Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR {BÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VELJIÐ RÉTT MERKI Akureyri, fitnmtudaginn 29. janúar MÖTUNEYTI VERKSMIÐJA S.I.S.: MATURINN KEMUR TIL- BÚINN FRÁ REYKJAVÍK! Hörkuárekstur Sl. þriðjudagskvöld varð harður árekstur á Þórunnar- stræti þegar fólksbifreið var ekið á kyrrstæða bifreið, sem stóð við austurkant götunn- ar. Engin slys urðu á fóiki, en báðar bifreiðarnar stór- skemmdust. Tildrög árekstursins voru þau að ungur piltur ók á mikilli ferð norður Þórunnarstræti og fór m.a. fram úr tveimur bifreiðum rétt norðan Hamarsstígs. Þar kom bifreið á móti, en piltinum tókst að sleppa fram hjá henni og hafnaði að lokum á kyrr- stæðu bifreiðinni, sem var mannlaus. Ölvun var ekki með í spilinu. „Skattpíning og vaxta stefna þreytir menn“ — segir oddvitinn á Blönduósi Bjom Guðmundsson (t.v.) og Stefán Vilhjálmsson, matvælafræðingur Kjötiðnar- stöðvar K.E.A., fylgist með afgreiðslu í mötuneytinu. Mynd: á.þ. „Það er lægð í atvinnulífi hér um slóðir,“ sagði Hilmar Kristjáns- son, oddviti á Blönduósi í sam- tali við DAG. „Lægðin er meiri en gerist og gengur á þessum árstíma. Það er almenn þreyta í þeim mönnum sem standa fyrir atvinnurekstri, en langvarandi skattpíning og vitlaus vaxta- stefna hefur gert það að verkum að menn eru hreinlega að gefast upp. Þar af leiðandi hafa ýmsir atvinnurekendur á prjónunum að breyta til eða hreinlega að hætta starfsemi.“ Nú eru gerðir út 2 bátar frá Blönduósi, en fyrir einu ári síðan voru þeir 4 talsins. Hilmar sagði að „Það kom fram hjá læknaráði F.S.A. að sjúkrahúsið á Akureyri hefur dregist aftur úr fjárveitingum til nýbyggingar og býr við miklu þrengri húsakost en flest önnur sjúkrahús í landinu miðað við íbúa- tölu þess svæðis sem þau þjóna,“ sagði Stefán Valgeirsson, alþingis- maður í samtali við DAG. „Við verðum að róa að því öllum árum að kjarnabygging F.S.A. verði að hluta tekin í notkun í ár og að tengiálman og lyftuhúsið verði steypt upp. Að- eins með því móti verður t.d. eðlileg umfcrð milli gamla og nýja hlutans, en ef aðcins verður framkvæmdur liluti af því sem áætlað er, fylgja tveir ókostir í kjölfarið: flutningar sjúklinga milli bygginganna taka lengri tíma og skapa hættu fyrir sjúklinginn og í öðru lagi verður nauðsynlegt að ráða fleira starfs- fólk en ella.“ Stefán sagði að stjórn F.S.A. Svona á F.S.A. að lita út þegar núver- andi áfanga líkur. f horninu t.v. er gang- ur sem liggur að þvottahúsi, Ifkhúsi og tækjastofu. heimamenn hefðu lengi lagt á það áherslu að fá fé til hafnarfram- kvæmda, því hafnleysið hefði dregið allan dug úr mönnum. Nú hefur tekist að fá rúmar 600 hundruð þúsund krónur (60 milij. gkr.) sem m.a. verða notaðar til að fá gert nákvæmt líkan af höfninni. Hins vegar er Ijóst að þetta er að- eins fyrsta fjárveitingin af mörgum áður en Blönduós fær góða fiski- höfn. „Ég vil vekja athygli á því að við í Norðurlandi vestra teljum okkur vera mjög afskipta með fjármagn til hafnarframkvæmda. Hingað kemur rétt um 10% af því fjármagni sem notað er til hafnarfram- kvæmda í öllu landinu," sagði Hilmar Kristjánsson. hefði farið fram á 2,4 milljarða g.kr. til framkvæmda á þessu ári svo hægt væri a.m.k. að halda gerðri áætlun og að rýmka um sjúklinga I gamla hlutanum, auk þess sem bent hefur verið á ókost- ina tvo sem fyrr voru nefndir. Á fjárlögum ríkisins var beiðnin skorin niður í 1 milljarð og 75 milljónir g. kr. Er því ljóst að ekki verður framkvæmt nema brot af því sem talið er nauðsynlegt að óbreyttu fjárframlagi. Hins vegar var sett I fjárlögin heimildarákvæði þar sem Ákureyrarbæ er heimilað að taka lán með ábyrgð ríkissjóðs. Upphæð lánsins var ekki tilgreind. Árið 1973 var tekin ákvörðun um að fullgera viðbyggingar við sjúkrahúsið á 8 til 9 árum, en í dag er varla helmingur þessara við- bygginga uppsteyptur. M. ö. o. átti sjúkrahúsið að líta út eins og með- fylgjandi teikning sýnir. „Það er barist fyrir því að fá að taka I notk- un eðlilega flutninga og gönguleið milli t. d. handlæknisdeildar á annarri hæð I gamla húsinu yfir á aðra hæð á skurðdeild í þjónustu- byggingunni. Ef það reynist nauð- synlegt að fara kjallarann í eldri byggingunni og eftir kjallaragangi I þjónustubyggingu er leiðin 167 metrar, auk þess þar að fara í tvær lyftur og fyrir 8 vinkilhorn I stað 2ja á styttri leiðinni, sem er 102 metrar. Það tekur 15 mínútur að fara lengri leiðina en 5 mínútur að fara hina. Það er langur tími þegar líf getur legið við,“ sagði Stefán. „Við verð- um því að fá tengiálmu lyftuhús steypt upp sem fyrst. Þrengsli í sjúkrahúsinu eru slík að öll aukning horfir til bóta, en til að geta náð settum áfanga þarf mikið fé eins og kom fram I upp- Á fimmtudaginn í síðustu viku var byrjað á að selja mat frá Kjötiðn- aðarstöð SÍS í Reykjavík í matsal Verksmiðja SÍS á Gleráreyrum. Maturinn kemur tilbúinn frá Reykjavík og þarf ekki annað en að hita hann upp í sérstökum blásturs- ofni. Til að byrja með getur starfs- fólkið keypt mat tvisvar í viku, en miðað við undirtektir er líklegt að dögunum verði fjölgað innan skamms. Það er lítil hætta á að fólkið verði þreytt á matnum, því það er skipulagt 8 vikur fram í tím- ann hvað verður á boðstólum. Á þessu tímabili er boðið upp á 32 mismunandi kjöt- og fiskrétti. Björn Guðmundsson, yfirmat- reiðslumaður sem hefur umsjón með þessari matargerð SÍS í Reykjavík, sagði að þar væru nú framleiddar um 1500 máltíðir á dag, sem eru seldar til ýmissa stofnana og fyrirtækja. Til saman- burðar má geta þess að fyrir 3 árum voru framleiddar um 450 máltíðir á degi hverjum. Jafnaðarverð á hverri máltíð er nú 12.50 og sagði Björn að það væri með því ódýrasta, ef ekki það ódýrasta, sem um gæti hér á landi fyrir góða máltíð. Sama verð er á máltíð hér á Akureyri og I Reykja- vík. Maturinn er í tvennskonar hafi. Suðurhluti tengibyggingar, þ. e. eftir að búið er að steypa upp kjallarann, ásamt fokheldu lyftu- húsi kostar um 360 milljónir gkr. og norðurhluti sömu tengibyggingu (1. og 2. hæð) kostar um 200 milljónir gkr. Samningsbundinn byggingarkostnaður við þjónustu- bygginguna og kjallara tengibygg- ingar er um 750 milljónir g. kr. og nauðsynlegt er að kaupa tæki að verðmæti 840 milljónir g. kr. „Það má ekki dragast að þjón- ustubyggingin verði tekin I notkun og vil ég taka undir orð læknaráðs þegar það segir að nauðsyn beri til að fá fullnaðargerð þjónustubygg- ingarinnar, ásamt tengiálmu viður- kennda sem eitt af þremur for- gangsverkefnum í heilbrigðisþjón- ustunni," sagði Stefán. „Það verður reynt að fá nauðsynlega aðstoð svo byggingarmál F.S.A. komist í lag. Það ríkir einhugur meðal þing- manna og raunar allra þeirra sem tengjast FSA á einn eða annan hátt.“ BJÖRGULFUR Á VEIÐAR I NÆSTU VIKU Dalvíkurtogarinn Björgúlfur, sem var dreginn til Akureyrar í síðustu viku, fer væntanlega á veiðar í næstu viku. Flugvél sótti varahluti til Noregs og nú er unnið við að koma þeim fyrir. Aðalvél togarans fór á yfirsnún- ing og braut sig niður að hluta. pakkningum: í 2ja kg. öskjum og í 500 g öskjum. Innihaldið hefur ekki kólnað þegar það er fryst og mötuneyti sem kaupa mat frá Kjötiðnaðarstöð SÍS þurfa ekki að fjárfesta í öðrum aukatækjum en í ódýrum blástursofni og geta skorið niður kaup á hefðbundnum tækj- um. Einnig má geta þess að það þarf fáa starfsmenn í þau mötuneyti eins og að líkum lætur. Eftirlit með matnum er mjög strangt, en í sam- bandi við Kjötiðnaðarstöð SÍS er starfrækt rannsóknarstofa sem tek- ur reglulega sýni úr matnum. Björn lagði á það áherslu að vörurýrnum I þeim mötuneytum, sem kaupa títtnefndar öskjur, væri lítil sem engin, öfugt við það sem gerist oft í hefðbundnum mötu- neytum. Sífellt fleiri mötuneyti í Reykja- vík kaupa nú tilbúinn mat af Kjöt- iðnaðarstöð SÍS og nokkur fyrir- tæki á Akureyri hafa sýnt málinu áhuga, enda er verðið lágt og gæði matarins mikil. sama verði og opinber fyrirtæki geta gert, eftir að búið er að niður- greiða fæðið um 60 til 80%,“ sagði Bjöm Guðmundsson að lokum. Fyrir átta árum var ákveðið að fullgera viðbyggingar við F.S.A m I dag er varla helmingurinn fullsteyptur! [T ‘TP (T '73 (P £7 li íiiy Jlha 4 m § Mismunandi verð Samkvæmt nýju fasteigna- mati hækkar mat íbúða i Reykjavík nálægt 57% frá ár- inu 1979 og sem dæmi um mat íbúðarhúsa í Reykjavík má nefna að nýlegt 226 fm. einbýlishús í Fossvogi er metið á 87 miiljónir gkr. Tveggja herbergja íbúð, 65 fm, í blokk í Breiðholti er metin á 23,1 milljón gkr. Nýlegt 2ja hæða 251 fm. einbýlishús á Akureyri er metið á 61 millj. gkr. og steypt einbýli á Siglufirði, 253 fm, er metið á 31,4 millj.gkr. 0 Manntalið Manntalið á laugardaginn verður hið 22. í röð svokall- aðra aðalmanntala á l'slandi. Fyrsta manntalið var tekið árið 1703 að tilhlutan Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Það er fyrsta mann- tal í heiminum, sem tekur til allra íbúa heils lands og hefur varðveist. Síðan var ekki tek- ið manntal á íslandi fyrr en 1762, og svo 1769, 1785 og 1801. Manntal var síðan teklð reglulega á 5 ára fresti 1835-1860, en eftir það á 10 ára fresti til 1960. Manntalið 1910 var hið fyrsta, sem ís- lendingar önnuðust að öllu leyti sjálfir, fram að því var unnið úr manntölunum í Kaupmannahöfn. Niðurstöð- ur úr úrvinnslu síðasta manntals, 1960, voru gefnar út ítveimur ritum. Manntali er að sjálfsögðu ekki iokið fyrr en helstu niðurstöður eru komnar út á prenti aðgengi- legar almenningi. Fyrirhugað er, að niðurstöðurnar nú verði birtar ekki síðar en 1984. 0 Tilgangurinn með mann- talinu Tilgangurinn er að safna mikilsverðum upplýsingum um íslenskt þjóðfélag, sem ekki er hægt að afia með ne- inu öðru móti. Niðurstöðurn- ar verða notaðar til hagnýtra verkefna, auk þess sem þær hafa mikið almennt fróð- leiksgildi, bæði í nútíð og framtíð. Af þessum ástæðum verður að vanda manntals- skráninguna eins vel og frek- ast er kostur. Er þar mikið komið undir dugnaði og nákvæmni manntalsstjóra og teljara, en mikilvægast er þó að almenningur geri sér Ijóst mikilvægi manntalsíns og eigi sinn þátt í góðri fram- kvæmd þess um allt land.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.