Dagur - 20.01.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 20.01.1981, Blaðsíða 6
Ffladelfía, Lundargötu 12. Fimmtudagur 22. jan. Vakningarsamkoma kl. 20.30. Indriði Kristjánsson frá Isafirði talar. Allir vel- komnir. Laugardagur 24. jan. Safnaðarsamkoma kl. 20.30. Sunnudagur 25. jan. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Öll börn velkomin. Vakn- ingarsamkoma kl. 20.30. Indriði Kristjánsson talar. Allir velkomnir. Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 25. jan. Sunnudaga- skóli kl. 11 f.h. Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Olsa Jakobsen kristniboði. Allir velkomnir. Biblíulestur hvern fimmtudag kl. 20.30. Náttúrugripasafnið. Sýningar- salurinn opinn á sunnudög- um kl. 1-3 sd. Tekið á móti hópum utan þess tíma. Haf- ið samband við gæslumann- inn, Kristján Rögnvaldsson, í síma 24724. Menntamálaráðu- neytið staðfestir stefnumörkun bæjar- stjórnar um fram- haldsskóla á Akureyrí Lagt var fram bréf dags. 5. janúar sl. frá menntamálaráðu- neytinu, þar sem staðfest er sú stefnumörkun bæjarstjórnar, „að tveir meginskóiar verði á framhaidsskólastigi á Akureyri. Endanlega skiptingu náms- brauta milli skólanna telur ráðu- neytið ekki tímabært að ákveða á þessu stigi, en eðlilegt að um það mál verði fjallað nánar með at- beina heimaaðila, m.a. í samstarfs- nefnd framhaldsskóla á Akureyri." Lántökuheimild Bæjarráð hefur samþykkt að heimila bæjarstjóra að tala lán hjá Orkusjóði að upphæð nýkr. 2.579.100 vegna jarðhitarannsókna og borana eftir heitu vatni í Eyja- firði og að Reykjum í Fnjóskadal. Bæjarstjóra er veitt fullt og ótak- markað umboð til þess að undirrita nauðsynleg lánsskjöl f.h. Akureyr- arbæjar. — Orkueiningin dýrari... (Framhald af bls. 1). þar sem um algjöra frumathugun væri að ræða. í samanburðinum kemur fram að Reykjavíkursvæðið sé hentugast fyrir þessi meðalstóru iðjuver og er því gefin einkunnin 14. Hvalfjörður, Reyðarfjörður og Suðurnes koma næst á eftir með 13 stig, síðan Eyjafjarðarsvæðið með 12, Skagafjarðarsýsla með 11, Húsavíkur- og Árborgarsvæði, þ.e. Árnessýsla, með 10 og Húnavatns- sýslur með 8 stig. Þegar metin er aðstaða fyrir stóriðjufyrirtæki, á borð við álver, koma aðeins tvö svæði til greina, þ.e. Eyjafjarðar- svæðið og SV-land. Svæðunum eru gefnar einkunnir eftir hafnarskil- yrðum, fólksfjölda og náttúruskil- yrðum og fær Reykjavíkursvæðið hæstu mögulegar einkunnir fyrir alla þættina. Eyjafjarðarsvæðið fær lægstu einkunn fyrir náttúruskil- yrði, en þar koma inn í mengunar- hætta, aðrir landnýtingarhags- munir og fleira. Ráðstefnuna sóttu um 100 manns. 6. DAGUR Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar nr. 18, 193, 207, 43, 317. B.S. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudag kl. 11 f.h. öll böm hjartanlega velkomin. Sóknarprestar. Takið eftir! Spilakvöld verður hjá Sjálfsbjörg í Alþýðuhús- inu 22. janúar kl. 8.30 e.h. Allir velkomnir. Nefndin. Bingó að Hótel Varðborg föstudaginn 23. þessa mán- aðar klukkan 20.30. Glæsi- legir vinningar að vanda. Aðgangur ókeypis, spjaldið kostar 10 krónur. Komið snemma. IOGT. Lionsklúhhurinn Hængur. Fundur fimmtudag 22. þ.m. kl. 19.15 áHótel K.E.A. Lionsklúhhur Akureyrar. Fundur í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 22. jan. kl. 12.15. □ RÚN 59811217 — Frl. Guðspekifélagið. Fundur verð- ur haldinn fimmtudaginn 22. janúar kl. 21. Erindi flyt- ur séra Pétur Sigurgeirsson. lOGT st. Ísafold-Fjallkonan nr, 1. Fundur fimmtudaginn 22. þ.m. kl. 8.30 að félagsheimili templara, Varðborg. Fund- arefni: Vígsla nýliða, önnur mál. Eftir fund: Kaffi. Æ.t. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur. Fundur fimmtudaginn 22. janúar kl. 19.15 í Kiwanis- húsinu. Fyrirframgreiðslur útsvara áárinu 1981 Á árinu 1981 ber að greiða fyrirframgreiðslu upp í útsvar til Bjæarsjóðs Akureyrar með fimm jöfnum greiðslum, hinn 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Á hverjum þessara gjalddaga skal greiða sem svarar 14% af álögðu útsvari 1980. Akureyri, 13. janúar 1981. Bæjarritarinn. ....—■ ■ ■■ ■ ■ .:. .................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... íbúð til sölu Til sölu er íbúðin Skarðshlíð 28 C. íbúðin erfjögurra herbergja á 2. hæð ífjölbýlishúsi byggðu á vegum stjórnar verkamannabústaða og selst hún á matsverði. Umsóknareyðublöð fást afhent á bæjarskrifstof- unni, Geislagötu 9. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 30. janúar næstk. Akureyri, 14. janúar 1981. Bæjarstjóri. ' Stjórnarkjör Ákveðið hefur verið, að kjör stjórnar félagsins, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda fyrir næsta starfsár fari fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu. Framboóslistum með nöfnum 7 manna í aðalstjórn og 5 til vara, 21 manni að auki í trúnaöarmannaráð og 21 til vara, tveggja endurskoðenda og eins til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 12 á Akureyri, eigi síðar en kl. 12 á hádegi, þriðju- daginn 27. janúar n.k. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri 19. janúar 1981. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför drengjanna okkar FREYSTEINS GUÐMUNDSSONAR og ÞORGEIRS RÚNARS FINNSSONAR, Dalsgerði 1, Akureyri. Áslaug Freystelnsdóttlr, Guðmundur Þórhallsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Flnnur Marinósson, systkini og aðrir ættingjar. Alúðar þakkir fyrir samúð og hlýhug viö fráfall og jarðarför BALVINS SIGURÐSSONAR, Sólvöllum 6, Akureyri. Auður Þorstelnsdóttlr og börn. NANNA BALDVINSDÓTTIR frá Kljáströnd, lést 13. janúar sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.30. Ásta Þengilsdóttir. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 83., 86. og 91. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1980 á húseigninni Grundargata 13, Dal- vík, þinglesinni eign Jóels Friðrikssonar og Sigur- bjargar Sveinsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 21. janúar n.k. kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. Orðsending til launagreiðenda á Akureyri, Dalvík og í Eyja- fjarðarsýslu. Atvinnurekendur og aðrir launagreiðendur eru hér með minntir á að senda embættinu hið fyrsta skrár yfir launþega vegna þinggjaldainnheimtu, sbr. 113 gr. laga nr. 40/1978. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 19. janúar1981. Gjalddagar fasteignagjalda á Akureyri á árinu 1981 Bæjarstjórn Akureyrar hefir ákveðið að fasteigna- gjöld til Bæjarsjóðs Akureyrar á árinu 1981 skuli gjaldfalla með fímm jöfnum greiðslum á gjalddög- um. 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. april og 15. maí. Með tilliti til þeirra breytinga, sem verða á fast- eignagjöldum má ætla að 15. janúar n.k. falli í gjalddaga upphæð, sem svarar til 30% þeirra gjalda, sem greidd voru af fasteigninni sl. ár. Þess er vænst, að fasteignaeigendur bregðist vel við og greiði á réttum gjalddaga tilskilinn hluta fasteignagjaldanna, þótt gjaldseðlar berist þeim ekki fyrr en í febrúar-mánuði. Dráttarvextir eru samkvæmt lögum fallnir á öll ógreidd bæjargjöld frá fyrra ári og nema þeir 4,75% fyrir hvern mánuð eða brot út mánuði frá gjalddaga. Bæjarskrifstofan er opin frá kl. 10.00-15.00 dag- lega frá mánudegi til föstudags. Akureyri, 13. janúar 1981. Bæjarritari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.