Dagur - 26.02.1981, Side 3

Dagur - 26.02.1981, Side 3
Leikfélag M.H. synir á Akureyri Á Iaugardag sýnir Leiklistar- félag Menntaskólans við Hamrahlíð leikritið „Til hamingju með afmælisdaginn Wanda June.“ Haldnar verða tvær sýningar í Samkomuhús- inu, kl. 16.00 og kl. 2Q.00. Leik- rit þetta er eftir Bandaríkja- manninn Kurt Vonnegut jr., sem hefur aflað sér mikilla vinsælda vestanhafs þótt lítið hafi verið þýtt eftir hann á íslensku. Leik- stjóri er Gunnar Gunnarsson en verkið þýddi Ástráður Haralds- son sem er nemandi í M. H. Leikmynd gerði Myndlistar- félag M.H. en leikendur eru níu. Leikritið gerist á heimili Harolds Ryan en hann er aðalpersóna leikritsins. Ryan þessi er hermaður að atvinnu en í byrjun leikritsins kemur hann óvænt heim eftir að hafa verið týndur og talinn af í átta ár. Hann finnur konu sína í tygjum við tvo menn og beitir þá þeim að- ferðum sem honum eru tamastar. í leikritinu kemur fram ádeila Vonneguts á landa sína vegna þátttöku þeirra í styrjöldum. Það er Stórkostlegt Miðvikudaginn 4. mars verður haldin búlgörsk ferða- kynning í Sjálfstæðishúsinu á vegum Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar. Húsið opnað kl. 19.30 og verður tekið á móti gestum að búlgörskum hætti. Kl. 20.00 verða framreiddir búlgarskir veisluréttir. Búlgarskir matreiðslumenn sjá um matargerðina. Kynning. Búlgörsk hljómsveit með frábæra söngvara sem leika og syngja þjóðlög og dinnermusik. Dansflokkur - sýndir verða þjóðdansar. Happdrætti. Töframenn á heimsmælikvarða. Að lokum verður stiginn dans til kl. 01. Aðgöngumiðasala og borðapantanir í Sjálfstæðis- húsinu föstudaginn 27. febrúarfrá kl. 18.00-19.00 og sunnudaginn 1. mars frá kl. 18.00-19.00. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Sjálfstæðishúsið ^porthú^id ER ’l HORMMJ Nýkomið pumn skór einnig Addidas æfingabolir í miklu úrvali Sporthúyd SÍMI hf 24350 von að nokkuð liggi þungt í honum þar sem hann varð að hætta námi vegna heimsstyrjaldarinnar síðari og sat þá í fangabúðum Þjóðverja um skeið. í þeim raunum hefur hann þó hvorki glatað ímyndunar- afli sínu né gamansemi, því að þótt gamanið sé nokkuð grátt með köflum skín spaugsemi hans gegn- um allt leikritið. Túlkun leikenda á verkinu þykir að mörgu leyti mjög góð og sýn- ingar í höfuðstaðnum hafa heppnast með ágætum. Þýðanda hefur tekist mjög vel starf sitt, hann hefur leitast við að staðfæra þýð- inguna og gefur það leikritinu skemmtilegan blæ. Það þarf enginn að láta sér leiðast á kvöldstund með Leiklistarfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð. Þakklæti frá fóstrum Fóstrur vilja koma þakklæti á framfæri til foreldra barna á dag- vistarheimilum Akureyrarbæjar og til allra þeirra sem studdu okkur í kjarabaráttunni, sem varð til þess að flýta samningum. Við viljum nota tækifærið og lýsa yfir eindregnum stuðningi okkar við stofnun Foreldrafélags barna á dagvistarheimilum og óskum eftir góðu samstarfi og meiri umræðum um þessi mál í framtíðinni. Fóstrur á Akureyri. gjálfstæðishúsi - Fimmtudagur: Hljómleikar Með Bubba Morteins og Utangarðsmönnum. Goðið verður í banastuði. Föstudagur: o ►Muniö opnunartímann frá kl. 21.00 til 02.00. Þeir sem koma fyrir kl. 23.00 verður komið verulega á lóvart.Hljómsveitin Vaka og Erla meö gömlu og nýju ndansana. ^ Rokkaö á fullu í „diskóinu". Lokað laugardag. Sunnudagur: Stórkvöld Pönkaö á fullu. Bubbi og utangarösmenn. Sjáumst í Sjallanum! — Hvers vegna klukkan í Ameríku er á eftir okkar? Það er af því Ameríka fannst löngu á eftir.... DAGUR.3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.