Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 7
— Sérkjarasamn- ingar undirritaðir. (Framhald af bls. 1). starfa einar, eins og er um nær allar fóstrur á Akureyri. Forstöðukonur dagheimila og leikskóla fá einnig tveggja flokka hækkun og fara í 15. og 16. launaflokk. Við gerð sérkjarasaminga milli STAK. og bæjarins var höfð hlið- sjón af starfsmati og mun Starfs- mannafélag Akureyrarbæjar eina aðildarfélag BSRB sem notar slíkt starfsmat til hliðsjónar við röðun í launaflokka. — Stórfyrirtæki geta ekki ráðið menn og ■ ■ ■ - (Framhald af bls. 1). firði. „Það sér hver í hendi sér að það gengur ekki að stórfyrirtæki geti tekið inn 40 manns þegar því dettur í hug og sparkað þeim út þegar því sýnist.“ Bogi sagði ennfremur að í raun gæti hvorki fyrirtækið né mennirn- ir búið við stefnu af þessu tagi og því nauðsynlegt að skoða málið gaumgæfilega. Bogi benti t.d. á að ef þeir sem var sagt upp nú, kæmu ekki til baka þegar S.R. óskaði yrði ekkert brætt. Svo gæti farið að þeir sem var sagt upp væru annaðhvort farnir úr bænum eða í aðra atvinnu og fyrirtæki eins og S.R. væri ekki rekið með óvönum mannskap. Í.B.K. - Þór Körfubolti - 1. deild kl. 20,00 föstudag og kl. 15,00 á laugardag. Punktamót í Hlíðarf jalli punktamót á skíðum sem vera átti á Siglufirði um helgina hefur verið flutt til Akureyrar vegna snjóleysis á Siglufirði. Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fisklleitartækjum og sigl- ingartækjum. fsetning á bíltækjum. ★ Scott, heimskautakönnuðurinn nafnfrægi, gekk eitt sinn á fund Lloyd George, sem þá var fjár- málaráðherra Bretlands, og sótti um styrk til suðurpólsferðarinnar, sem seinna dró hann og félaga hans til dauða. Lloyd George vildi ekki styrkja förina að svo komnu máli, en ráðlagði Scott að finna auðugan landeiganda, sem var mjög áhuga- samur um landkönnunarferðir, og leita ásjár hjá honum. Scott fór að þessu ráði og gekk því næst á fund ráðherrans á nýjan leik. „Jæja,“ sagði Lloyd George, tókst þetta?“ „Hann lét mig fá þúsund pund sterling," svaraði Scott, „en hann skuldbatt sig til þess að leggja fram 50.000 ef mér tækist að fá yður til þess að koma með mér og lofaði að hækka það upp í milljón ef ég gæti skilið yður eftir á leiðarenda!" Útsalan sem allir bíða eftir Vélstjórar Góðan vélstjóra vantar fljótlega á 300. UPPLÝSINGAR í SÍMA 24450. m/s Súlan EA Skákmenn - Skákmenn Skákþing Akureyrar hefst mánudaginn 2. febrúar kl. 20.00 í Hvammi. Teflt verður í Aog B flokki ásamt unglingaflokki. STJÓRNIN. Útsalan hefst hjá okkur í Hljómdeild mánudaginn 2. febr. og verður út vikuna. Stórkostleg verðlækkun. Látið ekki hjá líða að líta inn. Hestamenn Árshátíöin ykkar verður haldin að Hlíðarbæ föstudaginn 6. febrúar kl. 20. Kaltborð, söngur, skemmtiatriði og dans til kl. 2e.m. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Léttis að Skipagötu 12 3. og 4. febrúar kl. 6-8 . Miðaverð 160,00 kr. Mætum öll og tökum með okkur gesti. HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR. Fundur með þingmönnum Ingvar Gíslason Stefán Valgeirsson Fundur um nýjustu viöhorf í þjóðmálum verður á Hótel K.E.A. fimmtudaginn 5. febrúar og hefst stundvíslega kl. 9 e.h. Framsögu hafa þingmenn Framsóknarflokksins í Norður- Guðmundur Bjarnason landskjördæmi eystra. Framsóknarfélögin á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu DAGUR. 1»

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.