið með tilkomu Járnblendiverk- smiðjunnar. Þá má geta þess, að vegna leka í Sigöldulóni tapast um 50 kwst. á ári, sem er tæpur þriðjungur af framleiðslu Laxár- virkjunar. Rætt hefur verið um sameiginlegar aðgerðir til að bregðast við þessum vanda, s.s. smávegis spennulækkun, um 5% eða svo, minni götulýsingu um (Framhald á bls. 7). Íf' ÉfJ jriiiiji.'i Aóveitustöðin á Rangárvöllum við Akureyri er mikið mannvirki. Mynd: E.D. Við þetta bættist svo sölutap orku- framleiðenda vegna skömmtunar, tap orkukaupenda vegna minni framleiðslu og tap sem ríkið verður fyrir vegna minni gjalda orku- kaupenda. Ofangreindar tölur segja því ekki nema hálfa söguna. í fyrravetur var töluverð skömmtun, en ekkert í líkingu við Rækjubátum sem gerðir eru út frá Kópaskeri hefur fækkað um helming Rækjubátar frá Kópaskeri fóru út s.l. þriðjudag, en síð- an hafa þeir ekki komist út vegna ógæfta. Aflinn þennan eina dag lofaði góðu því hver bátur fékk að meðaltali 20 kassa. Nú eru gerðir út þrír rækju- bátar frá Kópaskeri, en þeir voru helmingi fleiri á vertíðinni í fyrra. Einn báturinn fórst eins og kunnugt er, annar var seldur, en eigandi þriðja bátsins flutti og tók bátinn með að sjálf- sögðu. Það var haft eftir sjómönn- unum sem fóru út í s.l. viku að rækjan hefði verið allgóð. Á grunnu vatni urðu þeir varir við smásíld í rækjunni, en dýpra var lítið um að rækjan væri blönduð öðrum tegundum. Hross til trafala á vegum Michael Clarke stjórnar strengjasveit á tónleikum sem haldnir voru á vegum Tón- listarskólans á Akureyri. Mynd: Norðurmynd. Tónleikar vegna Minning- arsjóðs Þorgerðar Eiríksd. Á undanförnum árum hafa kennar- ar og nemendur við Tónlistarskól- ann á Akureyri haldið tónleika til fjáröflunar fyrir Minningarsjóð um Þorgerði Eiríksdóttur. Sá sjóður hefur þegar veitt 8 efnilegum tón- listarnemendum frá skólanum styrk til framhaldsnáms. Að þessu sinni efna strengjasveitir skólans til fjöl- breyttra tónleika í Akureyrarkirkju, fimmtudagskvöldið 15. janúar n.k., og hefjst tónleikarnir kl. 20.30. Stjórnendur á tónleikunum verða þau Michael Clarke, Hrefna Hjaltadóttir og Oliver Kentish, en sá síðastnefndi stjórnar frumflutn- ingi á eigin tónsmíð fyrir klarinett og strengjasveit, en Sigurjón Halldórsson nemandi við skólann er einleikari með hljómsveitinni. Auk þess verða flutt íslcnsk þjóðlög í útsetningu Johan Svensen, Rúmenskir dansar eftir Béla Bartók og tónverk eftir franska tónskáldið Erik Satie, en einleik í því verki annast Fanny Tryggva- dóttir þverflautunemandi. Fluttur verður einnig Converto Grosso —I tónverk eftir Ernst Bloch, og gegnir píanóið veigamiklu hlutverki í þeirri tónlist og annast einn af kennurum skólans, Bjarni Jóna- tansson þann þátt. Strengjasveit yngri nemenda kemur einnig fram á tónleikunum. Ekki verður um ákveðin aðgangs- eyri að ræða, en þess í stað er tekið við frjálsum framlögum tónleika- gesta við innganginn. í vetur hafa a.m.k. þrír bílar skemmst mikið og einn öku- maður slasast þegar bílunum hefur verið ekið á hesta á þjóð- veginum milli Akureyrar og Dalvíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri líður aldrei sá vetur að ekki sé ekið á hesta í nágrenni bæjarins og oft hefur það komið fyrir að bílarnir hafa gjör- eyðilagst og ökumenn og farþegar stórslasast. Að sögn Dalvíkings, sem vegna atvinnu sinnar ekur nær daglega milli Dalvíkur og Akureyrar hefur sjaldan verið jafn mikið um hesta við þjóðveginn og í vetur. Sérstak- Sala á notuðum bflum eykst á ný eftir áramótin Sala á notuðum bílum á Akur- eyri hefur verið fremur dræm undanfarinn mánuð. Að sögn Haraldar Gunnarssonar, sölu- manns hjá Bílasalanum við Tryggvabraut, er þetta nokkuð árvisst ástand og nú kom gjald- miðilsbreytingin til viðbótar og bætti ekki úr skák. Haraldur sagði að líf væri að færast í bílasöluna, en það væri líka ljóst að fólk hefði ekki jafn mikla peninga handa á milli og oft áður. Þeir sem eru að selja bíla sína verða að lána mun meira í þeim en venja var og oft er lánað til langs tíma. lega er þetta áberandi í Kræklingahlíð, sagði Dalvíkingur- inn. Stundum halda hestarnir sig í hnapp á veginum í myrkri og sjást því ekki fyrr en allt er um seinan. Það er full ástæða til að hvetja alla þá sem hlut eiga að máli að forða hestunum frá þjóðvegunum oggeyma þá á öruggum stöðum. Bæjarstjórinn hættir Ingimundur Einarsson, bæjarstjóri á Siglufirði hefur sagt starfi sínu lausu. Hann mun hætta sem bæjarstjóri þann 20. maí n.k. Ingi- mundur er annar bæjarstjórinn á Siglufirði á þessu kjörtímabili, en Bjami Þór Jónsson sagði líka upp og gerðist bæjarstjóri í Kópavogi. ((U T MT ~xrz fn H ® r 1 i'nrr Ö ii li1 1 Jjy _ 0 Sjö íbúðir til leigu í fyrsta tölublaði Dags á árinu voru samtals sjö íbúðir aug- lýstar til leigu. Þykir ýmsum sem hlutirnir hafi heldur bet- ur breyst, því tll skamms tíma var óalgengt að sjá íbúð aug- lýsta til leigu. Ekki skal hér neinum getum að því leitt af hverju svo margar íbúðir eru boðnar fólki, fyrir því kunna að vera margar ástæður. Á hitt skal minnst að það er einkennilegt að enn þarf fólk að bjóða háar mánaðar- greiðslur fyrir íbúðir sem það veit ekki annað um en þær eru annaðhvort 2ja eða 3ja herbergja. 0 Atvinna í boði Úr því að við erum farnin að ræða um íbúðaleigu og boð í vistarverur sem ekki eru til sýnis, má minnast á skilt fyr- irbrigði. I atvinnuauglýsing- um — sérstaklega í Reykja- vikurblöðunum — er auglýst eftir fólki í ýmsar stöður, án þess þó að þær séu til- greindar nákvæmlega. T.d. er beðið um „fulltrúa" og um- sækjendum er sagt að skila bréfi merkl AA eða BB á af- greiðslu viðkomandi blaðs. Tilfellið er að óprúttnir náungar gætu hæglega mis- notað þær upplýsingar sem lesa má úr umsóknum fólks, sem oft á tíðum er að sækja um atvinnu sem það í raun- inni veit ekkert um. £ Herstöð á Króknum? Nú virðist sem Sauðárkrókur sé að vinna stríðið við Húsa- vík og Egilsstaði um vara- flugvöll fyrir millilandaflugið, því nefnd á vegum flugmála- stjórnar hefur komist að því, að best sé að hafa þann flug- völl á Sauðárkróki. Slíkur flugvöllur getur vafalaust haft margvísleg góð áhrif á þeim stað, þar sem hann yrði stað- settur og hafa forsvarsmenn þessara staða lagt mikla á- herslu á að fá völlinn. Sagt er að tvær grímur hafi þó runnið á ýmsa, þegar Björn Bjarna- son, annar fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í öryggismála- nefnd Alþingis, setti fram þá skoðun sína, að í tengslum við varaflugvöll ættl að huga að öryggismálum landsins og jafnvel setja upp herstöð við Sauðárkrók og að Banda- rfkjamenn og Nato tækju þátt í gerð vallarins. Þetta gæti vafalaust veitt „nýju blóði“ í æðar og hugsanlega at- vinnulíf Skagfirðinga, en að mati sumra var það ekki þess konar „ástand“ sem sóst var eftir í tengslum við varaflug- völl fyrir millilandaflugið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.