Dagur - 26.02.1981, Page 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
• SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
64. árgangur
wmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmKmmmmmm
Akureyri, fimmtudagur 26. febrúar 1981
16. tölublað
Samið við fóstrur
Um klukkan fjögur aðfararnótt
s.l. miðvikudags tókst sam-
komulag í deilu fóstra og bæjar-
ráðs, en eins og kunnugt er
hættu fóstrur störfum s.l. föstu-
dag og mættu þvi ekki til vinnu á
mánudagsmorgun. Bæjarráð
samþykkti samkomulagið með
fyrirvara um samþykki bæjar-
stjórnar, en fóstrur gerðu engan
slíkan fyrirvara og hófu vinnu á
nýjan leik á hádegi í gær. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
blaðið aflaði sér ríkti ekki ein-
hugur meðal fóstra um sam-
komulagið, en þær munu hafa
talið að ekki tækist að ná meiru
fram að sinni.
Eftirfarandi samþykkt var gerð á
næturfundinum: „Kjaranefnd
STAK og bæjarráð Akureyrar gera
með sér svohljóðandi samkomulag
um launakjör fóstra hjá Akureyr-
arbæ: 12. launaflokkur: Fóstrur.
13. launaflokkur: Fóstrur með eins
árs starfsaldur. 14. launaflokkur:
Fóstrur með 6 ára starfsaldur. Að-
ilar eru sammála um að fóstrur,
sem störfuðu hjá Akureyrarbæ
skuli endurráðnar til sinna fyrri
starfa ef þær óska þess og halda
sínum áunnu réttindum eins og um
óslitið starf hafi verið að ræða.
Samkomulag þetta gildir frá og
með deginum í dag og til sama tíma
og núgildandi sérkjarasamningar
milli STAK og Akureyrarbæjar.“
Aðrir í kjölfarið?
„Það er Ijóst að fóstrur fengu
sínu fram og gáfu raunar ekk-
ert eftir. Bæjaryfirvöld stóðu
frammi fyrir því að barna-
heimilin yrðu lokuð um ófyrir-
sjáanlegan tíma, ef ekki yrði
samið, því fyrir flestar þeirra
virðist það ekki hafa verið
spurning um afkomu, hvort
þær hættu að vinna eða ekki,“
sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri,
í tilefni samninganna við
fóstrur.
Hann sagði að fóstrum væri
enn grunnraðað í 12. launaflokk,
eins og lögð hafi verið mikil áh-
ersla á af hálfu bæjaryfirvalda.
Hins vegar væri verklegt nám
þeirra metið sem eins árs starfs-
reynsla, þannig að allar fóstrur
sem ráðnar væru til Akureyrar-
bæjar færu í 13. launaflokk.
„Þetta fór ekki eins vel og við
hefðum kosið, enda óttast ég og
þykist nærri fullviss um það, að
aðrir hópar komi í kjölfarið og
reyni eitthvað svipað," sagði
Helgi Bergs.
Foreldrar barna í dagvistunarstofnunum Akureyrar fjölmenntu
í bæjarstjórnarskrifstofumar sl. þriðjudag og kröfðust þess að
bæjarráð, scm sat á fundi, tæki þegar fyrir uppsagnir fóstra og
gcngi að kröfum þeirra. Hér er citt foreldrið að afhenda Helga
M. Bergs bæjarstjóra bréf með kröfum foreldranna. Mynd: á.þ.
Lausn í sjónmáli
Flest bendir nú til þess að Þórs-
hafnar- og Raufarhafnarbúar fái
togarann umrædda, því eftir því
sem næst verður komist mun
STÓLALYFTAN OPIN TVÖ KVÖLD
Endanlegri viðgerð á stólalyft-
unni í Hlfðarfjalli verður lokið
fyrir næstu helgi og verður þá
búið að gera við alla stólana sem
skemmdust í óviðrinu á dögun-
um og koma þeim fyrir á ný.
Viðgerð á sjálfri lyftunni lauk
síðasta föstudag og var hún
notuð um helgina, þó að nokkra
stóla vantaði. Vegna þessa er nú
hægt að hafa stólalyftuna opna
tvö kvöld í viku, eins og ráðgert
hafði verið áður en lyftan bilaði.
Verður hún opin á þriðjudags-
og fimmtudagskvöldum til
klukkan 22 og veitingasala
Skíðastaða verður einnig opin
sömu kvöld. Um framhaldið fer
eftir því hvernig aðsóknin verð-
ur.
Skíðaskóli Skíðastaða nýtur sí-
vaxandi vinsælda, en hann er
starfræktur með tveimur föstum
kennurum auk fimm manns sem
hægt er að grípa til. Kennsla
Félagsráðsfundur K.E.A.:
stendur frá klukkan 10 á morgnana
til klukkan 22 á kvöldin og er fjór-
skipt með smáhléum á milli. Þann-
ig er fyrsta námskeiðið frá kl. 10-
12, annaðfrá 14-16, þá frá kl. 17-19
og síðasta námskeiðið er frá klukk-
an 20-22.
Mjög góður skíðasnjór er nú í
fjallinu og mun betri en verið hefur
undanfarna tvo vetur. Þrátt fyrir
þetta góða skíðafæri hefur það sem
af er verið heldur minni aðsókn en
á sama tíma í fyrra og hefur um-
hleypingasöm veðrátta vafalaust
haft mest áhrif þar á.
samkomulag hafa náðst í ríkis-
stjórninni um málið. Málinu var
frestað til ríkisstjórnarfundar í
dag, en þá átti að taka ákvörðun.
Margt og mikið hefur verið sagt og
ritað um þetta mál og að sögn
Guðmundar Bjarnasonar, al-
þingismanns, er engu líkara en
þetta sé eini togarinn sem verið sé
að kaupa eða byggja fyrir Islend-
inga og jafnframt sá eini sam hafi
erfiðan rekstrargrundvöll og sem
veiði þorsk frá öðrum togurum.
Guðmundur sagði að Þórhafnar-
búar og Raufarhafnarbúar væru
ekkert annars flokks fólk, sem
þyrfti að sætta sig við annars flokks
skip og skipið væri ekki dýrara en
eðlilegt væri.
Varðandi þátt þingmanna kjör-
dæmisins sagði Guðmundur, að
þeir hefðu reynt að fylgja eftir og
styðja kröfur heimamanna um
(Framhald á bls. 7).
Helgar-Dagur kemur út á
morgun. Nýr umsjónarmaður
hefur tekið við blaðinu, Jón
Gauti Jónsson, kennari.
Meðal efnis í blaðinu má
nefna frásögn Bjargeyjar
Ingólfsdóttur af Drake-leið-
angrinum, vísnaþátt eftir séra
Hjálmar Jónsson frá Sauðár-
króki, grein eftir Þorvald Þor-
steinsson, heimsókn í Hús-
stjórnarskólann, grein um
stofnanamál eftir Hák, um
„grasflatarstefnuna" eftir Helga
Hallgrímsson, grein og viðtal
um nýlist og Rauða-húsið eftir
Helga Vilberg og íþróttapistill
eftir Sigbjörn Gunnarsson.
Forsiðumyndin að þessu
sinni er eftir Jón Bjarna
Bjarnason, kennara við Mynd-
listaskólann á Akureyri.
ÁRK> 1980 - ÁR MIKILLA FJÁRFESTINGA
„Árið 1980 var ár mikilla fjárfest-
inga hjá félaginu, auk þess sem
velta og umsvif voru mjög mikil.
Veltuaukning var að vísu ekki
nægjanlcg miðað við þróun rekst-
urskostnaðar og kemur þar margt
til. Samkeppni á verslunarsviði hef-
ur aukist jafnframt þvi sem kaup-
máttur ahnennings virðist hafa
dregist saman á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Mjólkurframleiðsla minnkaði
stórkostlega og sauðf járframieiðsla
minnkaði einnig, en hvorttveggja
leiddi til minnkandi veltu hjá félag-
inu, bæði beint og óbeint. Miðað við
allar aðstæður má þó fullyrða að
félagið hafi haldið hlut sínum allvel
og er þess fastlega að vænta, að
Eyfirðingar haldi áfram að fylkja
sér um samvinnufélag sitt, Kaup-
félag Eyfirðinga sem óumdeilan-
lega hefur reynst mikill hyrningar-
steinn í efnahagslífi héraðsins.“
Þetta voru lokaorð Vals Arnþórs-
sonar í skýrslu þeirri sem lögð var
fyrir félagsráðsfund K.E.A., sem
haldinn var í gær.
I skýrslunni kemur fram að
flestar sölu- og rekstrartölur eru
bráðabirgðatölur, þar sem uppgjöri
ársins 1980 er ekki lokið. Því er ekki
hægt að greina frá endanlegri
rekstursútkomu ársins, og verður
það að bíða aðalfundar í vor.
Vörusala helstu deilda og fyrir-
tækja félagsins í verslun iðnaði og
þjónustu jókst um 53,4%, 'sem er
óhagstætt hlutfall þegar þess er
gætt, að launakostnaður hjá félag-
inu jókst um 64,2%. Samkvæmt
bráðabirgðauppgjöri voru verkleg-
ar framkvæmdir og fjárfestingar á
árinu 1980 samt. gkr. 1.403.148.845,
þegar frá hafa verið dregnar eignir,
sem seldar voru frá Fóðurvöru-
deild KEA til Fóðurvörudeildar
KEA og KSÞ s/f. Meginþorri
framkvæmdanna á Akureyri var í
þjónustumiðstöðvum fyrir allt
félagssvæðið, þannig að þær til-
heyra ekki Akureyri sérstaklega.
Má þar sérstaklega nefna nýbygg-
ingu Mjólkurstöðvarinnar.
Um fjárfestingarþörf 1981 og
næstu ára segirorðrétt i skýrslunni:
„Þrátt fyrir hinar gífurlegu fjár-
festingar, sem félagið hefur ráðist í
á nýliðnum áratug, virðast fjárfest-
ingarverkefnin framundan næsta
óþrjótandi. Gerð hefur verið sam-
antekt, sem sýnir fjárfestingarþörf
á næstu árum samtals að upphæð
ca. Nýkr. 25.000.000, eða Gkr.
2.500.000.000, og er þá fjölmargt
undanskilið. Inni í þessari áætlun
er t.d. ekki endurnýjun Hótel KEA,
bygging verslunarhúsa á Dalvík og
Grenivík, né heldur endurbætur í
húsnæði og aðstöðu fyrir Bygg-
ingavörudeild félagsins á Akureyri.
Ennfremur hefur framtíðarstækk-
un Sláturhússins á Akureyri. svo og
Kjötiðnaðarstöðvarinnar, ekki ver-
ið tekin með í fyrrgreindri saman-
tekt.
Á stjórnarfundi í síðasta mánuði
samþykkti stjórn félagsins fjárfest-
ingar á yfirstandandi ári að fjárhæð
Nýkr. 7.732.000, en jafnframt var
ákveðið að athuga um frekari fjár-
festingar með hliðsjón af því láns-
fjármagni, sem hægt yrði að fá.
Fjárfestingarmálin verða því til
endurskoðunar þegar kemur fram
á vorið.“
Valur Arnþórsson ávarpar fundarmcnn á félagsráðsfundinum. Mynd: á.þ.