Dagur - 27.01.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 27.01.1981, Blaðsíða 6
Akureyrarkirkja messað kl. 2 e. h. n.k. sunnudag I. febrú- ar. Bindindisdagur. Tökum höndum saman í leit að lækningu áfengisbölsins. Biðjum fyrirsjúkum. Sálmar nr. 361, 367, 292, 74, 35. Kirkjukaffi kvenfélagsins er í kapellunni að lokinni messu. Allir hjartanlega velkomnir. P.S. Mörðuvallaklaustursprestakall. Barnaguðsþjónusta í Möðruvallakirkju n.k. sunnudag I. febr. kl. 11.00 f. h. Sóknarprestur. □ HULD 59811287 VI 2 I.O.O.F. Rb 2 = 1301288 'A = Aðalfundur K.F.U.M. á Akur- eyri verður haldinn mið- vikudaginn 11. febrúar 1981 kl. 20.30 í kristniboðshúsinu Zíon. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Kvenfélagið Hlíf, heldur aðal- fund sinn í Amaróhúsinu miðvikudaginn 28. jan. 1981 kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Drengjafundir á Sjónarhæð á laugardögum kl. 13.30. Sunnudagaskóli í Glerár- skóla kl. 13.35 og í Lundar- skóla kl. 13.30. Verið hjart- anlega velkomin. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 1. febr. kl. 13.30 er sunnudagaskóli og kl. 17.00 almenn samkoma. Mánu- daginn 2. febr. kl. 16.00 er heimilissamband og kl. 20.30 hjálparflokkur. For- ingjarnir stjórna og tala. Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 1. febrúar sunnu- dagaskóli kl. 11 f.h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Bogi Pétursson. Allir velkomnir. AUGLÝSIÐIDEGI Stofnfundur félags um jafnréttismál Um nokkurt skeið höfum við, nokkrar konur á Akureyri, unnið að undirbúningi á stofnun félags um jafnréttismál, og er ákveðið, að stofnfundur skuli haldinn þann 1. febr. að Hótel K.E.A. kl. 14.00- 17.00. Ófriður í aðsigi eftir dr. Þór Whitehead Rit um samskipti Islendinga við Hitlers-Þýskaland og önnur stórveldi á árunum fyrir stríðið Almenna bókafélagið hefur sent frá sér mikla bók eftir dr. Þór Whitehead um samskipti íslend- inga við Hitlers-Þýskaland og önn- ur stórveldi á tímabilinu frá því Hitler komst til valda 1933 og þar til styrjöldin braust út síðsumars 1939. Bókin nefnist Ófriður í aðsigi og er fyrsta bindi í miklu ritverki eftir dr. Þór um ísland í síðari heimsstyrjöld, sem fjallar um „sögu íslands í nánum tengslum við heimssöguna á einhverjum mestu örlagatímum síðari alda,“ eins og segir m.a. í kynningunni: „Þjóðverjar gáfu okkur því nán- ari gaum sem nær dró ófriðnum, og valdsmenn þar sendu hingað einn af gæðingum sínum, SS-foringjann dr. Gerlach, til að styrkja hér þýsk áhrif. í Reykjavík starfaði deild úr þýska nasistaflokknum, og var henni stjórnað frá Berlín. íslenskum stjórnvöldum var ljóst, hvað var á seyði, en gátu lítið aðhafst, enda stóðu þeir andspænis kreppu og markaðshruni, sem Þjóðverjar reyndu að notfæra sér. Þau leituðu á náðir stórvelda, sem voru þeim skapfelldari en Hitlers— Þýskaland, en róðurinn var þung- ur. Bókin sem og ritverkið í heild er byggð á tíu ára rannsóknum höf- undar á heimildum, er varða ís- land, í mörgum löndum, bréfum, leyniskýrslum og viðtölum við er- lent og íslenskt fólk, sem þátt tók í atburðum eða stóð nærri þeim. Mun margt af því sem bókin upp- lýsir sannarlega koma lesendum á óvart.“ Ófriður í aðsigi er 368 bls. með mörgum myndum. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda og Sveina- bókbandinu. AUGLYSIÐ í DEGI Allar konur eru hvattar til að sækja fundinn, jafnt þær sem áhuga hafa á jafnréttismálum, og hinar sem ekki hafa hugleitt þau mál til þessa. Kaffiveitingar verða framreiddar og við gætum barn- anna á meðan. Til þess að starfsemin geti orðið sem fjölbreyttust, er nauðsynlegt að sem flestar konur verði með, og stjómmálaskoðanir skipta ekki máli. Ekki er gert ráð fyrir, að þátttak- endur þurfi að kunna að halda ræður, þar sem ætlunin er að frjálslegar samræður og hópastörf verði meginform fundarins. Rétt er að gera örstutta grein fyrir þeim markmiðum, sem við stefnum að. Fundargestir munu síðan fjalla um tillögur okkar og hafa möguleika á að koma á fram- færi sínum eigin hugmyndum og óskum þar að lútandi. Jafnrétti kynjanna í reynd er okkar fjarlæga markmið, og að- ferðir til að stuðla að því verður meginverkefni félagsins. Gert er ráð fyrir, að starfsemin verði tvíþætt. Annars vegar verði fjallað um misrétti í okkar nánasta umhverfi, og reynt að hafa áhrif í jafnréttisátt. Hins vegar verði fjall- að um vandamál konunnar sjálfrar, og reynt að stuðla að uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsvitundar hjá þeim, er þess leita, í þeim tilgangi að nýta betur þá hæfileika, sem í þeim búa. Við viljum stuðla að betra mannlífi fyrir alla. Komið, hlustið og hugleiðið og látið í ljósi skoðanir ykkar. Undirbúningshópur. Austurhlið F.S.A. — séð með sterkri aðdráftarlinsu. Mvnd: áþ. Bygging sjúkrahússins er mikið öryggismál í greinargerð læknaráðs Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, sem birt var í DEGi fyrir skemmstu, er á skýran hátt vak- in athygli á brýnni nauðsyn þess að fá fullnaðargerð þjónustu- byggingar og tengiálmu sjúkra- hússins viðurkennda sem eitt af SOLUAUKNING Á árinu 1980 jókst heildarsala hjá Iceland Seafood Corpor- ation í Bandaríkjunum um 6 af hundraði í magni en um 9 af hundraði miðað við verðmæti, talið í dollurum. Nam heildar- salan 91,6 millj. dollara á móti 84,1 millj. árið áður. Tæplega helming þessarar veltu er að rekja til fiskrétta sem fram- leiddir eru í fiskréttaverksmiðju fyrirtækisins vestra, en rúmlega helmingur á rætur sínar að rekja til fiskflaka, skelfisks og annarra frystra sjávarafurða sem seldar eru veitingahúsum og öðrum notend- um vestra eins og þær koma frá ís- landi, þ.e. unnar og pakkaðar hér heima á þann hátt sem markaður- inn óskar eftir. Sala á freðfiskmarkaði í Banda- ríkjunum dróst nokkuð saman á s.l. ári. Ráðstefna um landbúnað og atvinnulíf í sveitum Þingflokkur og frainkvænidastjórn Framsóknarflokksins gangast fyrir ráðstefnu, sem her yfirskriftina „Landbúnaðurinn og atvinnulíf í sveitum“. Ráðstefnan verður haldin að Rauðarárstíg 18 dagana 13. og 14. febrúar n.k. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að ræða hvernig efla megi at- vinnulíf í sveitum og hvernig nýjar búgreinar og önnur atvinnustarf- semi er líklegust til að festa rætur í sveitum landsins. Jafnframt er ætl- unin að ræða hvaða aðgerðir eru líklegar til að slíkt átak geti orðið að veruleika. Efni ráðstefnunnar er skipt í tvo hluta. I fyrsta lagi er það „Núver- andi staða landbúnaðarins“ og um þann þátt flytja framsöguerindi Jón R. Björnsson cand. acro., Guð- mundur Stefánsson landbúnaðar- hagfræðingur og Hákon Sigur- grímsson framkvæmdastjóri. Hinn hluti ráðstefnunnar nefnist „Nýjar búgreinar og fjölgun atvinnutæki- færa í sveitum“. Þar flytja fram- söguerindi Sveinn Hallgrímsson ráðunautur, sem talar um feldfjár- rækt og möguleika til að auka verðmæti í sauðfjárrækt, um iðnað í sveitum ræðir Aðalgeir Bene- diktsson ráðunautur og Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri. Um fisksrækt ræðir Ari Teitsson ráðu- nautur og Jón Kristjánsson fiski- fræðingur, um skógbúskap talar Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri, Árni G. Pétursson talar um nýtingu hlunninda og um loðdýrarækt tala þau Sigurjón Blá- feld loðdýraráðunautur og Val- gerður Sverrisdóttir húsfreyja á Lómatjörn í Suður-Þingeyjarsýslu. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri flyturerindi sem hann kallar Fram- tíð landbúnaðarins. Á laugardaginn 14. starfa starfs- hópar og þann dag verða umræður og ályktanir gerðar. Þessi ráðstefna er opin öllum framsóknarmönnum, sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál. Þeir eru beðnir um að hafa sam- band við starfsfólk skrifstofunnar að Rauðarárstíg 18 hið fyrsta. Fjórir árekstr- ar um helgina Síðasta helgi var fremur róleg að sögn lögreglunnar á Akureyri. Alls urðu fjórir árekstrar í bænum, en allir voru árekstrarnir smáir og enginn slasaðist f þessum umferð- aróhöppum. Einn ökumaður var tekinn uni helgina grunaður um ölvun við akstur. Um helgina gisti aðeins einn fangageymslur lögregl- unnar. þremur forgangsverkefnuin í hcilbrigðisþjónustunni, ásamt B-álmu Borgarspítalans og K- byggingu Landsspítalans. Forsendurnar eru ljósar og þær eru þessar: í fyrsta lagi má telja eðlilegt að FSA þróist 1 sérdeildasjúkrahús og verði jafnframt helsta varasjúkra- hús landsins með tilliti til al- mannavarna. Það er fyrst og fremst húsnæðisskortur, sem háir því að svo geti orðið. í öðru lagi er Akureyri nánast eini staðurinn utan höfuðborgar- svæðisins þar sem þróað sérdeilda- sjúkrahús gæti verið staðsett eins og sakir standa. Því til viðbótar má benda á, að slík ráðstöfun myndi ótvírætt bæta hag og stöðu annarra sjúkrahúsa á Norðurlandi og auka öryggi og bæta mjög heilbrigðis- þjónustu á Norðurlandi öllu. I þriðja lagi má auðveldlega sjá, að í umræðum um hugsanlegt stórátak í iðnaðar- og orkumálum verður ekki hjá því komist að velja stórum iðnfyrirtækjum stað, þar sem góð heilbrigðisþjónusta er þegar fyrir hendi og hefur vaxtar- möguleika með tilliti til þarfa nýrra stórfyrirtækja. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri hefur þar besta möguleika. Aðeins stórt átak í hús- næðismálum skortir. Þrátt fyrir margháttaða sérhæfða þjónustu og fræðsluhlutverk á heilbrigðissviði hefur FSA aðeins á að skipa 1,1 rúmmetra húsnæðis á hvern íbúa þjónustusvæðis, sam- anborið við 3,7 rúmmetra sjúkra- húsanna í Reykjavík. Óhjákvæmilegt er að sjúkrahús- ið á Akureyri þróist í sérdeilda- sjúkrahús. 27 ára kyrrstaða í bygg- ingarmálum þess hefur hins vegar tafið þá þróun. Af öryggisástæðum er hins vegar brýnt að skriður komist á þau mál. Ella er hætt við að frekari byggðaþróun tefjist. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.