Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 1
r TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI ■■■■■■■■■■ 64. árgangur m Imut kiayetat japP'* FII_MUhÚSI» AKUKEYKI ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i ■■■■■■■■■■■■■Ml ■HBi Akureyri, þriðjudaginn 13. janúar 1981 on ■■■■■ ■■■ —wm—rniin ilflgBtninMMW—Ml 3. tölublað ■■■■■■■■■■■■■■■I S.Í.S. langstærsta fyrir- tæki landsins: Kaupfélag Eyfirðinga var í 7. sæti Samkvæmt yfirliti tímaritsins Frjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins árið 1979 er Samband íslenskra samvinnufélaga langstærsta fyr- irtækið með heildarveltu 107,5 milljarða króna. Síðan koma Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna með 76,6 milljarða og Flugleiðir með 39 milljarða gkr. Kaupfélag Eyfirðinga er í 7. sæti með tæp- lega 34,6 milljarða gkr. heildar- veltu. Um önnur norðlensk fyrirtæki sem ofarlega eru á listanum má nefna, að Útgerðarfélag Akureyr- inga er í 20. sæti með tæplega 9,9 milljarða heildarveltu, Kaupfélag Skagfirðinga með rösklega 9 millj- arða í 22. sæti, Kaupfélag Þingey- inga í 25. sæti með 8,5 milljarða, Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, í 35. sæti með rösklega 6,1 milljarð og Slippstöðin á Ak- ureyri í 42. sæti með 5,1 milljarð gkr. í heildarveltu. Meðallaunagreiðslur til starfs- manna eru mjög mismunandi en áberandi háar hjá útgerðarfyrir- tækjum togara. Meðal þeirra fyrir- lækja sem hæstar launagreiðslur hafa til hvers einstaklings er Út- gerðarfélag Skagfirðinga með 10,6 milljónir í árslaun að jafnaði. Hæst greiðir Ögurvík h.f. 14,3 milljónir. Þau fyrirtæki sem flesta hafa starfsmennina eru Sambandið með 1432 að meðaltali, Flugleiðir næst- flesta með 1342, KEA í þriðja sæti rheð 1040 og Eimskip í fjórða sæti með 1004 starfsmenn að meðaltali árið 1979. Rafmagnsmál hafa vcrið I brennidepli að undanfömu og vegna skorts á raf- magni frá vatnsafls- virkjunum hafa landsmenn eytt há- um upphæðum í dísilvélakeyrslu. Sjáhls. 8. SAMIÐÁ NORDURLANDI Á miðvikudag í síðustu viku hófust viðræður milli Alþýðusambands Norðurlands og VSf og Vinnu- málasambands Samvinnufélag- anna um frágang á kjarasamning- um fyrir fólk í-almennu verkalýðs- félögunum. Áður hafði verið geng- ið frá samningum við starfsmenn í Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði og á Raufarhöfn, einnig samningum við sveitarfélög á Norðurlandi vegna starfsfólks á sjúkrahúsum, vistheimilum og bamadagheimilum. Aðfararnótt laugardags tókust samningar milli aðila með venjulegum fyrirvara. Samningarnir eru í meginatriðum hinir sömu og heildarsamtök vinnumarkaðarins höfðu áður samið um. Fannst sofandi í bílnum Fjórir ökumenn voru teknir um helgina grunaðir um ölvun við akstur. Tveir þeirra voru að aka um í bænum, einn var tekinn þegar hann var að leggja af stað, en sá fjórði fannst sofandi í bíl sínum. Að sögn lögreglunnar var síðast nefndi ökumaðurinn búinn að aka talsvert um bæinn, en í Lækjargiii stöðvaðist bíllinn vegna hálku og þá lagðist ökumaðurinn til svefns í bílnum og rumskaði ekki fyrr en lögreglan kom á staðinn. Frá föstudagskvöldi til sunnu- dags gistu fjórir fangageymslur lögreglunnar. Skömmu fyrir síðustu helgi var tveimur bílum stolið á Akureyri. Lyklarnir voru í báðum bílunum svo þeir voru auðveld bráð. Báðir bílarnir fundust aftur óskemmdir. Sökudólgurinn er fundinn. Á sjó eftir jólafrí Rækjubátar heimamanna hafa verið í höfn síðan fyrir jól, en munu fara út í fyrramálið. Einn bátur frá Hvammstanga hefur verið á línuveiðum og aflanum hefur verið lagt upp á Skaga- strönd. Framan af gengu þær veiðar vel, en ógæftir voru miklar í desember. Á Hvammstanga ríkir nú ró og friður og fátt markvert i fréttum, en fólki líður vel og það er fyrir mestu. P.M. Siæmar framtíðarhorfur eru í byggingaiðnaði Ungt fólk getur varla lengur f járfest í nýjum íbúðum Verður mun minna byggt á Ak- ureyri í sumar en undanfarin sumur? Svo virðist vera að verktakar sem hafa byggt hús fyrir einstaklinga undanfarin ár ætli að fara sér hægt í að taka lóðir því eftirspurn er lítil og smærri verktakar verða að vera búnir að selja meirihlutann af íbúðum raðhúss áður en fram- kvæmdir eru hafnar. Einn við- mælenda blaðsins í verktaka- stétt sagði að nú virtist málum svo komið að fólk gæti gert mun hagstæðari fjárfestingu í notuðu húsnæði en að hefja byggingu á nýju. Annar viðmælenda blaðs- ins sagði að nú væri nokkuð um það að verktakar væru farnir að selja eigur sínar og blaðinu er kunnugt um að atvinnuleysi er farið að gera vart við sig meðal manna í byggingariðnaði. Einnig er kunnugt um að byggingafyrirtæki hafa hætt við aó byggja raðhús sem átti að byrja á s.l. haust og enn er eitt- hvað af óseldum íbúðum í rað- húsum sem gerð voru fokheld s.l. haust. Matthías Björnsson, húsasmiður benti á að núverandi vaxtastefna gerði það að verkum að ungt fólk með meðaltekjur gæti vart lengur fjárfest í nýjum íbúðum og hann bætti við: „Verktakar geta ekki farið af stað upp á eigin spýtur og byggt íbúðir. Við getum ekki fengið nein lán til að fjármagna slíkar framkvæmdir og þó við fengjum skammtimalán í banka eru vext- irnir slíkir að hugsanlegur hagnað- ur hverfur eins og dögg fyrir sólu.“ Matthías sagði að verði á nýjum Dýr mistök á Kópaskeri: Hafnargarðurinn styttist! Stöðugt styttist nýi hafnargarð- urinn á Kópaskeri. Dagur greindi frá því fyrir jól að komið væri skarð framarlega i garðinn, en nú hefur það breikkað og er svo komið að hausinn fremst á garðinum er horfinn. Með sama áframhaldi er hægt að leiða lík- ur að því að garðurinn, sem var 200 metra langur í upphafi, verði orðinn helmingi styttri í vor, en þá stendur til að hefjast handa um viðgerð. Garðurinn kostaði 60 tii 70 milljónir gkr. þegar gerð hans „lauk“ s.l. sumar. „Fremstu hlutinn á garðinum er að mestu leyti kominn í sjó,“ sagði Ólafur Friðriksson, kaupfélags- stjóri á Kópaskeri, „en ástæðan er sú að verkstjóri Vita- og hafnar- mála notaði of smátt grjót í garðinn og kápan var of þunn. Ráðamenn syðra segja að ekki hafi verið til staðar grjót, en tilfellið er að þeir sem gerðu garðinn tóku það smáa en létu stórgrýtið eiga sig.“ Ólafur tók það fram að garður- inn gæti enn komið í veg fyrir að stórsjór gengi inn í höfnina, en það brýtur yfir garðinn. engin hindrun því þar er garðurinn kominn niður að sjávarmáli. „Heimamenn halda því fram að þetta séu mistök sem megi skrifa á reikning þeirra sem framkvæmdu verkið. Við vöruðum við því á meðan á byggingu garðsins stóð að grjótið væri of smátt, en ekki var á okkur hlustað,“ sagði Ólafur. Framkvæmdir á vegum fyrirtækja, sem byggja fyrir cinstaklinga, virðast ætla að vera með minnsta móti. Mynd: á.þ. íbúðum væri í raun haldið niðri og að verktakamir fengju þvi ekki í sinn hlut það sem þeir þyrftu á að halda. Hann kvað það ætlunin að fara á skrifstofu byggingafulltrúa ogathuga lóðir, en sagði jafnframt að það væri með öllu óráðið hvort það fyrirtæki sem hann er eigandi að, Kjörviður, myndi byggja hús í sumar. „Ef ekkert breytist í lánamálum sjáum við ekki neinn grundvöll fyrir því að halda áfram í þessu lengur.“ Jón Gíslason, trésmiður og verk- taki sagði að það væri með öllu óráðið hvort hann byggði raðhús í sumar. „Við erum ekki einu sinni búnir að ákveða hvort við tökum yfirleitt lóð,“ sagði Jón. „Það er ekki hægt að byggja öðru vísi en að fá greitt inn á þetta og ég sé ekki að það verði seld nokkur íbúð fyrir- fram.“ Jón sagði að sitt fyrirtæki væri að því leyti betursett en önnur að það hefði verkefni sem entist í nokkra mánuði. Hann bætti því við að sér virtist staða iítilla bygginga- fyrirtækja vera orðin ákaflega erfið — sum þeirra hefðu þegar selt eitt- hvað af eigum sínum. Dagur ræddi einnig við Guðmund Þ. Jónsson, sem hefur byggt nokkur ráðhús. Guðmundur sagði að eftirspurn væri nokkur, en greiðslugeta almennings væri ekki nein. „Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um framkvæmdir í sum- ar. Ég þarf að kynna mér hvað er á markaðnum af lóðum,“ sagði Guðmundur. iAUGI SING A i.J® SKRIFT11 _ RIT^TJÓRN11 OA4 twllk* S • m"t. b Adr m m kII b Bb ■ miF■ ■ ■ Yi■ mm'mW S “JP ■■■■■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.