Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 6
Nýja Bfó sýnir næstu kvöld kl. 9 myndina Meistarinn með Jon Voight, Faye Dunaway og Ricky Schroder í aðal- hlutverkum. Billy Flynn er fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleik, en starfar nú sem umsjónarmaður við veð- reiðabraut í Miami. Flann er fráskilinn og á átta ára gamlan son, Timmy, sem er njá honum. Þótt Billy sé bæði drykkfelldur og sólg- inn í fjárhættuspil hefur hann annast drenginn síðan móðir hans yfirgaf þá feðga fyrir sjö árum. Billy er jafn- an að ráðgera aðsnúa aftur í hnefaleikahringinn og endurheimta meistaratitil- inn. En þetta er aðeins óraunverulegur draumur sem enginn leggur trú á nema Timmy. Er Billy gefur Timmy ungan veðreiðahest ákveður Timmy að reyna hann á veðreiðum en þar ber fundum Timmys og Annie móður hans óvænt saman. Timmi sem ekki veit hver móðir hans er neitar að viðurkenna hana sem slíka er hún segir honum hver hún er nokkru síðar. Konur og styrktarfélagar í Kvenfélaginu Baldursbrá. Munið Þorrablótið 31. jan. n.k., þuð hefst með borðhaldi kl. 19.00. Sætaferðir eins og undanfarin ár. Nefndin. Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 gamanmyndina Sólarlanda- ferðin. Sænsk kvikmynd undirstjórn Bo Jonsson. Stig Helmer Olsson vinnur á vörulager, afar rólegur og hlédrægur maður sem aldrei gerir miklar kröfur. En nú hefur hann hugsað sér að breyta út af venju og fara í jólaferð til Kanaríeyja. Hann er einmitt að koma út af ferðaskrifstofunni þegar hann rekst á Majsan Lind- berg sem hann verður yfir sig ástfanginn af. Eitt vandamál á hann við að glíma en það er flughræðsla. Hann leitar því til læknis nokkurs sem ku vera slyngur að lækna flughræðslu. En sá góði læknir stendur í fleiru en að lækna flughrædda sólarlandaferðalanga. Hann hefur mikinn hug á að byggja sér sumarhús á Kanaríeyjum en til þess að svo sé hægt þarf hann að smygla þangað peningum, nokkrar svartar krónur er hann hefur ekki gefið upp til skatts. Þegar hinn flug- hræddi og ekki beint gáfu- legi Stig birtist virðist sem þarna sé hinn ákjósanlegasti sendiboði. Stig er fús til að gera lækninum smá greiða og taka jólapakka til frænku hans á Kanaríeyjum, en sá góði Stig veit sannarlega ekki hvað hann er að gera og hverjar afleiðingar þetta hefur. — Kl. II sýnir bíóið ntyndina Særingarmaðurinn 2. (Exorist 2) sem er hroll- vekja með Linda Blair og Richard Burton í aðalhlut- verkunt. J TRYGQVABRAUT12 L AKUREYRI J Þorrablót Öngulstaðahreppsbúar fyrr og nú. Þorrablót verður í Freyvangi laugardaginn 7. febr. kl. 20.30. Takið með ykkur þorramat í trogi. Uppl. og borðapantanir í síma 24936 fyrir mánu- dagskvöld 2. febrúar. Nefndln Hættir starfsemi Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og veittu okkur hjálp við andlát og útför sonar okkar, bróður og frænda SÍMONAR BECK ÞÓRSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Björg Jóhannesdóttlr, Þór Þorsteinsson, María Björk Þórsdóttir, Ólöf Steinunn Þórsdóttir og Helgi Þór Helgason. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og vináttu, með blómum, skeytum og gjöfum við andlát og útför, STEINDÓRS KR. JÓNSSONAR, Barðstúni 5. Emma Sigurðardóttir, Ester Steindórsdóttir, Gunnlaugur Björnsson, Kristín Steindórsdóttir, Ragnar Magnússon, Jón Steindórsson, Fjóla Traustadóttlr, og barnabörn. Fíladelfía. Fimmtudag 29. janúar, biblíulesturkl. 20.30. Sunnudag 1. febrúar, sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Öll böm velkomin, og kl. 20.30 almenn samkoma. Allir velkomnir. Mcrkisafmæli. Sextíu ára eru í dag 29. jan., tvíburarnir Sofía Halldórsdóttir verk- stjóri á Heklu og Valdemar Halldórsson bifreiðastjóri hjá KEA. Dagursendir þeim sinar bestu kveðjur í tilefni dagsins. St.: St.: 59811307 — VII — 5 I.O.O.F. 2 1621308'/2 -9 = 1. Alþýðuflokksfólk. Bæjarráðs- fundur, verður haldinn í Strandgötu 9. mánudaginn 2. febr. kl. 20.30. Stjórnin. IOGT stúkan Brynja. Fundur verður í Varðborg, félags- heimili templara, mánudag- inn 2. febr. kl. 8.30. Æðsti- templar. St. Georgsgildið. Fundur mánudaginn 2. febrúar kl. 8.30 e.h. Stjórnin. Afmælisfagnaður Hlífar verður að Hótel K.E.A. miðviku- daginn 4. febrúar kl. 20.30. Þátttaka tilkynnist í símum 21470 og 21118. Ósplast á Blönduósi: Á morgun verður aðalfundur Ósplasts h/f haldinn á Blöndu- ósi. Fyrir fundinn verður lögð tillaga frá stjórn Ósplasts að fé- lagið verði lagt niður og starf- seminni hætt. Flestir urðu starfsmenn Ósplasts 7, en nú vinna þar 2 menn. Framleiðslu- vörur fyrirtækisins voru plaströr og plastfilmur. Að sögn stjórnarformannsins, Bergþórs Konráðssonar, er það mat stærstu hluthafanna að það sé vænlegast að hætta rekstrinum, áður en kofnið væri í óefni. „Útkoman var slæm og töluverð áhætta sem fylgir því að setja meira fjármagn í fyrirtækið. Það má segja að það hafi verið sameiginlegt álit að best væri að haatta meðan það væri viðráðanlegt," sagði Bergþór. Stærstu hluthafar Ósplasts eru Blönduóshreppur, Kaupfélag Húnvetninga og Samband ís- lenskra Samvinnufélaga. Sveit Stefáns Ragnarssonar Akureyrarmeistari í bridge Sveitakeppni Bridgefélags Akur- eyrar, Akureyrarmóti, lauk sl. þriðjudagskvöld 27. janúar, en þar spiluðu 14 sveitir. Þetta Akureyr- armót var óvenju jafnt og skemmtilegt, og ekki útséð með hver sigraði fyrr en að loknu síðasta spili. Úrslit í 13. og síðustu umferð urðu þessi: Stefán R. - Gissur 20—0 Stefán V. - Gylfi 20-t-4 Alfreð - Sigurður V. 18—2 Páll-Kári 20 = 5 Ferðaskrifstofan - Jón St. 17—3 Zarioh - Haraldur 20 = 3 Magnús - Siguróli 16—4 Að þessu sinni sigraði sveit Stef- áns Ragnarssonar, sem er skipuð ungum spilamönnum og eru þeir vel að þessum sigri komnir. Auk Stefáns sveitarforingja eru í sveit- inni, Pétur Guðjónsson, Þórarinn B. Jónsson. Páll Jónsson og Þor- móður Einarsson. Röð efstu sveita var þessi: stig 1. Stefán Ragnarsson 208 2. Alfreð Pálsson 201 3. Páll Pálsson 190 4. Jón Stefánsson 184 5. Stefán Vilhjálmsson 168 6. Magnús Aðalbjörnsson 165 7. Ferðaskrifst. Akureyrar 161 8. Zarioh Hammad 124 9. Sigurður Víglundsson 120 Keppnisstjóri var sem fyrr Albert Sigurðsson. Tvímenningskeppni með nýju fyrirkomulagi hefst 3. febrúar kl. 8 stundvíslega. Akureyranneistararnir i bridgc 1981. Þórarinn B. Jónsson og Páll Jónsson eru f aftari röð, cn 1 þeirri fremri Þormóður Linarsson, Stefán Kut>Harsson sem hcldur á verðlaunabikarnum og Pétur Guðjónsson. Ljósiu. Norðurmynd. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.