Dagur - 20.01.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 20.01.1981, Blaðsíða 8
IMíGtIIM RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI wum Grenivík: Ibúum fjölgað um 100 síðan 1973 Grenivík, 16. janúar. Tíðarfarið hefur verið ákaflega erfitt og sjósókn af þeim sökum mjög lítil. Sæmilegur afli hefur fengist á línu þegar gefið hefur á sjó. Tveir stórir bátar, 70 og 130 tonn, hafa verið á línu og einn 70 tonna bátur hefur verið á netum, en fengið nánast ekki neitt. Voru netin dregin upp í gær og báturinn fer á vertíð til Grinda- víkur. Nokkrir minni bátar og trillur hafa veitt sæmilega inn- anfjarðar. Tekist hefur að halda Vinnuvika nemenda GA Nokkur undanfarin ár hefur verið efnt til vinnuviku fyrir ncmendur á 2. ári viðskiptasviðs Gagnfræðaskóla Akureyrar. Góð samvinna hefur náðst við fyrirtæki hér í bæ og nemendur verið ánægðir með þann árangur sem náðst hefur á þessum vinnudögum. Nú er fyrirhugað að hefja enn þennan starfsþátt skólans og því er leitað til margra fyrirtækja á Akur- eyri um samvinnu. Vinnudagar nemenda verða vikuna 2.-6. febrú- ar á venjulegum dagvinnutíma hvers fyrirtækis. Ekki er ætlast til að nemendur fái laun fyrir vinnu sína, heldur að þeir fái sem gagn- legast og víðtækast yfirlit um starf- semi hvers vinnustaðar. Stofnað var til náms á viðskipta- sviði í því skyni að mennta og þjálfa starfsfólk til verslunar- og skrifstofustarfa. Þriðju áskriftar- tónleikarnir Þriðju áskriftartónleikar Tón- listarfélags Akureyrar verða haldnir laugardaginn 24. janúar n.k. í Borgarbíói kl. 17.00. Flytjendur eru átta manna kammersveit undir stjórn Pauls Zukovskys. Kammersveitina skipa Rut Magnússon, söngvari, Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanó, Gunnar Egilsson, klarinett, Bern- hard Wilkinson, flauta, Carmen Russsel, selló, Helga Hauksdóttir, fiðla, Rut Ingólfsdóttir, fiðla. Á efnisskrá verður tónverkið Pierrot Lunaire eftir Schönberg samið árið 1912. Rut Magnússon hefur hið vandasama hlutverk að flytja ljóðið, sem er eftir Giraud. Þetta verk var flutt á Listahátíð 1980. Síðara verkefni kammersteitar- innar verður klarinettkvintett eftir Brahms (þ.e. fyrir klarinett ojg strengjakvartett) saminn 1891. Einleikari í þessu verki er Gunnar Egilsson. Sala aðgöngumiða verður í Bókabúðinni Huld og við inngang- uppi 8 klst. vinnu á dag þrátt fyrir þessar ógæftir og reyndar hefur vinnutíminn oft verið lengri, þannig að ekki er þörf á að kvarta af þeim ástæðum. Þrátt fyrir erfitt tíðarfar er til- tölulega snjólítið og undantekn- ingalítið hefur verið s‘rt til Akur- eyrar, enda hefur vegurinn víða verið hækkaður upp og lagfærður. Erfiðasti kaflinn er milli Fnjóskár og Miðvíkur. Lítið hefur verið unnið að bygg- ingamálum að undanförnu, nema hvað nefna má að unnið er innan- liúss við nýja skólahúsið. Stefnt er að því að flytja skólahald í nýja húsið næsta haust, en menn eru svartsýnir á að það takist nema til komi aukin fjárveiting. Handa- vinna hefur verið kennd í tveimur stofum í kjallara nýja hússins, en að öðru leyti er kennt í gamla skólan- um og er sú starfsemi orðin mjög erfið sökum þrengsla. Nemendur eru 82 að tölu, kennarar eru þrír í fullu starfi og tveir í hálfu starfi. Nú búa um 460 manns hér á Grenivík og hefur fjölgað um því sem næst eitt hundrað manns síðan árið 1973. Við missum lítið af unga fólkinu og talsvert hefur verið um að fjölskyldur flyttu hingað. Þá hefur nokkuð verið úm það að fólk sem flutt hefur burt hafi komið aftur. Hér hefur verið næg atvinna og fólk sækir í mikla vinnu. Ef ekki væri húsnæðisskortur hefðu fleiri væntanlega flutt hingað. Nú fer okkur hins vegar að vanta fleiri at- vinnutækifæri hvað úr hverju og hefur verið horft til þess að reyna að koma upp einhverjum iðnaði, en engin ákvörðun tekin í þeim efnum ennþá. Atvinna byggist nær eingöngu á sjósókn og fiskvinnslu, en hér eru auk-þess þrjú loðdýrabú, sem skapa nokkra atvinnu. Félagslíf hefur að mestu legið niðri að undanförnu, en nú fersenn að lifna yfir því með hefðbundnum þorrablótum og árshátíðum. P.A. Atvinnuleysis- skráning 31. desember í bréfi dags. 31. desember 1980 frá vinnumiðlunarskrifstofunni kemur fram að þann dag hafi 94 verið skráðir atvinnulausir á Akureyri, 78 karlar og 16 konur. Atvinnuleysisdagar í desember voru 1834. Gefin voru út 128 atvinnuleysisbótavottorð með samtals 1234 bótadögum. Nemendur í handmennt. Mynd: P.M. Er fjármagni skipt milli skóla án nokkurrar könnunar? í Grunnskólanuin á Hvamms- tanga eru nú 92 nemendur og sex kennarastöður, sem sjö kennarar fylla. Skólastjóri er nú Eyjólfur Magnússon. Skólinn er til húsa í skólahúsi, sem er fyrir löngu orðið alltof lítið. Þar eru aðeins þrjár kennslustofur og er einnig kennt í geyinsluherbergi og horni sem þiljað var frá einni kennslustofunni. Engin aðstaða er fyrir sérkennslu svo sem leik- fimi, sund, handmennt, tón- mennt og heimilisfræði. Leik- fimi er nú kennd á gangi skól- ans, sem bæði er þröngur og kaldur yfir vetrarmánuðina. Handmenntakennsla fer fram í litlu eldhúsi og herbergi, sem tilheyra húsvarðaríbúð í Félags- heimilinu. Eyjólfur Magnússon skólastjóri sagðist ekki með nokkru móti skilja þær forsendur, sem menntamála- ráðuneytið gefur sér í uppbyggingu skólahúsnæðis. Þar virtist fjár- magni skipt án undangenginnar könnunar á húsnæðisþörf og dæmi væru um það, að vel útbúnir skólar fengju fjárveitingar langt umfram það er algjörlega vanbúnir skólar fengju. Þörfin virtist litlu skipta og þær óskir sem fram væru bornar af sanngirni fengju sömu afgreiðslu og óhófskröfur, eða niðurskurð um 50-60%. Enn fremur sagði hann að í dag væri lausnarorð í uppbyggingu skóla, Fjölbrautarskólar, en til lítils væri að byggja þá ef grunninn vat- aði, þ.e. þeir skólar sem skila ættu nemendum til Fjölbrautar væru svo sveltir á fjárlögum að þeir gætu ekki rækt sínar skyldur sem skyldi. Nefndi hann sem dæmi skólann á Hvammstanga, sem væri löngu tal- inn fullbyggður, að á skólalóð hans væri ekki eitt einasta leiktæki né nokkur aðstaða fyrir nemendur. í raun væri skólalóðin aðeins afgirt- ur melur, sem varla þætti mönnum bjóðandi væri þetta í Reykjavík. Skólahúsnæðið sjálft sagði hann vera í notkun frá klukkan 8 að morgni til klukkan 22.30 hvern virkan dag vikunnar. Sagði hann að öll sú aðstaða til félagslífs sem í skólanum væri hefðu nemendur og kennarar í (Framhald á bls. 7). Fyrsta verkefnið hjá L.A. í vetur: Skáld-Rósa Æfingar hafa nú staðið yfir á „Skáld-Rósu“ hjá Leikfélagi Akureyrar síðan í byrjun des- ember og stefnt er að því að frumsýna verkið föstudaginn 6. febrúar. Leikstjóri er Jill Brook Ámason, leikmynd eftir Stein- þór Sigurðsson og búninga gerði Freygerður Magnúsdóttir. Leikendur eru 17 í 23 hlutverk- um. Með titilhlutverkið fer Sunna Borg og aðrir í aðalhlutverkum eru Gestur Jónasson, sem leikur Nat- han Ketilsson, Theódór Júlíusson leikur Ólaf, mann Rósu, Guðmundur Sæmundsson leikur Pál Melsted, sýslumann, Heimir Ingimarsson leikur Björn Blöndal, sýslumann, og Þórey Aðalsteins- dóttir leikur Agnesi. „Skáld-Rósa“ er eftir Birgi Sigurðsson. £7 '[X /7\T "X— ííl r > DÍ| lii Itt. Uu * - JU 0 Hjálparsveit skáta 10 ára Á laugardag í síðustu viku héidu félagar í Hjálparsveit skáta upp á 10 ára afmæli sveitarinnar. f tilefni af af- mælinu gáfu skátarnir út, í samvinnu við Dag, blað sem prentað var í blaðapressu Dags í P.O.B. Áður hefur íþróttafélagið Þór notfært sér þá möguleika sem blaða- pressan hefur upp á að bjóða. 0 Annasamt hjá lögreglu f gær var slæmt færi á Akur- eyri, víða í úthverfum mátti heita með öllu ófært. Dagur hafði fregnir af því að lög- regla bæjarins hefð) staðið í ströngu allan liðlangan dag- inn, en allt of margir öku- menn ana af stað á bílum sínum án þess að bílarnir séu hæfir til vetraraksturs. 0 Slæmt ástand í orkumálum Váleg tíðindi berast að sunn- an frá þeim sem orkumálum ráða. Stöðugt er verið að minnka framleiðsluna og all- ar diselvélar landsmanna sem geta framleitt rafmagn eru látnar ganga. Nú er fyrir- huguð herferð í fjölmiðlum og á m.a. að kenna almenn- ingi að spara rafmagn. Þetta ástand færir okkur heim sanninn fyrir því að það verð- ur að virkja hér fyrir norðan og því fyrr — því betra. Menn verða að setja einkahags- muni til hliðar og sameinast í því að fá næstu stórvirkjun landsmanna byggða á Norð- urlandi. 0 L.A. að hefja starfsemi í byrjun næsta mánaðar mun L.A. sýna leikritið Skáld- Rósu, sem er fyrsta verkefni félagsins í vetur. E.t.v. eru næstu mánuðirnir próf- steinninn á það hvort hér verður atvinnuleikhús næstu árin. 0 Margir sóttu um vinnuna Fyrir skömmu auglýsti út- gerðarmaður eftir háseta á bát sinn fram til vors. Síðan hefur útgerðarmaðurinn ekki haft frið fyrir mönnum sem vilja ólmir og uppvægir ger- ast hásetar í nokkra mánuði. Það var haft eftir útgerðar- manninum að sér virtist at- vinnuleysi hafa haldið innre- ið sína á Akureyri ef dæma mætti eftir fjölda um- sækjenda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.