Dagur - 27.02.1981, Blaðsíða 4
Masaibúar fylgdust áhugasamir með störfum leiöangursins.
í FÓTSP
FRANQÍ
Fyrir 400 áruni fór Sir Francis Drakc og áhöfn hans á
„GULLNU HINDINNI" frá Plymouth í Englandi í siglingu
umhvcrfis jöröina. Tilgangur þcssarar ferðar var. auk landa-
funda að herja á spönsk og portúgölsk skip er voru á leið til
nýlendnanna í S.-Ameríku.
Núna í stjórnartíð Elizabetar II. var annað skip „AUGA
VINDSINS“ á leið umhverfis jörðina í minningu Sir Francis
Drakes. Tilgangur þessa Drakes-leiðangurs var þó af allt öðr-
um toga spunninn en sá fyrri. Markmiðið var að gefa ungu fólki
frá ýmsum liindum tækifæri til að kynnast og starfa saman að
ýmsuni verkefnum undir stjórn sérfræðinga.
Leiðangurinn lagði upp í október 1978 og honum lauk í
deseniher síðastliðnum. Var honum skipt í 10 áfanga sem hver
tók um 3 mánuði. Jafnoft var skipt um leiðangursmenn. Á
skipinu „AlíGA VINDSINS” scm er 150 tonna brigantína gátu
einiingis verið 24 þátttakendur auk áhafnar lnerju sinni. Við
rannsóknir í landi komust fleiri að. Þess vegna sigldi aðeins
hluti þátttakenda á skútunni. I hverjum hinna 10 áfanga var
umiið að ýnisum rannsóknum.
Að tilstuðlan ensks manns, Jim F.divards, gafst íslendingum
tækifæri að vera með í heimsreisunni. í júlí 1979 fór fram
heilmikið próf í Revkjavík. þar sem við vorum valin fjögur til
þátttöku í sínum áfanganum livert. í minn hluta kom áfangi 8A.
sem var landleiðangur í Kenya í A.-Afríku.
Hélt ég svo þangað í júli með viðkomu í London. Þar kom ég
í aðal-stjórnstöð leiðangursins. Eitt það fyrsta sem ég sá þar var
hlaðaúrklippa með mynd af stórri slöngu er hafði gleypt mann
með húð og hári. Var búið að rista hana á kviðinn og sást
ntannslíkið greinilega innan uin innyfli slöngunnar.
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds við þessa frétt og
velti vöngum yfir því hvað biði mín í „SVÖRTU AFRÍKU".
Kenya
A ð flatarmáli er Kenya meira en 5
sinnum stœrra en ísland og íbúa-
fjöldinn tœpar 16 milljónir. Kenya er
i hitabeltinu enda liggur miðbaugur
þvert yfir landinu.
Indlandshafsströndin er mjög
vogskorin með kóralrifjum og skerj-
um. Landið hœkkar jafnt og þétt í
áttina að A.-Afriku hásléttunni og
nœr frá Eþíópíuhálendinu í norðri
og suður í gegnum Tanzaníu. Hinir
miklu sigdalir skipta hásléttunni í
misstóra og misháa hluta. A jöðrun-
um risa viða há fjöll, þ. á. m. hœstu
fjöll Afríku, Kilimanjaro (5896m),
Mt. Kenya (5200m) og MT.Elgon
(4320m). Allt gömul eldfjöll. Ekki
eru öll eldfjöll Kenya talin útdauð þó
ekki hafi gosið nýlega.
Ekki er hœgt að tala um sumar og
vetur við miðbaug, í okkar skilningi,
heldur regn- og þurrkatíma.
Á hásléttunni er aðal-
regntíminn frá mars og fram í
maí og aftur stytlri tími frá
október-desember. í eina tíð var gif-
urlegurfjöldi villidýra iA.-Afríku og
enn eru þessi lönd mestu villidýra-
svœði álfunnar og e.t.v. hvergi í
heiminum jafn fjölbreytt dýralíf.
Vegna gengdarlausrar veiði hefur
dýrum af mörgum tegundum fcekk-
að geysilega. Nú hafa stjórnir við-
komandi landa friðað sérstök svceði
svo forða megi heilu tegundunum frá
útrýmingu. Slíkirþjóðgarðarfinnast
viða í Kenya. í savannalöndum og á
gresjunum má sjá hjarðir af anti-
lópum, zebrahestum, bufflum,
gíröffum, wilderbeastum, fílum,
nashyrningum og strútum svo ein-
hverséu nefnd. Rándýr, svo sem Ijón
og hlébarðar hremma grasbítana.
Hyenur, sjakalar og hrœfuglar éta
svo leifarnar. Einnig eru vatnahestar
og krókódílar í ám og vötnum og
eiturslöngur og annar ófögnuður í
grasinu.
í Kenya búa a.m.k. 40 mismun-
andi cetifhkkar, hver með sitt eigið
mál og siði. Fyrir nokkrum árum var
swahili gert að rikismáli en meðan
Kenya var bresk nýlenda var enskan
opinbert mál manna og enn þann
dag í dag er hún „jafningi“ swahili.
Meira en 75% landsmanna hafa at-
vinnu af landbúnaði, og kaffi er að-
alútflutningsvara landsins.
Höfuðborgin Nairobi er um margt
með evrópsku yfirbragði og glœstar
byggingar viða. Þó er stutt í fálcekt-
ina og ekki auðvelt að komast hjá
þvi að sjá hin aumustu hreysi þar
sem þúsundir manna búa.
Valið um Ieiðangra í
Kenya
Þegar komið var til Kenya feng-
um við að velja, í samráði við leið-
angursstjórann Sir John Blashford
Snell, 2-4 af 12 mismunandi leið-
öngrum i Kenya. Svo sannarlega var
erfitt að velja, enda margt spennandi
i boði. Til dœmis má nefna; vist-
frœðirannsóknir á Turkana vatni og
fornleifauppgröftur undir stjórn hins
þekkta Richards Leaky, eyðimerk-
urleiðangur á cameldýrum, neðan-
sjávarrannsóknir við Indlandshafs-
ströndina, vikudvöl í Kenya fjalli,
brúarsmiði í Aberdares þjóðgarðin-
um, talning og flokkun dýra á einu
stórfenglegasta dýrasvœði jarðar-
innar og vinna meðal Masai œit-
flokksins og fl.
Stórfenglegasta villidýra-
svæði jarðarinnar
Fyrsti leiðangur minn var í Masai
Mara þar sem hinir þekktu Masai
menn búa með geitur og naulgripi
innan um aragrúa villtra dýra.
Masai Mara er áframhald Serengeti
sléttunnar i Tanzaníu.
Þetta svœði er eitthvert stórfeng-
legasta villidýrasvœði jarðarinnar
enda ráfuðu hjarðir zebrahesta, gír-
affa, fila, antilópa, buffla, wilderbe-
asta, auk Ijóna, Ityenna, hlébarða og
fl. um sléttuna.
A þessum árstíma (ágúst) er
þurrkatími og hávaxin sina alls-
staðar, þar sem ekki nœst i vatn. Tré
og runnar eru víða, og gefa landinu
meiri svip.
Talning og flokkun dýr-
anna
í þessari dýraparadts var verkefni
okkar að vinna með dýra- og vist-
frœðingum við talningu og flokkun
dýranna. í niðamyrkri kl. 5 á
morgnana vorum við vakin og við
fyrstu geisla morgunsólarinnar ók-
um við af stað á opnum Land-Rover
jeppa, 50 km leið. Við skráðum nið-
urfjölda kven-, karldýra og ungviðis
af hverri dýrategund fyrir sig, og i
hvernig gróðurlendi þau héldu sig. Á
þessum árstíma eiga sér stað mestu
dýraflutningar sem um getur á jörð-
inni er hundruð þúsunda wilder-
beasta og zebrahesta streyma yfir
landamœrin í suðri til Masai Mara
þar sem þau halda til nœstu 3 mán. í
fœðuleit.
Er fullvíst talið að tœplega ein
milljón wilderbeasta hafi komið yfir
landamœrin frá Tanzaníu í þetta
sinn, en frá árinu 1963 hefur þessum
dýrum fjölgað um 10% ár hvert.
Mikill fjöldi þessara dýra er matar-
búr Ijóna og annarra rándýra og er
birta tók á morgnana sáum við oft
blóðug en sœlleg Ijón, velnœrð eftir
góða veiði siðustu nœtur.
Undratækin hjólbörur,
haki og skófla
Annað verkefni okkar í Masai
Mara var að byggja tvö „baðkör" til
að sótthreinsa nautgripi Masai-
manna, svipað og við böðum sauðféð
hér heima á íslandi. Var sú smíði að
tilskipan Kenyastjórnar en með því
hyggst hún koma í veg fyrir sjúk-
dóma í nautgripunum og reyna að
halda Masai œttflokknum kyrrum á
þessum slóðum í framtíðinni.
I fleiri daga hömuðumst við með
hökum og skóflum á hörðum leir-
jarðvegi. Hitinn um miðjan daginn
komst upp i 39° C og var þá erfitt að
vinna. Masai menn fylgdust náið
með verkum okkar og stundum
fengust þeir til að taka til höndun-
um, en litið kunnu hirðingjarnir
samt til okkar starfa. Haki, skófla
og hjólbörur voru undratœki í þeirra
augum, enda engir eða fáir þeirra
augum litið slík verkfœri. Var þvi
ógleymanleg sjón að sjá þá hand-
fjatla og beita þessum tcekjum.
Glata sálinni ef tekin er af
þeim mynd
Málið þeirra Ma kunni ekkert
okkar og fáir Masai manna kunnu
nokkuð í swahili. Ástœðan er sú, að
erfitt hefur verið að fá þetta fólk til
að senda börn sín í skóla.
Urðum við þvi að notast við svip-
brigði og handaþat ýmiskonar til
tjáningar.
Þeim var mörgum sérstaklega illa
við myndavélar og töldu sig glata
sálinni, vœri tekin af þeim mynd.
Eitt af verkcfnunum í Abcrdares-
þjóðgarðinum var að reisa þessa 110 m
löngu útsýnisbrú við hið vinsæla
hótel, örkin.
Mjólk og blóð aðalfæða
þeirra
Yfirleitt búa 10 fjölskyldur í einu
þorpi er kallast „Boma". Er það
hringlaga, girt háu þyrnigerði. Hús
þeirra eru lágreist, ferhyrnt að lög-
un, fléttuð úr greinum sem kúa-
mykju er síðan klesst utan á. Standa
húsin yst í þorpinu en miðsvœðis er
afgirtur almenningurþar sem Masai
menn geyma nautgripina yfir nótt-
ina.
Við fórum nokkrum sinnum i
heimsókn í þorpin og tóku íbúarnir
okkur mjög vel, ef við sýndum þeim
fyllstu kurteisi og fórum varlega i
allarmyndatökur. Mér var boðið inn
til einnar fjölskyldu og þar gefin
mjólk að drekka úr „calabash"
graskersíláti. Mjólkin var volg og
þykk en sem betur fer var blóð ekki
hrist saman við hana, en slíkur
drykkur var og er enn þann dag í dag
aðalfœða flestra Masai manna.
Tappa þeir blóði úr hálsœð naut-
gripanna á sérstakan hátt.
Var mér óviðjafnanlegt œvintýri
að dvelja í návist þessa vinalega
fólks. Fólks sem enn þá lifir á frum-
stœðan hátt.
„Stelpur“ í brúarvinnu í
Aberdares-þjóðgarðinum
í skógivöxnum heiðum
Aberdare-þjóðgarðsins, 150 km.
norður frá Nairobi, var nœsti
áfangastaður minn. í hjarta þjóð-
garðsins er geysivinscelt hótel, Ork-
in, byggð í Nóastíl. Hvergi í Afríku
er eins mikill fjöldi dýra á hvern km
og þarna.
Hlutverk okkar leiðangursmanna
á þessum stað var að endurreisa 110
metra langa útsýnisbrú í 3-4ra metra
hœð út frá Örkinni. Gekk sú smíði
fremur hœgt, aðallega vegna efnis-
og tœkjaskorts. Ekki höfðum við þó
yfir að ráða stórtœkum vinnuvélum
enda voru það aðallega einföld
verkfceri og mannaflið sem notast
var við. Vinnudagurinn var langur,
frá 8 á morgnana til 6 á kvöldin.
Fannsl ferðamönnunum er heim-
sóttu Örkina furðulegt að sjá ötul og
hress „allra þjóða kvikindi" vinna
saman sem einn maður vœri. Enn
furðulegra fannst þó vinnumönnun-
um á hótelinu að sjá stelpur við brú-
arsmíðina, slíku áttu þeir ekki að
venjast. Báru þeir mikla virðingu
fyrir okkur og vildu allt fyrir okkur
gera.
Strákarnir þurfa að kaupa
sér eiginkonu(r)!
Sumirþeirra voru að vinna sér inn
ncegan pening til að geta keypt sér
konu. Verðið fer eftir menntun og
hcefileikum stúlkunnar en algengt er
að það sé í kringum 2 millj. ísl. Gkr.
Yfirleitt leyfist mönnum að eign-
ast fleiri en eina konu og fer þaðþví
bara eftir efnahag hvað hver og einn
getur keypt margar. Einn þjónn
sagði mér að það tœki sig tvö ár að
vinna sér inn ncegan pening fyrir
kœrustunni sinni.
Undralandið ísland
Áttu margir innfœddir erfitt með
að trúa því ér ég sagði þeim að
kvenfólk ynni sömu störf og karl-
menn og fengi sama kaup, enginn
karlmaður keypti sér íslenska konu
og síðast en ekki síst þá vœri sjálfur
forsetinn okkar kona.
Loksins þann 20. október var brú
okkar Drakemanna fullgerð. Er ósk
okkar sú að hún laði að sér ennfleiri
ferðamenn, en það er Kenyamönn-
um mikið hagsmunamál að svo
verði, því þjónusta við ferðamenn er
ein af þeirra aðal-gjaldeyristekju-
lindum.
Gerð göngustígs í Kenya-
fjalli
MT.Kenya er annað hœsta fjall
Afríku, 5200 metrar. Það er erfitt
uppgöngu og af fjallgöngumönnum
talið mun erfiðara en hœstu fjöll
Evrópu.
Drake-leiðangurinn tók að sér að
leggja nýjan stíg fyrir fjallgöngu-
menn i 4000 m hœð i Teleki dal í
rótum fjallsins. Vorum við valin
fjögur til þess verks, er tók okkur
viku.