Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 1
1ÚL0FUNAR- IRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur mmmmmmmmmmmmmmmnsBmmMmmaumammmm Akureyri, fimmtudaginn 29. janúar 1981 8. tölublað Stórfyrirtæki geta ekki ráðið menn og sparkað að eigin geðþótta Búið er að segja upp fjörutíu starfsmönnum S.R. á Siglufirði, en þetta er rösklega þriðjungur þeirra sem starfa hjá S.R. á Siglufirði. Uppsagnirnar taka gildi frá og með l.febrúar n.k. Einnig hafa nokkrir starfsmenn S.R. á Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði fengið Norðlendinga- fjórðungur: Aflabrögð betri í fyrra en 1979 Samkvæmt bráðabirgðatöl- um Fiskifélags fslands varð heildaraflinn í Norðlend- ingafjórðungi tæplega 377,500 lestir, á móti 312 þúsund lestum árið 1979. Heildarafli landsmanna varð hinsvegar 1.483.540 lestir á síðasta ári á móti 1.645 þús- und lestum árið 1979. Þorskafii bátanna í Norður- landsfjórðungi varð nú tæplega 28.700 (28.200 árið ’79), þorsk- afli togaranna varð 52.300 (52.440). Heildarbotnfiskafli bátanna varð mjög svipaður í fyrra og árið 1979 eða 30.40 lestir á móti 30.200 lestum '19. Botnfiskafli togaranna jókst hins vegar nokkuð eða úr 74.700 lestum í 79.700 lestum í fyrra. Loðnuafli varð um 60 þúsund lestum meiri en árið 1979, eða 264 þúsund lestir. Þegar á heildina er litið má segja að aflabrögð hafi verið ívið betri í fyrra en árið 1979 í Norðlendingafjórðungi, nema hvað þorskafli togaranna minnkaði um rösklega 100 lest- ir. Netabátur frá Ólafsfirði. uppsagnarbréf. Ástæðan fyrir þess- um uppsögnum er sögð vera hrá- efnisskortur. Atvinnumálanefnd Siglufjarðar hefur mótmælt uppsögnunum og bæjarstjórn sömuleiðis. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Uppsagnarfresturinn hefst 1. febrúar og mennirnir hætta í lok apríl. Hins vegar byrjar bræðsla aft- ur í júlí og þá þarf fyrirtækið á vönum mannskap að halda. Mennirnir munu eflaust bjarga sér með vinnu í vor,. en málið verður uggvænlegt þegar bræðslu líkur næsta vetur, ef S.R. ætlar að taka upp þessa stefnu. Þá yrðu fjöl- margir atvinnulausir strax eftir áramót og fram á vor,“ sagði Bogi Sigurbjörnsson, skattstjóri á Siglu- (Framhald á bls. 7). Mvnd: á.þ UMFANGSMIKLAR FISKELDIS- TILRAUNIR í KELDUHVERFI Tungulax h.f. og norska félagið Mowe hafa nú gert santning um kaup þess síðarnefnda á hluta- bréfum í Tungulaxi. Samningur var nýlega undirritaður en samningaviðræður munu hafa staðið í nærfellt ár. Hlutur Mowe í Tungulaxi er 45 af hundraði. Fyrirhugað er að gera stórfelldar fiskræktartilraunir í Lóni í Kelduhverfi í sumar. Reistar verða flotbryggjur og sett upp eldisbúr og er reiknað með að 20-30 þúsund seiði verði sett í eldi og öðru eins sieppt í hafbeit. Ekki er gert ráð fyrir að verða á vegum Tungulax h/f í sumar, en norska fyrirtækið Mowe, hefur keypt 45% hlutaf jár í því niðurstöður þessara stórfelldu tilrauna verði ljósar fyrr en eftir u.þ.b. tvö ár, en af þeim ræðst hvert framhaldið verður. Eins og kunnugt er hafa Tungu- lax og norska fyrirtækið tekið lónin og aðstöðuna til fiskeldis á leigu í fimm ár. Ef vel gengur tekur við tíu ára samningstímabil, en hvernig þeir samningar verða endanlega, skal endurskoða að loknum fyrstu fimm árunum. Ef um verulegar framkvæmdir verður að ræða á landi er það samningsatriði við hvern landeiganda út af fyrir sig, samkvæmt upplýsingum sem Dag- ur fékk hjá Birni Guðmundssyni, bónda í Lóni 1 Kelduhverfi. Björn sagði að margt væri enn óráðið um framtíð fiskeldis í lón- unum, en ýmislegt benti til að þarna gæti orðið um stórfelldan Andstaðan gæti komið í veg fyrir virkjunina í gær var fundur á Blönduósi um hugsanlega virkjun Blöndu. Á fundinn mættu fulltrúar hreppanna, sem hlut eiga að máli, og fulltrúar ríkisstofnana og ráðuneyta. Niður- staða fundarins var sú að skipuð var vinnunefnd og eiga hrepparnir sex að hafa tilnefnt fulltrúa í hana fyrir helgi. „Ef maður á að vera stuttorður og gagnorður má segja að ekkert hefi gerst á fundinum," sagði einn fundarmanna í samtali við DAG í gærkvöldi. Fundarmaðurinn bætti því við að enn væru ýmsir aðilar andsnúnir virkjuninni og gæti þessi afstaða þeirra hæglega orðið til þess að Alþingi tæki þá ákvörðun Sérkjarasamningar undirritaðir Fóstrur óánægðar með hækka að jafnaði í 13. Klukkan tíu í morgun voru sér- kjarasamningar milli Starfs- mannafélags Akureyrar- kaupstaðar og bæjarins undir- ritaðir. Samkvæmt þessum sam- ningi fara fóstrur að jafnaði í 13. flokk en á félagsfundi með fóstrum í gærkvöldi var engin ákvörðun tekin um það, hvort niðurstöðuna, en þær launaflokk. uppsagnir þeirra verða dregnar tii baka. Að sögn Þórlaugar Baldvins- dóttur, sem sæti á 1 kjaranefnd fóstra, líta þær þannig á málin að búið sé að semja fyrir þær en ekki við þær. Engin ákvörðun hefði því verið tekin um að draga uppsagnir til baka, enda hefðu þær frest til laugardagskvölds til þess. Að sögn Erlings Aðalsteinssonar, formanns STAK, eru þessir samningar svipaðir þeim sem gerðir voru í Reykjavík, þegar á heildina er litið. Að jafnaði fær fjórði hver starfsmaður eins flokks launahækkun, nema hvað fóstrur fá 2ja flokka hækkun auk þess sem þær fá greidda tvo tíma í viku vegna undirbúningsstarfa. Deild- arfóstrur fá því laun samkvæmt 13. launaflokki, en það eru þær sem (Framhald á bls. 7). að næsta stórvirkjun landsmanna yrði fyrir austan. Fulltrúar RARIK gerðu grein fyrir ýmsum valkostum varðandi virkjun Blöndu. Þar er t.d. gert ráð fyrir að miðlunarlónið verði minnkað og fært til, en slíkar ráð- stafanir hafa jafnframt í för með sér að virkjunin verður óhag- kvæmari og dýrari í framkvæmd. Nemur þetta frá 6 og upp í 20% ef stærð virkjunarinnar verður sú hin sama og gert var ráð fyrir í upphafi. Nefndin mun taka til starfa sem allra fyrst því ljóst er að tíminn er naumur. Reykvísku fulltrúarnir á fundinum sögðu m.a. að á yfir- standandi þingi yrði lagt fram frumvarp um stórvirkjun og þá verður að liggja fyrir nákvæmlega hvaða breytingar, bætur og þ. h. heimamenn hafa í huga. atvinnurekstur að ræða. Fiskifræð- ingar teldu skilyrði til eldis í búrum og til hafbeitar mjög góð á þessum stað og sumir héldu því fram, að unnt væri að framleiða allt að 10 þúsund tonn í fiski á ári, slík væri aðstaðan í lónunum. Samningurinn við Tungulax var gerður s.l. vetur. I sumar voru um 14 þúsund seiði sett í eldisbúr og reyndist vaxtarhraði þeira mjög mikill, en í ljós kom að þau sjö- földuðu þyngd sína á rúmum þremur mánuðum. Fiskifélagið hóf tilraunir með laxeldi í lónunum í Kelduhverfi 1978. Þá var sleppt 600 gönguseið- um og endurheimta þeirra var góð. Gildra hefur enn ekki verið sett í ósinn, en af þessum seiðum veidd- ust í net í fyrrasumar og þó einkum í sumaryfir 30 laxar. Talið er að um fleiri hafi gengið. Þá var Fiski- félagið einnig með seiði í eldi frá 1978, unt 800 þúsund stykki, en þau sluppu öll vegna bilunar í nót í mars í fyrravetur, en þá voru þetta orðnir 3-5 punda fiskar. Sumarið 1979 var sleppt 2400 seiðum og 2800 seiðum s.l. sumar. Ytra- og Innra-Lón í Kelduhverfi. Flat- armál lónsins er 2 km2. I Innra-Lóni er dýpi allt að 11 mctrar, en í Ytra-Lóni er dýpi 1-2.5 metrar. Starfsfólki sagt upp hjá S.R. á Siglufirði:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.