Dagur - 20.01.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudaginn 20. janúar 1981 5. tölublað Ný brú yfir Eyjafjarð- ará næsta sumar? Uppi eru hugmyndir um byggingu nýrrar brúar hjá Hrafnagili Ærslaleikur- inn Markölfa í Ljósvetn- ingabúð Staðarfelli 20. janúar. Síðastliðið laugardagskvöld frumsýndi ungmennafélagið Gaman og alvara í Ljósa- vatnshreppi ærslaleikinn Markólfu eftir Dario Fo undir stjórn Maríu Kristjánsdóttur. Húsfyllir varð og var leiknum mjög vel tekið. Leikurinn er byggður á hinni aldagömlu ítölsku leikhúshefð commedya dell, Arte og gerist á miðri síðustu öld í niðurnýddri höll markgreifans af Trerate. Leikendur eru 7. Með aðalhlut- verkin fara Jónína H. Björgvinsdóttir, sem leikur Markólfu, og Baldvin Kr. Baldvinsson, en liann fer með hlutverk markgreifans. Leikmynd er gerð af Erlingi Vilhjálmssyni og Þórhildi Vilhjálmsdóttur. Búningarnir, sem sniðnir eru að þeirri hefð, sem áður er getið, eFU flestir heimasaumaðir og töku margar konur þátt í því verki. Fjöldi sveitunga hefur unnið í sjálf- boðavinnu við undirbúning þessarar sýningar. Næstu sýn- ingar verða í Ljósvetningabúð fimmtudags-, föstudags- og sunnudagskvöld og hefjast allar klukkan 21. Miðapantanir eru í símastöðinni á Fosshóli. JAB. Bæjarmála- klúbburinn Bæjarmálafundurinn í janúar verður í Hafnarstræti 90, n.k. mið- vikudagskvöld og hefst kl. 20.30. Fjallað verður um félagsmál, m.a. um dagvistunarmál, heimilisþjón- ustu, leiguíbúðir og félagsstarf al- draðra. Framsöguræðu flytur Jón Bjömsson, félagsmálastjóri. Þegar togarinn Kaldbakur E.A. var á veiðum fyrir vestan land á dögunum fengu skipverjar dauðan ísbjörn í trollið. Ljóst var að dýrið, sem er birna, hefur legið í sjó í einhvern tíma, en það var þó heillegt á að líta. Skipið kom til Akureyrar í gærmorgunn. S.l. föstudag var haldinn fundur á Akureyri þar sem fjallað var um hugsanlega byggingu brúar yfir Eyjafjarðará á móts við Hrafnagil. Lengi hafa íbúar hreppanna í innanverðum Eyjafirði lagt á það áherslu að fá brú á þessum slóðum og virðist það aldrei hafa verið nær því að nást fyrr en einmitt nú. Eins og kunnugt er fannst töluvert heitt vatn hjá Botni í Hrafnagilshreppi og þarf að leiða það yfir ána í skiljustöð Hitaveitu Akureyrar, sem er á Laugalandi. Talið er heppilegt að byggja brú og hengja leiðsluna neðan í hana. Framkvæmdir þyrfti að hefja í sumar því Hitaveitan þarf að fá vatnið inn á kerfið fyrir næsta vetur. Á fundinn, sem haldinn var á Hótel K.E.A. komu fulltrúar Hitaveitu Akureyrar, Vegagerðar ríkisins og hreppsnefndarmenn úr Öngulsstaða-, Hrafnagils- og Saurbæjarhreppum. Einnig voru þingmenn kjördæmisins á fundinum. Bygging brúar yfir Eyjafjarðará hjá Hrafnagili er ekki ávegaáætlun 1981 eins og kunnugt er og því verður að leita annarra leiða til að fjármagna verkið, en bygging brúar og vegar sitt hvoru meginn að henni, er talin kosta um 7 milljónir nýkróna. Það kom m.a. fram í máli þingmannanna að ein þeirra leiða sem fara mætti væri sú að fá fé á lánsfjáráætlun ríkisstjómarinnar. viku þegar bangsi kom í trollið. Ekki urðu skipverjar varir við dýrið fyrr en þeir fóru að gera að. Sagði Þorsteinn að sumum hefði orðið hvert við þegar uppgötvaðist að í móttökunni lægi hvítabjörn. „Nei, því miður get ég ekki látið stoppa bjamdýrið upp, en það var ætlunin. Birnan er of illa farin til þess eftir að hafa legið í sjónum“, Á sínum tíma voru uppi hugmyndir um samvinnu Hitaveitu Akureyrar og hreppanna í brúarmálum, en þá var leiðslan tekið yfir ána töluvert norðar en heppilegt var talið að byggja brú. Botnsholan hefur breytt miklu í þessu tilliti og eru forráðamenn Fyrir skömmu fór hafnarstjórn ásamt hafnarstjóra og hafnar- verði til Reykjavíkur til þess að sagði Þorsteinn og bætti því við að menn hefðu haft á orði að þetta væri líklega heimsmet að fí bjamdýr í vörpuna. Þegar blaðam. skoðaði bimuna í gær höfðu skipsmenn hengt hana upp til sýnis, en eflaust verður hræinu hent innan tíðar og e.t.v. verður búið að því þegar þessar línur koma fyrir sjónir lesenda. Hitaveitu Akureyrar áhugasamir um að brúin verði byggð. Heimildamenn blaðsins sögðu að ef af þessari brúargerð yrði myndi hún ekki breyta neinu um fyrirhugaðar framkvæmdir á Leirunum. vera við lokaprófun á tilraunum sem hafnarmálastofnun var að gera í sambandi við fyrirhugaða hönnun og byggingu viðlegu- kants við Hraðfrystihús Ú.A. Þessar tilraun var gerð til að kanna hreyfingar skipa, annars vegar við staurabryggju og hins vegar við stálþil. Framkallaðar voru mismunandi hreyfingar sjávar, svo sem undir- alda og vindalda, ýmist stakar eða samvirkandi og hreyfingar skipsins mældar. Mat hafnarstjórnar er það að til- raunirnar bentu til þess að stálþilið væri betri valkosturinn. Nú er bannað að fara með þunga bíla yfir gömlu brýrnar hjá flugvellinum og verða menn að aka inn í fjörð til að komast yfir. Hins vegar þolir vegurinn á þeim slóðum ekki umferð mjög þungra farartækja. Innheimta bæjargjalda Á fundi bæjarráðs í sl. viku gerði bæjarritari grein fyrir innheimtu bæjargjalda á árinu 1980. Af út- svörum og aðstöðugjöldum inn- heimtist 88,0% en af fasteignagjöld- um 92,6%. Heildarinnheimta á gjöldum þessum reyndisl vera 89,3%. Samtals voru til innheimtu að meðtöldum reiknuðuh dráttar- vöxtum kr. 6.332.778 þús. Þar af innheimtust kr. 5.527.851 þús. eða 87,3%. Að tillögu bæjargjaldkera sant- þykkti bæjarráð að fella niður gömul úlsvör hjá 11 einjúaklingum samtals að upphæð gkr. 1.184.232. en útsvör þessi hafa reynst öinn- heimtanleg. BJARNDÝRÍTROLUÐ VILJA STÁLÞIL Blönduvirkjun og Villinganesvirkjun: Orkueiningin mun dýrari frá Villinganessvirkjun Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri sagði að þeir hefðu verið að toga í Þverálsbotninum um miðja síð,ustu Rætt um efna- hagsráðstafanir og þjóðmál Framsóknarfélögin á Akureyri og Eyjafirði halda almennan fund með þingmönnum á Hótel K.E.A fimmtudaginn 5. febrúar kl. 9 e.h. Rætt verður um efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinnar og viðhorf í þjóðmálum. Ráðstefna um orkubúskap og orkufrekan iðnað var haldin á Ákureyri um helgina á vegum iðnþróunar- og orkumálanefnd- ar Fjórðungssambands Norð- lendinga. Átta framsöguerindi voru flutt og almennar umræður vom að loknum framsöguræð- unum. Á ráðstefnunni kom meðal annars fram, að Hraun- eyjafossvirkjun muni ekki gera meira en að brúa það gap sem nú er í orkuframleiðslu lands- manna og fram kemur í raf- magnsskömmtun og mikilli díselkeyrslu rafstöðva, þannig að brýnt er að ákvörðun verði tekin sem fyrst um nýja virkjun. Nokkrar umræður urðu um Blönduvirkjun og kom meðal annars fram í framsöguræðu Kristjáns Jónssonar, rafmagns- veitustjóra, að stofnkostnaður við hverja orkueiningu Blöndu- virkjunar væri 0,93 nýkrónur, en sambærileg tala fyrir Villinga- nesvirkjun væri 1,33 nýkrónur, þannig að Blönduvirkjun væri mun hagkvæmari. Ákveðið er að formlegur viðræðufundur um bætur fyrir landsspjöll verði með fulltrúum sveitarstjórna á Blöndusvæðinu í lok janúar. Þorsteinn Vilhjálmsson, formað- ur staðarvalsnefndar, sem iðnaðar- ráðuneytið skipaði í október í fyrra til að kanna hvar helst komi til álita að reisa iðjuver í tengslum við nýt- ingu á orku- og hráefnislindum landsins, kynnti samanburð sem gerður hefur verið á hugsanlegu staðarvali meðalstórra stóriðjufyr- irtækja og meiriháttar nýiðnaðar- fyrirtækja, það er iðjuver með 30-300 manna stafsliði og 5-100 megawatta aflþörf. Þorsteinn tók skýrt fram, að ekki mætti taka þennan samanburð bókstaflega, (Framhald á bls. 6).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.