Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 29.01.1981, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGÚRÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Húsnæðismál Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri Síðan árið 1954 eða í nær 27 ár hefur húsnæði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri ekki aukist svo nokkru nemi. Á sama tíma hefur orðið mikil fólks- fjölgun á þjónustusvæði sjúkrahúss- ins og sjúklingum hefur auk þess fjölgað af öðrum orsökum. Sem dæmi má nefna, að á árabilinu 1965-1975 fjölgaði innlögðum á sjúkrahúsið um hvorki meira né minna en 85%. Á þessum árum þrefölduðust röntgen- og aðrar rannsóknir á sjúkrahúsinu, göngudeiidarstarfsemi þess fjórfald- aðist og starfs- og iæknalið þess tvö- til þrefaldaðist. Þessi gífurlega aukn- ing varð á aðeins þriðjungi þess tímabils, sem framkvæmdaleysið í húsnæðismálum hefur staðið. Lætur þá nærri hvernig húsnæðismál Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri standa ídag. Fyrir átta árum var tekin sú ákvörð- un að fullgera myndarlegar viðbygg- ingar við sjúkrahúsið á 8 til 9 árum. Þær ættu því að vera fullgerðar í dag, en ennþá er varla búið að steypa upp helming þessara viðbygginga. Nú er ástandið orðið þannig, að sjúkra- húsin í Reykjavík hafa ríflega þrefalt meira rými á hvern íbúa heldur en Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, að meðtöldum Kristneshæli, Lækna- miðstöðinni og Heilsuverndarstöð Akureyrar. Sjúkrahúsið á Húsavík hefur nær tvöfalt rými á við sjúkra- húsið á Akureyri og sömu sögu er að segja um sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Samt leita sjúklingar hvaðanæva af Norðurlandi þjónustu hjá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, því það hef- ur að hluta verið deildasjúkrahús fyrir önnur læknishéruð á Norðurlandi, auk þess að vera almennt sjúkrahús fyrir Akureyri, Eyjafjarðarsýslu, Dal- vík, Ólafsfjörð, þrjá vestustu hreppa S.-Þingeyjarsýslu og hefur auk þess þjónað Þórshafnar- og Vopnafjarðar- læknishéruðum vegna flugsam- gangna þangað. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur orðið mjög hart úti í húsnæðismálum. Þrengsli eru þar hvarvetna mikil og vinnuaðstaða slæm af þeim sökum. Má reyndar furðu sæta að sjúklingar sem þangað þurfa að leita Ijúka upp einum munni um þá ágætu þjónustu og aðhlynningu sem þar er veitt, þrátt fyrir þrengslin. Má þakka það nær einvörðungu frábæru starfsliði Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Það er sanngirnis- og réttlætismál að eitt þróað sérdeildasjúkrahús sé staðsett úti á landi, auk þess sem það er þjóðhagslega hagkvæmt og þýð- ingarmikill þáttur í almannavörnum landsins. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er best til þess fallið að sinna þessu verketni, en til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að koma þeim byggingum sem nú eru hálfkar- aðar í notkun. Það er sjálfsögð krafa að því verki verði flýtt sem frekast er kostur. NIELS Á LUND: Fátt er mikilvægara hverju byggðarlagi en traust búseta íbúanna. Margt er það sem stuðlar að slíkri byggðafestu og má sem dæmi nefna trygga atvinnu, opinbera þjónustu, öruggar samgöngur o. fl. Einn þátturinn frá mínum bæj- ardyrum séð, og ekki sá veigaminnsti er samvinna íbú- anna. Á Norður- og Norðausturlandi er mikið um samvinnu- rekstur með kaupfélögin í broddi fylkingar. Nú eiga sér stað miklar umræður meðal samvinnumanna um land allt. Því er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um uppbyggingu og eðli kaupfélagsskaparins og þá jafnframt að bera saman samvinnurekstur og önnur rekstrarform. Níels Á. Lund. Hvernig stuðla kaup- felögin að byggðafestu? Hvaða hag hef ég af því að vera félagsmaður? Hvert kaupfélag er sérstakt fé- lag rétt eins og íþrótta- eða ung- mennafélag, sem að standa frjálsir einstaklingar. Kaupfélög- in starfa eins og önnur sam- vinnufélög eftir reglum sem kenndar eru við smábæinn Roch- dale í Englandi. Þær voru fyrst settar fr.am árið 1844 og standa enn í dag lítið eða óbreyttar. í fyrstu grein Rochdalereglanna er kveðið svo á að öllum skuli vera frjáls aðild að félaginu. Það er því enginn skyldugur að gerast félagsmaður í kaupfélagi, og heldur er engum meinaður að- gangur að þeim. í annarri grein Rochdalereglunnar segir að í hverju félagi skuli vera lýðræðis- leg stjórn þ.e. hver maður eitt at- kvæði, án tillits til verslunar við félagið eða fjármagns, sem hann kann að eiga þar inni. Þetta tryggir í raun að hver einstakur félagsmaður er jafnrétthár, hvort sem hann er ríkur eða fátækur, gamall eða ungur, óbreyttur eða formaður félagsins. Mér finnst rétt að benda á þessar einföldu grundvallarreglur, því svo virðist vera að jafnvel félagsmennirnir sjálfir átti sig ekki allir á þeirn. Það er oft að þeir sem að gagn- rýna kaupfélögin hvað mest og finna þeim flest til foráttu eru sjálfir félagsmenn með full rétt- indi í félaginu, en mæta svo ekki á boðaða fundi eða þá að þeir taka þar ekki til máls. En deildar- fundir og aðalfundir kaupfélag- anna eru einmitt vettvangur skoðanaskipta félagsmanna. En þá er von að ýmsir spyrji: „Hvaða hag hef ég af því að vera í kaupfélagi?“ Þessari spurningu var svarað eitt sinn svo af vitrum manni: „Hagur einstaklingsins er hjóm eitt, samanborið við hag fjöldans." Þessi orð eru að mínu mati fullkomlega sönn. Ef við lít- um á eitthvað dæmigert kaup- félag og berum það saman við einkarekstur kemur mismunur skýrt í ljós. Langflest íslenzku kaupfélögin eru svokölluð „blönduð félög“, þ. e. eru jöfnun höndum með neyzluvöruútvegun og afurða- sölu, auk margs konar þjónustu ogjafnvel iðnaðarframleiðslu. Búseturöskun veldur vandræð- um hvar sem hún á sér stað, ekki síst í fámennum héruðum eða sýslum þar sem mikil byggða- röskun getur haft varanlegar af- leiðingar til hins verra. Hver er þáttur kaupfélaga í byggðafestu? Kaupfélögin eiga miklu meiri þátt í byggðafestu á hverjum stað en menn gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Ég vil nefna nokkur atriði í því sambandi. Það fyrirtæki sem kaupfélag setur á fót, hvort sem það er við iðnað eða annað, þýðir í raun og veru að félagsmennirnir á kaupfélagssvæðinu ákveða að setja viðkomandi fyrirtæki á laggirnar. Það verður síðan ekki lagt niður né rekstur þess stöðvaður gegn vilja félags- manna, nema utanaðkomandi aðilar verði þar að verki. Ef viðkomandi fyrirtæki væri í einkaeign er alltaf sú hætta fyrir hendi að eigandinn flytji burtu eða hætti rekstri af öðrum ástæð- um, hvort sem héraðsmenn vilja það eða ekki. Viðkom- andi einstaklingur getur haft æmar ástæður til að vilja hætta rekstri fyrirtækisins. Þar gætu komið til persónulegir hagsmunir hans s. s. heilsuleysi, aldur, sundrun fjölskyldu eða skóla- ganga barna svo eitthvað sé nefnt. Ef þessi einstaklingur flytur úr héraðinu flytjast einnig með honum miklir fjármunir úr hér- aðinu. Fjármagn kaupfélaganna flyst hins vegar aldrei burtu, þar sem eigendurnir eru heima- mennirnir sjálfir. Þetta sýnir Ijós- lega þann mun sem er á því hvort fyrirtæki er í einkaeign eða í eigu kaupfélags. Kaupfélögin eru undir stjórn heimamanna, og þar með fjár- magn þeirra. Stjórnarmennirnir þekkja því oft miklu betur en einstakir bankastjórar hvar skór- inn kreppir, og lána því oft til framkvæmda, jafnvel til ein- staklinga sem eiga í samkeppni við kaupfélögin. Að þeirra mati eru þessar framkvæmdir nauð- synlegar fyrir viðkomandi stað. Má nefna sem dæmi kaup á vörubílum, bátum og síðast en ekki síst lán til bygginga íbúðar- eða atvinnuhúsnæðis. I raun þýðir þetta að félagsmennirnir sem vel eru stæðir hjálpa ein- staklingum til að koma fótum undir sig. Sá liður í starfsemi kaupfélag- anna og þau eru hvað þekktust fyrir, neyzluvöruútvegunin, í víð- um skilningi, stuðlar einnig að byggðafestu. Kaupfélögin verzla með þá vöru sem félagsmennirnir vilja og þurfa, oft án tillits til þess hvort varan skilar hagnaði í sölu eða ekki. Sama vöruverð á öllu félagssvæðinu Þetta þjónustuhlutverk kaupfélaganna leggur þeini miklar skyldur á herðar. í dag er vöruúrval svo mikið í landinu, að vonlaust er að hvert kaupfélag geti verið með nema brot af þeim vörutegundum sem á markaðn- um eru. Því heyrast raddir sem þessar: „Það er aldrei neitt til í þessu helvítis kaupfélagi" eða „er þetta ekki kaupfélagið?“, ef ferðamaðurinn spyr eftir ákveðn- um hlut sem ekki er til. í þessum efnum er ætlast til meira af kaupfélaginu en einkaverzlun- inni. Það rífst enginn yfir því að kaupmaðurinn á horninu, eða „Stórkaup h. f.“ skuii ekki eiga skeifur, hnífa í sláttuvél, hænsna- bygg, nærföt á 2ja ára, eða hand- 4.DAGUR Sýnum fóstrum samstöðu íslJndsnicistarar í Íshokkí 1980 Vélfryst skautasvell 7939-1948 skrifar: Skautaíþrótt er vinsæl hjá mörg- um og árangur hjá skautafélagi Akureyrar var mjög góður á síð- asta ári miðað við þær aðstæður, sem það hefur, en hún er til skammar fyrir þá sem stjórna því fjármagni, sem íþróttafélögin fá til að koma sér upp aðstöðu til íþróttaiðkana. Nú er það undir þeim háu herrum hjá Í.B.A. komið og þeim bæjarfulltrúum, sem stjórna þessum bæ, hvort þessi íþrótt eigi að leggjast niður og láta þá sunn- anmenn hirða af okkur íslands- meistarabikarinn og bæjarfélags- bikarinn, sem hefur verið leikið um undanfarin ár. Nú skora ég á þá sem stjórna hjá Í.B.A. og Akureyrarbæ að fara nú að vakna og koma upp vélfrystu skautasvelli sem fyrst. þeytara, en kaupfélögin fengju ádrepu ef þessar vörur vantaði. Hvað vöruverð áhrærir þá hafa sum kaupfélögin sett sér það að markmiði að vera með sama vöruverð á öllu félagssvæðinu, án tillits til fjarlægðar frá höfuð- stöðvunum. Þetta er réttlætismál, en auð- vitað standa þarna kaupfélögin illa að vígi gagnvart samkeppnis- aðila sem er staðsettur á stærsta staðnum og getur boðið vöruverð niður bæði vegna lítils flutnings- kostnaðar og fjölda viðskipta- vina, þ.e. hann tekur ungann úr egginu en lætur kaupfélaginu eftir að sjá um óarðbæru þjón- ustuna. Þessi óarðbæra þjónusta kemur fram í ýmsum myndum. Það eru mörg kaupfélög sém halda úti hótelrekstri, vöruflutn- ingum, bifreiðaverkstæðum svo eitthvað sé nefnt, án þess að þessi fyrirtæki skili hagnaði. Félags- mennirnir vita að þessi þjónusta er nauðsynleg fyrir byggðalagið í heild, og því borga þeir með henni með arði sínum. Enginn einstaklingur myndi halda uppi svona þjónustu sem rekin væri með halla. Hann hvorki gæti það né vildi. í fámennum byggðalögum veltur það á samtakamættinum innan héraðsins hvort hægt er að ráðast í stórframkvæmdir s.S: togarakaup, frystihúsabyggingu eða iðnaðarframleiðslu. Kaupfélögin eru vettvangur fyrir sameiginlegt átak. Dæmin sýna að þau ásamt hreppsfélögunum og eða einstaklingum, hafa verið að gera stórátak sem einstaklingi væri ofviða. Loks má nefna að öll kaupfélögin stuðla að menning- arlífi í einni eða annarri mynd. Fyrir utan sína félagsstarfsemi sem oft er mikil, styrkja þau ung- menna- og íþróttaféiag, menn- ingarsjóði, skógrækt o. fl. með fjárstuðningi eða á annan hátt. Hér að framan hef ég rakið í stórum dráttum hvernig eðli kaupfélaganna er og hvers virði traust kaupfélag er hverri byggð. Ekkert félag er sterkara en þeir einstaklingar sem að því standa. Með því að sýna kaupfélögunum viðskiptatryggð og taka virkan þátt í félagsstarfsemi þeirra og uppbyggingu, sem við höfum rétt til sem félagsmenn, stuðlum við að aukinni þjónustu af þeirra hálfu, auknum umsvifum í at- vinnumálum og með því styrkj- um við okkar eigin félagsskap og okkar byggðalag. Foreldri barns í Lundarseli skrifar: Vegna uppsagnar fóstra, og yfir- vofandi lokunar dagvistarstofnana, fór ég að velta fyrir mér starfi og launakjörum fóstra. Ég viðurkenni að það hafði ég ekki gert fyrr, og þykir mér miður að þetta ástand þyrfti til. Ég þykist viss um að fjöldi for- eldra stendur í sömu sporum og ég ef til lokunar kemur. Hvað á að gera við börnin á meðan foreldrar vinna? Ég er nefnilega hrædd um að flestum foreldrum verði á, að hugsa fyrst og fremst um að komast í vinnu, en þannig fór fyrir mér. Sú hugsun nær skammt, því aðeins er rúm fyrir einn, inn í dæmið vantar bæði barnið og fóstruna. Væntanlega geta allir verið sam- mála um, að við viljum aðeins það besta fyrir börn okkar, og að þær kröfur verði að gera til dagvistar- stofnana að þær ræki uppeldis- hlutverk sitt eins vel og framast er hægt. En hvað er fólgið í þessu orði: „uppeldishlutverk“? Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hver áhrif dvöl á dagvistarstofnun hefur á uppeldi barns, enda ekki ætlunin hér að fjalla um uppeldis- hlutverkið sem slíkt, heldur langar mig til að hvetja foreldra til þess að athuga betur hve mikil ábyrgð hvílir á herðum fóstra. Fóstrur eru menntaðar til þess starfs að skapa bömum á dagvistarstofnunum bestu möguleg skilyrði til að þroskast sem einstaklingar í sam- félagi við aðra. Ekki lítil ábyrgð það. Miklar kröfur á að gera til fóstra. Það er því brýnt að menntun þeirra og störfum sé búin aðstaða til að standast þessar kröfur eins vel og unnt má verða. Fóstrunám tekur 3 ár og má sennilega ekki styttra vera en það skýtur skökku við í þjóð- félagi, sem metur launakjör í sam- ræmi við gildi starfsgreinar að fóstrustarfið er með lægst launuð- umstarfsgreinum í þessu landi. Það er einkennilegt gildismat á starfi fóstra. Foreldrar barna á dagvistar- stofnunum, sýnum fóstrum sam- stöðu i kjarabaráttu þeirra, því á þann hátt tryggjum við best að börnum okkar séu búin eins góð uppeldisleg skilyrði meðan á dag- vistun stendur, og hægt er. Guðmundur Sæmundsson: Hagsmunir féstra eru hagsmunir foreldra Hverjar eru raunverulegar kröfur fóstra, sem nú eiga í kjaradeilu „besta vin verkafólksins" — Akur- eyrarbæ? Svarið er: Að fá aðstöðu til að hugsa sem best um börnin á dagheimilunum og leikskólunum. Erum við foreldrar — innan eða utan dagvistarstofnana —! á móti því? Það mætti halda það. Að minnsta kosti höfum við ekki gert mikið til að styðja við bakið á þeim í baráttu þeirra. Það er skömm að því. Fóstrur hætta störfum um n.k. mánaðarmót, nema gengið verði verulega til móts við kröfur þeirra. Prelátar bæjarins yppta bara stór- mannlegum og vel klæddum öxl- um sínum og er víst sama um allt heila klabbið. Þegar röntgentæknar voru í kjaradeilu við bæinn, mæltist vorum vísa bæjarstjóra svo, að honum væri nokk sama hvort hann dræpist röntgenmyndaðuri eða ekki. Megum við eiga von á svip- uðu svari nú, — að bæjarstjóranum sé sama, hvort börnin í bænum hírist ein heima eða séu á barna- heimilum, á meðan foreldrarnir vinna? Kröfur fóstra eru réttlátar, — hækkun úr 11. í 14. launaflokk, og að þeim verði reiknaðar 10 undir- búningsstundir á viku vegna starfs síns (svipað og t.d. kennarar hafa). Foreldrar verða nú að fara að láta í sér heyra. Styðjum kröfur fóstra og hellum okkur yfir skilningssljóa angurgapa stjórnmálaflokkanna í bæjarstjórn og bæjarráði. Það er þeim að kenna, ef foreldrar standa uppi ráðalausir 1. febrúar og kom- ast ekki til vinnu, vegna þess að dagvistarstofnanir verði lokaðar. Hvernig væri þá að senda þeim reikninga fyrir vinnutapi af þeirra völdum? Fóstrustarfið er örugglega, mjög vandasamt starf — eða hvað getið þið ímyndað ykkur? Fóstrunám tekur þrjú ár að loknu stúdents- prófi. En hvers vegna er það þá svona illa borgað? Hvers vegna leyfa pólitísku ístopparnir í bænum sér þá að virða kröfur þeirra ekki viðlits? Ætli skýringin sé ekki ein- föld? Fóstrustarfið er dæmigert „kvennastarf", og því á það að vera illa borgað, að áliti sviðahausanna í bæjarráði. Þetta er nú jafnréttis- hugsjónin þeirra í framkvæmd. Er- 'jm við sammála henni? Séum við ósammála misrétti kynjanna, —séum við sammála því að búa eigi sem best að börnum okkar á dagheimilum og leikskól- um, — séum við sammála því að bæta þurfi kjör fóstra, — hvers vegna sýnum við þá stuðning okkar við þær ekki í verki? Á myndinni sjást þeir Sigurður Lárusson og Pétur Sigurðason, en Pétur varð sá fyrsti sem kjörinn var knattspyrnumaður Akureyrar, og þann eftirsótta titil fékk Sigurður Lárusson nokkru síðar. Aðrir sem kjörnir hafa verið eru Gunnar Aust- fjörð, Eyjólfur Ágústsson og Elmar Geirsson. JUDO Kepptu í Rvík KJÖRINN KNATT- SPYRNU- MAÐUR AKUR EYRAR? Á laugardaginn kemur, kl. 13.00, býður Knattspyrnuráö Akureyrar öllum keppendum í knattspyrnu á Akureyri svo og öllum áhugamönnum, til verðlaunaafhcndingar í Borgarbíói. Þar verður öllum, sem urðu Akureyrarmeistarar í knatt- spymu, veittur verðlaunapen- ingur, og einnig verður getið úrslita í öðrum mótum. Þá verður lýst kjöri knattspyrnu- manns Akureyrar og fær hann til varðveislu verðlaunagrip gefinn af gullsmiðunum Sig- tryggi og Pétri. Þá verður einnig kvikmyndasýning. Allir knattspyrnumenn og áhugamenn eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Guðjón kemur Að sögn Gunnars Kárason- ar formanns Knattspyrnu- deildar KA er það nú af- ráðið að Guðjón Guðjóns- son úr Keflavík gangi til liðs við KA menn í knatt- spyrnu. Guðjón hefur spil- að bakvarðastöðu í Kefla- víkurliðinu með góðum ár- angri. fþróttasíðan býður Guðjón velkominn, og ósk- ar honum velgengis með sínu nýja félagi. Um síðustu helgi var haldið í Reykjavík fyrri hluti afmæl- ismóts Júdósambands fs- lands, og var það haldið í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans. Keppt var í fimm flokk- um karla. Tveir keppendur frá Akur- eyri kepptu á þessu móti í 60 kg flokki. Vegna fjölda þátttak- enda í þessum flokki var keppendum skipt í tvo riðla. Akureyringarnir sem kepptu á þessu móti voru þeir Broddi Magnússon og Guðmundur Om Halldórsson, og kepptu þeir í sitthvorum riðlinum. Þeir Broddi og Guðmundur kepptu síðan sarnan, og var þar um rnjög spennandi viðureign að ræða. Guðmundur náði fljótlega fastataki á Brodda, en Brodda tókst með miklu snar- ræði að losa sig úr takinu, og náði um leið fastataki á Guð- mundi, sem Guðmundur síðan náði ekki að losa, og vann þvi Broddi þá viðureign. Broddi glímdi síðan úrslita- glímuna við Gunnar Jóhannes- son UMFG og varð glíman mjögspennandi. í þessari glímu tókst hvorugum að ná sér í stig, og urðu því dómarar að úr- skurða hver hefði sigrað. Þeir töldu Gunnar hafa sótt heldur meira og var honum því dæmdur sigurinn, en ekki voru allir sáttir við þann dóm. Úrslit í 60 kg flokknum urðu því þau að Gunnar Jóhannsson UMFG sigraði, annar varð Broddi Magnússon og Guðmundur Öm Halldórsson í þriðja sæti. Trimm mót Á sunnudaginn kemur þann 1. febrúar kl. 14.00 verður haldið mót í skíðagöngu vestan og norðan við Skíðahótelið. Skíðaráð Ak- ureyrar gengst fyrir mótinu og verður brautin ætluð fyrir alla fjölskylduna, en hún verður ca 1.5 km á lengd. Skíðaráðið vonast til að fá sem flesta þátttakendur á mótið, og þarna verður upplagt fyrir alla fjölskylduna að keppa saman. Tími verður tekin af þeim sem vilja í brautinni, og þátttakendur fá viðurkenningarskjal að lokum. Þá verður einnig til sölu göngumerki Skíðasambandsins, en það er „Skíðastjarnan“ svokallaða. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.