Dagur - 20.01.1981, Side 5
HMGUM.
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Eru Norðlendingar við-
búnir haf ískomu?
Á hafísárunum fyrir 1970 var hin
svonefnda Hafísnefnd kosin af Al-
þingi, en þessi nefnd hlutaðist til
um að Páll Bergþórsson athugaði
hvort hægt væri að segja fyrir um
hafískomur og gera hafísspár. Um
áramótin sagði Páli að hættan á
hafís væri mun meiri nú en oft
áður. Og eins og Norðlendingum
er kunnugt hefur veðráttan verið
mjög umhleypingasöm í vetur og
ísinn hefur þokast austur með
Norðurlandi.
Það hefur komið fyrir, eftir að
hafís hefur lagst upp að strönd-
inni, að fóik hefur uppgötvað að
birgðir af oiíu, kjarnfóðri og ýmsu
öðru hafa verið í lágmarki. Slíkt
ástand getur haft í för með sér al-
varlegar afleiðingar, sem óþarft er
að tíunda hér, því flutningar á
landi yfir háveturinn eru ýmsum
annmörkum háðir. Það er aldrei
nógsamlega brýnt fyrir forráða-
mönnum verslunar og bæja að
hlutast svo tii um, þegar útlit er
fyrir hafís, að hafa til nægar
birgðir af nauðsynjavöru.
Vegamál í Eyjafirði
Eins og fram kemur í blaðinu í dag
eru uppi ráðagerðir um að byggja
brú yfir Eyjafjarðará, skammt frá
Hrafnagili í samnefndum hreppi.
Heitt vatn fannst fyrr í vetur hjá
Botni og nú þarf að koma því yfir í
skiljustöðina hjá Laugalandi.
Þarna fara því saman hagsmunir
íbúa í hreppum í innanverðum
Eyjafirði og Hitaveitu Akureyrar.
Það er lífsnauðsynlegt fyrir Hita-
veitu Akureyrar að fá aukið vatns-
magn fyrir næsta vetur svo ráða-
menn verða að iáta hendur standa
fram úr ermum ef takast á að hefja
verkið í sumar.
Þessi brúarsmíð er ekki í vega-
áætlun svo leita verður annarra
leiða til að fjármagna verkið, en á
því leikur víst lítill vafi að brúna er
hægt að byggja ef vilji er fyrir
hendi. Hins vegar skal líka lögð á
það áhersla að þessi brú, ef byggð
verður, má ekki tefja fyrir því að
byggð verði ný brú yfir Eyjafjarð-
ará nær Akureyri. Gömlu brýrnar
eru orðnar úreltar og má furðulegt
teljast að þær skuli enn hanga
uppi. Þegar er farið að beina um-
ferð mjög þungra bifreiða yfir
brúna hjá Möðruvöllum, en ef
ekkert verður gert í smíði nýrra
brúa yfir Eyjafjarðará, er eins víst
að allri umferð verði beint yfir
brúna hjá Möðruvöllum
Læknaráð F.S.A.:
HÍutverk F.S.A
Sjúkrahúsið á Akureyri hefir verið
deildasjúkrahús síðan árið 1954.
Það er almennt og deildasjúkrahús
fyrir Akureyri, Eyjafjarðarsýslu,
Dalvík, Ólafsfjörð, þrjá vestustu
hreppa Suður-Þingeyjarsýslu og
vegna flugsamgangna fyrir Þórs-
hafnar- og Vopnafjarðarlæknis-
héruð. Að auki hefir það verið að
hluta deildasjúkrahús fyrir önnur
læknishéruð á Norðurlandi. Jafn-
legi hefur farið fram kennsla og
þjálfun fólks í heilbrigðisstéttum á
sjúkrahúsinu.
Síðan árið 1954 hefir sáralítið
húsnæði bætst við spítalann til af-
nota. Á þessu tímabili hefir orðið
veruleg íbúafjölgun á Akureyri og
nokkur fólksfjölgun i öðrum
byggðarlögum á Norðurlandi
þeim, sem sjúkrahúsið þjónar. Á
þessu árabili hafa orðið miklar og
vaxandi framfarir í læknisfræði.
Jafnframt hefir átt sér stað aukin
sérhæfing og fjölgun starfs- og
læknaliðs sjúkrahússins, vaxandi
aðsókn að því og aukin starfsemi
þess.
Á árabilinu 1965-1975 fjölgaði
innlögðum á sjúkrahúsið um 85%
en á sama tíma styttist meðal legu-
tími á sjúkling um meira en helm-
ing. Á þessum árum þrefölduðust
ríflega röntgen og almennar rann-
sóknir á sjúkrahúsinu, göngudeild-
arstarfsemi þess fjórfaldaðist og
starfs- og læknalið þess tvö til þre-
faldaðist. Á hinn bóginn hefir
sjúkrahúsið á Akureyri dregist
mjög aftur úr í fjárveitingum til
nýbyggingar og býr nú við mikið
þrengri húsakost en flest önnur
sjúkrahús í landinu miðað við
íbúatölu þess svæðis, sem þau
þjóna.
Ef íbúatala þjónustusvæðis Ak-
ureyrar er talin 21 þúsund manns
og húsnæði Kristneshælis, Lækna-
miðstöðvarinnar og Heilsuvernd-
arstöðvar Akureyrar er talið með
sjúkrahúsinu á Akureyri, hefir það
á að skipa l.l rúmmetra á íbúa
þjónustusvæðis. Á sama tíma hefir
sjúkrahúsið á Sauðárkróki á að
skipa 1.9 rúmmetra á íbúa þjón-
ustusvæðis og sjúkrahúsið á Húsa-
vík 2.0 rúmmetra á íbúa þjónustu-
svæðis. Ef 130 þúsund manns eru
talin vera á þjónustusvæði sjúkra-
húsanna í Reykjavík hafa Land-
spítalinn að frátalinni geðdeild
hans, Borgarspítalinn og Landa-
kotsspítali ásamt tilheyrandi hús-
næði á að skipa 3.7 rúmmetra á
íbúa þjónustusvæðis.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefir því
orðið mjög hart úti í húsnæðismál-
uni. Þrengsli í sjúkrahúsinu eru
hvarvetna mikil og eru því fjötur
uni fót. Vinnuaðstaða er yfirleitt
örðug af þeim sökum. Húsnæðis-
skortur háir sjúkrahúsinu meira en
nokkuð annað, setur starfsemi þess
skorður, hindrar eðlilega þróun
þess og veldur því, að það er vax-
andi erfiðleikum bundið fyrir
spítalann að anna hlutverki sínu
sem almennt og deildasjúkrahús
fyrir þjónustusvæði sitt.
Tvennskonar þarfir sjúkrahúss-
ins eru einkum aðkallandi í bráð,
annars vegar aukið vinnurými. hins
vegar aukið hjúkrunarrými. Brýna
nauðsyn ber til að taka í notkun og
fullgera sem fyrst hluta af þeirri
þjónustubyggingu, sem verið hefir í
smíðum við sjúkrahúsið síðan árið
1975 ásamt hluta af tengiálmu.
Þjónustubyggingiunni ásamt tengi-
álmu er einmitt ætlað að vera að
meginhluta vinnurými. Þegar að
því kemur að skurðstofur, slysa-
stofu, gjörgæslu og römtgendeild
flytja í þjónustubygginguna og
innréttuð verður þar legudeild til
bráðabirgða, skapast möguleiki á,
að aðrar deildir spítalans stækki og
þróist í samræmi við aukna starf-
semi þeirra.
Nauðsyn ber til að fá fullnaðar-
gerð þjónustubyggingarinnar
ásamt tengiálmu viðurkennda sem
eitt af þremur forgangsverkefnum í
heilbrigðisþjónustunni ásamt B-
álmu Borgarspítalans og K-bygg-
ingu Landspítalans. Þess háttar.til-
mæli eða kröfugerð af hálfu
sjúkrahússins á Akureyri er ekki
ósanngjörn, þegar haft er í huga,
hversu sjúkrahúsið hefir verið
sniðgengið og er orðið illa sett í
húsnæðismálum miðað við hlut-
verk sitt. Með því móti einu fengi
sjúkrahúsið á Akureyri leiðréttingu
á því misrétti, sem það hefir orðið
fyrir og fær að þróast sem almennt
og deildasjúkrahús í samræmi við
framfarir í læknisfræði, kröfur
tímans og íbúatölu þess svæðis, sem
það hefir þjónað. Með því móti
yrði ráðin bót á þeirri kyrrstöðu,
sem ríkt hefir í byggingarmálum
sjúkrahússins í 27 ár að miklu leyti.
Eðlilegt má telja, að sjúkrahúsið
á Akureyri þróist í sérdeildasjúkra-
hús og verði jafnframt aðalvara-
sjúkrahús landsins í almannavörn-
um þess, það er stærsta sjúkrahúsið
utan Reykjavíkur. Á sjúkrahúsinu
starfa eins og sakir standa þrír
skurðlæknar, þrír lyflæknar,
einn fæðinga- og kvensjúk-
dómalækmir, einn barnalæknir,
annar að hluta og einn svæfingar-
læknir, einn geðlæknir og á
röntgendeild tveirlæknar. Að hluta
starfa á sjúkrahúsinu tveir augn-
læknar og einn háls, nef og eyrna-
læknir. Á sjúkrahúsinu er í viðbót
þörf fyrir sérfræðing í meinafræði,
sérfræðing í lækningarannsóknum,
sérfræðing í röntgengreiningu og
kvensjúkdómalækni, annan geð-
lækni, bæklunarlækni, hjartalækni
og sérfræðinmg í orkulækningum.
Tímabært má telja, að eitt þróað
sérdeildasjúkrahús sé staðsett úti á
landsbyggðinni. Akureyri má heita
eini staðurinn, sam þar kemur til
greina. Kemur þar til stærð og
starfsemi sjúkrahússins á Akureyri,
lega Akureyrar, fjarlægð hennar
frá Reykjavík og sú byggð, sem nú
er á Akureyri og Norðurlandi. Ak-
ureyri er staðsett miðsvæðis á
Norðurlandi. Hún er stærsti bær-
inn utan höfuðborgarsvæðisins.
Samgöngur eru greiðar þangað frá
öðrum bæjum og sýslum og Norð-
urlandi og Norð-Austurlandi allt
árið að kalla. I'búafjöldi Norður-
lands og norðurhluta Austurlands
mun vera hátt í 40 þúsund manns.
Fullvíst má telja, að stækkun
sjúkrahússins á Akureyri í þróað
sérdeildasjúkrahús myndi bæta
stöðu og hag annarra sjúkrahúsa á
Norðurlandi. Samskipti og gagn-
kvæm miðlun á gögnum og fræðslu
myndi aukast innbyrðis milli
sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva í
þessum landshluta. Styttra og auð-
veldara yrði að senda sjúkling til
sérfræðingu innan og utan sjúkra-
hússins og betri sérfræðingaþjón-
ustu myndi fást. Styttra og auð-
veldara yrði fyrir sérfræðinga að
fara sem ráðgefandi læknar til
annarra sjúkrahúsa í fjórðungnum.
Það myndi bæta mjög heilbrigðis-
þjónustu á Norðurlandi öllu.
Það er sanngirnis- og réttlætis-
mál og er þjóðhagslega hagkvæmt
og það er þýðingarmikill þáttur í
almannavörnum landsins, að eitt
þróað sérdeildasjúkrahús sé stað-
sett úti á landsbyggðinni. Það
myndi efla landsbyggðina og stuðla
að auknu jafnvægi í heilbrigðis-
málum landsins. Það myndi vega á
móti þeirri röskun, sem óneitanlega
er í byggð landsins, á meðan búseta
er að rneiri hluta bundin við einn
landshluta, sem allt stendur og
fellur með, ef nokkuð ber út af í
þjóðlífinu. Tilkoma þróaðs sér-
deildasjúkrahúss á Akureyri yrði
ótvírætt spor fram á við í heil-
brigðismálum Norður- og Norð-
Austurlands og raunar alls lands-
ins.
Þessi börn eru fyrir hádegi.
Fara fóstrur í verkfall?
Fóstrur á Akureyri ætla að
hætta störfum þann 1. febrúar
n.k. ef samningar hafa ekki
náðst. Fyrir foreldra barna á
dagvistarstofnunum eru þetta
alvarleg tíðindi, en hér í bæ eru
dagvistarrými fyrir rúmlega
300 börn á forskólaaldri og má
fastlega gera ráð fyrir að
meirihluti foreldranna séu úti-
vinnandi. Á Akureyri starfa nú
16 fóstrur sem eru á Pálmholti,
Iðavelli, Árholti, Stekk og
Lundaseli. Félagsmálastofnun
hefur auglýst eftir fóstrum til
starfa, en Ragnheiður taldi
ólíklegt að þær auglýsingar
bæru árangur.
Vandræðaástand á
mörgum vinnustöðum
Það var hörkugaddur úti daginn
sem Dagur var á ferð í Lundaseli
og því voru allir íbúarnir inni að
púsla. Alls dvelja 70 börn í
Lundaseli — þ.e. 34 börn á
morgnana og 26 eftir hádegi.
Börnunum er skipt niður í tvær
deildir — „Bangsadeild og
Kisudeild" — og skal það tekið
fram að börnunum er ekki skipt
niður í deildirnar eftir aldri. Á
morgnana eru 2ja til 6 ára börn í
Lundaseli, en 3ja til 6 ára eftir
hádegi.
„Flest börnin eiga foreldra sem
eru bæði í fullu starfi utan heim-
ilis“, sagði Ragnheiður Ólafs-
dóttir, forstöðukona er við geng-
um eftir „Kisudeild" „og svo
sannarlega yrði vandræðaástand
á mörgum vinnustöðum í bænum
ef fóstrurnar hætta störfum í
næsta mánuði, en það má ekki
starfrækja barnaheimili nema
fóstra sé þar í forsvari".
í Lundaseli starfá 3 lærðar
fóstrur og fimm aðstoðarstúlkur.
Til samans eru í Lundaseli 5
stöðugildi, en nokkrar kvennanna
eru þarna í hálfri stöðu.
Fóstrurnar á Akureyri sögðu
upp frá og með 1. nóvember og
hafði Akureyrarbær rétt á að
framlengja uppsagnarfrestinn um
3 mánuði. Ragnheiður sagði: að
forráðamenn bæjarins hefðu ekki
neytt þessa réttar og því kæmu
uppsagnirnar fyrr til fram-
kvæmda en ella hefði orðið.
Svona líður dagurinn
í Lundaseli
En hvers er þá krafist? Fóstrurnár
sextán fara fram á launaflokka-
hækkanir, þ.e. að forstöðukonur
fari í 16. launaflokk og fóstrur í
14. launaflokk. Ragnheiður sagði
að heildarhækkunin í krónum
næmi einum árslaunum fóstru.
„Við gerurn einnig þá kröfu að
fá 10 tíma á viku til að undirbúa
starfið — gera starfsáætlanir og
viða að okkur efni sem síðar er
t.d. notað í samverustundum.
Svona fyrirkomulag tíðkast á
hinum Norðurlöndunum, en
þekkist ekki hér á landi“.
— Hvernig verjiðþið deginum?
„Börnin eru að koma hingað til
klukkan 9 og fram til klukkan
9.30 eru frjálsir leikir eða föndur,
en þá er samverustund. 1 henni
reynum við að fræða börnin um
ýmislegt og vinnum þar eftir
starfsætlunum, sem gerðar eru
langt fram í tímann. Sl. haust og
vetur voru börnin t.d. frædd um
þessar árstíðir, en einnig hefur
þeim verið sagt frá tannvernd svo
dæmi sé tekið. Eftir samveru-
stundina fá börnin að drekka og
eru síðan úti fram að hádegi. Eftir
hádegi snýst þetta við með nýjum
hóp. Við byrjum á útivistinni, þá
fá börnin að drekka, síðan kemur
samverustund og á eftir henni er
föndur og leikir“, sagði Ragn-
heiður.
í nóvember var foreldruni
bama, sem dvelja í Lundaseli á
morgnana, boðið upp á lengri
opnunartíma þ.e. að börnin
kæmu með aukabita með sér og
yrðu á barnaheimilinu til klukkan
13.30 eða að öðrum kosti til 12.15
eins og venja hefur verið. Til þess
að þetta fyrirkomulag yrði tekið
upp var nauðsynlegt að hafa
a.m.k. 4 börn til 13.30, en aðeins
foreldrar eins barns óskuðu eftir
að það yrði lengur. Ragnheiður
sagði að þetta boð stæði enn ef
lágmarkinu yrði náð.
Hann hafði engar
áhyggjur.
„Hæ, manni, hvað ertu að gera
héma“, spurði ljóshærður hnokki
Ijósmyndara Dags, þegar hann
gekk um sali Lundasels. Svar
ljósmyndarans var eitthvað á þá
leið að hann væri að skoða heim-
ilið og síðar væri ætlunin að birta
myndir og frásögn í Degi. Ungi
maðurinn var ánægður með upp-
lýsingarnar og virtist ekki hafa
ýkja rniklar áhyggjur af launa-
baráttu fóstranna á barnaheimil-
um bæjarins.
Ungur hugsuður.
ÞÓR
TAPAR
IFJÖR-
UGUM
LEIK
Á laugardaginn léku í fyrstu
deild í körfubolta Þór og Fram.
Þórsarar veittu Frömurum
harða keppni til að byrja með,
en Framarar náðu fljótlega yfir-
höndinni og náðu öruggri for-
ustu. í hálfleik var staðan 41-37
Fram í vil. Þeir juku síðan for-
skotið og sigruðu örugglega
með 101 stigi gegn 82.
Til að byrja með reyndu
Framarar að taka Garry úr
umferð, en það tókst ekki betur
en það að sá leikmaður sem
fékk það hlutverk fékk mjög
fljótlega á sig þrjár villur, og
einnig það að hann réði hrein-
lega ekki við Garry. Jón Héð-
insson var drýgstur Þórsara að
hirða fráköstin. Garry var
stigahæstur Þórsara með 27 stig,
Jón var með 20, Alfreð 17 og
Eiríkur 6. Blökkumaðurinn Val
Bracy var stigahæstur Framara
með 31 stig og Símon kom
næstur með 29.
Framarar eru nú efstir í
deildinni, en Þórsarar v.erða nú
að fara að vinna eitthvað af
leikjum ef þeir ætla ekki að
lenda í fallhættu.
A enn Norðurlandsmet
fþróttasiðunni barst fyrir
nokkru afrekaskrá í sundi og er
þar getið allra gildandi meta á
Norðurlandi. Flest þessara meta
eru ný, þar er sundíþróttin hefur
tekið miklum framförum und-
anfarin ár svo sem aðrar iþróttir.
Elstu mctin í skránni eru frá
1967. Þar ber fyrst að geta 50 m
skriðsund en það niet á Óli G.
Jóhannsson listmálari, en hann
var mikill keppnismaður í sundi
hér fyrr á árum. Óli synti þá á
27,4 sek. og er það næstum því
tveimur sek. betra en næsti tími.
Þá á sveit Óðins ennþá Norður-
landsmet í 4x50 metra skrið-
sundi, og er það met frá sama
ári, og var Óli einnig í þeirri
sveit.
Þá á Óðinn einnig met í 4x50
m fjórsundi og er það einnig frá
sama ári. Mjög líklega hefur Óli
einnig verið í þeirri sveit.
Kemur
Guðjón?
Nú um helgina var staddur á
Akureyri Guðjón Guðjónsson
úr Keflavík, en hann hefur und-
anfarin ár leikið sem vinstri
bakvörður í knattspyrnuliði
Keflvíkinga.
Guðjón hefur áhuga á að
flytja norður og ef af því yrði þá
að ganga til liðs við knatt-
spyrnumenn KA. Ekki er að efa
að það yrði fengur fyrir KA
menn að fá Guðjón í sínarraðir,
en samkvæmt þeim upplýsing-
um sem blaðið hefur aflað sér
stóð hann sig mjög vel með liði
sínu sl. leiktímabil.
Úr því fæst skorið nú næstu
daga hvort af þessu verður.
Tvö
töp
Nú um helgina léku Þórsarar
tvo leiki í annarri deild í hand-
bolta, og fóru þeir báðir fram
sunnan heiða. Þórsarar töpuðu
þeim báðum, og ekkert nema
kraftaverk getur forðað þeim
frá falli í þriðju deild.
Fyrri leikinn léku þeir við
Breiðablik og töpuðu honum
26-18, og siðari leikinn léku þeir
við ÍR og töpuðu honum 30-19.
/Kfingar skíóamanna eru nú að hcfjast. Hér má sjá Ólaf Harðarson á
punktanióti. Mynd: Kögnvaldur.
Skíðamenn erlendis
Nú eru þrettán ungir skiöamenn frá Akureyri við æfingar i hinum frœga
skiðastað Geiló i Noregi.
Unglingarnir eru þarna á vegum Skiðaráðs Akureyrar, en verða
sennUega sjálf að hera mestan kostnaðinn af ferðinni.
Mcðþcim er Margrét Baldvinsdóttir sem ráðin hefur verið þjálfari hjá
Skiðaráðinu, en henni til aðstoðar við þjálfunina i vetur verða þau Valþór
Þorgeirssón og Guðrún B. Leifsdóttir. Að sögn ívars Sigmundssonar
framkvœmdastjóra Skiðastaða, erskíðafœrið óðum að lagast, en töluvert
hefur hœst á snjóinn nú undanfarið.
Fyrsla skiðamót vetrarins verður um nœstu helgi, en þá er Svigmót
Þórs, og er keppt i öllum flokkum frá 7 ára og uppúr.
4.DAGUR
DAGUR•5