Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 6
~wm Lögmannshlföarkirkja. Messað n.k. sunnudag 18. jan. kl. 2 e. h. Sálmar 218-114-113- 345-524. B.S. Svalbarðskirkja. Sunnudaga- skóli n.k. sunnudag kl. 11 f. h. Fermingarbörn mæti einni klst. fyrr. Sóknarprest- ur. Messað f Akureyrarkirkju n.k. sunnudag 18. jan. kl. 2.00. Upphafsdagur Alþjóðlegrar bænaviku. Jóhann Purkhus deildarstjóri predikar. Fólk úr nokkrum trúfélögum á Akureyri tekur þátt í mess- unni. Sálmar 177-114-113-43-96. Allir velkomnir. P.S. Möðruvallaklaustursprestakall. Barnaguðsþjónusta að Möðruvöllum n.k. sunnu- dag 18. jan. kl. 11 f.h. Sókn- arprestur. I.O.O.F. Stúkan Isafold Fjall- konan no. 1. Fundur fimmtudaginn 15. þ.m. kl. 8.30 í félagsheimili templara Varðborg. Fundarefni, vígsla nýliða. önnur mál. Eftir fund kaffiveitingar Æ.T. I.O.O.F. Rb 2 = 1301148 'A □ Huld 59811147 IV/V — 2 □Huld 59811172IV/V—4 Konur f styrktarfélagi Vangef- inna. Fundur verður að Sól- borg, miðvikudaginn 14. jan. kl. 8.30. Stjórnin. Brúðhjón. Hinn 26. des. 1980 voru gefin saman í hjóna- band í Möðruvallakirkju, brúðhjónin Margrét Jósefs- dóttir og Sigmundur Sigur- jónsson heimili þeirra er að Keilusíðu 4c Akureyri. Hinn 27. des. 1980 voru gef- in saman í hjónaband í Glæsibæjarkirkju brúðhjón- in Harpa Hrafnsdóttir og Ásbjörn Árni Valgeirsson, heimili þeirra er að Ytri- Skjaldarvík, Glæsibæjar- hreppi. Sama dag voru gefin saman í hjónaband í Glæsibæjar- kirkju brúðhjónin Gerður Guðrún Þorvaldsdóttir og Jón Lárus Ingvason. Heimili þeirra er að Þverholti 4 á Akureyri. Þ.H. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn n.k. kl. 13.30 sunnu- dagaskóli fyrir börn og kl. 17.00 almenn samkoma. Anna Ona stjórnar og talar. Allir velkomnir. Mánudag- inn 19. jan. kl. 16. Heimilis- samband fyrir konur og kl. 20.30 hjálparflokkur. Anna Anna Ona kemur á fundina. Allar konur velkomnar. Ffladelfía Lundargötu 12, Fimmtudag 15. biblíulestur kl. 20.30. Allir velkomnir. Sunnudagur 18. sunnudaga- skóli kl. 11 f.h. Öll börn vel- komin. Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Drengjafundur á laugardag kl. 13.30. Sunnudagaskóli í Glerárskóla kl. 13.15. Verið velkomin að hlýða á boð- skap Guðs orðs. Kristniboðshúsið Zíon. N.k. föstudagskvöld kl. 8.30 verður biblíulestur og ann- ast hann séra Jónas Gísla- son, lektor. Almennar sam- komur verða laugardags- og sunnudagskvöld kl. 8.30 ræðumaður séra Jónas Gíslason. Allir velkomnir. Í0RÐ DflgSIHS ORKURAÐSTEFNA — Hefst á Akureyri næstkomandi föstudag Fjórðungsþing Norðlendinga seni haldið var á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 benti á að virkjun vatnsfalla og nýting raforku, svo og virkjun og nýting jarðvarma til iðnaðar treysti hagvöxt og hagsæld í landinu. Jafnframt fól þingið iðnþróun- ar- og orkumálanefnd sam- bandsins að gangast fyrir ráð- stefnu, sem fjallaði um orku- búskap og orkufrekan iðnað í Lundaskólanum á Akureyri. Ráðstefnan stendur föstudag 16. janúar og laugardag 17. janú- ar. Ráðstefnan verður sett kl. 4 e.h. Þá verður rætt um orku- búskapinn. Jakob Björnsson, orku- málastjóri ræðir um orkubúskap í víðara samhengi. Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri ræðir um virkjunarkosti á Norðurlandi. Knútur Ottestedt, rafveitustjóri ræðir um skipulag orkuöflunarfyr- irtækja með tilliti til Norðurlands. Á laugardag kl. 10 f.h. verður ráðstefnunni framhaldið. Þá verður rætt um orkunýtingu og stærri iðn- þróun. Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs ríkisins ræðir um stærri iðn- þróun í tengslum við landkosti. Finnbogi Jónsson, deildarstjóri í Iðnaðarráðuneytinu fjallar um iðnþróun sérstaklega tengda stærri orkunýtingu. Eftir hádegi kl. 1:30 ræðir Þorsteinn Vilhjálmsson, for- maður Staðarvalsnefndar um iðn- þróun, um staðarval meiriháttar iðnreksturs. Síðar mun Bjarni Ein- arsson, framkvæmdastjóri Byggða- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins ræða um gildi orkufreks iðnaðar fyrir byggðaþróun á Norð- urlandi frá þjóðhagslegu sjónar- miði. Jón Sigurðsson, formaður Jámblendiverksmiðjunnar ræðir um samstarf við erlenda fjár- magnsaðila um uppbyggingu stór- iðnaðar á íslandi. Pallborðsumræður verða á eftir framsöguerindum. Umræðustjóri verður Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri á Akureyri. Ráð- stefnan er öllum opin með mál- frelsi og tillögurétti. Umræður verða teknar upp á segulband. Þetta er ekki ályktunarráðstefna. Efni ráðstefnunnar verður gefið út og haft til hliðsjónar við stefnu- mótun á vegum Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Megintil- gangur með ráðstefnunni er að ræða stöðu Norðurlands í vali virkjunar- kosta, sem geta haft úrslitaáhrif á byggðaþróun til næstu aldamóta. Jafnframt að ræða möguleika á staðsetningu orkufreks iðnaðar í samstarfi við erlenda fjármagnsað- ila á Norðurlandi. Frá Samvinnu- tryggingum Iðgjald af endurnýjun á brunatryggingum féll í gjalddaga 1. janúar sl. Við væntum þess aö okkar góóu og mörgu viðskiptavinir komi á skrifstofuna til okkar og greiði áfallin iðgjöld. Skrifstofan er opin frá kl. 8-5 fyrst um sinn, einnig í hádeginu. Vátryggingardeild K.E.A. FRAMSÓKNARFELAG AKUREVRAR Opiðhús er að Hafnarstræti 90 öll miðvikudagskvöld frá kl. 20-23.30. Spil — Tafl — Umræður Sjónvarp á staðnum Lesið nýjustu blöðin Kaffiveitingar Allir velkomnir Innilegar þakklr færum vlð öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og vlnáttu við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu MARGRÉTAR RÖGNU ÞORSTEINSDÓTTUR, frá Lóni. Sérstakar þakkir færum við söngfélögum úr Karlakórnum Geysi fyrir söng þeirra og vinarhug. Björg Slgurjónsdóttir, Árnl Ingólfsson, Gunnlaug S. Custis, Robert Custis, Erla Slgurjónsdóttir, Kjartan Slgurðsson, Ólína Slgurjónsdóttir, Haraldur Óli Valdimarsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Valur Valsson, Tómas Sigurjónsson, bamabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug öllum þeim nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför STEFÁNS HANSEN. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg J. Hansen, Guðrún Jóna Hansen, Erllngur Jónasson, Öm Hansen, Freygerður Geirsdóttir, Ásta Hansen, Símon Þorsteinsson, Harpa Hansen, Gunnar Skarphéðinsson, Gigja Hansen, Árni Friðriksson, Auður Sesselja Hansen, Guðmundur Sigurðsson og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar og ömmu MARÍU JÓHANNESDÓTTUR, Lundargötu 15. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og séra Birgis Snæbjörnssonar. Jóhannes Emilsson og börn. Alúðar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á sjötugsafmceli m'mu þann 23. desember s.l. BALDUR EIRÍKSSON frá Dvergsstöðum - Bátamiðin (Framhald af bls. 4). Hvað höfum við að gera með Maliorca? Nú höfum við 200 mílna land- helgi en með alls konar kúnstum teljum við okkur trú um að við sé- um að auka við aflann úr sjónum, en við erum að fórna jörðinni, landinu, angan lyngsins, en fáum í staðinn eitrað andrúmsloft, meng- aðan mat og drykk eiturvilpur og sviðna jörð...Jú, sólarlanda- ferðir. Hvað höfum við að gjöra með Mallorca, Costa del Sól? Við eigum barmafullar bugtir, flóa og firði sjávarfenginn í fanginu, allt frá stórhvelum til smásíla, þetta gló- bjarta land og lífsglaða geislandi haf. Nei, við erum að afbyggja landið en ekki að byggja það. „Þær“ fara í sólbað til Spánar og koma með sundmaga gljáandi húð, sólbrenndar, sprungnar og snarpar varir. En Halldór Laxness mætir (Islands klukkan) „hinum“ hér heima hjá Stapa eða Jöklu. „Með þetta sæla bros af sól og vori á hári, vörog kinn.“ og Þorsteinn Erlings- son sá sólina þannig: „Sláttu bæði og Horni hjá heldur græðir anda, meðan hæðir allar á aftanklæðum standa." °g „á um njólu aldin mar út hjá póli gaman árdagssól og aftan þar eiga stóla saman.“ Sólin er ekki bjartari að heiman en heima. Sauðaneshreppurá ríkissjóði? Nú þegar ég er að hripa þetta niður, glymur útvarpið að „tripp- in“ (túristahóparnir) séu að koma heim frá Spáni og Sauðaneshrepp- ur sé kominn á sinn eigin hrepp og hreppurinn allur á ríkissjóðinn fyr- ir togarakaup. Það tvennt verður að fara saman, að leyfa ekki togarann, því enn er hiðgamalkunna í gildi: Eigi leið þú oss í freistni og það er hverjum togaraskipstjóra erfitt að sækja á fjarlæg mið ef vitað er um góðar fiskigöngur í torfum á bátamiðun- um við Langanes og í öðru lagi þarf að beita allri varnargetu landhelg- isgæslunnar til að verja framan- greint hafsvæði fyrir innlendum togurum og erlendum og fyrir öðr- um tortímingartækjum, og þá fyrst og fremst innan þriggja mílnanna. Göngurnar koma sprelllifandi upp að landsteinum. Þær eru til- tölulega hnitmiðaðar (concret), lenda í þrengslum eftir því sem nær dregur landinu og þess vegna auð- veld bráð fyrir buslutæki þau, sem trollin eru. Þetta er sú aðstoð, sem þessu byggðarlagi er nauðsynleg. Togarinn yrði óbætanleg mistök. 7. j. 1981 Jóh. M. Kristjánsson. Minningarspjöld kvenfélagsins Hlífar fást í bókabúðinni Huld, í símaafgreiðslu sjúkrahússins og hjá Lauf- eyju Sigurðardóttur Hlíðar- götu 3, Allur ágóði rennur til barnadeildar F.S.A. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.