Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 13.01.1981, Blaðsíða 7
Geðverndarfélag Akureyrar: Fyrsti almenni félagsfundurinn —Sérþjálfað starfslíð vantar til að annast geðsjúka, segir Brynjólfur Ingvarsson Á laugardag kl. 14 verður fyrsti almenni félagsfundur Geðverndarfélags Akureyrar haldinn í Félagsheimili Einingar í Þingvallastræti. Þar verða m.a. rædd almenn málefni félagsins, útgáfustarfsemin og húsnæðis- málin. Fólk er hvatt til að mæta á fundinn, því geðvernd er mál- efni sem snert getur alla. Nýir félagsmenn verða teknir inn á fundinum. Næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20.30 verð- ur spilakvöld Geðverndarfélags- ins í Alþýðuhúsinu. í samtali sem Dagur átti við Brynjólf Ingvarsson, geðlækni og formann félagsins, um það sem efst væri á baugi í málefnum þess og varðandi umönnun geðsjúkra, sagði hann að eftir tvær til þrjár vikur hæfist starfsemi iðjuþjálfunar við taugadeildina, í kjallara hússins við Skólastíg. Miklar vonir eru bundnar við þessa starfsemi og á hún að geta breytt miklu til batn- aðar varðandi meðferð og bata- horfur sjúklinga. Kiwanis-menn hafa lagt fram fé til að 'fjármagna iðjuþjálunina. Kostnaðurinn við að koma þessu upp er um 15 milljónir og hafa Kiwanismenn lofað að leggja fram helming þeirrar fjár- hæðar. Um málefni geðsjúkra í heild sagði Brynjólfur, að menn biðu sí- fellt og vonuðu að þeim yrði sinnt betur og á skipulegan hátt. Opin- berir aðilar gerðu lítið og því færi það að verulegu leyti eftir því hve talsmenn geðsjúkra hefðu sig mikið í frammi, þ.e. ýmiss konar félags- samtök. Brynjólfursagði, að ef ekki væru félög og einstaklingar sem bæru fyrir brjósti málefni ýmissa minnihlutahópa í þjóðfélaginu, sem ættu undir högg að sækja, þá Árshátíðin verður haldin á Hótel K.E.A. 17. janúar n.k. og hefst 'með borðhaldi kl. 19.30. FRAMSOKN AR FELAGS AKUREYRAR Dagskráin innifelur: Glæsilegan veislu- kost sem framreiddur verður við þægi- lega dinnermúsík Ingimars Eydal. Gestur kvöldsins verður Páll Pétursson alþingismaóur og flytur hann aðalræð- una en Hákon Aðalsteinsson sér um gamanmálin í bundnu og óbundnu máli, bæði sungin og mælt af munni fram, með undirleik þar sem við á. Veislustjóri Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjóri mun ugglaust sjá um að við „höldum gleði hátt á loft“ Að lokum mun dansinn duna við fjöruga tónlist Astró tríós. Til þess að tryggja sér miða þarf að hafa samband við skemmtinefnd í „Opnu húsi" Hafnarstræti 90 — miðvikudags- kvöld 14. janúar n.k. eftir kl. 20.00 en síðan verða miðar seldir og borðapant- anirteknar í gestamóttöku Hótels K.E.A. fimmtudag og föstudag 15. og 16. janúar n.k. sími 22200. Hittumst hress. Skemmtinefndin. TILB.OI) næstu daga Lení eldhúsrúllur 2 stk. í pk. Kjönriarkaósv erð er: yóar hagur ^ aðeins kr. 7.60 A KAUPFELAG EYFIRÐINGA AKUREYRI ksvKjörmarkadur \ ▼ I I r\ ■ a i ■ 1*1 r-v ■ r— væri áreiðanlegt að fullt af fólki lifði í algerri eymd. Nú er á Akureyri 10 rúma deild fyrir fólk með langvinna geðsjúk- dóma og 7 rúma deild fyrir bráða- sjúklinga. Einn geðlæknir er á Ak- ureyri og að sögn Brynjólfs vantar sérþjálfað starfslið. Þá væri mjög nauðsynlegt að auka almenna um- ræðu um þessi mál t.d. um það hvemig fólk lifði lífi sínu og hvað það gerði til að varðveita heilsu sína. Þeir væru margir smápyttirnir að varast og gott fyrir alla að þekkja þá og kunna að varast. Geðvernd- arfélagið gæti komið þar að góðu gagni. í því eru nú á annað hundrað manns. Starfsemi félags- ins hefur einkum byggst á stuðningi við geðdeildirnar á Akureyri með sjálfboðaliðastarfi og ýmisskonar leiðbeiningarstarfsemi fyrir sjúk- lingana. Félagið gefur út ritling fjórum sinnum á ári, sem nefnist Geðfræðsla. Fyrirhugað er að end- urskoða útgáfustarfsemina. Varð- andi húsnæðismál félagsins sagði Brynjólfur, að allt væri í strandi og lítið hefði miðað. Komið hefut til tals að bærinn léti nokkrum félög- um í té aðstöðu í gamla barna- skólahúsinu sunnan samkomu- hússins og þeirra á meðal yrði Geðverndarfélag Akureyrar. Eins og áður sagði er fólk hvatt til að mæta á almennum fundi félagsins á laugardag. íþróttamenn og áfengi í Degi 9. desember s.l. er skrifað um áfengisneyslu íþróttamanna á ferðalögum. Ég efast ekki um að sá sem þetta skrifaði, hafi séð íþrótta- menn undir áhrifum áfengis, en ég er líka jafn viss um að sá hinn sami hafi séð hóp íþróttamanna koma úr keppnis- eða æfingaferðalagi, án þess að nokkur hafi neytt áfengis og án þess að hafa ljáð því rúm í blaði sínu. Þar af leiðandi er mér það bæði ljúft og skilt að segja frá ferðalagi sem ég fór í sem farar- stjóri til Noregs s.l. vetur ásamt 15 unglingum. Var þetta bæði langt og strangt ferðalag, sem stóð í 16 daga. Ekkert þeirra neytti tóbaks né áfengis og var framkoma þeirra og dugnaður til fyrirmyndar. Ég sendi öllum íþróttamönnum ósk um gæfu og gengi á nýju ári. RF. ... brennir olíu — (Framhald af bls. 8). nætur og að fá almenning til að draga úr notkun rafmagns. Díselrafstöðin sem nefnd var í upphafi er eins og áður sagði stærsta díselvél hér á landi, eða tíu þúsund hestöfl. Hún er 16 strokka og brennir 37 tonnum af svartolíu á sólarhring. Næst stærsta olíuvél landsmanna er einnig rafstöð á Eyrinni á Akureyri, 5 þúsund hest- öfl. Hún brennir gasolíu og hefur því ekki verið notuð til raforku- framleiðslu að þessu sinni, a.m.k. ekki ennþá. Næstar á eftir þessum koma svo aðalvélar tveggja varð- skipa, en þær eru 4200 hestöfl og tvær slíkar í hvoru. HRISALUNDI5 Launa- greiðendur Kynniö yður skipan á greiðslu orlofsfjár Samkvæmt reglugerð nr. 161/1973 ber launagreið- endum að gera skil á orlofsfé fyrir 10. hvers mánaðar, vegna launa næsta mánaðar á undan. Greiðslunni skal fylgja skilagrein á þar til gerðu eyðublaði sem Póstur og sími gefur út. Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt. Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaða fresti frá Pósti og síma. Það sýnir hve mikið orlofsfé hefur verið móttekið þeirra vegna. Geyma þarf launaseðlana til að geta séð hvort rétt upphæð hefur verið greidd inn á orlofsreikninginn. Við lok orlofsárs fær launþegi senda ávísun á orlofs- fé sitt. Eyðublöð fást á póststöðum og eru þar veittar nánari upplýsingar. PÓSTGÍRÓSTOFAN Ármúla 6, Reykjavík. Sími 86777. DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.