Dagur - 26.02.1981, Síða 6
Hálsprestakall. Aðalfundur
æskulýðsfélagsins verður á
Hálsi sunnudaginn I. mars
kl. 13.30. Rætt um Vest-
mannsvatnsferð. Stjórnin.
I.O.O.F. 2 — 1622278 'h — 9 =
II
St.:. St.:. 59812277—VII—5
Aðalfundur Sjálfsbjargar, félags
fatlaðra á Akureyri og ná-
grenni, verður haldinn í
Bjargi fimmtudaginn 26.
febrúar og hefst kl. 20.00.
Dagskrá samkvæmt félags-
lögum. Stjórnin.
Nýja bíó sýnir í kvöld kl. 9
myndina Sjómenn á rúm-
stokknum sem er ein af hin-
um gáskafuliu og djörfu
rúmstokksmyndum. Næsta
mynd verður í baráttu við
kerfið sem James Caan í
aðalhlutverki. Myndin lýsir
atburðum, sem raunveru-
jega gerðust í Bandaríkjun-
um árið 1967, nánar tiltekið í
Buffalo í New York.
Thomas Hacklin og Ruthie
voru skilin, en höfðu eignast
tvö börn í hjónabandinu.
Ruthie hélt börnunum, en
Tom sem unni þeim mjög,
heimsótti þau oft. Og hann
Filadelfía, Lundargötu 12. Ruthie var uti að skemmta
Fimmtudag 26. febrúar kl.
20.30, Biblíulestur. Sunnu-
dag 1. mars kl. 11.00,
sunnudagaskóli og kl. 17.00,
kynnir Guðmundur Ómar
Guðmundsson starfsemi
Gidionfélagsins. Allir hjart-
anlega velkomnir. Ath.
breyttan samkomutíma á
sunnudögum. Filadelfía.
Akureyrarkirkja messað kl. 2
e.h. sunnudaginn 1. mars.
Almennur æskulýðsdagur
kirkjunnar. Gunnar Matthí-
asson menntaskólanemi
predikar. Unglingar aðstoða
í messunni. Messuskrá Ungu
kirkjunnar og sálmar nr. 10,
63, 52, 11,6. Óskað eftir
þátttöku fermingarbarna og
foreldra. Allir velkomnir
yngri sem eldri. Eftir messu
er kirkjukaffi kvenfélagsins í
kapellu. P.S.
AUGLÝSIÐ í DEGI
sér. Eitt sinn þegar Tom
ætlar að heimsækja börn sín,
eru þau horfin og einnig
Ruthie, móðir þeirra. Eng-
inn veit hvert þau fóru, og
lögreglan segist ekki geta
aðstoðað Tom í leit að þeim.
Flóamarkaður í Glerárskóla
sunnudaginn 1. mars kl.
15-19. Eitthvað fyrir alla,
konur og karla og krakkana
fyrir öskudaginn. Kvenfé-
lagið Baldursbrá.
Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9
myndina Landamærin með
Telly Savalas í aðalhlut-
verki. Frank Cooper er
landamæravörður, harður
og óvæginn, en sanngjarn og
heiðarlegur. Hann er stað-
settur á landamærum Max-
ico og Bandarikjanna, sól-
bökuðu og gróðurlausu
landi. Frank er vel kunnugt
um hina silspikuðu og vell-
auðugu náunga sem stjórna
aðgerðum þarna, taka að
sér, fyrir okurgjald, að
smygla atvinnulausum og
snauðum Mexikönum yfir
landamærin þarsem þeim er
lofað gulli og grænum skóg-
um, og syo allt eiturlyfja-
smyglið. Hann hatar þessa
náunga og vill útrýma þeim,
en þar er við rammann reyp
að draga. Kl. 11 sýnir bíóið
myndina Valsinn sem er
hispurslaus, frönsk litmynd
um léttúð og lausakaup í
ástum.
Búlgaríukvöld á Akureyri
Á öskudaginn, þann 4. mars,
kemur hópur Búlgara til Akur-
eyrar á vegum Ferðaskrifstofu
Kjartans Helgasonar og Sjálf-
stæðishússins, þar sem þeir
munu skemmta bæjarbúum og
nágrönnum.
Sem dæmi rná nefna þjóðdans-
ara, hljómlistarfólk, sjónhverfinga-
meistara og matreiðslumenn, sem
annast munu matargerð kvöldsins,
á búlgarska vísu. Þessir listamenn
munu vera þeir fyrstu sem koma
með slíkar kynningar hingað til
Akureyrar.
Þeir munu leggja áherslu á að
kynna land sitt og þjóð, þar sem
búlgarska ríkið heldur upp á 1300
ára afmæli sitt um þessar mundir.
Tekið verður á móti gestum í and-
dyri S.H. eins og tíðkast að fagna
gestum í heimalandi þeirra, þ.e.
með brauði og víni, kl. 19.30.
Búlgarskur kvöldverður mun verða
borinn fram kl. 20.00. Að loknu
borðhaldi og skemmtiatriðum
verður stiginn dans.
Vegna þess að fyrirsjánleg er
mikil þátttaka á Búlgaríukvöldið
n.k. miðvikudag er fólk hvatt til að
tryggja sér miða og borð tímanlega.
Tekið verður á móti miða- og
borðapöntunum í síma 22770 n.k.
föstudag og sunnudag milli klukk-
an 18 og 19.
Vert er að taka það fram, að
fararstjóri hópsins er dr. Vartana,
sem margir íslendingar kannast við
úr ferðum sínum til Búlgaríu. Hún
er forstöðukona og yfirlæknir
heilsuræktarstöðvarinnar, sem
starfrækt er í sambandi við hið
glæsilega GRAND HOTEL
VARNA. (Það er eitt veglegasta og
vandaðasta hótel í Evrópu).
Kjartan Helgason og dr. Vartana
munu verða til viðtals á Hótel
Varðborg á miðvikudaginn 4. mars
eftir hádegi. Þar veita þau allar
upplýsingar væntanlegum
Búlgaríuförum og öðru áhugafólki.
(Fréttatilkynning).
6.DAGUR
Hjartans þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar
ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Fjólugötu 10, Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Börnin.
Er starfsfólk á dag
heimilum ekki
starfi sínu vaxið?
Mikið hefur verið rætt og ritað um
launakröfur fóstra á Akureyri,
undanfarið. Þegar ég pára þessi orð
á blað (24. febr.) eru dagheimili og
leikskólar lokaðir hér á Akureyri
vegna kjaradeilu fóstra. Ég ætla
ekki að tjá mig um réttmæti launa-
krafna fóstra, um það eru skiptar
skoðanir, sem ég hefði ekki sett mig
inn í. En það er fær mig til þessa
skrifa eru ákveðin ummæli frú
Sigríðar Gísladóttur formanns
Kjaramálaráðs fóstra á Akureyri
við blaðamann Morgunblaðsins
laugardaginn 21. febr. s.l.
Spurning blaðamannsins var:
„Er þér kunnugt um hvort bæjar-
yfirvöld hafi leitað eftir undanþágu
til að reka dagheimili með ófag-
lærðu fólki?“
Svar frú Sigríðar Gísladóttur við
þessari spurningu var: „Nei, mér er
ekki kunnugt um það, enda mun
það ýmsum vanköntum háð. Mér
er kunnugt um að félagsmálaráð
bæjarins er á móti því, og ég er
engan veginn viss um að foreldrar
sœtti sig við það, að dagheimilin
verði gerð að „harnageymslum “ í
stað uppeldisstofnana. “ Tilvitnun í
Morgunblaðið lýkur.
Því vil ég beina þeirri spurningu
til frú Sigríðar Gísladóttur, að með
framangreindum ummælum, sé að
fullyrða, að starfsfólk það er vinnur
á dag- og leikskólum hér á Akur-
eyri sé eigi starfi sínu vaxið?
Ef svo er verður að segja þessu
starfsfólki upp störfum nú þegar,
og ráða hæft starfslið í þeirra stað,
(og þá að sjálfsögðu í samráði við
frú Sigríði Gísladóttur svo velferð
barnanna sé tryggð).
Ég vona þó að það starfsfólk er
vinnur á dagheimilum og leikskól-
um hér á Akureyri og eiga börn,
skapi þeim hlýlegt og gott heimili
(en ekki barnageymslu), og er það
mæti til vinnu hvort heldur er á
dagheimili eða leikskóla ræki starf
sitt vel, svo börnin er þar dvelja
njóti góðs af þeirri reynslu er þeim
hefur auðnast, af uppeldi sinna
eigin barna, sem er að minni
hyggju einhvers virði ekki síður en
3ja ára nám í fóstruskóla. Með
þessum orðum er ég ekki að gera
lítið úr menntun fóstra, en ætla þó
að fóstrur megi heldur ekki gera
lítið úr sjálfu móðurhlutverkinu.
Og svona í lokin, spurning til
bæjarstjóra, hvað kostar það bæj-
arfélagið (skattgreiðendur) að
starfrækja dagheimili og leikskóla
á Akureyri á árinu 1981 að frá-
dregnum daggjöldum?
Sverrir Leósson.
Samverustund i leikskólanum Lundaseli á Akureyri.
Fóstrur á Akur-
eyri hættu
störfum í gær
FÓSTRUR á Akureyri unnu sinn
sióasta vinnudag að svo komnu
máli i Kter, er uppsagnlr þcirra
vegna kjaramála komu til íram-
kvæmda, þar sem ekki hafði verið
orðið við kröfum þeirra um aö
grunnlaun fóstra yrðu samkvæmt
13. launaflokki og stöðuheltið
deildarfóstra yrði ekki að veru-
leika. i þvi tilefni spjallaði Morg-
unblaðið við Sigriði Gisladóttur
formann kjaramálaráös fóstra á
Akureyri, og spurði hana nánar
um málið.
„Eins og fram hefur komið áður,
höfum við nú farið fram á að
grunnlaun verði samkvæmt 13.
launaflokki og að starfsheitið
deildarfóstra verði fellt niður. Við
teljum að deildarfóstrustarfsheitið
geti í framtíðinni valdið launamis-
ræmi, þegar fleiri en ein fóstra
koma til með aö vinna á sömu
deild, ein þeirra verði þá titluð
deildarfóstra og fái þá hærrti laun
en hinar fyrir sömu vinnu."
Hafið þið fundað eitthvað meö
viðsemjanda ykkar, kjaramála-
nefnd bæjarins?
„Það var einn óformlegur fundur
í síðustu viku, þar sem segja má
„að njósnað hafi verið á báða
bóga", en meira hefur það nú ckki
orðið síðan og því vinnum við
okkar sfðasta vinnudag f dag,
föstudag. Fóstrur hafa haldið tvo
fundi, síðast nú á fimmtudags-
kvöldið og við erum sammála um
að láta ekki deigan síga. Við höfum
orðið varar við talsverðan stuðning
fólks hér f bænum og á kjaramála-
ráðstefnu fóstra, sem haldin var
fyrir skömmu, bárust okkur fjöl-
margar stuðningsyfirlýsingar, svo
við förum ótrauðar út f þessar
aðgerðir einfaldlega til að fá
mannsæmandi laun."
Er þér kunnugt um hvort bæjar-
yfirvöld hafi leitað eftir undan-
þágu til að reka dagheimilin með
ófaglæröu fólki?
„Nei, mér er ekki kunnugt um
það, enda mun það ýmsum van-
köntum háð. Mér er kunnugt um
að félagsmálaráð bæjarins cr á
móti því og ég er engnn veginn viss
um að foreldrar sætti sig við það,
að dagheimilin verði gerð að
„barnageymslum" f stað uppeld-
isstofnana. Þá er rétt aö benda á
það að ef sveitarfélög tækju al-
mennt upp á slíkum aðgeröum,
væri það einfaldlega til að eyði-
leggja heila stétt sérmenntaðs
starfsfólks, sem kjara sinna vegna
treystir sér ekki til að vinna við
núverandi kringumstæður."
Hvert verður svo framhaldið?
Sigríður Gisladóttir, formaður
kjaramálancfndar fóstra á
Akureyri ásamt dóttur sinni.
Ljósm. Mbl. Kristinn.
„Við höfum áður sagt, að verði
ekki hægt að koma til móts við
þessar kröfur okkar, munum við
byrja strfðið frá byrjun að nýju og
þá væntanlega leggja fram þær
kröfur, sem í upphafi komu fram
af okkar hálfu. Það er grunnlaun
verði samkvæmt 14. launaflokki og
launahækkun forstöðukvenna
verði talsvert meiri en nú var
ætlað.
En hvað sem segja má um þessa
baráttu, þá hefur hún þó haft það í
för með sér, að fóstrur hafa
þjappast saman og verið mjög
samtaka f baráttunni og i fram-
haldi þess er á döfinni stofnun
félags fóstra á Akureyri, sem er
mikilvægt framfaraskrcf bæði
hvað varðar félags- og kjaramál,"
sagði Sigríður að lokum.
Áskriít&aufflýsinpar
96-24167