Dagur - 10.02.1981, Side 4

Dagur - 10.02.1981, Side 4
IMGUE Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Atvinnutækifæri í sveitum Eins og vart hefur farið fram hjá mönnum, er nú samdráttur í hefð- bundnum landbúnaðargreinum. Samdrátturinn er þegar kominn í Ijós í minnkandi mjólkurframleiðslu, en nokkur óvissa er enn um framleiðslu sauðfjárafurða. Vegna þessa eiga nú margir bændur við mikla erfiðleika að stríða og hætta á að vonleysi grípi menn og fækka fari stórlega í sveitum landsins, ef ekki verður brugðist við fljótlega og reynt að skapa ný at- vinnutækifæri í strjálbýlinu. Mikill samdráttur í atvinnulífi í strjálbýiinu hefur fyrr eða síðar erfið- leika í för með sér fyrir fleiri en þá sem þar búa, því frumframleiðslugrein- arnar skapa óbeint mörg önnur störf. Þá er til þess að líta, að atvinnuástand í þéttbýli er ekki allt of gott um þessar mundir og er nærtækast að geta byggingaiðnaðarins í því sambandi. Þéttbýlið er því ekki við því búið að taka við fjölda fólks úr sveitunum. Af þessu má sjá, að mjög er nú brýnt að flýtt verði athugunum á því, hvernig fjölga megi atvinnutækifær- um í strjálbýlinu. Stefnumótun í því máii má ekki dragast mikið lengur. Rætt hefur verið um ýmsar leiðir, svo sem að efla loðdýrarækt og fiskirækt, skógrækt og smáiðnað, en þegar hliðsjón er höfð af því sem hér hefur verið sagt um atvinnutækifæri í sveit- unum er Ijóst, að ekki er sama hvernig að þessari uppbyggingu er staðið. Hafa verður að leiðarljósi, að auka starfsmöguleika þeirra sem í strjál- býlinu búa og gjalda verður nokkurn varhug við því, að peningamenn sölsi undir sig þessar atvinnugreinar, þannig að þær nýtist ekki sem skyldi til að vega upp á móti samdrætti í hinum hefðbundnu búgreinum. Hjörleifur og kommarnir Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, skrifar athyglisverða grein í málgagn sitt, Austurland, á dögunum. Hann fjallar þar um spurningakeppni um Sovétríkin sem blaðið hefur efnt til fyrir lesendur sína á aldrinum 12-15 ára. Verðlaunin eru ferð fyrir tvo til Sovét næsta sumar. Blaðið hefur vegna þessa m.a. samvinnu við MIR, Félagið Sovétríkin-I'sland og sovésku ferðaskrifstofuna Spútnik. Hjörleifur segir í grein sinni: „Satt að segja hélt ég að íslenskir sósíalistar hefðu fengið sig fullsadda á utanstefnum austur fyrir járntjald og óþarfi að draga saklaus ungmenni inn íþá myllu.. . . Mér þykir meira en lítið athugavert að sjá Austurland lagt undir áróðursherferð fyrir Sovétríkin með tilheyrandi vinarhótum.“ Öðruvísi mér áður brá. Það er ekki seinna vænna að klippa á tengslin við Sovét, enda er við því að búast að Sovétmenn fari að láta til skarar skríða gegn verkfallsmönnum í Pól- landi, sem eiga samúð alls heimsins, nema e.t.v. kommúnistanna í Alþýðu- bandalaginu. Engan skyldi undra þó vinstra fylgið í Alþýðubandalaginu hryndi nú af því í enn ríkara mæli en verið hefur undanfarið. Jónas Halldórsson: Bní yfir Eyjafjarðará Eyfirðingum margt betur gefið en heimtufrekjan Langt er liðið síðan farið var að tala um nauðsyn þess að brúa Eyjafjarðará á bilinu frá Stokkahlöðum að Hrafnagils- skóla eða þar um bil. En önnur sjónarmið þóttu ráðamönnum þá brýnni og ekki væri hægt að sinna öllu í einu. Og af því Eyfirðingum er margt annað betur gefið en heimtufrekja og kröfur um sitt af hverju þeim til handa, þá hljóðnaði uni þetta þarfa mál í bili, en alltaf var mikill áhugi fyrir því beggja megin ár. Og margan krókinn er oft búið að aka, þegar menn þurftu að hittast sem bjuggu sitt hvoru megin og hefir það mjög farið í vöxt nú síðari ár. Mikil þörf á greiðari samgöngum Nú eru að myndast þéttbýlis- kjarnar við Hrafnagil að vestan, þar sem hinn myndarlegi ung- mennaskóli er risinn, ásamt mörgum húsum, sem sum eru tengd honum að meira eða minna leyti. Austan ár í kring um prestsetrið og hitaveituna á Laugalandi er ört vaxandi byggð. Þar er Kvennaskólahús- ið, sem eitt sinn var og hét og bíður nú eftir að verða tekið í þarfir einhvers góðs málefnis, sem verður áreiðanlega fyrr eða seinna. Þar er einnig ágæt sundlaug, sem eins er hægt að nota á vetrurn, því góður er hitinn. Þarna við brekkurætur er íþróttavöllur, sem æska sveitar- innar notar mikið yfir sumarið. Af þessu sést að þarna er mikil þörf á greiðari samgöng- um niilli þessara staða. Auk þessa þarf Hitaveita Akureyrar að koma heita vatn- inu, sem fannst Hrafnagilsmeg- in austur yfir í dælustöðina á Laugalandi, til að það nýtist, því þarf að leggja veg meðfram leiðslunni brekknanna á milli, þá vantar ekkert, nema brúna yfir ána, til að komin sé sam- gönguæð milli hinna blómlegu byggða að vestan og austan. Brúin mundi áreiðanlega bera með góðu uppi hitalögnina austur yfir. Þar fengist ódýr leiðsla, sem kostaði sama og ekkert móts við það, sem leiðsl- an yfir ána undan Gili kostaði forðum. Ekki veit ég hvort verkfræð- ingar kunna nú betri ráð til að koma vatnslögn yfir Eyjafjarð- ará, en þá var það talið best að byggja marga stöpla, sem lögn- in hvílir á. Þetta varð fokdýrt og sumir efast um þetta sé nægi- Iega öruggt fyrir jakaburði, þegar áin ryður sig í asahlákum á veturna með miklum hamför- um. Mér sýnist því, að nú ætti ekki að leggja út í tvísýn ævintýri með hitalögnina yfir ána, heldur byggja góða brú, sem þjónaði mörgum hlutverk- um. í raun og veru er hér aðeins að ræða um mismuninn á verði brúarinnar og því sem það kostaði að koma hinu dýrmæta heita vatni yfir ána án brúar, og það yrði vissulega engin smá- upphæð. Sitthvað: Vegagerðin og Hitaveitan? Ég get ímyndað mér að ein- hver segði að það væri sitthvað Vegagerðin og Hitaveita Akur- eyrar. En bæði þessi fyrirtæki hafa sínar tekjur frá landsmönnum. Hitaveitan frá þeim sem kaupa heitavatnið og Vegagerðin frá skattgreiðendum landsins. Þess vegna finnst mér það svo sjálf- sagt, að þessi fyrirtæki hjálpist að, að leysa þetta nauðsynja- verk og væri það þeim til sóma. Enda hefi ég heyrt, að ekkert standi á góðri samvinnu þar. Þegar þetta er allt athugað, sýnist mér hér vera svo einstakt tækifæri, ti! að fá langþráða samgöngubót að það væri mik- ið glapræði að láta sér ganga það úr greipum. Veginn þarf að leggja að og Jónas Halldórsson. frá ánni og mundi hann ekkert verða ódýrari, þó aðeins væri fyrir hitalögnina. Gömlu brýrnar voru byggðar 1923 líta. sem Á fleira er einnig að Brýrnar yfir Eyjafjarðará, byggðar voru 1923 eru að verða mjög lélegar. Mér er sagt að bannað sé að aka mjög þungum hlössum yfir þær, og því verði að beina þeim akstri fram á Möðruvallabrú, ólíkt væri það nú styttra að þurfa ekki nema að Hrafnagili. Enn er víst ekki á hreinu hvar vegur og brú eða brýr verða lagðar austur um frá Akureyri, hvort það verður á Leirunum eða framar, sitt sýnist hverjum. Auðvitað þarf sú leið að opnast og það fyrr en seinna, en á meðan að togast er á um slíkt er ekki að vænta mikilla fram- kvæmda. Líklega líða einhver ár þangað til að því verður, þó þörfin sé brýn. Skammsýni ef þetta einstaka tækifæri verður ekki notað Að öllu þessu athuguðu, og fleira mætti kannske tína til, finnst mér það meira en lítil skammsýni og hrein glópska, ef ekki verður notað þetta ein- stæða tækifæri til samgöngu- bóta og hagræðis og byggð brú hjá Hrafnagili á næsta sumri. Eyjafjörðurinn, sem er ein- hver blómlegasta og besta sveit landsins, einkum framan Akur- eyrar, á það sannarlega skilið að eitthvað sé hlúð að honum. Hitaveitan þarf að fá vatnið Eyfirðingar eiga marga og góða þingmenn, og þó allir viti að í mörg horn sé að líta nú á dögum, trúum við því ekki, að þeir sjái ekki færa leið að koma þessu þarfa máli fram nú strax á þessu þingi, því annars er tæki- færið úr greipum gengið, því Hitaveitan þarf að fá vatnið í notkun á næsta sumri. HVER ORTI BÁRÐARDALSVfSUR? Gönilu brýrnar eru orðnar lirörlcgar, enda byggðar fyrir nokkrum tugum ára. Mynd: E.D. í bókaflóðinu fyrir síðustu jól kom út bók, Ý msar verða æfirnar eftir sr. Bolla Gústavsson í Laufási. Hér verður ekki ritaður neinn ritdómur um bókina, held- ur farið nokkrum orðum um hver muni vera höfundur Bárðardals- vísna þeirra, sem sumarfóstra sr. Bolla, Ólína á Hlíðarenda kenndi honum og taldi Látra-Björgu höfund þeirra, og það hafa fleiri gert. En ýmsir aðrir hafa talið Jakob Pétursson á Breiðumýri höfund að vísunum. Hann hafi ort þær um ferðalag Ingibjargar gamallar og vanheillar og mál- haltrar, um Bárðardal, var hún víst þurftarkona hjá Jakobi. Upphafsvísa bragsins er um upp- haf ferðarinnar vestur yfir Fljóts- heiði og er þannig: Fljólsheiðar og flóan óð fatalaus um daginn svo var djúpt á saumaslóð að sást ei nema hausinn. Birtir sr. Bolli nokkrar vísur úr bragnum, sem lýsa komu Ingi- bjargar á bæina og veru hennar þar. Allar eru vísurnar í sama yf- irdrifna ýkjustílnum og fyrsta vísan og öfugmæla, eins og í Sandhaugavísunni:.......,Mús að heyra mæðar orð, mörguni þótti gaman.“ saman sett til að undir- strika málhelti hennar. Jakob á Breiðumýri hafði eitt sinn tekið saman sjúkdómslýs- ingu fyrir þessa sömu Ingibjörgu, þar stóð: Hlustarverkur, lijartveiki, hósti svimi, afUeysi, kláði, hrollur, kýlsýki, kveisa, velgja, harðlífi. Óneitanlega svífur hér líkur andi yfir vötnunum og í Bárðar- dalsvísunum. Nýlega var Jón Friðriksson á Hömrum að rifja upp fyrir mig ýmislegt sem faðir Minning Ólöf Guðmundsdóttir Fædd 19. okt. 1894-Dáin 17. jan. 1981 í þessari grein ætla ég mér ekki að rekja ævisögu Ólafar Guðmunds- dóttur, enda yrði það efni í miklu lengri grein. En á þessari stundu langar mig til að minnast þeirra kynna, sem ég hafði af Ólöfu. Það var alltaf minnisstætt að koma í heimsókn til hennar á Fjólugötuna. Hún hvikaði aldrei frá þeirri ró, æðruleysi og spaug- semi, sem hún hafði tileinkað sér á sinni löngu ævi. Ævinlega var ein- hver kímnissvipur yfir . andliti hennar, sem kom ósjálfrátt: þeim sem heimsóttu hana í gott skap. Hennar líf og yndi á seinustu ævi- árunum var að fylgjast með öllum afkomendum sínum. Iðulega sýndi hún mér ljósmyndir af börnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um sínum, sem hún fylgdist náið með, þótt mörg þeirra byggju í fjarska. Börnin hændust líka að henni og undu sér vel í návist hennar. Það voru einmitt afkom- endur hennar, tveir ungir piltar, sem staddir voru hjá henni, þegar kallið kom. Þeir höfðu komið í heimsókn til ömmu sinnar og langömmu m.a. til að aðstoða hana við að taka niður jólaskraut. Nú skreytir Ólöf ekki oftar hús sín fyrir jólin, en minningin um hana mun orka á marga, sem jóla- ljós í því skammdegi, sem nú rikir. Þóra Sigurþórsdóttir. hans Friðrik Jönsson á Helga- stöðum, sem fæddur var á Kraunastöðum og ólst þar upp og bjó fyrst, hafði sagt honum. Eitt var það, að eitt sinn kom í Breiðumýri maður er Gísli nefndist frekast úr Skagafirði um föður getur eigi, en fékk síðar nafnið Breiðumýrar-Gísli. Hann sest að á Mýri, og er vetrarmaður Jakoþs, en stundar kaupavinnu að sumrum. Taldi Friðrik að hann hafi eitt sinn verið kaupamaður á Þverá, og sé hann höfundur hinna alþekktu Þverárvísna, þar sem kveðjuvísan er: Eg klofan brýt og bölv'onum, i básúnu skýt og hrakvrðum. Up mig slít með ósköpum, úr helvíti og kvölunum. Friðrik taldi vafalaust, að Jakob og Gísli hefðu sett saman braginn um ferð Ingibjargar um Bárðardal. Taldi líka að Gísli hefði gefið út sveitablað, sem gekk um sveitina og hét Álfur, hafði hann birt Imbu-braginn í einu blaðinu, en þegar það kemur í Breiðumýri, er sagt að Jakob hafi rist braginn úr blaðinu. Eftir því ætti Gísli að hafa sett braginn í blaðið án vitneskju Jakobs. Gísli þessi var smali á Grenjaðarstað um 1880 eitt eða fleiri sumur, eða líklega frekar að hann hafi setið ærnar, því þá er hann orðinn gamalmenni. En einmitt þessi ár er Friðrik um fermingu, og er smali á Krauna- stöðum, svo samskipti hafa orðið allmikil með Gísla og honum. Mér var kunnugt um sveita- blaðaútgáfu hér í sveit frá 1880 og til 1886 sem var talsverð, en þessi sveitablaðsútgáfa Gísla, sem hlýtur að hafa verið allnokkru fyrir 1880, var mér alveg ókunn. En því miður eru þessi gömlu sveitarblöð líklega öll tínd og ónýt. Eftir því sem hér kemur frarn, virðast allar líkur benda til þess að Jakob á Breiðumýri og Breiðumýrar-Gísli hafi lagt sam- an í Ingibjargar ferðabraginu, og jafnvel að Gísli hafi talið sig eiga þar allvænan hlut. Mér virðist að höfundarrétti Jakobs og Gísla að ferðabragnum verði varla hnekkt, nema fram komi gamalt afrit, með öðrum höfundi sem ekki er hægt að hnekkja. Og óhætt mun að afskrifa höf- undarrétt Látra-Bjargar að þess- um brag. En vísurnar: Bárðar- dalur er besta sveit, Aum er Kinn fyrir utan Stað, og Reykjadalur er sultarsveit, eru vafalaust eftir Björgu, enda er annar bragur á þeim, og ekkert í sambandi við hinar vísurnar. 2. febrúar 1981. Vallakoti, 641 Húsavík, Glúmur Hólmgeirsson. Hvers eru mistökin á Kópaskeri? „Hafnargerðurinn styttist", er frétt á forsíðu Dags 13. jan. og er þar átt við hafnargarð sem gerður var sl. sumar á Kópaskeri. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem kaupfélagsstjórinn, Ólafur Frið- riksson, finnur hjá sér þörf til að ófrægja þessa framkvæmd sem við sjómenn höfum lengi beðið eftir. Áður en þessi garður kom í sumar, var ástandið hér við bryggjuna vægast sagt slæmt ef eitthvað verulegt veður gerði af vestri eða norðvestri og varð þá oft að vera um borð í bátunum klukkutímum saman til að reyna að forða þeim frá skemmdum. Eigum við sjómenn ófáar vökunætur urn borð í bátum okkar undanfarna vetur. Svo hefur hins vegar brugðist við í vetur að ekki höfum við þurft að vera eina einustu klukkústund um borð af þeim sökum, það sem af er vetri og það þótt veður hafi verið með afbrigðum slæmt síðan urn miðjan nóvember og hvert norðvestan stórviðrið gert á fætur öðru. Fjárveiting til þessa verks var mun minni á síðasta ári en vonast hafði verið eftir, en vegna mjög eindreginna óska heimaaðila fékkst lán til að koma garðinum í það horf að hann gerði gagn í vetur. Sú fullyrðing Ólafs að verkstjórinn hafi ekki viljað nota stórt grjót, sem til hafi verið, er ekki svara verð. Það rétta er að spurningin var urn hvort nota ætti viðbótarféð til að koma grjóti sem hlíf á garðinn, grjóti sem til var á staðnum eða sprengja stærra grjót sem þá hefði aldrei komist til nota í garðinn sl. sumar og þar með hefði hann eng- um orðið að notum í vetur. Það var flestum ljóst að þessi framkvænid sl. sumar var ekki endanleg, enda hefur garðurinn riðlast til og sigið undan ágangi sjávar en stendur þó enn fyrir sínu þótt mikið hafi á honum mætt í vetur, ekkert skarð hefur komið í garðinn, hann hefur ekki styttst og hann er ekki horfinn, nema þá þeini sem vilja ekki sjá. Vonandi telja ráðamenn þessi skrif Ólafs aðeins vera „mistök“ því svona fréttaflutningur er aðeins til að skemma fyrir þeim sem þarna eiga hagsmuna að gæta með frekari framkvæmdir næsta sumar. A uðunn Benediktsson, Guðmundur Óskarsson, Óskar Óskarsson, Sigurður Óskarsson, Baldur Guðmundsson. Góður árangur akur- eyrsku sveitarinnar Unglingameistaramót ís- lands í sundi var haldið í Reykjavík dagana 31. jan. og 1. febr. Aðeins er keppt í ein- um aldursflokki 16 ára og yngri á þessu móti bæði pilta og stúlkna. Óðinn sendi fimm pilta á mótið og stóðu þeir sig með sóma. Haraldur GuðmundssQn náði bestum árangri piltanna, hann varð annar í 200 m. bringusundi og einnig í 100 m. baksundi, en fjórði í 100 m. bringusundi. Ólafur Árnason varð fimmti í 200 m. bringu- sundi. Báðir piltarnir eiga eftir ár í flokknum svo að miklar vonir eru bundnar við þá á næsta ári. Piltasveit Óðins stakk af rnarga skæða keppinauta í 4x50 m. skriðsundi og 4x50 m. fjór- sundi. Sveitin varð í 3. sæti í skriðsundinu af lOsveitum sem kepptu og setti hún nýtt Akur- eyrarmet í piltaflokki (tími 2:02,7 mín. ganila metið 2:07,0 mín.) Sveitin varð einnig í 3. sæti í fjórsundinu á tímanum 2:27,4 mín. (gamla metið var 2:34,0 mín.) 11 sveitir tóku þátt í fjörsundinu. Aðeins Sund- félagið Ægir og f.B.V. urðu á undan sveit Óðins í báðum sundunum. Sveit Óðins skipuðu: Har- aldur Guðmundsson, Ólafur Árnason, Hermann Karlsson og Eiríkur Jóhannsson. Tvö stig Akureyrarmótið Þór og K.A. leika saman í Akureyrarmótinu n.k. fimmtudagskvöld kl. 20. Þór KA maí? Búið er að draga um það hvaða lið fyrstu dcildar Ieiði saman hesta sína í knattspyrnunni í vor. Ákveðið er að fyrsta um- ferðin fari fram 9. maí og þá eiga in.a. að leika saman Þór og KA. Líklegt er að reynt verði að fá þessum leik frestað þar eð grasvöllurinn verður örugglega ekki kominn í not- hæft ástand. í næstu umferð þar á eftir á KA heimalcik á móti Akranesi en Þórsarar sækja Vestmanneyinga heini. Á föstudagskvöldið léku í fyrstu deild í körfubolta Þór og Skallagrímur frá Borgar- nesi, og var þetta fyrri heimaleikur Þórs í þessari umferð. Auglýst hafði verið að þetta yrði einvígi þeirra Garrys hjá Þór og Dakasta Vebster eða Spóanum hjá Skallagrími, en báðir þessir leikmenn settu að sjálfsögðu mikinn svip á leikinn. Skallagrímur byrjaði betur og komust þeir fljótlega í 5-0, en skömmu síðar tókst Þórsurum að jafna 7-7. Þá tóku Skalla- grímsmenn aftur forustu og héldu henni það sem eftir var hálfleiksins, en þá höfðu þeir gert 43 stig en Þór 36. Eftir leikhlé mættu Þórsarar tvíefldir til leiks og fóru nú að leika maður á niann með mjög góðum árangri og þegar búið var að leika í fimm mín. af síð- ari hálfleik var staðan orðin jöfn, 53-53. Síðan sigu Þórsarar framúr og juku smám sanian forskot sitt og þegar flautað var til leiksloka hafði Þör gert 87 stig en Skallagrímur 78. Eiríkur stóð sig mjög vel hjá Þór, og var þeirra besti maður í þessum leik, en hann þurfti að yfirgefa völlinn með fimm stig þegar tvær mín, voru eftir af leiknum. Eftir þetta tap eru Borgnesingar í bullandi fall- hættu í deildinni, en þeir berjast um fallið ásamt Grind- víkingum. Gary var stigahæstur Þórsara með 34 stig, Eiríkur gerði 19, Sigurgeir 10. Alfreð 14, Erlingur 7 og Þórhallur 2. Dak- asta Vebster eða „Spóinn" hjá Skallagrími var stigahæstur Fyrri leikur: Þór: 87 Skallagrímur : 78 Seinni leikur: Þór: 75 Skallagrímur: 88 þeirra með 30 stig. en liann hirti einnig langflest fráköst í þessuni leik. Dómarar voru Hörður Tuliníus og Rafn Benediktsson og dænidu þeir ágætlega. í síðari leiknuni náðu Þórsar- ar forustu til að byrja með, en rétt fyrir lok fyrri hálfleiks koniust Borgnesingar yfir. og liéldu því það sem eftir var leiksins. Gary þurfti að yfirgefa völlinn nieð fimm villur uni miðjan síðari hálfleik. og eftir það var sigurinn Skallagrími auðveldur. Lokatölur urðu 88- 75 fyrir Skallagrím, og ef til vill nægja þessi stig til að halda lið- inu í deildinni. Sundmeistaramót Islands: F.v.: Hermann Karlsson, Haraldur Guðmundsson, Ólafur Árnason og Eiríkur Jóhannsson. 4•DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.